Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. marz 1972. Ufgefandi; Framtokttarrtokkurtrtn ; T*MÍrokvæn«Jft»tióri; Krlstfán B«n*dlkf*sð«, ft4r6tiör»fi Þ&rairirtH VIMíra'rfnsson (áW, Andrés KrMíinsson, Jfón H«)ð«íOrt, fndríSf O. fcorsteinsson oq Tóm&s Kftrfwon. AofllýsíilsfaSTÍóH: Stelrt- Orifnor Gislason. RitsfjoTnarsfcrifstofur i íddvbúíirtU, SÍflW ifiaðO — 18306. Skrifstofvr Bankasfræfi 7. -~ Af9r?f5Mwiifmi :: 1Í3Í3. AugfYSÍngasími 19523,. Aorar sicrjfstofor simi T8300, ÁskrMírgíald k^ 225,00 á roánuSí Jnnaniands. í lausa&iv kr. 1S.00 ílntíkií. — fiUðaþrent h.f. (Öff««t) Ræða Ólafs I setningarræðu sinni á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins sl. föstudag gerði ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, m.a. grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem rikis- stjórnin hefur þegar beitt sér fyrir og ætlar að beita sér fyrir. Hann benti á, að i málefnasamningi rikis- stjórnarinnar væri að finna öll þau helztu mál, sem Framsóknarflokkurinn hefði barizt fyrir á undanförnum árum og ályktað um á siðasta flokksþingi sinu. Efst og stærst mála væri landhelgismálið. 1 þvi máli gerði rikisstjórnin meira á fyrstu 4 mánuðunum eftir að hún kom til valda, en „viðreisnarstjórnin" gerði á 12 árum. Það hefði verið mikill sigur, er samstaða náðist með öllum þingmönnum á Alþingi um ályktun, er var efnislega samhljóða ákvæðum málefna- samningsins um landhelgismálið. Frá útfærsl- unni yrði ekki hvikað, þótt erfiðleikar kynnu að mæta okkur, en forsætisráðherrannn kvaðst sannfærður um, að við ynnum fullan sigur að lokum. Forsætisráðherra minnti á fyrstu ráðstafan- ir rikisstjórnarinnar, leiðréttingu visitölunnar, hækkaðan aflahlut og fiskverð til sjómanna, styttingu vinnuvikunnar, stórhækkun tryggingabóta, hækkun afurðalána og lækkun vaxta m.a. hjá Fiskveiðasjóði, lengingu orlofs ogfl. Kjarasamningarnir i desember hefðu orðið rlkisstjórninni mikil hvatning, en þeir tryggðu vinnufrið i landinu til tveggja ára. Samið var um hóflegar kauphækkanir I áföngum. Þá ræddi forsætisráðherrann um efling fiski- skipastólsins með endurnýjun togaraflotans. Sumum þætti hún of mikil á of skömmum tima. Hafa yrði hins vegar i huga, að ftogaraflotinn hefur grotnað niður á sl. ártug. Ákveðið væri að kaupa 24 togara, sem væru 500 lestir. Allir þessir togarar eiga að fara til staða á landinu, þar sem atvinnutæki hefur skort og atvinnu- leysi hefur verið landlægt. Fyrir þessa staði er hér um atvinnulega byltingu að ræða, og þessi skip eiga eftir að verða þessum stöðum mikil lyftistöng. Það átak, sem rikisstjórnin er nú að gera i togaramálunum,ermiklu stærraen allar þær smáskammtalækningar, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og miðað hafa átt að jafnvægi i byggð landsins. Það mun sýna sig þegar þar að kemur. Þessi efling fiskiskipa- stólsins er lika rökrétt samhliða útfærslu land- helginnar, þvi við ætlum okkur að nýta fiski- miðin sem bezt og skynsamlegast. Samhliða þessu átaki mun verða gert stór- átak til eflingar fiskiðnaðinum, ekki aðeins hraðfrystihúsunum, heldur er einnig i undir- búningi efling niðursuðu- og niðurlagningar- iðnaðar og átak I markaðsmálum. Fjölmargt fleira nefndi forsætisráðherra og taldi, að stjórnarskiptin hefðu leitt til þátta- skila I islenzku þjóðlifi. -TK Naseem Khan: Brezkir kennarar snúa sér að kynþáttamálinu Markmiðið er að auka gagnkvæma virðingu kynþáttanna SVO vildi til i skóla einum I suöurhiuta Lundúna i haust, að kennslukonu, sem var að kenna ungum börnum, varð á að nefna kosningar. „Hvað eru kosningar"? spurðu börnin og