Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 6. april 1972. Þjóðleikhúsið: oklahóma Tónlist: Richard Rodgers Texti: Oscar Hammerstein Þýðing: óskar Ingimarsson Þýðendur söngtexta: Egill Bjarnason, Flosi ólafsson, Kristján Árnason Leikstjórn: Dania Krupska Dahsahöfundur: Dania Krupska Leiktjöld: Lárus Ingólfsson Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Fermingargjöf Þjóðleikhússins Fyrir fjölda áratuga þótti irska leikskáldinu John Millington Synge ástæða til aö harma, að skynsemi og munaður væru að- skilin i nútimaleikskáldskap: „A leiksviði verður aö vera raun- veruleiki svo og munaður og það er ástæðan til þess að leikrit, sem höfða til skynsemi, missa marks og fólk er orðið leitt á gervigleði söngleika, er þvi er látin i té i stað þess frjóa munaðar, sem aöeins er fólginn i þvl stórbrotna og tryllingslega i raunveruleikan- um". Synge var kannski helzti fljótur til að kveða upp dauðadóm yfir þessum tveimur óliku greinum leikmennta, vegna þess að eftir öllum sólarmerkjum að dæma lifa þær enn góöu lifi, og þá eink- um sú siðarnefnda, sem virðist ' eiga vinsældir visar meðal al- mennings, er litur á sjónleiki fyrst og fremst sem afþreyingu eða tilbreytingu frá argi veraldar og áhyggjum hversdags, en kann hins vegar ekki að meta raun- verulegt gildi þeirra né hafa af þeim dýpri fagurfræðilega nautn. Álmenningi er að vissu leyti nokkur vorkunn, þar sem alvöru- þungi, hátiðleiki og höfugur boð- skapur ætlar margan, og þá ekki sizt ef sá hinn sami er af banda- risku bergi brotinn, mætan leik- höfundinn lifandi að sliga. Það er ef til vill fulldjúpt tekið i árinni að segja, að þessir árans alvöru- menn hafi komið óorði á sigilda sjónleiki, en hitt er vist, að þeir hafa fælt alltof marga frá þeim og þar með unnið óbætanlegt tjón. Við nánari ihugun kemur nefni- lega i ljós, að frjór munaður eða nautn fylgir alltaf æðstu list og sannfegurstu. Allir næmir áhorf- endur þekkja þann innri fögnuð og djúpu hræringar, sem ósviknir harmleikir megna að vekja i brjóstum þeirra. Með aukinni tækniþróun og framförum eru söngleikir orðnir að háþróaðri og alþjóðlegri sér- grein. beir renna til okkar frá Vesturheimi á velsmurðu færi- bandi. Fæstir þeirra eru þó sigild- legir eða langlifislegir, enda eru sóngvar þeirra yfirleitt dægur- söngvar eða dægurflugur, sem fljúga á léttum vængjum um viða veröld skamma hrið og deyja sið- an. Erlendis Pykir það jafnan býsna djarft fyrirtæki og vafa- samt að vekja upp dauðar dægur- flugur, en á tslandi köllum við aftur á móti ekki dægurflugu ömmu okkar. Við kunnum okkur það vel. Dægurfluga er sko ekki dægurfluga, jafnvel þótt hún sé komin til ára sinna. Ha? Þvi hefur óspart verið haldið á loft af menningarlegum áróðurs- stjóra Þjóðleikhússins, þjóðleik- hússtjóra og leikstjóranum sjálf- um, að Óklahóma sé eiginlega ekki söngleikur, heldur fyrst og fremst gagnmerk söguleg heim- ild um það riki. Hér mun vera á ferðinni allnýstárlegt mat og frumleg söguskoðun eða kenning, sem verðskuldar ekki aðeins at- hygli óklahómskra sagnfræðinga, heldur allra alvarlega þenkjandi fræðimanna á sama sviði. Dania Krupska á elju, útsjóna- semi og listfengi á allháu stigi. Hún kann ótal ráð og brögð til