Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 6. april 1972 TÍMINN Þið getið eignazt mann, sem varpar kúlunni yfir tuttugu metra - ef rétt verður haldið á spilunum, segir vestur-þýzki frjálsíþróttaþjálfarinn Peter Tschiene frá Darmstadt Eins og skýrt hefur verið frá I blaoinu, dvaldist þekktur vestur- þýzkur frjálsiþróttaþjálfari, Peter Tschiene frá Darmstadt, hér á landi um páskana og flutti erindi á þjálfararáostefnu og þjálfaði auk þess landsliösfólk tvisvar á dag. Almenn ánægja var með dvöl hans hér og þátttaka I námskeiöi og á æfingum góð, Þessi vinsæli Þjóðverji fór héðan I gær og var leystur út með gjöfum, bæði af stjórn FRÍ og þátt- takendum á námskeiði. Við brottför hans var um það rætt að fá hann aftur, t.d. haustið 1973, en þá ætti bæði að vera hægt að sjá árangur af leiðbeiningum hans, a.m.k. hjá þeim.sem fara eftir þeim, og auk þess læra meira. íþróttasíðan átti viðtal við Tschiene skömmu áður en hann fór og spurði hann álits á Islenzku íþróttafólki almennt eftir hina stuttu viðkynningu. — Það er erfitt að dæma um þetta eftir þennan stutta tlma. en mér virðist ykkar unga fólk hafa mikla hæfileika, Islendingar eru sterkir og hávaxnir Það sem helzt er að sjá að skorti er meiri æfing, betri undirbúningur, i einu orði sagt: VINNA. Iþróttaafrekin i dag byggjast að mjög miklu leyti á eljusemi, skipulagi og visin- dalegum útreikningum. En um ykkar unga fólk er það að segja, að hæfileikarnir eru nægilegir, og afrekin myndu batna mikið og verða almennt á alþjóðamæli- kvarða, ef iþróttafólkið sjálft, fyrst og fremst, gerði sér þær staðreyndir ljósar, að það verður að æfa ótrúlega mikið og taka til- sögn þjálfarans, og þá kemur árangurinn. — Islendingar segja gjarnan, að þeir séu siðustu raunverulegu áhugamennirnir I heiminum, getum við sem sllkir komizt á toppinn? — Ég var á Irlandi á námskeiði I fyrra, og þar er einnig alger áhugamennska I frjálsum iþróttum, en það breytir engu um spurninguna. Mín skoðun er sú, sagði Tschiene, að reglur al- þjóðasambanda og alþjóða- olympiunefndarinnar (IOC) séu orðnar úreltar og I raun of strangar. Þeim þarf að breyta i samræmi við nUtimann. Einh- verjar reglur verða samtað vera, en eins og þær eru núna, eru þær aðeins til að brjóta þær. Ég álít ykkar möguleika á iþróttasviðinu góða, þrátt fyrir fámennið, ef nóg er af einbeitingu og þolinmæði, það er frumskilyrðið. Ég álit t.d, að þið eigið að getu eignazt 20 m mann I kúluvarpi á næstu árum ef rétt er unnið! — Hvernig geta menn orðið slikir afreksmenn? — Þýðingarmesta atriðið er þekkingin að vita og vera viss um að verið sé að gera það rétta. Taka verður visindin meira i þjónustu Iþróttanna en gert hefur verið. Þetta er atriði, sem þið Islendingar eigið að koma sem fyrst i verk. Iþróttamaðurinn verður að þjálfa sig kerfisbundið, hann verður að sýna þolinmæði og flýta sér hægt. Þið íslendingar ættuð að búa til eigið kerfi, sem hentar ykkur vel, en nýta það bezta t.d. frá Rússum og A-Þjóð- verjum. Maður á alltaf að hafa augun opin fyrir þvi, sem aðrir koma með, en samt ekki gleypa það hrátt. — Verður endalaust hægt að bæta metin, heimsmet, olým- piumet o.s.frv.? — Metin eiga eftir að batna mikið, og ég er viss um, að metið I sleggjukasti verður a.m.k. 80 m um næstu aldamól. Eitt met verður þó ekki bætt næstu ára- tugi, en það er afrek Bob Beamons I langstökki, 8£0 m. Endalaust verður samt ekki hægt að setja met, ég er t.d. viss um, að metið I stangarstökki verður aldrei 10 metrar, einfaldlega vegna þess, að til þess þyrfti svo langa stöng, að stangarstökkvar- inn réði ekki við hana! Um þessa hluti er erfitt að spá. — Hvernig lizt þér á undir- búning fyrir OL i Múnchen, og hvað heldur þú um væntanleg afrek þar? — Undirbúningurinn hefur gengið vel og framkvæmdin verður fyrsta flokks, enda hefur miklu Verið til kostað. Metin munu falla I tugatali. _Ég hefi mikla trú á hlaupurunum frá Afriku, þeir eiga frábæran 400 m grindahlaupara, sem