Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 16
Kimmtudagur 6. april 1972. Slíkar æfingar þekkjast ekki heima á íslandi Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrnumaður úr Val, sem nú dvelur við æfingar og keppni i Suður-Afriku, sendi okkur linu um páskana, og lætur vel af dvöl sinni syðra. t bréfi sinu segist Jóhannes óðum vera aö komast í þjálf- un. ,,Með þessum æfingum kemst maður i topp-form áður en langt um liður. Æfingarnar eru mjög frábrugönar þvi, sem maður á að venjast heima á íslandi. Við Islendingar er- um langt á eftir, hvað knatt- spyrnuþjálfun snertir", segir Jóhannes i bréfi sinu. Eins og fram kom i frétt á iþróttasiðu Timans nýlega, fæst fljótlega úr þvi skorið, hvort Jóhannes undirritar at- vinnumannasamning eða ekki. Fer það eftir ýmsu, m.a., hvort honum tekst að aðlaga Jóhannes Eðvaldsson. sig breyttum aðstæðum ytra, en af eðlilegum ástæðum háir ýmislegt honum i Suður- Afriku, ekki sizt hinn mikli hiti, sem þar er. Nýjung í íslenzkri knattspyrnu: NÚ KEPPA VARA LIÐIN EINNIG! Alf—Reykjavik. — Litla bikarkeppnin hefst n.k. laugardag. Sú nýbreytni verður viðhöfð, að strax á eftir leikjum aðalliðanna, munu varalið sömu aðila leika. Hefur þetta fyrir- komulag ekki tiðkazt hér á landi, en er velþekkt annars staðar, t.d. á Bretlandseyjum, þó að með nokkrum öðrum hætti sé. Eins og fyrr segir, hefst keppn- in n.k. laugardag. Þá leika Kefl- vikingar og Breiðabliksmenn i Keflavik og hefst leikurinn kl. 15. Á sama tima leika á Akranesi heimamenn og Hafnfirðingar. SPÁ madurinn Þau leiðu mistök urðu i sam- bandi við siðasta getraunaseðil, að þá birtist rangur getrauna- seðill, þ.e.a.s. seðillinn, sem gilda á fyrir þessa viku. Vonum við, að þetta hafi ekki komið að sök, og lesendur hafi áttað sig á mistökunum. En nú birtum við aftur spá Stefáns Traustasonar, yfirverkstjóra Eddunnar, og nú er að sjá, hversu getspakur hann er: Lolklr 8. aprfl 1972 VHe \i Arsenal — Wolves / Chelsea — C. Palace / Huddersfleld — Ipswlch X Leicester — Manch. Utd. X Manch. City — West Ham / Nott'm For. — Newcastle X Sheffield Utd. — Derby X Southampton — Everton / t Stoke — Leeds X W.B.A. — Tottenham X j Hull — Q.P.R. / Oxford — Portsmouth / Handknattleiks- deild Þróttar Aðalfundur deildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 6. april og hefst kl. 20. Stjórnin. ENSKAR FÉLAGSHÚFUR ^UNIUD PÓSTSENDUM SP0RTV6RUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44 — simi 117X3 Keykjavik 1>S0*<33«C *;. ¦-<>. 0" "** ¦S * <^C—* HNHMI l'cssi mynd var tekin I Sundlaugunum I Laugardal fyrsta dag norrænu sundkeppninnar. Og eins og sjá má, er margt um manninn. (Tlmamynd GE.) Asgeir Ásgeirsson hefur synt 200 metrana daglega Hátt á sjöunda þúsund Reykvíkingar hafa nú synt 200 metrana Alf—Reykjavlk. — Það var Hf og fjör á öllum sundstöðum Keykjavlkur I gær, og syntu fjölmargir 200 metrana, en samkvæmt upplýsingum, sem iþróttasiðan aflaði sér i gær, munu nú hátt á sjöunda þúsund Keykvikinga hafa synt 200 metr- ana á þessuni fyrstu dögum nor- rænu sundkeppninnar. Flestir hafa synt i Sundlaugun- um i Laugardal, en þar höfðu synt, um miðjan dag i gær, milli 3700-3800.1 Sundlaug Vesturbæjar höfðu synt 1710 og i Sundhöll Reykjavikur rúmlega 1100 manns. Að sjálfsögðu hafa margir fært sér hinar nýju keppnisreglur, sem kveða á um, að nú megi ein- staklingur synda 200 metrana einu sinni á dag, i nyt. M.a. hefur fyrrverandi forseti Islands, Asgeir Asgeirsson, synt 200 metr- ana á hverjum morgni i Sundlaug Vesturbæjar siðan keppnin hófst, en eins og kunnugt er, þá