að stjórna og fylkja fjölmennu liði leikenda og dansara á listilegan og fjölbreytilegan hátt. En þrátt fyrir ötulleika hennar og stjórn- lagni getur maður ekki hrundið frá sér þeirri þrásæknu hugsun, að hér sé unnið eftir fyrirfram gerðri áætlun og ákveðinni for- skrift eða með öðrum oröum, að hér sé óhikað og markvisst verið að feta i gömul dansspor, sem t sálarfjötrum. A frummálinu „The arrangement". Leikstjóri: Elia Kazan. Handrit er einnig eftir hann, byggt á sam- nefndri skáldsögu hans. Klipping: Stefan Arnsten. Tónlist: David Arnheim. Kvikmyndari: R. Surtees. Bandarisk, frá 1970. Sýningarstaður: Austurbæjarbió. íslenzkur texti. Eddie Anderson (Kirk Douglas) er rúmlega fertugur, hann hefur komizt vel áfram i Hfinu, er aug- lýsingastjóri, á indæla konu (Deborah Kerr), fallegt hús, en einn góðan veðurdag reynir hann sjálfsmorð, sem mistekst. Hvað hefur brugðizt i Hfi, sem virðist svona slétt og fellt á yfirborðinu? Er kannske hinn ameriski draumur aðeins martröö lyga og vansældar? Starf hans er fólgið i þvi að ljúga að fólki. Hann aug- lýsir slgarettur. Þó að allir viti að þær eru lifshættulegar, drepa á nokkrum áratugum, þá býr hann til sykursæta texta með kvik- mynd, þar sem ungt og hraust fólk reykir ZEPHYR, einu hreinu sigarettuna i heiminum. Hann fyrirlltur starf sitt og hefur engan áhuga á konu sinni. Eftir slysiö mælir hann ekki orð frá vörum I langan tima. Hann horfir á sjón- varp þar sem hundar rifa i sig antflópu, og þulurinn lýsir þvi, hvernig þeir ráöast á hana um leið og hún hægir örlitið á sér og rifa hana svo i sig meðan enn er lifsmark með henni. Þessar að- farir minna á hvernig eiginkona, með lögfræðing og sálfræðing sér til aðstoðar, plokkar af honum hverja einustu eign og lausafé og hefur i bakhöndinni að setja hann á geðveikrahæli. Hér er mikið um örstuttar tökur, sem eru rofnar af klippingum, sem sýna hugarástand Eddies og fortlöina, en til hennar verður hann að íeita til að finna, hvenær hann fór út af sporinu. Kazan notar hér það sem Bergman notaði 1957 I Smultronstállet (sýnd hér i Hafnarfjarðarbiói „Að leiðarlokum"), aö láta Eddie standa hjá og horfa á fjölskyld- una mörgum árum áöur til þess að öðlast skilning á sjálfum sér. t Hfi Eddies á hin þögla móðir hans mikinn þátt i þvi að gera hann veikgeðja, hún kemur sifellt i veg fyrir aö hann rlsi upp gegn föður sinum, sem er sjálfelskur og drottnunargjarn á heimilinu. Eddie getur ekki slitið sig frá konu sinni, pó að hann elski raun- verulega Gwen Hunt (Faye Dunaway). „Ég þarfnast ykkar beggja", segir hann, þegar hún innir hann eftir þvi, hvora þeirra hann muni kjósa. Gwen er enginn engill. Það finna allir henni til foráttu, en engum finnst neitt at- hugavert við það að Eddie fái sér kvenmann hér og þar, ef svo stendur á. Fyrir karlmanninn gilda aðrar siðareglur. Gwen er frlð, greind og sjálfstæð, en hún má sin ekki gegn kerfinu. Það er álitshnekkir að skilja, þess vegna vill Eddie ekki gera-ð, þó að Hfiö sé honum byrði. Faðirinn, Sam Arkness (Richard Boone), er orðinn veikur og ruglaður. Hann er griskur teppa- sali (einsogfaðir Kazans var), og metur alla hluti til fjár. Honum þykir vænna um Eddie en hinn soninn, af þvi að Eddie hefur komizt