Tíminn - 15.03.1972, Síða 11

Tíminn - 15.03.1972, Síða 11
Miðvikudagur 15. marz 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Allf gekk að óskum, nema hvað ferðataska fararstjórans týndist! Borgarstjórinn i Bilbao tók á móti islenzka landsliðinu i gær Alf-Reykjavik. — ís- lenzka landsliðið i hand- knattleik er komið, heilu á höldnu, til Bilbao á Norður-Spáni eftir för með næturlest frá Madrid. Að sögn Rúnars Bjarnasonar, áðalfarar- stjóra liðsins, i simtali i gærkvöldi, hefur allt gengið að óskum, nema hvað ferðataska hans mun hafa týnzt einhvers staðar á leiðinni! í gær var islenzku landsliðsmönnunum, ásamt landsliðsmönnum annarra þjóða, boðið til veizlu hjá borgar- stjóranum i Bilbao. Bauð hann þátttakendur velkomna til borgar- innar. Aðspurður um það, hvort mikill hiti væri i Bilbao um þessar mundir, sagði Rúnar Bjarnason, að svo væri ekki — a.m.k. á spánska visu — eitthvað 12 til 13 gráður, og sólarlaust. Hitinn hefði þvi ekki þrúgandi áhrif á is- lenzka hópinn. Rúnar sagði að lokum, að bæði Finnar og Norð- menn væru komnir til Bilbao. í gærkvöldi ætluðu islenzku leik- mennirnir að skoða iþróttahöllina á staðn- um. - "r m$8Sk? •". •- -- •, .r®*. , -.•r v Axcl Axclsson. — Tekst honum aft skora hjá Kiiiiiunum i kvöld? Megum vara okkur á finnska liðinu! Fyrsti leikur íslenzka landsliðsins verður í kvöld gegn Finnum Fyrsti leikur islenzka landslifts- ins i forkeppninni á Spáni, verftur háftur i kvöld, en þá mætir isienzka liftift Finnum. Fer leikur- inn fram i iþróttahöllinni i Biibao og hefst kl. 19.30 aft Islenzkum tima. Fyrirfram er búizt vift islenzkum sigri, en menn ættu þó aft varast of mikla bjartsýni, þvi aft finnskum handknattleiks- mönnum hefur farift gifurlcga mikiö fram á undanförnum árum. Þess vegna megum viö vara okkur á Finnum. Finnskum handknattleiks- mönnum, hefur farið mjög mikið fram i vetur, og sézt þaö bezt á þvi,að meistararnir frá þvi i fyrra UK-51, sem léku hér við FH i Evrópukeppninni, lentu nú i Úrslitaleikur í 2. deild á morgun Alf-Reykjavík. — Annað kvöld, fimmtudagskvöld,fer fram fyrri úrslitaleikurinn i 2.deild i íslandsmótinu i handknattleik milli Gróttu og Armanns. Ferleikurinn fram i iþróttahús- inu á Seltjarnarnesi og hefst kl. 20.15. Má búast við mjög jöfnum BORDTENNIS Haldiö verður Reykjavíkurmót i borötennis dagana 21. og 24.marz i Laugardalshöllinni. Þriðjudaginn 21.marz kl. 18-23 verður keppt i einliöaleik ungl., einliðaleik kvenn a, tviliöaleik kvenn a, tviliðaleik karla og tvenndarkeppni. Föstudaginn 24.marz kl. 18-23 verður keppt i eftirtöldum greinum: Einliðaleik karla og tviliðaleik unglinga. Siðast á dag- skránni verður svo verðlaunaaf- hending. Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borizt i siðasta lagi fimmtu daginn 16.marz. Þeir sem eru i borðtennis hjá i- þróttafélögum, geta látið skrá sig hjá sinu félagi, annars hjá hús veröi Laugardalshallarinnar. Þátttökugljad er 100 kr. og skal það fylgja þátttökutil- kynningunni. Framkvæmdanefnd. og skemmtilegum leik milli þessara liða. Nánar á morgun. fjórða sæti i finnsku 1. deildinni. Nýlega léku Finnar tvo lands- leiki við Dani og töpuðu báðum leikjunum með litlum mun, 18:20(8:11) og 13:15(4:8). Eftir þessa leiki, sem fóru fram i Danmörku, sögöu dönsku blöðin: Finnska landsliðið hefur tekið gifurlegum framförum á þessum vetri — liðiö hefur mjög gott út- hald og leikur harða og vel út- færöa vörn, og i sókninni hefur þvi tekizt aö þróa eigiö, öruggt spil. I liöinu leika margir frábærir leikmenn, eins og t.d. mark- verðirnir Björn Storskrubb og Folke Wickström, en þeir hafa