Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 7. marz 1972. Sveinn Gunnarsson.- KVON- BÆNA SAGA 57 lega. Loks gerðum við það með okkur, að ég skyldj fara í kvenn- imannsföt og gcrast ekkja ofan úr sveit og hafa ull að selja kaup- manni og kvarta um skakka vigt, og þá mundi kaupmaður bjóða fram sáttasemjara sinn, sína rétt- láta löngutöng. Var svo ákveðið, að ég skyldi reyna réttlæti henn- ar, og ef mér félli ekki dóms- ákvæði hennar, þá að snúa hana úr hálsliðnum. „Óg, góði farðu!“ kom úr öllum áttum. Nú voru vandræðin að fá handa mér mátu- lega kvenpeysu. Hún vair með öllu fáanleg, því ég mældist vel um lierðarnar. Mátti ég því dúðast í grárri tog-sjópeysu, en þeir kváðust nú skyldi láta sjalið vera stórt og fallegt, og ég skyldi breiða það yfir allan efri hluta líkamans, en pylsið og svuntuna mátti setja færilykkju í. Þeir skírðu mig svo Hallgcrði Lang- brók. Var svo skipum fram hrund ið. Þetta var á laugardagskvöldi eft ir róður og fóru nú allir, sem útræði höfðu, úr víkinni. Áður en stigið var á skip, kom húsbóndi minn, og fór nú að skoða, hvern- ig fötin færu á mér, og þótti hon um ég vera hálf-ónett í vexti, en ég hélt að það yrði að hafa það, ég væri samt vel ráðinn í að fara og skoða kramið hjá kaupmanni Þá gall einhver við mig vantaði kvenhúfuna og svo væri skegg á mér. Þetta þurfti umbótar, rak- hnífurinn var samstundis búinn að eyðileggja allt ágæti skeggsins, svo komu þeir með gamla kven- húfu, fjögra potta ílát, og settu hana á mig og teygðu úr henni ofan undir augabrýr og niður fyr ir hnakkabein, svo settu þeir sól- eyjar-brúska á axlir mér, en hrafnsfjöðrum stungu þeir í húf- una, svo hvcin í hrafnsfjöðrunum, þegar vindblærinn lék um haus- inn á mér. Svo settu þeir mig aftur i stafn og ullarpoka minn létu þeir mig hafa á hnjánum, bcntu svo á mig og brostu, held ég hafi verið. Nú var róið á stað, og von bráðar var ég að staulast með poka minn ofan i krambúð- ina. Þeir létu stúlku, unga en luralega fara fram með okkur og sögðu henni að kalla mig mömmu sína. Ég fór svo út í krambúðar- hornið og stóð þar, heldur svona uppvörslulítil. Stúlkan var öðru hverju að kalla: — Góða mamma, komdu að líta á kramið. Ég sagðist ekkert sjá, sem mig langaði til að eiga. Kaupmaður vék sér þá við og sagði: — Jú, væna mín. Þér eruð með vörur? Komið þér með ullarhnoðr ann, okkur kemur saman. Hérna er vigtin, væna mín, og svo kem- ur okkur máske saman um einn krók á eftir. Látið þér mig hjálpa yður. Ég er vanur við að hlaða á vigtar-greyið. Er þá ekki pok- inn tæmdur? Jæja, það vigtar 141/2 pd. Er það ekki rétt, væna mín? Ég kvað nei, ullin ætti að vera 16 pd. vel vegin. — Hvaða bull, væna mín. Yður misminnir, og ef þér eruð óánægð ar, skulum við leita fullkomnari útskýringar hjá okkar réttláta leiðarvísi, það eru fingurnir á okkur. Látum krók skera úr. Eru þér ekki sáttar á það væna? Ef þér vinnið krókinn, þá fáið þér ullina upp í 16 pd. Ég sagðist halda það, að tmað- ur yrði að reyna það, en bað hann að kenna mér, því það verk hefði ég ekki tamið mér. Kaup- maður sagði að ég skyldi þá koma með hægri hendina. Ég rétti honum hrepptan hnefann. Hann hló og sagði: — Svo þykka og harðfenglcga konuhendi hefi ég aldrei séð. Ég bað hann að fara varlega, því það væri kuldabólga í hönd- um mínum. Kaupmaður sagði: — Sjáið þér til, nú erum við búin að krækja saman, svo takið þér í af afli og dragið mig upp, svo ullarhárið yðar vaxi. Ég spurði hvernig fingurinn á honum væri. Hann væri hnýttur og mundi aldrei réttast upp. —Ekkert bull, væna mín. Við skulum reyna til þrautar, sagði kaupmaður. — Takið í eða ég álít yður ánægða með vigtina. Borðið var á milli okkar. Ég kippti nú í af afli og kreisti svo meira að fingrinum, heldur en vanalega gerist í krók, svo kaup- maður missti jafnvægið og hrökk fram á borðið. Kaupmaður kall- aði þá: — Slepptu bölvuð kerling. Ull- in bín er 16 pund. Ég sagði að krókurinn væri ekki búinn, og í því sneri ég upp á og heyrðist smella í um leið og úr liðnum hljóp við handarbakið. Þá hljóðaði kaupmaður á skip- verja og bað um hjálp, því kerl- ing þessi væri fjandinn sjálfur. Ég var búinn að sjá kaupmann inn taka upp peningabuddu, og sá í hvaða vasa hann lét hana aftur, hann hafði verið að skipta peningum við dóttur mína. Ég þreif til vasans og náði buddunni, um leið komu tveir skipsmenn. Ég kreisti hnefann utan um budd una og sló annan undir hökuna, svo hann kútveltist úr vegi frá mér. Hinum hratt ég svo snarlega að hann hrökklaðist, þar til bak- ið nam