Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. marz 1972. TIMINN 15 KVÖDDUST LENGI lega hefur veriö byggt til minn- ingar um þetta fræga tónskáld Finna. Þarna er hljómleikasalur, og safn hljóðfæra, allt frá frægum flyglum til hrossabresta. Nú lá leiðin i iþróttahöllina i Turku, en þar stóð yfir sýning á bátum og sportútbúnaði allskon- ar. Skoðaöi forsetinn þar margs konar báta, en mesta athygli hans hefur eflaust vakið gamall Finni i þjóðbúningi, frá héraðinu Kalelen, sem lék á hljóðfæri sem Finnar kalla Kantella. Ræddi for- setinn um stund við þennan aldna Finna, en sá gamli lék á hljóðfæri sitt og gaf forsetanum að skilnaði áhald, sem notað var fyrr á tim- um á bóndabæjum i Finnlandi til að kalla fólkið á akrinum heim til matar. Áhald þetta er einskonar bretti, og fremst á þvi er kúla i leðuról, og er kúlunni slegiö á brettið sitt á hvað. i krambúð, spunastofu og prentverki Siðasti liðurinn á dagskránni i Turku var heimsókn i gamalt Bretar Framhald af bls. 20. yrðu látin vernda fiskiskip. Brezka stjórnin vonaði, að sam- komulag tækist, svo að óþarft yrði að láta herskip vernda fiski- flotann. Royle sagði i ræðu um landhelgismálið i júli i fyrra, að útfærsla islenzku fiskveiðilög- sögunnar úr 12 i 50 milur, myndi hafa hinar verstu afleiðingar fyrir fiskveiðar Breta. 40-60 af hundraði alls afla Breta af fjar- lægum miðum, væri frá miðum innan 50 milna markanna. Danir hafa skilning Jens Otto Krag for- sætisráðherra Danmerkur sagði i útvarpsviðtali i gær, að Danir hefðu fullan skilning á þeim ástæðum, sem lægju til grund- vallar ákvörðun Islendinga um að stækka landhelgi sina. Krag lagði sérstaka áherzlu á, að Danir óskuðu eftir þvi, að Islendingar tækju tillit til hagsmuna Færeyinga.Hann sagði og, að Danir væru ekki fylgjandi 50 milna landhelgi sem almennri reglu, til dæmis á Eystrasalti. í fréttum danska útvarpsins á hádegi i gær, var viðtal við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, sem gerði þar grein fyrir ýmsum atriðum landhelgismálsins. Lét hann þar i ljós þá skoðun, að Islendingar myndu sigra i land- helgismálinu og kvaöst bjartsýnn á framgang þess. Færeyingar vilja viðræður Lý ð v e 1 d i s f 1 ok k u r i n n i Færeyjum hefur óskað eftir þvi, að lögþingið hefji viðræður við islenzku rikisstjórnina vegna stækkunar landhelginnar. Erlendur Patursson hefur lagt til, að lögþingið feli landsstjórninni ásamt fjórum þingmönnum að hefja þessar viðræður. Rætt hefur venð við Islenzku rikisstjórnina um hagsmuni Færeyinga, en þá hafa fulltrúar danska utan- rikisráðuneytisins komið fram fyrir hönd Færeyinga. Partí Framhald af bls. 20. Þegar hópurinn sá að hann gat ekkert viðnám veitt, gafst hann upp, og var hann siöan afhentur lögreglunniá Seltjarnarnesi. Við náðum tali af Pétri Björns- syni formanni Golfklúbbs Ness, og spuröum hann hvort þessi innbrot hefðu ekki valdið tjóni á skálanum. Hann sagði að svo væri.en það ætti eftir að meta skemmdirnar. „Einhvertima i janúar brauzt hópurinn inn i fyrsta sinn”, sagði hann. ,,Þá var brotin tvöföld fimm fermetra rúða og ekkert lagað eftir sig. Næstu daga á eftir rigndi og snjóaði inn á gólfið, og við það losnaði upp parket á gólfinu á stórum kafla. Þá hefði hópurinn gengið mjög illa um og bæði brotið og stolið”. Pétur sagði, að fram til vors, en þá yrði skálinn aftur opnaður, yrði höfð vakt i honum,og fyrir næsta vetur yröi þannig gengið frá honum, að enginn óvelkominn kæmist þar inn. Framhald af bls. 1. iðnaðarmannasafn, en safnhúsiö núverandi er eini hluti Turku sem ekki brann áriö 1939. Þarna er lögð aðaláherzla á að varðveita minjar um iðnaðarmennina, sem þarna störfuöu. Þarna eru enn sýnd gömul vinnubrögð,og húsin gefa góða hugmynd um lifnaðar- htti fólks i borginni fyrr á timum. Sem nærri má geta hafði forseti íslands mikinn áhuga á öllu sem fyrir bar i þessum húsum,enm.a. sem skoðað var, má nefna gamla verzlun, spunastofu og stein- þrykkistofu, en