gæti bætt heimsmet Hemerys, 48,1 sek. Hann hefur keppnisskapið, hörkuna og sigurviljann I lagi. Ég sá þennan mann æfa fyrir rúmu ári, er ég var á ferð I Afriku, og enginn toppmaður i Evrópu myndi lita við þeirri aðstöðu, sem hann býr við, en hann bætir þetta allt upp meö réttu hugarfari og skapi. Með þessu er ég samt ekki að segja, að fyrsta flokks aðstaða sé ekki nauðsynleg, en hún ein er ekki nóg, ef áhuga og vilja vant- ar. — Telur þú hina hörðu keppni milli þjóða i iþróttum nauðsyn- lega, og ætti að reyna að draga úr ,,Þið fslendingar eruð sterkir og hávaxnir. Það sem ykkur skortir er betri undirbúningur, I einu orði sagt: VINNA. hinum mikla þjóðarrembingi i sambandi við íþróttakeppni? — Allt getur gengið út i öfgar milli þjóða, eins og við vitum, en ég alít,að hæfileg bariítta þjóða á iþróttaleikvangi se bæði rétt og heilbrigð. Ef þjóðarrembingur hyrfi úr iþróttunum, er hætt við að áhugi minnkaði til mikilla muna. OL. Peter Tschinen og Erlendur Valdimarsson, 1R. Auglýs endur Ath. að auglýsingar þurf a að berast eigi slðar en kl. 2 daginn áðuren þær eiga að birtast. Þeir, sem óska eftir aðstoð við auglýsingagerð þurfa að koma með texta með 2ja daga fyrirvara. Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 Simar 19523 og 18300 SPENNIÐ BELTIN Æ Ohressir yfir nafn- giftinni Þýzka handknattleiksliðið TuS Wellinghofen frá Dortmund, sem var hér i boði HKRR — fór ósigrað héðan. Liðið sigraði Fram s.l. miðvikudagskvöld i Laugardalshöllinni 14:13. Axel Axelsson lék ekki með Fram i [leiknum, og veikti það liðið mikið. "Fram náði fljótlega forustu i leiknum — á 18. min. stóö 8:4 fyrir Fram — en þá dofnaði yfir liðinu og þvi tókst ekki að skora mark ð sem eftir var af fyrri hálfleik, sem endaði 8:5 fyrir Fram. Siðari hálfleikur var daufur, i honum tókst Fram aðeins að skora fimm mörk (öll af linu) — gerði Björgvin Björgvinsson fjögur af mörkunum. A 14. min. siðari hálfleiks var staðan 11: 9 fyrir Fram —- en á siðustu 16. min. tókst Fram aðeins tvisvar að senda knöttinn i mark Þjóð- verjanna — annað úr viti á siðustu min. leiksins. Bezti maður TuS Wellinghofen var þýzki landsliðsmaðurinn Heiner Möller, sem hefur leikið 46 landsleiki og skorað 99 mörk i þeim — hann skoraði 6 mörk gegn Fram. Að lokum má geta þess, að Þjóðverjarnir voru mjög óánægðir yfir nafninu sem þeim var gefið hér: „Slátraranir frá Dortmund" — sem þeir sögðu að væri algjör uppspuni. Má geta þess, að þetta nafn passar ekki við liðið. Kom það berlega fram i fyrri leik liðsins, sem var gegn Val, en honum lauk 13:12 Þjóð- verjunum i vil. I þeim leik, svo og leiknum gegn Fram, liktust Þjóðverjarnir miklu fremur meinleysislegum pyslygerðar- mönnum er harðhentum slátrurum frá Dortmund. —SOS Keppni í „fjarlægð" milli ÍR og Norrköping Ekki alls fyrir löngu barst þjálfara IR—inga, Guðmundi Þórarinssyni, bréf frá IFK Norrköping, þar sem m.a. er óskað eftir keppni i fjarlægð milli félaganna, en Guðmundur hefur, sem kunnugt er, starfað um margra ára skeið sem þjálfari beggja félaganna. Óskað var eftir keppni i kúlu- varpi, hástökki með atr., lang- stökki án atr. og 2x40 m hlaupi, og einnig að keppt verði i öllum aldursflokkum, en það táknar einn aldursflokk pilta neðan við það sem hér á landi er keppt i eða aldursflokkinn 12 ára og yngri auk þriggja aldursflokka kvenna, sem ekki er heldur keppt I hér, en það eru 12 ára og yngri, 17 — 18 ára Og 19 — 20 ára aldurs- flokkarnir. IR—ingar hafa samþykkt að taka áskoruninni og munu reyna að keppa i öllum aldurs- flokkunum og hafa nú þegar hafið keppni innan félagsins i velflest- um aldursflokkanna þótt eflaust muni reynast erfitt að fá kepp- endur i alla elztu flokka kvenna. kvenna. Keppnin stendur til aprilloka, en þá verður farið með árangur IR—inganna utan og stiga- keppnin milli félaganna gerð upp. Keppt er um fagran verðlauna- grip, sem IFK Norrköping hefur gefið til keppninnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.