Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. april 1972. TÍMINN 19 Sitt sýnist hverjum Þegar þessi þáttur hóf göngu sina gat ég þess að æskilegt væri, að sem flestir sendu þættinum eitthvað til birtingar um hesta eða málefni þeim viðvikjandi. Umræðuefnið getur verið ó- tæmandi vegna þess að menn eru yfirleitt ekki sammála, þegar rætt er um þennan eða hinn hestinn. Það er misjafn smekkur manna og einum getur likað það vel, sem öðrum finnst miður. Það er afar eðlilegt að svo sé. Tökum t.d. tvo mjög góða hesta og látum einhverja tvo menn segja álit sitt á þeim. Það er eins liklegt, að þeir veldu sinn hestinn hvor frekar en þann sama. Þetta kemur til af þvi að engir tveir hestar eru alveg eins. Það er alltaf einhver munur, og sá munur getur ráðið úrslitum um valið hjá viðkomandi mönnum. Einum manni getur likað þetta betur, en öðrum hitt, og svona hefur það alltaf verið, og verður á- fram. Það er ekki lakara til árangurs að skiptar séu skoðanir um viss málefni, einmitt hið gagnstæða. Það geta komið fram i dagsljósið ýmis athyglisverð sjónarmið, sem vert er að taka til yfirvegunar. Við höfum skiptar skoðanir i ræktunarmálum, á þessum eða hinum stóðhestinum. Við höfum skiptar skoðanir um tamningu hrossa, hvort það á að fara fram i gerðum eða á frjálsum velli. Við erum oft ó- sammála dómurum á lands- mótum, og það svo, að menn fara ekki eftir þvi, sem þeir leggja til eða ráðleggja. Við getum deilt um hvort þessi eða -hinn maðurinn situr vel eða rétt á hesti eða ekki. Tvær hliðar eða fleiri eru á hverju máli eða málefni, sem betur fer. Annars væri ekki grund- völlur til rökræðna. Skrif sem i þessum þætti hafa birzt, eru meðal annars til þess að skapa umræður um hesta eða þau málefni, sem þeim við kemur. Það getur, ef vel tekst, yakið áhuga á málefninu, og sá á- hugi getur verið til góðs, miklu fremur en hitt. Stór orð eða harðar deildur um menn eða málefni hafa aldrei leitt til já- kvæðar niðurstöðu, en róleg yfirvegun hvort sem hun er sett fram i ræðu eða riti, er vel til þess fallin að bera árangur. Fordómar geta á stundum verið kaldar staðreyndir. Og minnugir skulum við- vera þess, að vissum lögmálum móður náttúru getum við ekki breytt, og á það ekki sizt við hesta og hestamennsku. Að endingu þakka ég Sveinbirni Dagfinns- syni fyrir sina góðu grein frá 23.marz s.l. og Sigurjóni Gestssyni fyrir sina grein. Það væri mjög æskilegt, ef fleiri vildu láta til sin heyra i þát- tum þessum, þvi fleiri sem leggja orð i belg þvi betra.- SMARI Ný botnvarpa Framhald af bls. 1. varpan verði reynd bráðlega um borð i islenzkum togara. Venju fremur gestkvæmt var i leiðangrinum enda fóru 4 dagar i að kynna skipið og tæki þess fyrir stýrimannaefnum bæði frá Reyk- javik og Vestmannaeyjum. Auk þess voru um borð 3 skipstjórar, 8 netagerðarmenn og 2 tæknimenn, flestir i stuttan tima. Leiðangursstjóri var Guðni Þorsteinsson og skipstjóri Sæmundur Auðunsson. Sérstök ástæða er til að taka fram, að mjög reyndi á skipshöfn og starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar i leiðangrinum, þar sem mjóg margt var fram- kvæmt af fáum. (Frá Hafrannsóknarstofnuninrii.). Aflatap Fram haid af bls. 1. Gissuri hvita, vegna óhapp- sins á Akranesi? — Gissur hviti var nokkru stærri en Skinney, svo ég held að það sé engin goðgá að segja að tapast hafi afli að verð- mæti brúttó 16 — 20 milljónir á þessum tima, sem liðinn er. — Hvernig hafa svo afla- brögð verið hjá ykkur á ver- tiðinni? — 1 