Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. marz 1972. TÍMINN 15 - Einar H. Einarsson, Skammadalshóli í'Mýrdal: G róðu reyði n g - gróðu rve rn d Miklar umræður , skrif og sam- þykktir hafa átt sér stað að un- danförnu i sambandi við gróður- eyðingu og gróðurvernd. Land- samtökum hefurveriðkomiðá fót með tilheyrandi skrifstofu og framkvæmdastjóra. Moldviðri af greinum og erind- um hefur verið ausið yfir landsins lýð, margt af þvi dekkra og nei- kvæðara til úrbóta en verstu norðansandbyljirnir, sem blésu suður yfir Rangárvelli fyrir nokkrum áratugum, áður en sannir gróðurverndarmenn, sem vænlegra tölu til landgræðslu stórhuga verk og hagsýni, en moldviðri af málæði, heftu fram- rás landniðings þess með sand- græðslunni i Gunnarsholti og ná- grenni. Út frá þeim meiði, er þar var plantaður á fyrstu áratugum sandgræðslunnar, undir hand- leiðslu Gunnlaugs heitins Krist- mundssonar og dyggilega hlúð að af eftirmönnum hans, hafa iðja- grænar lendur verið skapaðar úr svörtum söndum viðsvegar um landið þaðan sem ár hvert er nú ekið þúsundum hestburða i hlöður af fyrirmyndar fóður-heyi. Við þessa landvinninga hefur stórhuga athöfn dugandi manna orðið notadrýgri en sumt af þvi málrófi, sem orðglaðir ræðumenn hafa þyrlað um sig á siðustu . timum. Þá er að huga litils háttar að þvi, sem er að gerast og gerzt hefur i gróðurverndarmálum siðustu árin, oghvernig að þvi er staðið á vissum sviðum. Fyrir nokkrum árum voru svo- nefndar gróðurverndarnefndir kosnar fyrir hverja sýslu, að þvi er ég bezt veit af héraða-búnaðar- samböndunum. Hlutverk þeirra nefnda skyldi vera að hafa for- ystu, hver á sínu svæði, um gróðurvernd og uppgræðslu — utan þess sviðs, er heyrði undir Landgræðslu rikisins. Heyrzt hefur, að viða hafi ekki tekizt allt of vel með val i þessar nefndir, enda sumsstaðar virzt annað sjónarmið hafa rikt við kosningu þeirra en fá i starfið sem hæfasta menn, a.m.k. hefur heyrzt, að sumsstaðar hafi orðið fyrir vali menn, sem ekki séu meiri gróður- fræðingar en það, að ekki þekki þeir plöntur þær, er þeir ganga daglega á i eigin hlaðvarpa, en ekki skal fullyrt hvort rétt sé hermt. Hitt er vist, að svo virðist sem sumsstaðar hafi þær lilt unnið á visindalegan hátt, er þær hafa reynt að gera sér grein fyrir gróðurfarslegu ástandi lands, og vart hef ég séð fundargerð jafn lirræðalltils fundar um stórmál °g gróðurverndarnefndarfundar, sem eitt héraösblaðið birti nú á dögunum. Sumir þessara gróðurverndar- nefndar-manna hafa slegið þvi fram sem óhrekjanlegri niður- stöðu, að ofbeit sauðfjár, sé óð- fluga að eyða gróðri landsins, án <ess að hafa nokkrar visindalegar rannsóknir við að styðjast. Nú er það nokkurn veginn visindalega sannað með til- raunum, hvaða plöntur eru kjör- fæða sauðfjár, ef það á vöLað velja úr. Væri nú ekki á einhverju föstu að byggja fyrir gróður- verndarmenn, að taka svæði, þar sem þeir teldu að hætta væri á of- beit, merkja þar bletti sem ekki þyrftu að vera stórir, gera siðan talningu á blettunum á plöntum þeim, sem sauðfé velur helzt. Væri slík nákvæm talning gerð á sama tima nokkursumur i röð og kæmi þá fljótlega i ljós, hvort landssvæðið væri að ganga úr sér fyrir ofbeit, þvi að þá færi þeim plöntum skjótt fækkandi, sem sauðfé vill framar öðrum, — þá fyrst yrði á einhverju raunhæfu reist. bá teldi ég nauðsyn fyrir gróðurverndarnefndir að fara sem viðast um búfjárhag á hverju hausti að yfirlita ástand þeirra. Sé svo þung beit á