betur áfram i lifinu. Ytri velgengni og peningar, það eru ótviræð merki um vel heppnað lifsstarf. Þegar hann deyr, getur Eddie loks litið fram til bjartari tima. Megingalli myndarinnar er að velja Deborah Kerr I hlutverk Florens konu Eddie. Hún litur nákvæmlega út fyrir aö vera sex- tug, eins og hún I rauninni er, og hefur aldrei getað leikið. Kirk Douglas og Faye Dunaway leika bæði afar vel, John Randolph Jones leikur vonbiöil Gwen af innlifun, og Hume Cronyn lögfræðinginn mjög vel. Kvikrnyndunin (Robert Surtees) og klippingin(Stefan Arnsten) eru fyrsta flokks, en einhvern veginn er myndin ekki nógu eðli- leg. Þessi ofsasnöggu veðrabrigöi i skapi allra, öskur og hama- gangur, er ekki alveg nógu sam- færandi. Liklega er bók Kazans betri, og það er alltaf mjög erfitt að kvikmynda góðar bækur. Það kemur ekki alveg nógu skýrt fram, hvað knýr Eddie mest til að fórna lifi sinu fyrir peninga og svæfir samvizku hans, þegar hann býr til disæta auglýsinga- texta. Þetta er ein þessara mynda sem eru næstum stórmyndir. Það er samt vel þess virði að horfa á fyrst voru stigin fyrir áratugum á sviðsfjölum á Broadway. Það sem kúrekar og bændur eru vitanlega ekki fágaðir og fin- þjálfaðir raddmenn i raun og sanni, þykir það ganga listrænu óhæfuverki næst að hafa lærða og langskólagengna söngkrafta I hlutverkum þeirra. Um Dansar- ana, sem þátt taka i sýningunni, gegnir eins og gefur að skilja þveröfugu máli. Hver er svo fá- fróður að vita ekki, að enginn I viðri veröld stóðst kúrekum, bændum og hjúum þeirra i Ókla- hóma snuning i sannri danslist eða dansmennt um siðustu alda- mót! Enda þótt söngvararnir hafi glatað æskublóma sinum og ferskleika, er hinu ekki að neita, að það er fjör og fitonskraftur, léttleiki og fjaðurmagn i dönsur- unum flestum. Þótt ofmælt sé að Halldór Kristinsson vinni hér stórvirki, er leikur hans og söng- ur yfirleitt blessunarlega laus við hvumleiða hnökra og héralæti og taugaskjálfta viðvaninga. Þrátt fyrir hlýlegt viðmót ris Björg Arnadóttir ekki undir þeim vanda, sem á hana hefur verið lagður. Leikendur Þjóðleikhúss- ins, Kristbjórg Kjeld, Ævar R. Kvaran, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, Arni Tryggvason, Flosi Olafsson, Margrét Guð- mundsdóttir og Gisli Alfreðsson vinna verk sin án erfiðismuna, en — gera þau ekki kröfu til tilþrifa og stórátaka. Sigriður Þorvalds- dóttir bregður réttilega upp gróf- skoplegri mynd af Ado Annie Carnes. Ég er þó ekki frá þvi, að hún fari fullgeyst i sakirnar. Dansararnir flestir verðskulda á hinn bóginn lof og aðdáun, og þá einkum Ölafia Bjarnleifsdóttir. Það má með sanni segja, að það sé mikil tillitssemi af Þjóðleik- húsinu að sýna um háfermingar- timann söng- og dansaleik, sem er svo mjög við hæfi fermingar- barna og smekk. Auk þess hljóta margir að vera stofnuninni þakk- látir fyrir að hafa leyst gjafa- vandamál þeirra á svo ódýran og einfaídan hátt i öllu dýrtiðarflóð- inu. Halldór Þorsteinsson A myndinni sést Faye Dunaway i hlutverki Gwen Hunt i myndinni 1 sálarfjötrum, sem sýnd er I Austurbæjarbiói hana, þvi að margir sýna þarna frábæra vinnu. P.L. Magnús E. Baldvlnsson Llugavcgl 11 - Siml 21S04

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.