Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. april 1972. TÍMINN 3 F.v. Oddný Sólveig Jónsdóttir, Halldór Haraldsson, lnga Lára Braga- dóttir, Asa Baidursdóttir og Theodór Þórðarson. „Skammvinn sæla” sýnt í Borgarnesi Ungmennafélagið Skalla- grfmur í Borgarnesi er nú að hefja sýningar á leikritinu Lestrardeildir undir landspróf í Málaskóla Halldórs Vegna fjölda áskorana og óska nemenda og foreldra þeirra hefur Halldór Þorsteinsson ákveðið að halda eins og fjögur undanfarin ár námskeið i skóla sinum i þyngstu landsprófsgreinum, þ.e.a.s. islenzkri málfræöi, stafsetningu og setningafræði, eðlisfræði, stgérðfræði, bæði þeirrí eldri og nýju (þ.e. mengi) ensku og dönsku. Námskeiðin hefjast 17. april og lýkur 27. mai, eða með öðrum orðum daginn fyrir eðlisfræði- prófið. Fyrst hefst kennsla i stærðfræðij síðan tékur islenzkan við, og svo koll af kolli, unz siðasta námskeiðinu lýkur þann 27. mai. Kennslutilhögun öll er i eins fullkomnu samræmi við próf- töfluna og frekast er unnt. Eins og endranær verður f jöldi nemenda i hverjum flokki takmarkaður til þess að beztur árangur náist. Reyndir kennarar undirbúa nemendur undir þetta stórpróf, sem allt virðist á velta. Þessi námskeið munu eflaust mælast vel fyrir og leysa van- dræði margra. Vegna annrikis hjá landsprófskennurum mun erfitt að fá tilsögn hjá þeim i einkatimum. Skammvinn sæla, sem er skop- leikur i þrem þáttum eftir Sambate. Þýðandi er Anna Jóna Kristjánsdóttir og 1 eikstjóri Hilmir Jóhannesson. Leikendur eru niu. Ungmennafélagiö Skalla- grimur hefur á undanförnum árum haldið uppi leikstarfsemi i Borgarnesi, og hafa mörg leik- ritin hlotið góðar viðtökur, en þekktasta verkið er eflaust Sláturhúsið Hraðar hendur, '. eftir Hilmi Jóhannesson, sem sýnt var viða um land við góöar undirtektir. Frumsýning á leikritinu verður I Samkomuhúsinu Borgarnesi, laugardaginn 8. april kl. 21. Barnasýning verður sunnu- daginn 9. april kl. 3, og þriðja sýning um kvöldið klukkan niu. Miðapantanir verða i Samkomu- húsinu á laugardag kl. 2 - 5, simi 7287, og á sunnudag frá kl. hálf tvö. 9 kr. frímerkin uppseld SB—Reykjavik öll niu króna frimerki eru nú búin á pósthúsunum i Reykjavik og á þrotum úti um landið. Stafar þetta af hækkun póstburðargjald- anna úr 7 krónum i 9 krónur fyrir almenn bréf. Siðan i fyrradag hefur orðið að setja tvö frimerki á almenn bréf, ýmist 5 og 4 króna eða 6.50 og 2.50 enafþessum merkjum eru nægar birgðir. Eftir þrjár vikur, eða 2. mai, koma út ný Evrópufrimerki að verðgildi 9 krónur. Svanstónleikar í dag Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika i Háskólabíói i dag, kl. þrjú, undir stjórn Jóns Sigurðs- sonar trompetleikara, og kynnir á hljómleikiunium verður Jóhannes Arason útvarpsþulur. Lúörasveitin Svanur er skipuð um 50 hljóðfæraleikurum, sem Sveinn með bassatúbuna allt er áhugafólk um tónlist. Stór hópur af félögum hljómsveitar- innar er t.d. ungt fólk sem stundarnám við Tónlistarskólann i Reykjavik. Einnig er vert að geta eldri félaga, þess kjarn^sem myndazt hefur i gegnum árin og þá ekki sizt Sveins Sigurðssonar, sem leikið hefur á „Bassatúbu” með Svaninum nú i meir en 40 ár og má telja það algjört einsdæmi þegar um svo erfitt hljóðfæri er að ræða. Að þessu sinni verður efnisskrá hljómsveitarinnar öllu viðáttu- meiri en áður hefur verið, má þar t.d. nefna verk eins og Ballet- tónlistina úr „Faust” eftir Gonoud og hinn fræga „March Slave” Tschaikowskys. Einnig verður frumflutt einkar skemm- tileg syrpa með islenzkum þjóðlögum útsettum af Ellerti Karlssyni, nemanda i Blasarakennaradeild Tónlistar- skólans i Reykjavik. Annars verður tónlist við allra hæfi, svo sem venja er á hljómleikum hjá Lúðrasveitinni Svanur. 