landi, sem ekki er borið á, að varla sjáist punt- strá að hausti, tel ég að um alvar- lega hættu á ofbeit sé að ræða, þvi verði ekkért, eða litið sem ekkert, fræfall & landi, sem ekki fær á- burð annan en þann sem búféð skilur eftir, er eflaust mikil hætta á þvi að plöntum fækki, þvi að öllum er ljóst að nokkuð hlýtur að deyja af plöntum á hverju ári, og þarf ekki annað en mar af umferð búfjár, en á litt töddu landi er við- búið rótarskot nægi ekki til við- halds. Þar sem svo er komið, sem hér hefur verið minnzt á væri bráð þörf að grdðurverndarnefndir reyndu að komast að samkomu- lagi við notendur landsvæðisins um úrbót, ef til vill nægði að gefa tjáð, að við ákvörðun á stærð gróðurlenda sé að miklu stuðzt við loftmyndir af landinu. Á sléttlendi getur þetta verið mjög nákvæmt, en sé að mestu eða öllu stuðzt við mælingar eftir loft- myndum,þar sem brattlendi er að ræða, án þess að reikna út hæðar- mun, verður i sumum tilfellum reyndin sú, að kortið sýni mun minna gróið land, en raunveru- lega er á svæðinu. Sem dæmi vil ég nefna fjallshlið eina allbratta en vel gróna til efstu brúna.Eftir mælingu á loftmynd virtist Melur stingur sér upp úr sandinum á Rangárvöllum. þvi nokkurn áburðarskammt eða létta á þvi beit. Undanfarin ár hefur verið gerð, ef til vill rétt að segja lausleg, könnun á ástandi gfóðurfars á miklum hluta af afréttum lands- ins, og hafin útgáfa gróðurfars á miklum hluta af afréttum land- sins, og hafin útgafa gróðurkorta er sýna eiga ástand og stærð gróðurlenda. Ég hef séð litils háttar af þessum gróðurkortum og fljótt á lítið virðast þau all- góðar heimildir. Mér hefur verið gróðurbeltið frá brekkurótum tæpir 100 m á breidd, en þegar hæðarmunur frá sléttu til brúnar var tekinn með I reikninginn, varð breiddin á gróðurbeltinu ekki tæpir hundrað metrar heldur hátt á þriðja hundrað, aða lang- drægt þrisvar sinnum breiðara en myndin sýndi, ef aðeins var mælt það gróðurbelti, er þar birtist. Freistandi er að segja ITeira um ýmsar þær gróðurfarsrann- sóknir, sem oft er vitnað i ásamt áætlað hagastærð handa einingu búfjár i sambandi við þær, en þá yrði þetta allt of langt mál — og þvi sleppt i þetta sinn. Nú er það íjölmörgum ljóst, að ekki er nóg ef meta skal ástand landsvæða i sambandi við rýrnun gróðurs eða hreinlega gróðureyð- ingu, að lita einvörðungu á yfir- borð landsins. Til þess að fá nokkurn veginn örugga vissu fyrir þvi, hverju búast megi við i næstu framtið um þróun gróðurs- ins á vissum svæðum, verður að taka með rannsóknum a.m.k, eftirfarandi: Byggingu, sam- setningu og kornastærð hins lausa jarðvegs, ásamt rakastigi og hæðarstóöu jarðvatns. Eíni berg- grunnsins, sem hinn lausi jarð- vegur hvilir á, og þá venjulega að stórum hluta myndaður úr. Meðal lofthitastig á svæðinu a.m.k. vetur og sumar. Ársúrkomu, sem helzt þarf að sundurliða hve mikið af henni fellur sem snjór og hvað sem regn. Ennfremur hver likindi séu á, að mikill hluti af úr- komunni falli á frosna jörð, sem þá veldur þvi, að vatnið rennur burtu án þess að auka raka i jarð- veginum. Ég tel að það séu sigild san- nindi, sem ég heyrði gamla af- rétta-smala segja fyrir nokkrum árum ,,að hvergi væri eins mikil hætta á uppblæstri, bæði af völdum ofbeitar og vinda, og á þurrviðrasömum svæðum, þar sem jarðvegur er mjög sand- blandaður, og þó sennilega hvergi hættar en þar sem mikil eld- fjallaaska er i jarðvegi." I fjalllendi á miklum úrkomu- svæðum er vitaskuld ávallt