Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.03.1972, Blaðsíða 16
Utanríkisráöherrarnir Kalevi Sorsa og Einar Agiistsson i Helsinki. Timamynd Kári) Einar og Sorsa: Ráðherrarnir ræddu um landhelgismálið og öryggisráðstefnuna KJ—Reykjavfk 1 Finnlandsheimsókninni ræddust þeir viö á sérstökum fundi á sunnudaginn, Einar Agústsson utanrikisráðherra og finnski utanrikisráðherrann Sorsa. Aöalumræðuefni þeirra var útfærsla fiskveiðiland- helginnar og fyrirhuguð öryggis- ráðstefna Evrópu, sem Finnar hafa boðizt til að halda. I við- ræðunum viö Sorsa lýsti Einar Agústsson yfir ánægju sinni með ummæli Kekkonens um útfærsl- una, og benti jafnframt á hve mikilvægt þetta mál væri fyrir íslendinga. bá lýsti Einar Agústsson yfir þvi, að hann vonaði að norræn samvinna héldi áfram, þrátt fyrir hugsanlega inngöngu Noregs og Danmerkur i Efnahagsbandalag Evrópu. Sorsa benti á, að engin sérstök vandamál væru milli Finnlands og Islands, og að lokum lýstí Einar Agústsson yfir ánægju sinni með heimsóknina til Finn- lands. Von á loka- svarí Mintoffs NTB—London. Dom Mintoff forsætisráöherra Möltu ráöfæröi sig i gær viö . st jórnarnefnd sina I London um svar, sem hann á aö gefa viö til- boöi Breta um 14 milljón punda greiöslu I ársleigu fyrir her- Samband isl. samvinnufelaga INNFLUTNINGSDEILD barna er dr. Kristján Eldjárn á sýningu I Turku, og er aö taka viö gjöf frá íbúa f austurhluta Finnlands, sem sagt var frá f blaöinu í gær. Meö forsetanum er forstööumaður sýningarinnar, en sitt til hvorrar handar öryggisveröirnir, sem gættu forsetans. (Tfmamynd Kári) ""M ÞYÐINGARMIKIÐ PROFKJÖR í NEW HAMPSHIRE í GÆR NTB—Manchester Fyrstu forkosningarnar I Bandarikjunum fóru fram f gær i New Hampshire-riki. begar blaöiö fór i prentun, voru aöeins kunn úrslit frá einum kjörstaö, þar sem 17 manns voru á kjör- skránni. bar fékk Nixon 11 atk- væöi, Muskie 5 og McGovern 1. Um 200 þúsund manns eru á kjörskrá i New Hampshire, og munu um 60 þús vera demókratar, 80 þús. repúblikanar og afgangurinn óháðir. Úrslitin úr kosningunum verða túlkuö út frá þremur aöalpunktum: Hvað Muskie frá Maine fær mikið fylgi miðað við hina fimm fram- bjóðendur demókra'ta, hvað MaGovern hefur orðiö ágengt miðaö við Muskie eftir 6 mánaða Lofa Bangladesh efnahagsaðstoð NTB—Dacca Mujibur Rahman forsætisráö- herra Bangladcsh kom heim til Dacca i fyrradag eftir 5 daga opinbera himsókm 1 Sovétrikj unum. Sovétmenn hafa lofaö honum tæknilegri og fjár- hagslegri aöstoö, og ennfremur aðstoö viö aö byggja upp þaö sem eyöilagöist f striöinu viö Pakistani, einkum járnbrautar- kerfiö. Að minnsta kosti 10 þúsundir manna voru samankomin á flugvellinum i Dacca til að fagna Mujibur við heimkomuna. begar hann steig út úr flugvélinni, um- kringdi mannfjöldinn hann, og fannst honum fullmikið af þvi góða, þegar hann var kominn i miöjan troöninginn, en menn viidu ólmir hengja blómsveiga um háis honum. Mujibur reyndi eftir beztu getu að ýta fólkinu frá sér, en meö litlum árangri, og uröu öryggisveröir að koma honum til hjálpar. Mujibur hélt siöan ræðu á flug vellinum og sagði, að hann væri ekki i vafa um, að Bangladesh og Sovétrikin myndu hafa góöa sam- vinnu i framtiðinni. 1 lok ræðunnar hrópaði hann;,,Lengi lifi sovézk-bengölsk vinátta”. harða kosingabaráttu, og hvað keppinautum Nixons innan repú- blikanaflokksins mun takast að næla sér i mörg atkvæði til samans. Muskie þarf að fá 50% af öllum atkvæðum og helzt helmingi fleiri en McGovern til að verða ánægður, en McGovern verður ánægður, ef hann fær um 30% at- kvæða og Muskie 40%. 1 framboði i New Hampshire eru 6 demókratar og fjórir repú- blikanar, en kjósendur mega bæta nöfnum á listana með vara- forsetunum, eins og þeim sýnist. stöövarnar á Möltu. Svar Min- toffs mun ráöa úrslitum um þaö, hvort brezkt herlið veröur áfram á Möltu eöa ekki. Mintoff hefur krafizt 18 milljóna punda i ársleigu fyrir stöðvarnar, og hann mun gefa endanlegt svar við brezka til- boöinu eftir aö hafa lagt það fyrir stjórnina i Valletta. Samninga- viðræðum við brezku stjórnina lauk á mánudag, án þess að lausn fyndist. Varnarmálaráðherra Bretlands, Carrington lávarður, hefur lagt áherzlu á, aö brezka tilboðiö verði ekki hækkað. Mintoff sagði i gær, að þetta til- boö væri ekki þegiö, en féllst þó á aö ráðgast við stjórn sin um þaö. Ef hið endanlega svar verður nei- kvætt, mun allt brezkt herlið verða farið frá Möltu fyrir 31.þ.m. begar þvargið um her- stöðvarnar hófst eftir valdatöku Mintoffs i júni i fyrra, voru 3500 brezkir hermenn á eynni. Nú eru eftir þar 2145 manns, þar af 1000 hermenn flotans. Forsetans var vel gætt KJ — Reykjavik Forseta lslands dr. Kristjáns Eldjárn var vel gætt I Finnlands- hcimsókninni, þvi aö honum fylgdu stööugt tveir öryggisveröir hvert fótmál, auk þess sem margskonar öryggisráöstafanir voru geröar i sambandi viö heim- sóknina. Auk þessara tveggja öryggis- varða, sem báru innan á sér talstöö og voru við öllu búnir, voru ótal menn úr lögreglunni óeinkennisklæddir i kring um hópinn. Við komuna á Helsinki - flugvöll var ekki maður til taks til aö opna dyrnar á bifreiöinni.sem flutti forsetana, og hljóp þá óeinkennisklæddur öryggisvörður til og ætlaði að opna, en var grip- inn af lögreglunni, og slapp ekki úr höndum hennar fyrr en hann haföi sagt eitthvert lykilorð. bannig getur það verið, þegar miklar öryggisráöstafanir eru gerðar, að einn veit ekki um annan. TIGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.