kennslu- konan útskýrði, hvað um væri að vera. Efnið greip hugi barnanna, einhverra hluta vegna,og kennslukonan ákvað að láta kosningar fara fram. Kjósa skyldi forsætisráð- herra, utanrikisráöherra og innanríkisráðherra. Börnin voru 34 i bekknum, þrjátíu svört og fjögur hvit. Þau settust niður með kjör- seðlana og byrjuðu að naga blýantana sína. Kennslukonan sagði siðar svo frá, að hún hefði fundið til ótta þegar henni varð ljóst, hvað var á seyði. Kjörnu ráðherrarnir þrir voru allir hvitir. Og þeir voru siður en svo sjálfkjörnir leiðtogar. Kénnslukonan seg- ist ekki geta gert sér grein fyrir yfirburðum þeirra að neinu öðru leyti en þvi, að þeir voru hvitir. ÞETTA er afar athyglisverð niðurstaða. Bekkurinn var álitinn mjög „góður" bekkur að þvi er kynþáttamálin áhrærir. Svörtu börnin voru svo miklu fleiri en þau hvitu, að öryggisleysis gat ekki gætt hjá þeim og þau gátu heldur ekki fundið til þess, að þeim bæri nauðsyn til að falla að rikjandi skipan hvitra manna. Þau höfðu þegar frá byrjun hiklaust teiknað sig sem svört börn eða brún og sama var að segja um teikningar af fjöl- skyldum þeirra. En þegar til þess kom að velja þá, sem hæfastir væru til forustu, urðu hinir hvitu fyrir valinu. Hvernig á að bregðast við öðru eins og þessu? Getur kennarinn haft á valdi sinu að breyta þeirri niðurstöðu, sem börnin hafa réttilega komizt að utan skólans, að svarta fólkinu sé valinn staður i neðstu þrepum mannfélags- stigans? Oft hefir verið á það bent, hver áhrif þetta getur haft i skólum, eða allt frá sinnu- og afskiptaleysi og yfir i beina og þráláta óþekkt. Óum- deilanlega þarf þvi annað og meira til en, að kennarinn sé hlutlaust góður við börn af hinum ýmsu kynþáttum, en margir kennarar halda enn að það hljóti að nægja. En hvað á þá að taka til bragðs? I FYRRA var í Bretlandi stofnað til samtaka, sem nefn- ast Teachers Against Racism, skammstafað T A R. (Kenn- arar gegn kynþáttamisrétti). Markmið samtakanna er að efla sjálfstraust svartra barna, auk margs annars. Forustumenn samtakanna telja nauðsyn bera til að ráð- ast að rótum þeirra hug- mynda, sem börnin gera sér um sig og strauma skóla- kerfisins, sem þar eru að verki. TAR er enn fámennur hópur, sem meira verður aö byggja á sandi trúar og vonar en bjargi fjármunanna. Bridget Harris, ritari sam- takanna,segir félagana vera um fimm hundruð. „Og ef þeir hefðu allir borgað félags- gjaldið, sem er eitt pund, væri allt komið á fulla ferð", sagði hún með nokkurri þykkju. En hvað sem félagsgjaldinu liður hefir samtökunum tekizt að vekja áhuga allmargra kenn- ara viðs vegar um landið. Þau sniía sér einkum að hvitum kennurum, enda meiri hætta á, að augu þeirra séu lokuð fyrir aðsteðjandi hættu. „Svartir kennarar vita hvar skórinn kreppir", segir Bridget Harris. Svört börn og hvit saman að leik. KENNARASAMTOK þessi beittu sér fyrir námskeiði i Conway Hall i fyrra og hafa siðan haldið svæðisbundna fundi viðs vegar um London og tekið þar til meðferðar hin ýmsu áhrif kynþáttamálanna i kennslunni. Um daginn geng- ust þau fyrir tveggja daga námskeiði um þjálfun fram- haldsskólanema f Fjöllista- skOlanum í Norð-vestur London. Forustumenn TAR hafa sannfærzt betur og betur um það siðan að starfið hófst, að þeir verða óhjákvæmilega að færa út kviar starfseminnar i sifellu. Þeir beindu augum sinum fyrst að unglinga- fræðslu i sögu og landafræði, eins og raunar flestir aðrir, en þar er fjallað um fyrrverandi nýlendur eins og þær hafi af tilviljun ánetjazt heims veldinu. Keppikeflið er eðli- lega að kanna og kynna sem bezt sögu og málefni svert- ingja. SKOLASTJORNIR hafa