nokkurhætta á hliðarskemmdum vegna skriðufalla, en a.m.k. ail- viða á Suðurlandi eru slikar skemmdir venjulega komnar langt með að jafna sig eftir einn eða tvo áratugi. Fleira en úrfelli getur auðvitað valdið hliðarskemmdum, svo sem grjóthrun úr fjöllum og jarð- skjálftar, samanber umsagnir sjónarvotta um jarðvegsskrið inn i Skarðsfjalli á Landi 1896 — en slikt hlýtur alltaf að teljast til undantekninga og þvi ekki rætt meira um bað. Ýmsum gróðurverndar- mönnum — yfrið fullum áhuga — hefur á siðustu timum orðið það mest angursefni að sjá sauð- kindur i haga á sumardegi, ekki eygt betra ráð en skamma bændurna fyrir að nýta land sitt á þennan hátt, og eina úrræðið, sem þeir geta komið auga á til gróður- verndar er að skera niður svo sem nokkur þúsund ær fyrir bændum. Þessir vesalings menn virðast gjörsamlega hafa lokað augum fyrir öllu þvi, sem bændur hafa gert siðustu áratugina til að bæta heimahaga sina og auka fóðrunar-afkastagetu þeirra, með landþurrkun og áburði á bithaga, sem viða hefur stóraukið afkasta- getu landsins til beitar búfjár, og orðið til að stórlétta beitarþunga á full-eða ofsettum afréttum og öðrum óræktuðum sumar-beiti- löndum^ Ekki er að efa, að slikt muni g'ert i rikara mæli á næstu árum, og munu bændur sjálfir hafa forgöngu um það, ef þeir fá frið til fvrir afskÍDtum manna sem halda sig^ sjálfkjórna og ó- missandi að ráða fyrir bændur. Þá er mér kunnugt um það, að margir bændur hafa huga á þvi að stytta þann tima, sem sáiíðfé gengur á heiðarlöndum og helur það sumsstaðar þegar verið gert og sýnt mjög góðan arangur. Til 'dæmis höfum við nokkrir bændur hér i sveit góða reynslu af sliku. Fyrir um það bil einum áratug ályktuðum við, að um full mikla beit væri aö ræoa á heiðar- landi okkar, fórum við þá i það, að taka allt sauðfé úr heiðarland- inu i fyrstu smölun að haustinu, sem venjulega er um 20.sept. og sleppa þvi ekki i heiði að vorinu íyrr en kominn er það góður sauð hagi, að féð hafi nægan haga, án þess að ganga hættulega nærri nýgræðingnum, sem að jafnaði er um 20.maí og fram í fyrstu viku júni. Er þá ekki beitartimi á heiðarlandinu nema i lengsta lagi fjórir mánuðir, i stað þess að vera oft á áttunda mánuð og jafn- vel lengri, ef vel viðraði fyrra hluta vetrar. _ Siðan farið var að haga beit i heiðinni á þennan hátt, hef ég á hverju sumri gert gróður-- athuganir á hluta af landinu, og mér til ánægju séð gróðurfarsá- stand þess batna með hverju árinu sem liður, og þvi hraðar sem lengra líður frá að lelt var af þvi vor- og haust- beit. Vitaskuld hætta ekki gömlu rofabörðin að sargast lengra og lengra inn i þurru holtin, þar þarf meira til en að hlifa Iandinu við beit. En nýgræðingurinn fylgir uppblæstrinum það fast eftir, að viða hafa moldarrofin verulega mjókkað. Mestur er þó munurinn á melum, sem áður voru að mestu eða öllu gróður- lausir.Minna er, snöggt álitið, á- berandi hversu mikil tegunda- fjölgun plantna hefur átt sér stað, þar sem féð hélt sig mest að haustinu og fram eftir vetri. Að fenginni góðri reynslu af þessari beitar-til-högun vil ég hvetja bændur til að fara þessa leið, ekki sizt ef þeir búast við að fullmikil beitarþyngsli hvili á sumarbeitilandi þeirra. Okkar reynsla er sú, að afurðir fjárins .aukist fremur en minnki við styttingu beitartimans i heiðar- landinu og ætti þess þó að gæta meira er lengra liður fram. *r ¦ artifc,*.-* ðUH»«t_ Heyvinna á Skógarsandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.