Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. marz 1972. TÍMINN 7 flStNÍJitt ÓJíiefwíH; FMWtókttarfiokkurirtn : Mtrarh 6. Þor js?on lóhL Andrós KrFsfjánssort, íón Holsawrt, sfeínsson pg Tómas KsrtMPO> AoglýsJnflaíiióU: ndriðl Steirt dosfmi |1 :AugiýsIngasimi:: 19523,: Aítraj- skrjfstofvr:: simi: targjaW : :kr> : :í2S;0fl : :á: : :mánu5t : Jnnanlanifs. : : iat T83O0, isaspfv ku íS.flír aJntakiá. — fiiaSaþrcnt h.f. |Off»*t)t i Skattalækkanir Stjórnarflokkarnir hafa nú lagt fram breyt- ingatillögur sinar við frumvörpin um tekju- stofna sveitarfélaga og tekju- og eignaskatt. Þær breytingar, sem stjórnarflokkarnir leggja til að gerðar verði, miðast allar að þvi að létta skattabyrði einstaklinga með miðlungstekjur. Meirihlutinn leggur til, að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga, sem munu hafa i för með sér 190 milljón króna lækkun á útsvörum einstaklinga, en á móti er heimilað að hækka aðstöðugjöld á fyrirtækjum um allt að 100 milljónir. Meirihlutinn leggur til^að persónufrádráttur verði hækkaður i tekjuskattsfrumvarpinu og skattþrepunum fjölgað i þrjú. Þá er lagt til að hækka verulega persónufrádrátt einstæðs foreldris og að 8% af brúttótekjum fiskimanna dragist frá við álagningu tekjuskatts. Þessi breyting ein út af fyrir sig þýðir lækkun á sköttum fiskimanna um 60 milljónir króna. Aðrar breytingar á álagningu tekjuskatts, sem meirihlutinn leggur til að gerðar verði á frum- vörpunum, nema um 200 milljónum króna á sköttum einstaklinga. 1 heild þýða þvi breytingar þær, sem meiri- hlutinn leggur til að gerðar verði á frum- vörpunum um tekjustofna sveitarfélaga og tekjuskatt, að skattar og útsvör einstaklinga verða lækkuð um 414 m. kr., þegar frá hefir verið dregin hækkun á eignasköttum einstak- linga, 36 millj. kr. Miðað við gamla kerfið þýðir þetta, að skattar einstaklinga lækka verulega á lágum og miðlungstekjum. Það er ekki fyrr en komið er i 750 þúsund króna tekjur, sem skattbyrðin fer að aukast frá þvi sem var i „viðreisn”. Þrátt fyrir þessar staðreyndir heldur stjórn- arandstaðan áfram að halda þvi fram, að ætlunin sé að stórhækka skatta á meginþorra gjaldenda. Stjórnarandstaðan leggur til, að skattalaga- breytingunum verði frestað og lagt á eftir gamla kerfinu, en með þeirri breytingu á þvi, að skattvisitalan verði hækkuð um 21.5%. Rikisstjórnin miðar skattvisitöluna við hækkun framfærslukostnaðar á siðasta ári, svo sem vera ber og nemur hún 6.5%. Skattvisitalan ák- veður hækkun persónufrádráttar i samræmi við dýrtiðarbætur og tilfærslu skattstiga i sam- ræmi við það. Núverandi rikisstjórn ætlar að fylgja hækkun framfærslukostnaðar við ák- vörðun skattvisitölu. Fyrrverandi rikisstjórn rauf hins vegar sambandið á milli framfærslu- visitölunnar og skattvisitölunnar á þann hátt, að á árunum 1966—1971 hækkuðu persónufrá- drættir um þriðjungi minna en visitala fram- færslukostnaðar. Svo koma þeir, sem þá sátu i rikisstjórn og sifellt voru að auka skattbyrðina á nauðþurftartekjum og segja að skattvisitalan eigi að hækka um 21.5%, án þess að rökstyðja það hið minnsta. Ástæðan er sú, að samkvæmt þeirri tilbúnu tölu fá þeir út, að gamla skatt- kerfið hefði orðið launafólki nokkru hag- stæðara en hið nýja! —TK. ROBERT R. BOWIE: Stefna Nixons veldur Japönum áhyggjum Þeir óttast að verða neyddir til að hervœðast að nýju Eisaku Sato forsætisráöherra i Japan. HALFSMANAÐARDVÖL i Japan hefir vakiö hjá mér grun um, að Japanir skilji stefnu Nixons forseta i utan- rikismálum betur en banda- riskir rýnendur. Japanir velta fyrir sér, hvaö hann ætlist fyrir i Asiu og hverjar afleið- ingar, ætlanir hans hafi fyrir Japan. Niðurstöðurnar, sem þeir telja sig komast að i þessum hugleiðingum, valda þeim þungum áhyggjum. Þarna kemur margt fleira til álita en hinar skyndilegu ákvarðanir Nixons um Kina og peningamálin i júli og ágúst i sumar sem leið- Japanireru ekki andstæðir viðleitni til að bæta sambúðina við Kinverja og