þar var gamall maður að störfum og sýndi hand- tökin, sem notuö hafa verið árum saman viö þessa iöju. Eftir þessa heimsókn i hand- iðnaðarsafnið, var haldið rak- leiðis til Helsinki, en um kvöldið hélt forseti Islands og frú hans kvöldverðarveizlu i veitinga- staðnum Fiskartorpet, og var boðið þangað ýmsum finnskum embættismönnum og sendiherr- um. Islandia opnuö og horft á skiðastökk A sunnudeginum var enn haldið árla af staö i ferðalag frá forseta- höllinni i Helsinki, og að þessu sinni var Kekkonen Finnlandsfor- seti með i förinni, enda átti að vigja glæsilegasta skiðastökkpall Finna i Lahti, þangað sem ferð- inni var heitið. Fyrst á dag- skránni i Lahti var þó ekki skiða- stökkið, heldur vigsla á sýning- unni Islandia, sem þjóðminja- safnið hefur látið gera og er farandsýning. Sýningin hefur verið á nokkrum stoðum i Svi- þjóð, en Lahti er fyrsti sýningar- staðurinn i Finnlandi. Forseti Is- lands opnaði sýninguna, en hún samanstendur að mestu af mynd- um úr nútið og fortið tslands, og með myndunum fylgja ýmsar upplýsingar um land og þjóð. Auk almennra mynda af landi og þjóð má nefna, að Sviarnir hafa látið stækka upp mynd af sviöahausum i lxl metra, og inn á mynd af sundlaugunum i Laugardal hafa þeir sett umferðarbannmerki með mynd af hundi, og á það sjálfsagt að tákna,að hundahald sé bannað i Reykjavik. Hádegisverður var snæddur hjá Lahtiborg en eftir hann komu is- lenzku gestirnir og Finnarnir i föruneytinu gallaðir i kuldaúlpur, með kuldaskó með lappnesku sniði á fótum og ullarhúfur á höföi, þvi nú skyldi hin 120 metra háa skiðastökkbraut i Lahti vigð. Sérstök stúka hafði verið útbúin fyrir gestina, og þar var komiö var fyrir stólum með ullarteppum og rafmagnsteppum, svo engum yrði kalt. Um 60 þúsund manns voru viöstaddir vigsluna og fögn- uðu forseta Islands innilega, er hann veifaði til mannfjöldans úr heiðursstúkunni, sem var fyrir. ofan áhorfendasvæðiö. Þegar litið var yfir mannfjöldann, var eins og 60 þúsund finnskum loöhúfum af ýmsum gerðum hefði veriö raðað þarna hlið viö hliö, en Finn- ar leggja mikla rækt við loö- húfurnar, eins og mörgum mun vera kunnugt. Vigsluathöfnin tókst ekki sem skyldi, þvi gola var og stökkin heppnuðust ekki sem bezt, en þó náðist eitt yfir hundrað metra, þegar Japaninn Seiji Aochi, sem fékk brons i Sapporo, stökk 103 metra. Sex- tándi stökkvarinn var Kare Olav Berg, og þegar hann kom fram á stökkpallsbrúnina tók vindurinn hann, svo Norðmaðurinn féll niö- ur á brautina ofarlega og rann niöur á mikilli ferð, meðan mann- fjöldinn tók andköf og sjúkraliðs- menn þustu að. Sem betur fór slapp Kare ómeiddur, og sögöu finnsku blöðin, aö þaö væri aðeins vegna þess að hann væri Norð- maður. Stökkkeppnin var eftir þetta færð yfir á gamla stökkpallinn i Lahti, og skömmu siðar héldu forsetarnir ásamt föruneyti á framleiðslusýningu Asko Oy, en það er stærsta húsgagnaverk- smiðja Norðurlanda. Eins og geta má nærri, var þarna ekki hörgull á stólum, og lét fólk fara vel um sig, meðan notið var veitinga þeirra Asko-manna. Forseta- hjónunum var þarna færður að gjöf all sérstæður stóll, kúlustóll, sem hafa má sima i og snúa i hring, svo gott næði fáist við sim- töl. Forsetinn sagði,er hann þakk- aði fyrir stólinn, að hann væri reyndar ekki geimfari, og myndi aldrei verða, en lögun stólsins minnti óneitanlega á þá tima sem viö nú lifum á — timabil geim- ferðanna. 