dag eru komin á land rúmlega fjögur þúsund tonn, og er það nokkru meira en á sama tima i fyrra. Gæftir hafa verið slæmar, og þá ser- staklega fyrri hluta vertiðar- innar þá ber að geta þess, að héðan hafa róið tveim bátum færra, vegna óhappsins á Akranesi, svo meiri fiskur virðist hafa verið i sjónum. — Er loðnubræðslunni lokið hjá ykkur? — Já við lukum bræðslu fyrir helgi, en alls bárust hér á land 13.400 tonn en á loðnu- vertiðinni i fyrra var landað hér 7.500 tönnum. Við hefðum væntanlega fengið enn meiri loðnu, ef Gissur hviti og Skinney hefðu getað stundað veiðarnar, en hií er mest um vert að koma Skinney sem fyrst á veiðar, sagði Asgrimur að lokum. LaXneSS Framhald af bls. 1. einróma. Prófessor Hreinn - Benediktsson var ekki á fun- dinum og raunar fleiri, og Baldur Jónsson lektor gekk af fundi. Háskólaráð hefur áður samþykkt á fundi tillögur um breytingar á lögum um Háskóla islands, og voru þær lagðar fyrir rikisstjórnina i gær i þvi skyni að samþykkt þeirra verði til þess að doktorsmál Haildórs Laxness endurtaki sig ekki siðar meir. Ekki þarf þó að biða eftir laga- breytingu til að Halldór Laxness hljóti titilinn. „Það væri þjóðar- skömm yrði honum ekki veittur þessi heiður", sagði háskóla- rektor i gær. Keflavíkurfiugvöllur Framhald af bls. 1. A siðasta ári komu 530 þús. far- þegar á Keflavikurflugvöll og er aukningin milli 10 og 20% á ári og á þessu ári munu yfir 600 þúsund farþegar fara um völlinn. Ef að likum lætur munu yfir 700 þús. farþegar fara um völlinn á næsta ári. Hálfnaö erverk þá haf ið er sparnaður skapar verðmœti Samvinnubankinn Rogers kemur í næsta mánuði SB—Reykjavik William P. Rogers utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, kemur til tslands i næsta mánuði á ferð sinni til sjö Evrópurikja. Hann mun ræða við leiðtoga þessara rikja, áður en Nixon fer til Mosk- vu. Hér á landi dvelur Rogers að- eins tæpan sólarhring, en þessi heimsókn kemur i stað þeirrar, sem aflýst var í desember sl. Fóturinn varð undir bílnum Kvikmyndavél Framhald af bls. 6. inu, sem eftir var á syllunni, nema þá helzt með aðstoð þyrlu. Dótið er á syllu, sem er um 40 metrum undir yfirborðinu og þar fyrir neðan hyldýpi, sem enginn veit hve langt nær niður. Er það talið glæfraverk að siga þar niður nema þá helzt i þyrlu. Þarna á syllunni er, fyrir utan kvikmyndatökuvélina, allur út- búnaður Magnúsar, skiði, bak- poki, myndavél og fl. og má áætla verðmæti þess milli 250 til 300 þús. krónur. Rannsóknastofnun Framhald af bls. 3. og eldisstöðvunum, sem stofnunin rekur, þó fyrst og fremst i rann- sóknarskyni. 3) Tekjur af sölu veiðikorta, en um þau skulu gilda eftirgreindar reglur: a) tslenzkur rikisborgari greið- ir kr. 100.00 fyrir veiðikort, sem veitír heimíld til veiði á silungi, en kr. 500.00 fyrir heimild til lax- veiði. b) Erlendur rikisborgari greið- ir kr. 500 fyrir veiðikort, sem veit- ir heimild til veiði á silungi, en kr. 5000.00 fyrir heimild til laxveiði. / UD COMPANY OÓ—Reykjavik. Slys varð á Háaleitisbraut á sjötta timanum i gær. Fjögurra ára gamall drengur varð þar fyrir bil og fór annað framhjól bilsins yfir vinstri fót drengsins. Hann fótbrotnaði, en meiðslin eru ekki talin alvarlegs eðlis. TERN Léttbyggðir gúmmíbjörgunarbátar fullbúnir öryggistækjum fyrir fitla vélbáta, 3-4 mainia asi iil Einkaumboð á Islandi: augiýsa í I Ólafur Gáslason & Co Tímanum Ingólfsstræti 1A - Reykjavík - Sími 18370

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.