sýnt starfseminni töluverða andúð og talið hana valda sundrungu. Félagarnir i sam- tökunum segja áhrifin þver- öfug við þetta. Stofnað hefir verið til námskeiða i nokkrum skólum og þar hefir komið i ljós, að gagnkvæm virðing kynþáttanna hefir aukizt til muna. Grundvallaratriðið er að viðurkenna litarhátt barns- ins sem jákvætt afl, sem eigi allt aðra og meiri menningar- lega forsögu en hugmyndin um villimanninn I skóginum felur I sér. Arangurinn af námskeiðum I sögu og málefnum svertingja bendir til, að þessi hugsun sé skynsamleg og stefni i rétta átt. Námskeiðin i Tulse Hill eru þegar allkunn, en þar er þriðjungur nemendanna hvitur. Skemmra er um liöið siðan að námskeiðin i Skóla WilHams Penn i Dulwich hóf ust, en þau hafa átt sama, ein- læga áhuganum að mæta. KEN FORGE, sem stjórnar námskeiðunum þar i sögu og málefnum svertingja, segir, að yfirleitt séu 18—25 af hundraði svartir i bekkjum skOlans. Námskeiðin þarna njóta mun minni stuðnings yfirvalda en i Tulse Hill, en Forge er sarht mjög ánægður með árangurinn. Hann segir 11 drengi i sjötta bekk sækja námskeiðin, og sé enginn þeirra sérlega „skarp- ur námsmaður". Hann kveðst þvi hafa undrazt mjög, er þeir sátu grafkyrrir og fullir áhuga i f jörutiu minútur meðan hann þuldi yfir þeim úr sögu Afriku og þrælasölunnar. ,,Ég verð var við verulega aukið sjálfstraust og aukna sjálfsvirðingu vegna þess, að kennslan byggist á vitneskju og staðreyndum". Forge segir mjög mikilvægt að reisa fræðsluna á föstum grunni til þess að komast hjá þvi að þurfa að skipta á sögulegum hindurvitnum og goðsögnum hvitra manna og svartra. TAR hóf starfsemi á nýju sviði i byrjun þessa árs, en þar er enn siður á visan að róa um framvinduna. Flestir segja, að i barnaskólunum riki sátt og samlyndi. Þar hvili ljón og lamb hlið við hlið og púki mis- munandi litarháttar skjóti þar ekki upp kolli. „Þetta er ekkert annað en vitleysa", segir Bridget Harris ritari TAR. „Svörtu bórnin vita mætavel, að þau eru svört þegar þau stiga fæti i fyrsta sinn inn yfir þrösk uld barnaskólans. Rit arinn sagði þetta á fundi, sem haldinn var þegar starfið i barnaskólunum hófst. Aheyrendur hennar voru þarna um fimmtiu og flestir voru henni samdóma um þetta efni. KENNURUM kom yfirleitt saman um, að hvitir kenn arar væru alveg furðu lega blindir á þá stað reynd, að þeir boða sjálfir með tilvist sinni og framkomu þá skoðun, að hviti litarhátturinn sé jú það rétta. Þeir hengja með ánægju upp myndir af börnum að leik I skemmti- görðum, að dansa kringum jólatré o.s.frv., en gleymist gersamlega að athuga, að " börnin eru auðvitað öll hvit. Myndabækurnar, sem lesið er i, sýna afar sjaldan svart barn. Kennslubækurnar fjalla alls ekki um svört börn fremur en þau væru ekki til, auk þess sem þær eru yfirleitt miðaðar við miðstéttirnar I flestum efnum. Ekki þarf auðugt Imyndunarafl til að gera sér i hugarlund, hver áhrif þetta hefir. NO er TAR önnum kafið i barnaskólunum. Félagarnir taka nýjar og -betri bækur i notkun, þar sem sagt er frá innflytjendum og upphafi þjóða og landa. En þeir segja, að þetta hrökkvi of skammt. Þá vanti bækur, þar sem inn- flytjendur hljóti fulla viður- kenningu i hinu brezka samfé- lagi. Þeír ætla sjálfir að hefjast handa með þvi að búa til tólf veggspjöld, sem sýni mismun- andi lit börn. Þaðan er að visu langt i lokamarkið, en það er „að móta heila kynslóð full- orðinna manna, sem ekki gera greinarmun á kynþáttum". Um hitt verður þó varla deilt, að þeir fara rétt að þegar þeir reiða öxina að rótum trésins i barnaskólunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.