staðar við þil. Ég var að komast upp úr stiganum, þegar kaupmaður náði í mig mcð heilu hendinni og var mér þá voði bú- inn, hefði ekki húsbóndi minn gripið í mig, svo ég hrapaði ekki aftur ofan. Um leið og ég fékk stuðninginn frá Bjarna, gat ég slegið öðrum fætinum framan í fang kaupmanns. Það verkaoi svo, að hann hrökk aftur ofan á kram búðargólfið og hefi ég ekki séð hann síðan. Landsmenn voru sezt ir undir árar og bátar flutu með skipshlið. Ég var bráðum kominn ofan í bátinn og við allir bara fyrir það, að skipsmenn áttuðu sig ekki verulega á þcssu, þar sem kvenmaður var annars vegar. Bátar okkar voru komnir til lands og við með öllu sloppnir. Morgun inn eftir var kaunmannsskipið horfið og er úr sögunni. Ég fékk ullina vel borgaða með 1056. Ló6rétt 1) Þröstur. 2) II. 3) Nauðung. Lárétt 4) GG. 5) Nuggast. 8) Ský. 9) 1) Sjógangur. 6) Gata. 7) Rot. 9) Eins. 10) Æskumann. 11) Efni. 12) Efni. 13) Svif. 15) Prúðmannlegt. Lóðrétt 1) Gamalmennis. 2) Tónn. 3) Andlitssvipur. 4) Guð. 5) Dræmast. 8) Fljótið. 9) Til þessa. 13) Hvilt. 14) Drykkju- samtök. Ráðning á gátu No. 1055 Lárétt 1) Þvingun. 6) Lag. 7) Os. 9) FG. 10) Skaðleg. 11) Tý. 12) La. 13) Ana. 15) Ranglát. HVELL Fiash's rocket-slep takes totheair TO ESCAPE A HEAV/ BOM0APDMENT... Hvellur lætur sleðann hefja sig til flugs á ný, til þess að komast undan skothriðinni. — Nú er ég ekki lengur i skotmáli. Hverjir skyldu ráða yfir þessum byssum. — Ishöllin. Ef til vill er Fria drottning hér, og getur upplýst málið. Ég get þó varla trúað þvi, að hún standi á bak við neðansjávarránið. D R E K I Næst verða sagðar fréttir klukkan tiu. —Fyrst koma ræningjarnir til borgar, þar sem eldgos er að eyðileggja allt. Siðan birtast þeir i borg, þar sem yfir stendur borgarastriö. —Sami hópurinn? Walker frændi, það er saga i útvarpinu. Megum við hlusta á hana? —Já, Res. Gerðu svo vel. —Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem ég heyri um svartklædda ræningja með V tattóverað á ennið. —En hvar var það? Ef til vill liggur svarið hér. í skýrslum Dreka. 1:1 1 fiiNHi Þriöjudagur 7. marz. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Konráð Þorsteinsson heldur áfram að lesa söguna „Búálfana á Bjargi” eftir Sonju Hedberg (20). 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæöraþáttur. Dag- rún Kristjánsdóttir hús- mæðrakennari flytur þriðja erindi sitt um framtið hús- mæðraskólanna. 13.30 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög frá ýmsum timum. 14.30 Brotasilfur. Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Pianóleikur. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. 17.10 Framburðarkennsla. Þýzka, spænska og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið I skóginum” eftir Patriciu St. John. Benedikt Arnkelsson les (2). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heimsmálin. Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Asmundur Sigurjónsson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.05 Iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.30 Útvarpssagan „Hinumegin við heiminn” eftir Guðmund L. Friðfinns. Höfundur les (17). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (31). 22.25 Tækni og visindi. Páll Theódórsson eðlisfræðing ur segir frá nýjustu rann- sóknum á reikistjörnunni Marz. 22.45 Harmonikulög. Heinz og Giinther leika. 23.00 A hljóðbergi. Mann- hatarinn — „Le Misan- thrope” — eftir Moliére, i enskri þýðingu Richards Wilburs. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 7. marz. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 8. þáttur. Ilopað frá Ermarsundseyjum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 21.20 Umburðarlyndi og for- dómar.Flestir telja, að þeir sjálfir séu fordómalausir. Fordómar og hleypidómar eru margs konar. Hvaða hleypidómum skyldum vér Islendingar einkum vera haldnir? Um það snýst þessi umræðuþáttur. Þátttakend- ur eru Baldur Guðlaugsson, laganemi, Kristján Bersi Ólafsson, fil.cand., Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri og Sigvaldi Hjálmarsson, fréttastjóri, sem jafnframt stýrir umræðum. 22.00 Hver er gamall? Mynd frá BBC um vandamál lif- eyrisþega þar i landi, sem hætta störfum 65 ára að aldri, margir i fullu fjöri, og eiga oft i erfiðleikum við að finna ný verkefni við sitt hæfi. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.20 En francais. Frön- skukennsla i sjónvarpi. 27. þáttur endurtekinn. Umsjón Vigdis Finnbogadóttir. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.