68 aldraðir fluttir í sam- býlishús við Norðurbrún SJ-Reykjavik i febrúarbyrjun var flutt i fyrsta sambýlishús, seni byggt er hér á iandi sérstaklega miðað við þarfir aldraðra. A fimmtudag var liúsið, sem er að Norðurbrún 1 i Reykjavik, formlega tekið i notk- un. i samsæti af þvi tilefni tóku tii máls m.a. Geir Hallgrimsson borgarstjóri, Páll Lindal for- maður Félagsmálaráðs Reyk- javikurborgar og Helgi Pálsson fuiltrúi ibúa hússins, sem eru 68 að tölu. Sumt af fólkinu var áður i lé- legu húsnæði og aðrir i leiguhús- næði, sem það gat misst hvenær sem var. Að Norðurbrún 1 eru 52 einstaklingsibúðir 30 ferm. og átta hjónaibúðir 42 ferm. öllu er mjög haganlega fyrir komið i húsinu, og ibúðirnar virðast mun stærri en þær eru i raun. Úthlutun ibúða var bundin þvi skilyrði, að viðkomandi væri 67 ára eða eldri. Meðalaldur ibúa er nú 73 ár. Húsið er tvær hæðir og þriðja hæðin aö norðanverðu að hluta KJ-Reykjavik A þriöjudaginn bað Slysavarnafélagið björgunarsveit Varnarliðsins um aðstoð vegna þýzks sjómanns, sem hafði slas- azt um borð i þýzka togaranum F.D. Thuringen, er var við veiðar undan Reykjanesi. Herkules flutningaflugvél fór, innan hálf- tima frá þvi hjálparbeiðnin barst, á Ioft til að staðsetja togarann ná- kvæmlega og leiðbeina vegna halla lóðar. Auk ibúðanna eru i húsinu setustofur fyrir alla ibúana, húsvarðaribúð og á jarð- hæð ýmiss konar þjónustuað- staða, t.d. fullkomið þvottahús og samkomusalur. 1 ráði er að i hús- inu verði ýmiss konar starfsemi i þágu aldraðra, jafnt þeirra, sem i húsinu búa, og annarra. Þá hefur ibúum hússins verið boðið að taka þátt i félagslifi að Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Guðmundur Kr. Guðmundsson 'arkitekt teiknaði húsiö, og hófust byggingarframkvæmdir haustið 1969. Byggingarkostnaður er orð- in 61 milljón króna, þar með tal- inn ýms kostnaður við innan- stokksmuni og tæki og kostnaður við lóð að hluta, en hún er skipu- lögð af Reyni Vilhjálmssyni garð- yrkjuarkitekt. Húsvörður að Norðurbrún 1 er Ásgeir Þorbjörnsson. Undanfarin ár hefur ýmiss konar starfsemi verið haldið uppi björgunarþyrlunni, sem send var af stað stundarfjórðungi siðar. Sjúkraliði var látinn siga úr þyrlunni niður á þilfar togarans i- 20 hnúta vindi og mikilli ölduhæð. Sjúkraliðinn skoðaði manninn, og kvað upp þann úrskurð, að hann hefði látizt þá nokkrum minútum áöur. Var togaranum þá stefnt til Reykjavikur, þangað sem hann kom snemma morguns á mið- vikudaginn. i borginni á vegum Félagsmála- ráðs Reykjavikurborgar. Auk þessa nýja húss höfðu áður verið byggðar 30 ibúðir fyrir aldraða að Austurbrún 6, og haf- inn er undirbúningur að byggingu 60 ibúða húss viö Stóragerði. A þessu ári verður lokið við bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir ald- raða við Grensásveg. Þar geta I framtiðinni verið 72 vistmenn og notið hjúkrunar og' en- durhæfingar. Stofnuð hefur veriö sérstök deild ínnan