hefur Asgeir Asgeírsson verið mikill áhugamaður um sund. Margir hafa kvartað undan þrengslum á sundstöðunum. Eins og kunnugt er, á eftir að byggja nýja búningsklefa við Sundlaug Vesturbæjar, og verður væntan- lega hafizt handa um það verk siðar á þessu ár. Og nú er svo komið, að mikil þrengsli eru i Sundlaugunum i Laugardal vegna sivaxandi aðsóknar. Eru uppi ráðagerðir um að byggja nýja búningsklefa þar. 1 dag verða Sundlaugarnar i Laugardal lokaðar vegna viðgerða. Leiðbeiningar vegna norrænu sundkeppninnar Hver sem ætlar að synda 200 metrana fær þátttökuskirteini, sem hann skrifar sjálfur á nafn sitt og heimilisfang. Hann af- hendir siðan efri hluta skirteinis- ins i fyrsta sinn, sem hann syndir. 1 hvert sinn, sem þátttakandi syndir, þá lætur hann skrá skir- teinisnúmer sitt, — ef hann man númerið þá er óþarfi að sýna skirteinið. Þá fær þátttakandinn litinn miða með númeri sinu og dag- setningu i hvert sinn og þarf hann að halda þeim miðum til haga til sönnunar ef hann ætlar að fá sér silfur eða gullmerki. Asgeir Asgeirsson — hefur synt 200 metrana daglega! Strax að þessum aðalleikjum loknum, hefjast svo leikir vara- liðanna. Af öðrum knattspyrnuleikium, sem háðir verða um næstu heifei, er vert að geta leiks Vestmanna- eyinga og Vikinga, sem háður verður i Vestmannaeyjum á laugardag. Eins og kunnugt er, hefur Keflavik forustu i Meistarakeppni KSt, er með 3 stig. Vestmannaeyingar eru með 2 stig og Vikingar 1 stig. 1 sambandi við Litlu bikar- keppnina, má geta þess, að Kefl- vikingar hafa sigrað i þrjú siðustu skipti. Keppt er um verðlauna- gripi, sem þeir félagar Albert Guðmundsson og Axel Kristjáns- son (i Rafha) gafu. Staðan á Bretlands- eyjum t fyrrakvöld voru leiknir nokkr- ir leikir i ensku deildunum og urðu úrslit þessi: 1. deild: Coventry-Everton 4-1 Leicester-Arsenal 0-0 Nott.For.-Wolves 1-1 Southampton-Man.City 2-0 Stoke-West Ham 0-0 2. deild: Birmingham-Blackpool 3-1 Carlisle-Millwall 3-3 Norwich-Bristol C. 2-2 Preston-Sunderland 1-3 :i. deild: Barnsley-Brighton 0-1 BristonR.-Notts.C. 0-2 Staðan i deildunum fjórum og Skotlandi er nú þessi: l.deild: L U J T mörk St. Derby 37 21 9 7 61-31 51 Liverp. 37 21 8 8 57-28 50 Man.City 37 20 10 7 67-40 50 Leeds 36 20 9 7 63-27 49 Southampt 36 11 5 20 47-73 27 C.Palace 37 7 11 19 34-60 25 Huddf. 36 6 12 18 25-48 24 Nottm.F. 38 6 8 24 43-78 20 2. deild: Norwich 37 18 14 5 55-33 50 Millwall 37 16 17 4 56-42 49 Birmingh. 36 15 16 5 53-29 46 QPR 36 16 12 8 47-27 44 Sunderl. 36 15 14 7 57-51 44 Charlton 36 12 7 17 51-63 31 Fulham 37 12 6 19 42-63 30 Cardiff 35 8 12 15 48-59 28 Watford 36 4 8 24 22-63 16 3. deild: AstonV. 38 26 5 7 70-28 57 Brighton 38 22 8 8 67-39 52 Bournt. 38 19 13 6 64-33 51 NottsCounty 37 20 11 6 60-33 51 4. deild: Scunth. 38 21 10 7 50-2f 52 Grimsby 38 23 5 10 72-47 51 Southend 38 22 7 9 66-45 51 Brentf. 39 19 10 10 67-39 48 Lincoln 38 19 10 9 66-51 48 1. deild, Skotland: Celtic 28 24 3 1 80-20 51 Aberdeen 30 20 6 4 73-24 46 Rangers 28 19 1 8 59-27 39 Leikir þeir sem topplið 1. deildar eiga eftir að leika i deildakeppn- inni eru þessir: Derby gegn: Huddersfield og Liverpool heima, en WBA, Man.City og Sheff.Utd. að heiman. Liverpool gegn: Coventry og Ips- wich heima, en West Ham, Arse- nal og Derby að heiman. Man.City gegn: West Ham og Derby heima, en Man.Utd., Coventry og Ipswich að heiman. Leeds gegn: Huddersfield og Chelsea heima, en Stoke, WBA, Newcastle og Wolves að heiman. bað skal tekið fram að Leeds lék við Huddersfield i gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.