10 islendingar í Finnlandi Næsti dagskrárliður fór fram á heimili ^lræðsimanns tslendinga i Finnlandi, Kurt Jurantos, en þangaö hafði Islendingum i Finn- landi, og Islandsvinum, veriö boðiö til að hitta forseta Is- lands ’og frú hans. Ótrúlega fáir Islendingar eru i Finnlandi, eöa aðeins 10 talsins, eftir þvi sem beztu upplýsingar herma — og nærri þriðjungur af þeim eru arkitektar, eða við nám i arki- tektúr, en þó er þar lika i hópnum bóndakona, Asta Sigurbrandsdótt- ir. Um kvöldið ræddi forseti Is- lands við islenzku blaðamennina i forsetahöllinni og lýsti yfir mikilli ánægju sinni með Finn- landsheimsóknina. Dr. Kristján Eldjárn sagði það liggja i hlutarins eðli að Finnlandsheimsóknin yrði endurgoldin með þvi aö bióða Kekkonen til tslands, en allt þar að lútandi væri óákveðiö og ekk- ert vitaö hvenær af þeirri heim- sókn yrði. Þá sagði forsetinn i viðtali sinu við blaðamennina, aö eftir að hafa heimsótt Norður- löndin fjögur, Danmörk, Svi- þjóð, Noreg og Finnland, væri það sin persónulega skoðun,að Is- lendingar ættu að leggja áherzlu á norræna samvinnu og styrkja hana og efla eftir mætti. A mánudagsmorgun — loka- degi hinnar opinberu heim- sóknar, hófst dagskráin með þvi, að farið var i heimsókn i Aka- demiska bokhandelen, en hún er i miðborg Helsinki og er talin vera stærsta bókaverzlun i Evrópu. Eftir að hafa komið þangað. efast maður varla um, að þaö sé rétt.og þar,eins og á svo mörkum öörúm stöðum i Finnlandi, svifur andi Alvar Alto yfir vötnunum, og bera gluggarnir i miðri verzluninni greinilegt handbragð hans. For- setinn og fylgdarlið skoðaði þarna islenzka bókasýningu, sem að mestu samanstendur af land- kynningarbókum, sögulegum bókum, og svo voru þar nokkrar bækur eftir Laxness. Úr bókaverzluninni var haldið i nýlegt hverfi i útjaöri Helsinki. Tapiola heitir þar, og er skipulagt alveg sérstaklega með tilliti til þarfa fólksins sem i hverfinu býr og mikil áherzla lögö á umferðar- öryggi og græn svæði. Finnar eru mjög stoltir af þessu hverfi, sem i framtiðinni á ekki aöeins að vera ibúðahverfi, heldur einnig með smáiðnaöi og fleiru, svo sem fæstir ibúar hverfisins þurfi að sækja atvinnu sina út fyrir hverf- ið. Þá var farið i heimsókn i Tækniháskólann, en þar munu tveir Islendingar nú stunda nám. Kekkonen Finnlandsforseti hélt svo hádegisverðarboð fyrir for- setahjónin i höllinni, áður en haldið var til flugvallarins i Sjö- skog við Helsinki, þar sem virðuleg kveöjuathöfn fór fram, og forsetahjónin og fylgdarlið þeirra stigu um borö i Finnair-þotu, sem stigu um borð i Finnair-þotu, sem flutti þau til Stokkhólms. Þar var stigiö beinustu leið um borð i Loftleiðaþotuna Leif Eiriksson, og var Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða mættur til að taka á móti gestum fyrir hönd Loftleiða, en flugstjóri i ferðinni var Asgeir Pétursson. Yfirflug- freyja var Erla Hatlemark, og brytí Guðjón Guðnason. Til Keflavikur var svo komið um hálf sjö, eftir mjög ánægjulega, og áreiðanlega lika árangurrika;ferð til Finnlands. VHViiu Ármúla 7. — Sími 84450. Nú er rétti tíminn til aS athuga rafgeyminn SÖNNAK RAFGEYMAR — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — Viðurkenndir af Volkswagenverk A.G. f nýja VW bíla, sem fluttir eru til landsins. Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v. jafnan fyrirliggjandi — 12 mánaSa ábyrgS. ViSgerða- og ábyrgSarþjónusta SÖNNAK-raf- geyma er í Dugguvogi 21. Síml 33155. |E]i]E]E]E]E]E]E]E]E]E]G]E]E]E]S]G]Q]E]E]E]E]E]G]E]E]G]E]gE]E|C|E]E|G]Q]G]E]G]E]E ” 15 EdI 151 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 [51 INTERNATIONAL 354 FYRIRLIGGJANDI Á AÐEINS KR. 290 ÞÚS. MEÐ GRIND Tvöföld kopling - 6 strigalaga dekk - kraft- mikill ræsibúnaður - lipur giraskipting - létt stýri ÞESSI NÝJA VÉL: 354 TEKUR VIÐ AF B-275, 276, B-414 og 434 SEM BÆNDUR ÞEKKJA Verulegar endurbætur á útliti, stýrisútbúnaði, vökvalyftu - Fullkomið demparasæti - Sekura öryggisgrind. INTERNATIONAL HARVESTER GÓÐ VARAHLUTAÞJÓNUSTA OG GREIÐSLUKJÖR Munið stofnlánaumsóknir fyrir 20. marz SÝNINGARVÉLAR í ÁRMÚLA 3 - AFGREIÐSLA HAFIN Kaupfélögln & Samband ísl. samvínnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvth. simi 38900 [3 is 13 13 13 13 13 [3 13 13 [3 13 13 13 L3 [3 13 13 [3 13 [3 [3 [3 [3 13 L3 [3 13 13 13 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]B]E]E]E]E]B]E]E]E]E]E]B]E]E]E]E]E]G]E]E]G]E]E]E1E]E]E]E]G]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.