Félagsmálastofnunar Reykjavicurborgar, sem annast málefni aldraðra. Heimilishjálp fyrir aldraöá hefur verið mjög aukin og efld og starfa að henni nú, að jafnaði um 30 konur, ýmist i fullu starfi eða hluta úr degi. Skipulagt tómstundastarf hófst á vegum Reykjavikurborgar i april 1969. Hafa ýms kvenfélög lagt af mörkum geysimikið sjálf- boðaliðsstarf i sambandi við þessa starfsemi. Reykjavikurborg hefur tekið upp náið samstarf við kvenfélög safn- aða, Rauða Kross Islands og þá aðra aðila, sem vinna að mál- efnum aldraðra. Hefur Reykja- vikurborg, t.d. styrkt fótaað gerða- og hársnyrtingaþjónustu á vegum safnaðanna. Auk framangreindra atriða hefur verið unnið að ýmiss konar fyrirgreiðslu fyrir aldraða, t.d. er veittur afsláttur á ferðum með Strætisvögnum Reykjavikur ög náðst samkomulag við leikhús um afslátt á aðgöngumiðum fyrir aldraða. Enn var þyrla á ferðinni (TimamynuG.E ) Eidri hjón Ieinni af nýju íbúðunum I húsinu við Norðurbrún I Reykjavik. ■ ■■ ■■■■• '■■ IIIIIIIUIIIIIIII . I liS :i: i i: mm. Sjónvernd Margt er gott um heilzugæzlu okkar að segja. Hún hefur tekið miklum framförum eins og annað i þjóðfélaginu, og þýðingarmikið er hve freistað er að fylgjast náið með merkustu nýjungum er- lendis. Hefur þetta t.d. haft I för með sér greinaskiptingu innan heiisugæzlunnar, svo sem eins og Hjartavernd. En auðvitað verður ekki við öllu séð á skömmum tlma, og ein er sú grein heilsugæzlunnar, sem þarf skipulagningar við hið bráðasta, svo komið veröi i veg fyrir óþarfa vandkvæði á þvi sviði. Hér er átt við sjónverndina. Sannleikurinn er sá, að þótt við eigum á að skipa ágætum augnlæknum, eru ýmis atriði varðandi sjónvernd hér á landi næsta bágborin. Gláka er hér almennari en góöu hófi gegnir, en hægt er að koma i veg fyrir þann augnasjúkdóm, eða halda honum i skefjum, ef hann fær nógu skjóta læknismeðferð. Þá mun vanta hingaö tæki til að hægt sé aö koma upp góöri sjón- verndarstöö viö einhvert sjúkra- húsið. Siik deild er til við Landa- kotsspitaian, þar sem augnaupp- skurðir hafa veriö gerðir, en búa þarf þessa deild fleiri tækjum. Læknar munu vera sammála um það, að bezt sé að leggja áherziu á eina slika sjónverndarstöð viö eitt sjúkrahúsið i stað þess að dreifa kröftunum i fleiri stöðvar, sem þá yrðu misjafnlega búnar að tækjum, og lengur að komast i fyllst gagn. Varðandi giákuna er það að segja, að skipuleggja þarf þrýsti- prófanir á augum um allt iand, þannig að það verði á meöfæri hjúkrunarkvenna og héraöslækna að framkvæma slikar prófanir, til að koma i veg fyrir aö glákan komist á þaö stig að ekki verði úr bætt. Nú hefur Lions-hreyfingin á islandi I hyggju að hefja stór- fellda fjársöfnun I þvi skyni að koma betra lagi á þessi mái. Hefur verið haft samráð um þetta við ;augnlækna og þá sérfróða menn, sem geta ráöið heilt. Fjár- söfnun þessi er eölilegur þáttur I starfi Lions-klúbbanna. Þeir vinna að iiknarmálum i kyrrþei, og heyrist yfirleitt ekki i þeim nema þegar um fjársafnanir er að ræða. Ekki er að efa, að almenningur mun taka vel I það að hrinda með sameiginlegu átaki sjónverndarmálin i höfn, bæði aö þvi er snertir sjóngæzlu um allt iand, og sjónverndar- stöðina sjálfa, sem búin verður tækjum til að bæta þau mein, sem herja á augu manna. Svarthöföi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.