Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. april 1972. TÍMINN aöQí Barbara Hutton giftir sig Barbara Hutton, margmilljóna- frúin, sem erfði Woolworth- milljónirnar og verzlunar- hringana miklu, hefur nú á- kveðið að gifta sig i áttunda sinn, en hún er nú sextiu ára. Barbara er nú i höll sinni i Tanger, og undirbýr þar gifting- una. Hún hefur meðal annars verið gift Gary Grant, Porfirio Rubirosa, tveimur prinsum, þar af var annar frá Laos og einnig danska greifanum Reventlow. Nú er sem sagt kominn tími fyrir hana að gifta sig á nýjan leik. Sá, sem fyrir valinu hefur orðið að þessu sinni er Astraliu- maðurinn Colin Fraser, sem bekktur er sem heimsins mesti glaumgosi. Hann er 17 árum vngrien Barbara. Siðast maður Barböru var prinsinn frá Laos, og giftu þau sig með pomp og pragt árið 1964 og voru gift samtals i fimm ár, sem þykir allsæmilegur timi. Colin Fraser er sagður mjög fallegur maður og mjög vel vaxinn, en ekki fer neinum sögum af hyggjuviti hans. Hann er þó sagður mjög nærgætinn og umhyggjusamur við væntanlega eiginkonu sina, og er alltaf með skinandi gim- steinakveikjara á lofti, tilbúinn til þess að kveikja i sigarettunni hennar. Giftingin mun senn fara fram, segja vinirnir, þ.e.a.s., þeir fáu, sem enn eru eftir, og „Betty litur miklu hamingju- samar út, en hun hefur lengi gert." Myndin er af brúðgum- anum Colin Fraser og væntan- legri brúði hans, Barböru Hutton, og með þeim á mynd- inni eru vinir þeirra W. og Mary Donhaus. Leikkonan handleggsbrotnaði. Hin þrjátiu og eins árs gamal leikkoria Raquel Welch hand- leggsbrotnaði, þegar hún var að æfa sig á hjólaskautum fyrir kvikmyndaupptöku i Holly- wood. Leikkonan var að undir- búa sig undir leik i kvik- myndinni The Kansas City Bomber, þegar hún handleggs- brotnaði. Setja varð handlegg stjörnunnar i gips, og fresta töku myndarinnar þangað til einhvern tima i april. Raquel Welch var meðal gesta i afmæli Elizabeth Taylor nú nýverið, og skemmtu herrarnir sér við það i veizlunni, að fá að skrifa nöfn sin á gipsið á handlegg stjörnunnar fögru. Sinatra fær Hughes ibúö Howard Britannia Beach Hotel i Nassau hefur skýrt frá þvi, að Frank Sinatra hafi nú pantað lúxusi- búð þá, i hótelinu, sem Howard Hughes milljónamæringurinn margumtalaði, bjö i i 14 mán- uði. Sagt, er að Hughes hafi flutt sig til Inter-Continental hótels- ins i Managua i Nicaragua. Fékk ekki að skipta um nafn Frakki að nafni Jean hefur fengið algjöra neitun við beiðni sinni um að fá að breyta um nafn. Ástæðan fyrir þvi, að Jean vill fá að breyta um nafn, er sú, að hann er i þann veginn að flytjast til Englands, og þar er Jean kvenmansnafn. Jean sótti mál sitt fyrir öllum hugsan- legum dómstólum i Frakklandi, en fékk sem sagt enga áheyrn. Þótti öllum, sem hann gæti haldið áfram að heita Jean, þrátt fyrir það, að hann flyttist til lands, þar sem aðeins konur bera þetta nafn. Það öruggasta fyrir barnið A margan hátt má bera börn, en sagt er, að þessi aðferð sé sú tryggasta og bezta fyrir börnin sjálf. Það eru ekki neinar fram- úrstefnukonur, sem hafa fundið þessa beztu leið, heldur konur suður i svörtustu Afriku. Með þvi að vera bundið svona á bak móður sinnar fær barnið hlýj- una frá likama móðurinnar og finnur til öryggistilfinningar vegna náinnar snertingar við móðurina. Þessi súkkulaðibrúni litli engill er nigerískur.. óánægja með knatt- spyrnumennina. Knattspyrnumaður var skotinn til bana og annar alvarlega særður með hníf f Villa Berthel I Argentinu nú nýlega, að nýaf- stöðnum fótboltaleik. Það voru óánægðir áhorfendur, sem gripu til sinna ráða, með fyrrgreind- um afleiðingum. Þótti mörgum nokkuð hart að gengið ekki sizt vegna þess, að fótboltaleikur- inn, sem var upphafið að þess- um manndrápum hafði farið heldur friðsamlega fram. bauð hann upp frú einni, sem skrikti af ánægju og sagði svo hrifin: — En að þér skylduð einmitt bjóða mér upp? — Já, en frú min, sagði Shaw. — Er þetta ekki einmitt góðgerðar- dansleikur? &udu. Bernhard Shaw, irski rithöfund- urinn, gat aldrei stillt sig um að segja, það sem honum datt i hug, jafnvel ekki, þótt það væri ófor- skammað. Einu sinni á góðgerðardansleik, » llllllll -> mi(- —Pabbi gamli varaði mig alltaf við giftum konum og þess vegna tek ég konuna mína aldrei með út. Þú skalt verða þér úti um það, sem þér likar bezt, annars endar það með þvi, að þér likar það sem þú situr uppi með. Feitir menn neyðast til að vera skapgóðir, þvi þeir geta hvorki _2§h hlaupið né slegist. DENNI DÆAAALAUSI Þú gætir þó að minnsta kosti lesið fyrir mig skrýtlurnar, úr því ég er búinn að drösla þessu hingað upp til þín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.