Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 20
LÍTILL SNJÓR Á HÁ- LENDINU ÞÓ—Reykjavlk. Þrátt fyrir algjört snjóleysi i byggö, er ekki hægt aö segja þaösama urn Islenzka hálend- iö. Þar hvílir nýfallinn snjór yfir öllu, og rjúpan fær þar engin gric En þótt snjórséyfir öllu hálendtnu, þá telzt hann ekki inikill, og hefur sennilega aldrei verið jafn lltill þar síöan 1965, aö sögn Páls Bergþórs- sonar veöurfræöings. Páll sagöi, að það orkaði ekki tvimælis, að snjóalög væru mjög litil, miðað við árs- tima, á hálendinu. Þetta er eitthvaö svipað og i febrúar- mánuði 1965, en sá mán. var mjög hlýr — svipaður þeim, sem nú er rétt liðinn. Siðan hefur snjóleysi ekki komið fyrir. Ekki sagðist Páll geta sagt hvað snjórinn væri mikið minni á hálendinu núna, mið- að við meðalár, annað en það7 að stór svæöi, sem vanalega væru þakin snjó yfir þennan árstima, væru nú auð. Þetta á t.d. við um svæðin sunnan við Hofsjökul og svæöið norðvest- ur af Vatnajökli og norðan við Heröubreið. Svona leit fslenzka hálendiö út á sunnudaginn. Litill snjór virtist vera yfir þvl öllu, og stór svæöi, sem vanalega eru þakin snjó,eru ný ýmist auö eöa þá griliir i dökka fleti. Myndin er tekin noröan Vatnajökuls. Tlmamynd —Gunnar. 1 ||lgi 1 I? í:l [ * Þriöjudagur 7. marz ' 1972. Svíðþjóð: Aðskilja ríki og kirkju? NTB—Stokkhólmi Aðskilnaður rikis og kirkju I Sviþióð verður staöreynd um ára- mótin 1982-83, aö þvf er segir i áliti nefndar, sem skipuð var 1968. Jafnframt fellur úr gildi skattréttur kirkjunnar, og gjöld verða aðeins innheimt af meölim- um henner. Frú Alva Myrdal, sem er for- maður nefndarinnar, segir, að það sem gerist um áramótin 1982—íB3, eigi ekki að skoðast sem algjör skilnaöur, þar sem mörg bönd muni framvegis tengja riki og kirkju. Þetta sé aðeins breyt- ing, sem geri það að verkum, að sænska kirkjan hefur sama rétt og önnur trúarsamfélög. Nefndin leggur áherzlu á, að samkvæmt lögum sé trúfrelsi i Sviþjóð,og eigi þvi öll trúarsam- félög að sitja við sama borð. Með þessu geti einnig þeir, sem ekki vilja vera f neinu trúarsamfélagi, verið frjálsir að þvi. Sænska kirk- jan eigi sjálf, eins og önnur trúar- samfélög, aö skipuleggja starf- semi sína, án áhrifa frá rfkisvald- inu, segir frú Myrdal. ' OÓ—Reykjavik. Leitað hefur verið að 63 ára gamalli konu úr Kópa- vogi siðan á laugardags- kvöld. Þá hvarf konan heiman frá sér og hefur ekki sézt siðan. Konan heitir Margrét Hallsdóttir, til heimilis að Melgerði 15. Bretar vísa útfærslunni til alþjóðadómstólsins Brezka stjórnin tilkynnti i gær, aö hún ætli aö biöja Alþjóöa- dómstólinn í Haag aö fjalla um útfærslu islenzku fiskveiði- lögsögunnar I 50 milur. Anthony Royle aöstoöarutanrfkis- ráöherra Bretlands skýröi frá þessu I fyrirspurnartima á fundi neöri málstofu brezka þingsins I gær. llann sagöi, aö þótt ákveöiö heföi veriö aö vfsa málinu til Alþjóðadómstólsins, væri ekki loku fyrir þaö skotiö, aö haldiö yröi áfram óformlegum viöræöum Breta og tslendinga I von um aö samkomulag tæki\t. Royle sagöi, aö brezka stjórnin vonaöist til aö ná samkomulagi til þess aö tryggja fiskveiöar Breta viö tslandsstrendur, meöan máliö væri til athugunar hjá Alþjóöa- dómstólnum. Bretar leggja máliö fyrir dómstólinn 1. september, sama dag og islenzka lögsagan verður færð út i 50 milur. Herskipavernd vonandi óþörf Patrick Wall, þingmaður úr ihaldsflokknum, spurði Royle, hvort hann gæti staðfest, að brezk skip, sem væru viö löglegar at- hafnir á alþjóða siglingaleiðum, myndu njóta verndar brezka flotans, ef nauðsynlegt væri. Royle svaraöi þvi til, að hann gæti ekki fullyrt, að brezk herskip Framhald á bls. 15 Innbrotspartí í Golfskálanum! Klp — Reykjavík. Hópur unglinga á aldrinum 15 til 18 ára, hefur i vetur hvaö eftir annað brotizt inn i skála Golfklúbbs Ness og notaö hann til gleð- skapar. Hefur hópurinn valdið miklum skemmdum á skálanum sjálfum, innanstoksmunum og ööru, og einnig stoliö þar útvarps- tæki og ööru lauslegu, einnig kylfum og kúlum frá meðlimum klúbbsins, sem margir hverjir hafa geymt þessa hluti I skálanum i vetur. En á þeim árstima er ekkert keppt I þessari iþrótt, og stendur þá skálinn auöur. Skálinn er á sunnanverðu Seltjarnarnesinu, og eru þar engar mannaferðir yfir vetar- timann. Þetta geröi unglingahóp- urinn sér ljóst, og þegar húsnæðisskortur svarf að, var það ráð tekið að brjótast þarna inp og halda parti. Þegar ljóst var, að einhverjir gerðu sér ferð inn i skálann,tóku fjórir ungir menn úr klúbbnum þá ákvörðun að sitja fyrir innbrots- þjófunum. Þeir fengu sér ,,labb- rabb tæki” — tveir sátu i bil nokkuð frá húsinu,en tveir sátu inni i myrkrinu. Ekki þurftu þeir lengi aö biða eftir „gestunum”. Seint á laugar- da'gskvöldið heyrðu þeir að brotin var rúða i skálanum og 5 unglingar skriðu inn um gatið. Þeir biðu þar til allir voru komnir inn. Þá stukku þeir á fætur og gripu hópinn. Varð þeim heldur hverft við, þegar mennirnir komu út úr myrkrinu; héldu aö þetta væru draugar. Féll einn pilturinn úr hópnum i yfirlið, og ein stúlka tók á rás og hljóp út i gegnum stóra rúðu, sem var mannhæðar- há. Var mesta mildi að hún skyldi ekki stórslasast, þvi að rúðan var úr 6 mm. gleri og fór i mél þegar stúlkan hljóp á hana. En hún slapp með smá skrámur. Framhald á bls. 15 Pétur Björnsson formaöur Golfklúbbs Ness sópar saman glerbrotunum fyrir utan skálann. Stóri hlerinn er fyrir rúöunni, sem stúlkan hljóp út I gegnum. ( Timamynd Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.