Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 11 TAFN SRÉTTAR Gisli Magnússon. bænum, en þar sem frænku minni Lovisu mun a& vonum hafa sýnzt ég óburðugastur gesta hennar þetta réttardagskvöld, fékk hún pabba sæng til þess aö breiða ofan á mig. Föt min voru nú tekin að þorna og innan stundar var ég sofnaður. Fyrsti dagur þess ferðalags, sem til hafði verið hlakkað allan seinnipart sumars- ins, var að baki. A sama hátt og dagurinn i gær hafði verið kvaddur með kaffi- drykkju hjá þeim Mælifellsár- hjónum var nú nýjum degi heilsað. Við pabbi munum hafa orðið fyrstir af stað, ásamt Simoni i Goðdölum. Yfir Blöndu- hliðarfjöllum vottaði fyrir dags- . brúninni, enn var þó myrkur. Úrkomulaust var en skýjað, norðankul leiddi inn með Efri- byggðarfjöllunum. Við fórum rólega þar til birti. Er fram i Skeiðhvamminn kom var farið að skima. Þá var sprett úr spori. Annað þykir ekki hæfa i Skeið- hvammi. Úr honum er bratt upp i Kiðaskarðið og , teymdum við hestana. Tók nú að dimma að með éljum og þegar kom vestur hjá Tröllakirkju, sem er hrika- legur en svipmikill hnjúkur sunn- an megin Skarðsins, var snjó- koman orðin samfelld og mjög dimmt. Átti nú sagan frá i gær að endurtaka sig? Skyldi einnig i dag verða úrfelli, ekki einasta rign- ing, heldur hríð? „Ég hefi enga trú á þvi að þessi andskoti nái inn i Svartárdalinn", sagði Simon og spýtti um tönn. „Það er auðvitsð helvitis hriðarveður úti i Langadal en það skiptir um hjá Bólstaðarhlið", bætti hann við. Ég kynntist því siðar, að Simon hafði hressilegt tungutaK. ug satt var ííka oröiö hjá honum. Þegar kom vestur á Flóann var hriðarlaust. Og allt i einu blasti Svartárdalurinn við af Stafnsbrekkubrúnunum. Mér sýndist dalurinn fyrst eins og stór skurður, með læk i botninum. Ég þekkti ekki annað en fangvidd Skagafjarðar. Mér hafði aldrei til hugar komið, að til gæti verið svona aðkreppt sveit. Stórt svæði þarna niðri á skurðbotninum sýndist mér þakið ljósleitum smásteinum. Það tók mig góða stund að átta mig á, að þetta var fjársafniðenekkisteinar.Og ekki var ofsögum sagt af f járf jölda við Stafnsrétt. Slikan grúa hafði ég aldrei áður augum litið og ekki látið mér detta i hug að hann væri til á einum stað. Og brátt vorum við á botni „skurðsins". Þráður draumur hafði rætzt, ég var kominn i þá frægu Stafnsrétt. Og i Svartár- dalnum var sólskin og hiti. Simon vissi hvað hann söng. Við sprett- um af hestunum og heftum þá. Tjöld gangnamanna voru á grundinni sunnan við réttina, upp undir brekkufætinum. Maður rak höfuðið út um dyr eins þeirra og spurði hvort við værum að koma „að norðan". Jú, við vorum að koma „að norðan". Hann bauð kaffi. Það var auðvitað þegið af þeim pabba og Simoni en mér var ekki meira en svo um þetta góða boð. Ég var til alls annars frekar kominn i Stafnrétt en að sitja inni i tjaldi og drekka kaffi. Sá, sem i kaffið bauð, var Sigmar á Steins- stöðum i Tungusveit. Leit ég hann nú i fyrsta skiptið, þann öðlings- mann, en seinna átti ég eftir að dveljast á heimili hans part ur tveimur vorum, þegar ég var við sundnám á Reykjum I Tungu- sveit, — og leið þar vel. Með Sig- mari voru I tjaldinu tveir ungir