margir þeirra viðurkenna, að þeir hafi verið helzt til seinir að átta sig á af- leiðingum viðskiptahallans og afstöðu yens til dollars. Þeim gremst hins vegar verulega. hvernig Nixon fór að. Þeim mislikaði sérstaklega,að hann skyldi allt i einu breyta um afstöðu til Kina án alls sam- ráðs við Japani, sem hafa um langt skeið fylgt afstöðu Bandarikjanna til Kina og Formósu. FUNDUR Nixons og Sato i San Clemente hefði átt að jafna ágreininginn um þetta tvennt, ef ekki hefði komið fleira til. En áhyggjur Japana eru miklu viðtækari og snerta megintilgang Bandarikjanna i málefnum Asiu i framtiðinni og heimsmálunum yfirleitt. Japönum finnst mestu skipta, hvort Nixon stefni að einhvers konar valdajafnvægi likt og Evrópumenn á nitjándu öld. Er hann þá að reyna að auka olbogarými Bandarikjamanna sjálfra með þvi að losa um tengslin við fyrri bandamenn og drag a úr fjandskap and- stæðinganna um leið? Japanir leita i orðum og athöfnum forsetans að ábend- ingum um, hvað fyrir honum vaki. Þeir hafa rifjað upp ræðu hans i Kansas City i júli, þar sem hann talaði um stór- veldin fimm, Bandarikin, Sivétrikin, Kina, Vestur- Evrópu og Japan. I viðtali við Times i desember mælti hann sérstaklega með valdajafn- vægi þessara fimm velda sem öruggustum grundvelli friðar. Nýbirt greinargerð hans um utanríkismál er öllu ljósari. Hann talar að visu um Japani sem helztu bandamenn Bandarikjamanna i Asiu og vikur að mörgum sameigin- legum hagsmunum. En við lestur milli linanna þykjast Japanir finna þunga áherzíu á sjálfsforræði Bandarikja- manna, og þeim rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar kemur áð óumflýjan- legum breytingum i varna- málunum. Þeir velta því fyrir sér, hvort Nixon ætli að stilla þeim upp til jafnvægis andspænis Kina kommúnista. JAPONUM viröist þetta ekki hin rétta leið til öryggis i Asiu. í þeirra augum verður undirstaða friðarins að hvila á nánu samfélagi rikjanna, sem eru hvert öðru háö, og þetta verður að hefjast hjá þeim iðnþróuðu. Þeireru reiðubúnir að leggja að mörkum sinn skerf i þessari viðleitni og geta sennilega fullnægt óskum sinum um aukið hlutverk með þvi móti. En Japanir lita ekki svo á, að Kinverjar eða Sovétmenn séu reiðubúnir til þátttöku. Frumkvæði Nixons er beinn ávinningur fyrir Kinverja, tryggði þeim aðild að Sameinuðu þjóðunum, eflir þá gegn Sovétrikjunum og eykur áhrif þeirra i Asiu um leið og Bandarikjamenn draga að sér hendina þar. Auðvitað væri Kinvérjum kærkomið aö geta notað þessa aðstöðu til að ein- angra Japani og veikja aöstöðu þeirra... LEIÐTOGAR Japana eru tregir til þátttöku I upp- byggingu valdajafnvægis, sem þeir telja ekki henta heiminum, og gæti auk þess leitt til endurvigbúnaðar Japans, Við þá tilhugsun renna upp svipir frá fortiðinni og Japönum væri þvi ljúfara að komast hjá öllu sliku með þvi að geta haldiö áfram svip- aðri samvinnu og aö undan- förnu. Loki stefna Ban- darikjamanna þessari leið eru Japanir illa staddir. Þeir eru allt of öflugir orðnir til að sætta sig viö, að Bandarikja- menn, Kinverjar og Sovét- menn noti þá sem peð i tafli. Telji Japanir sig einangraða verður þörfin á auknu öryggi austur þar verulega til- finnanleg. Þeir kynnu þá að telja sig knúna til að koma upp eigin kjarnorkuafla, bæði til mótvægis gegn kjarnorkuafla Kinverja og Sovétmanna og.til að vernda aöföng og markaði i fjarlægð. ÞETTA eru ekki hugarórar, heldur likleg afleiöing þeirrar stefnu, sem við Banda- rikjamenn sýnumst hafa tekið. Við virðumst ennfremur hafa framkvæmt þessa stefnu- breytingu án þess aö veru- legar rökræður hafi farið fram um málefni og valkosti. Væri ekki rétt, að væntanlegir frambjóðendur við forseta- kosningarnar athuguðu og ræddu þessa örlagariku stefnubreytingu? Hún er stórum mun mikilvægari fyrir framtið okkar sjálfra og heimsfriðarins en flest af þvi, sem fjölrhiðlarnir hampa mest og hrópað er hæst um i kosningaræðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.