Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 6
LITAV 6 lllViliMN ÞriOjudagur 7. marz 1972. Auglýsing um skoðun bifreiða i lögsagnar- umdæmi Reykjavikur Aöalskoöun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavikur i marz 1972. Miðvikudaginn 8.marz Fimmtudaginn 9.” Föstudaginn 10. ” Mánudaginn 13. ” briðjudaginn 14. ” Miövikudaginn 15. ” Fimmtudaginn 16. ” Föstudaginn 17. ” Mánudaginn 20. ” Þriöjudaginn 21. ” Miðvikudaginn 22. ” Fimmtudaginn 23. ” Föstudaginn 24. ” Mánudaginn 27. ” Þriðjudaginn 28. ” Miðvikudaginn 29. R-1 R-151 R-301 R-451 R-601 R-751 R-901 R-1051 R-1201 R-1351 R-1501 R-1651 R-1801 R-1951 R-2101 R-2251 til til til til til til til til til til til til til til til til R-150 R-300 R-450 R-600 R-750 R-900 R-1050 R-1200 R-1350 R-1500 R-1650 R-1800 R-1950 R-2100 R-2250 R-2400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og veröur skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Aöalskoöun verður ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátryggingargjald ökumanna fyrir árið 1972 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki i bifreiðum sinum skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda rikis- útvarpsins fyrir árið 1972. Ennfremur ber að framvisa vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um,að ljós bifreiðarinnar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. V'anræki einhver að koma meö bifreiö slna til skoöunar á auglýstum tlina, veröur hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekin úr umferö, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 6.marz 1972, Sigurjón Sigurðsson. A Kanaríeyjum þyk- /r loðnan lostæti Hér fæst hún ekki í fiskbúðum SJ-Reykjavik. Undanfarnar vikur hefur landburður af loðnu borizt til hafna i Reykjavik og ná- grenni. í litlum mæli er loðnan fryst til útflutnings og lögð niður, en úr megninu er fram- leitt mjöl, og varla nokkrum Islendingi dettur i hug að leggja sér smáfisk þennan til munns. Þeir, sem neytt hafa loðnu, telja hana þó mesta hnossgæti. En sá er galli á gjöf Njarðar, að loðna er ekki á boðstólum i fiskbúðum.og fólk þarf að fara niður að höfn og snikja sér I matinn, vilji þaö fá að prófa. Vigdis Jónsdóttir skólastjór. Húsmæðrakennaraskólans sagði okkur, að nemendur skólans hefðu ekki matreitt loðnu i vetur. Þeir hefðu hins vegar gert það eitt árið og nemendum hefði verið kennt að matreiða hana á fjölbreyti- legan hátt. Hún sagði, að fiska salar hefðu um skeið haft loðnu til sölu, en hætt þvi þar sem hún hefði ekki gengið út. Eölilegt er þó að fólk fari ekki strax að kaupa loðnuna, það þarf að venjast henni, og ef- laust er ekki dýrt fyrirtæki fyrir fisksalana að hafa hana á boðstólum, þótt þeir yrðu að henda miklum hluta hennar fyrsta kastið. Loðnan er seld til bræðslu á 1.20 kr. kilóið. Við höfðum upp á konu, sem matreitt hefur loðnu i vetur og finnst hún herramannsmatur, og sömu sögu er að segja um fjölskyldu hennar Maria Theresa frá Kanarieyjum eiginkona Páls Heiðars Jóns- sonar útvarpsmanns, tilreiðir loðnuna á eftirfarandi hátt: Þvær hana vel, stráir salti, pipar og hveiti á og steikir loðnuna i heilu lagi i oliu. Siðan er allt saman borðað haus, innyfli og allt, en það hefi •• einmitt þessari fæðu sitf sérstaka, góða bragð, sagði Maria Theresa. — Mamma min bar oft loðnu á borð. þegar ég var barn og unglingur heima á Kanarieyj- um, en siðan hef ég ekk; bragðað loðnu fyrr en hér Mér finnst hún hreinasta lost- æti. GODAR SOLUHORFUR í BANDARÍKJUNUM llla gengur að selja þorskhrogn ÞÓ-Reykjavik. Fiskmarkaðurinn i Banda- rikjunum helzt áfram hagstæður. Einkum er þar mikil eftirspurn eftir þorski, og það svo, að ekki hefur verið unnt að fullnægja eftirspurninni eftir þorskflökum á siðustu mánuðum. Þetta getur að lesa i nýútkomnum Sambands- fréttum, en þvi miður, segir blaðið, þá er ekki sömu sögu að segja um allar afurðir bolfisk- aflans, og þannig er mjög erfitt meðsölu á þorskhrognum. Þorsk- hrognin hafa aðallega verið verkuð á eftirfarandi hátbl. Fryst til manneldis fyrir markað i Bret- landi, Frakklandi og Japan. 2. Fryst sem hráefni fyrir niður- suðu, aðallega á Norðurlöndum. 3. Sykursöltuð i tunnur fyrir markað i Sviþjóð og Grikklandi. 4. Grófsöltuð i tunnur fyrir markað i Grikklandi og Frakk- landi. Það sameiginlega um alla þessa markaði er það,að fram- boðið s.l. tvö ár hefur verið meira en eftirspurnin, og þar af leiðandi hafa hlaðizt upp birgðir, bæði i neyzlulöndunum, og eins liggja nokkrar birgðir af frystum iðnaðarhrognum og söltuðum hrognum af framleiðslu siðustu vertiðar óseldar i Noregi. Hér á landi eru einnig óseldar birgðir, bæði af söltuðum iðnaðarhrogn- um og grófsöltuðum hrognum. Það er þvi augljóst, að miðað við eðlilega framleiðslu á þessari vetrarvertið á íslandi og i Noregi, verður ekki hægt að selja alla framleiðsluna. Verðlækkun er þvi óhjákvæmileg, enda að nokkru leyti komin fram. LITAVER-LITAVERLITAVER-LITAVER-LITAVER*LITflVER-LITflVER’LITAVER'LITflVER-LITflVER-LITAVER>LITAVER“llTflVER-UTAVER-LITflV£R*LITfl oc LlJ s> m ■ oc UJ 5» «oc LITAVER LITAVER RYMUM UJ eC OC UlI OC UJ S- «ac oc UJ FYRIR NYJUM VORUM BJÓÐUM ÞVÍ VIÐSKIPTAVINUM OKKAR TEPPI, EINLIT OG MYNSTRUÐ OG PAPPÍRS-VEGGFÓÐUR í MIKLU LITAÚRVALI MEÐ STÓRKOSTLEGUM AFSLÆTTI 20 - 50 % AFSLÁ TTUR LÍTIÐ VIÐ í LITAVER ÞAÐ HEFUR ÁVALLT BORGAÐ SIG s» m m 50 3» m 50 m m m 50 m m 50 ■; •8! m 50 m 50 m 50 3* m m 50 LITAVER-LITAVER-LITflVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITflVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITflVER-LITAVER-LITAVER-LITftVER-LITAVER-LITA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.