menn, Páll á Starrastöðum, siðar bóndi þar og Sigfús á Nautabúi, nú búsettur i Reykjavik og verk- stjóri hjá Rafmagnsveitum rikis- ins. Og svo hófst fjárdrátturinn. Stafnsrétt er löng og mjó. Dilkur okkar frá Eyhildarholti, — en við vorum i dilksfélagi með sömu mönnum og i Mælifellsrétt, —var við austurenda réttarinnar. Fyrir bragðið var drátturinn erfiðari, enda forin i réttinni með ólikind- um, eðjan þung og limkennd tók mönnum i miðjan legg. Heyrði ég pabba segja það við Harald á Völlum, að aldrei fyrr hefði hann orðið þvi feginn i réttum að fá að standa i dyrum. Bót var i máli, að eldri ærnar, ýmsar, virtust vita hvar dilksins var að leita og komu sjálfar i nánd við dyr hans. En það v'ár^éira, sem athygli mina vakti en fjárfjöldinn i Stafnsrétt og hið nýstárlega um- hverfi. Aldrei hafði ég heyrt jafn- mikið sungið. Ekki var nóg með það, að smáhópar manna væru syngjandi f almenningnum innan um féð og uppi á réttarveggjun- um, heldur fór þarna fram karla- kórssöngur, eftir öllum kúnstar- innarreglum. Það voru nefnilega samankomnir þarna söngmenn úr tveimur karlakórum, Heimi i Skagafirði og Karlakór Ból- staðarhliðarhrépps, ásamt söng- stjórum beggja kóranna, Jóni Björnssyni, þá bónda I Brekku nú á Hafsteinsstöðum og Gisla heitnum Jónssyni frá Eyvindar- stöðum I Blöndudal. Þeir kvöddu nú saman liðssveitir sinar, stilltu þeim upp norðan við réttina og kórarnir hófu að syngja, fyrst hvor kór fyrir sig og siðan sam- eiginlega og stjórnuðu þeir Jón og Gisli þá til skiptis. Ekki haföi mig órað fyrir þvi, að I Stafnsrétt tiðk- aðist slikt tónleikahald. *^4i*:~730>lLi-~>:*WV -.fV^T? *.X. Dásamlegur dagur leið nú að kvöldi. Akveðið var að reka féð um kvöldið og nóttina út I Vala- dal. Allmargt fé var enn ódregið, er við fórum en menn urðu eftir til að hirða það. Féð var heimfust og rakst vel út Svartárdalinn,. enda rekstrarmenn margir. úti hjá Hvammi var rekið upp á fjallið. Er þangað kom var skollið á myrkur. Við bættist ærin ófærð, þvi að snjóað hafði A fjallinu. Hægviðri var og með nóttinni gerði allskarpt frost. Féð gerðist latrækt og ein og ein kind gafst jafnvel upp. Þá voru þær teknar á hnakknefin. Man ég, að pabbi reiddi veturgamla gimbur, sem hann átti, akfeita og niðþunga. Hét sú Heillin og átti eftir að verða afbragðs ær. En Þyrill gamli kafaði ófærðina með tvö- falda byrði á bakinu, bruddi mél- in og þótti færðin sækjast seint. Út i Valadal var komið siðla nætur. Lengra var ekki farið um nóttina en féð sett I girðingu og skyldi svo dregið sundur að morgni. Þau Valadalshjón voru á fótum. Kaffiilminn lagði um húsið. Þess mun óspart hafa verið neytt, en á meðan leið ég út af með tónlist liðins dags fyrir fyrunum: jarm fjárins og söng kóranna i einum óaðgreinanlegum, ógleyman- legum hljómi, hljómi Stafns- réttar. Magnús II. Gislason. Jóhann Magnússon. ifellshnúkur i baksýn. Norðan við hann er farið vestur til Stafnsréttar, en Mælifellsrétt er á eyrunum aðeins lengra til vinstri en myndin sýnir. Njght andUay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. | Samband isl. samvinnufélaga | INNFLUTNINGSDEÍLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.