mjög góðar staðsetningar. Kari Lehtolainen og Kaj Aström (1.94 cm) — báðir vinstri handa skyttur og gegnumbrotsmenn. Mikið er um linuspil i finnskum handknattleik og eiga þeir þar af leiðandi marga mjög góða linu- spilara, sá sem er talinn beztur heitir Lauri Ravander og er hann frægur fyrir hreyfanleika. Ekki má gleyma vitaskyttu þeirra ~r Harry Biehl, en hann tók t.d. 11 viti i leikjunum viö Dani og skoraði úr þeim öllum — i Finn- landi er hann kallaður „Byssan’!, SOS. Armanns-stúlkur eru nú úr leik Einn leikur var háður i l.deild kvenna i Islandsmótinu i hand- knattleik um helgina. Vikingur og Armann léku. Lauk leiknum með sigri Vikings, 8:5, sem með þvi hlaut sin fyrstu stig i mótinu. En ósigur Armanns þýðir það, aö Ar- mannsstúlkurnar hafa ekki lengur möguleika á að hljóta ís- landsmeistaratitilinn, þar sem þær hafa nú tapað 6 stigum. NÚ GETA MENN SYNT 200 METRANA HUNDRAÐ SINNUM, EF ÞEIR VILJA! Norræna sundkeppnin hefst 1. apríl næstkomandi Alf-Reykjavik. —1 ár er nor- rænt sundár. Norræna sund- keppnin hefst 1. april n.k., en þetta er áttunda norræna sundkeppnin siðan 1948, en Is- land tók fyrst þátt i keppninni 1951 og sigraði þá. Norræna sundkeppnin verö- ur að þessu sinni meö nokkru öðru sniði en undanfarið. Að visu breytist vegalengdin ekkert. Fólki er gert að synda 200 metra, en i stað þess að synda þá aöeins einu sinni — eins og verið hefur — má nú synda þessa vegalengd eins oft og fólk lystir. Verða nú veitt bronz-, silfur og full- merki eftir þvi hve oft 200 metranir eru syntir. Fyrir aö synda vegalengdina einu sinni er veitt bronsmerki, fyrir að synda hana tuttugu sinnum er veitt silfurmerki — og fyrir aö synda 200 metrana fimmtiu sinnum hljóta menn gull- merki. En þaö skal tekið fram, að ekki má synda 200 metr- ana, nema einu sinni á dag. Eins og fyrr segir, hefst keppnin 1. april n.k. og stend- ur yfir til 31. október n.k. Hefur timabilið þvi lengzt nokkuð frá þvi, sem áður var. í siðustu norrænu sund- keppninni uröu Sviar sigur- vegarar, en ekki er óhugs- andi,að með þessu breytta fyrirkomulagi aukizt mögu- leikar tslendinga talsvert. Merki keppninnar, teiknað af Torfa Jónssyni. Það liftu 6 minútur, þar lil Ar- mann skoraöi fyrsta markift i leiknum, en Vikingur jafnaði fljótlega. Siftan skiptust liðin á um að skora, þar til staðan var orðin jöfn, 3:3, en þá skora gömlu kempurnar, Guðrun H. og Halld- óra tvö mörk fyrir Viking — og staðan i hálfleik 5:3 Viking i hag. I siðari hálfleik tókst Vikings- stúlkunum fljótlega að auka biliö enn með tveimur mörkum 7:3, og var þá munurinn orðinn of mikilí til þess, að Armenningar gætu unnið forskotið upp. Lauk leiknum 8:5. Vikings liðið hefur tekið miklum framförum frá þvi að mótið hófst. Og enda þótt sóknar- leikurinn sé fremur einfaldur — aðeins ein manneskja virðist geta skotið — þá bætir góö vörn liðsins þennan galla upp, ásamt góðri markvörzlu. Mörk Vikings: Sig- þrúður 3, Guðrun og Guðrún H. 2 hvor og Halldora 1. Þessi leikur var lakasti leikur Armanns til þessa enda vart við þvi að búast, aö liöið sýni top- pleiki i hvert sinn, sem það leikur. Mörk Armanns: Erla 2, Sigriður, Auður og Katrin 1 mark hver. J. Herm. Fundur hjá íþróttakennurum Félagsfundur i Iþróttakennara- félagi tslands verður haldinn að Hótel Esju fimmtudaginn 16. marz og hefst kl. 20.30. A dagskrá fundarins verður: Námsskrá i iþróttum (Framsögu hefur Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi). Námskeið fyrir iþróttakennara. Og i þriðja lagi önnur mál. Eru iþróttakennarar hvattir til að fjölmenna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.