Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. april 1972. TÍMINN 5 Ný tegund listaverka trski listamaðurinn Les Levine frá Dublin hefur sent frá sér al- gjörlega nýja tegund listaverka. Hér er um að ræða 30 stykki af 18 karata tyggigúmmituggum. Við listsköpun þessa duttu fjórar gullfyllingar úr tönnum listamannsins, en hann lét sér fátt um finnast. trski listamað- urinn fékk sér tyggigúmiplötur og tuggði hverja fyrir sig i tvær minútur, að þvi er hann segir. Siðan skyrpti hann tuggunum út úr sér, og lét gullhúða þær. Um gullfyllingarnar fjórar segir Levine, að hann hafi ekki i hyggju að fá gullfyllingar aftur. Hann vilji skapa listaverk sin úr beztu fáanlegu hráefni, en ó- þarfi sé að fylla tennurnar með gulli. Þessi listaverk Levines, sem kosta 350 dollara stykkið, og eru nú á sýningu i New York með myndum af munni lista- mannsins, eru hin eina og sanna list, að Levines sögn. Hann hefur þó játað, að hver sem er gæti skapað svona listaverk, en þannig á fólki einmitt að verða innanbrjósts, þegar það sér listaverk. — Það á að trúa þvi, að það geti sjálft skapað lista- verkið. — Listin hefur fjarlægzt hinn almenna borgara um of. Fólk litur list svo alvarlegum augum, segir Levine enn- fremur, og það tel ég að sé and- stætt markmiði listarinnar. Listin er i sjálfu sér nægilega al- varlegs eðlis. Fyrsta leikfangasafnið Fyrsta leikfangasafn Evrópu nú verið opnað i Riehen við Baxel i Sviss. Nefnist safnið Schweizer Spielzeugmuseum. t safninu er ógrynni leikfanga og einnig meðal annars frá hinum ýmsu stöðum i Alpa- fjöllunum og einnig hvaðanæfa að úr heiminum. Meginkjarni safnsins er safn, sem arkitekt- inn Itans Peter His i Bazel hefur safnað að sér. Þarna má sjá barnaheimilistæki, brúðuhús- gögn, brúður, verzlanir, og örsmá dúkkuhús, og er ekki einungis ætlunin, að börn leiki sér að þessum hlutum heldur er þetta sönn mynd srf drauma- heimi, sem var raunveruleiki i allra augum, er þeir voru börn. Stjarnan sem heimsótti ísland Það vakti mikla athygli nýlega, að þota frá TWA varð að lenda á Keflavikurflugvelli þar sem grunur lék á að sprengja væri i vélinni. Það vakti ekki minnsta athygli, að með vélinni var kvikmyndaleikkonan Britt Ek- land og vinur hennar, sem fáir könnuðust við hér. Nú höfum við fengið mynd, sem tekin var, þegar parið kom alla leið til New York, en þar vakti koma þeirra einnig töluverða athygli þótt þeir i New York séu eflaust vanari að fá stjörnuheimsóknir en við hér. Vinurinn nýi heitir Lou Adler, og hann segir Britt, að nú hafi hún loksins fun- dið mann, sem hún geti verið reglulega ástfangin af. öll önnur ástarævintýri hennar hafi hreint og beint verið barnaleg, miðað við þetta, segir hún lika. Og hverjir hafa verið mót- leikarar hennar i þessum barnalegum ástarævintýrum? Jú, fyrstan skal frægan telja Peter Sellers, leikaran enska, siðan kom italski aðalsmaður- inn Bino Cigogna, en hann lézt af slysförum á siðasta ári. Að honum látnum snéri Britt Ekland sér að Patrick Lichfield, ljósmyndara, sem reyndar er ættingi Elisabetar Breta- drottningar. Með fyrsta manni sinum, Peter Sellers eignaðist Britt dóttur, Victoriu. Hún varð eftir i London, þegar móðirin brá sér til Bandarikjanna með nýjasta vininum. Mörgum þykir furðu sæta, hversu likur Lou Adler er Peter Sellers. Segja sumir, að hann sé nákvæmlega eins og PeterSellers myndi vera i hlutverki nokkuð gamals hippa. Hann þolir ekki sól Mark litli Diment frá West Norwood i Englandi þolir ekki sól. Útfjólubláu geislarnir i sólarljósinu hafa slæm áhrif á húð hans. Hún þýtur upp, og hann fær bólguhellur um allan likamann, þar sem sólarljósið nær til. Gluggarúðurnar i húsinu heima hjá honum éru þannig gerðar, að þær hleypa ekki útfjólubláu geislunum i gegn um sig. Til skamms tima gat Mark litli aldrei farið út, nema veörið væri dimmt og drungalegt, og öruggt að sólin brytist ekki fram úr skýjunum, En allt i einu varð breyting á lifi Marks. Hann fékk þennan geim- farabúning, og nú getur hann leikið sér úti með öðrum bör- num, hvenær svo sem hann hefur löngun til, og þótt hann finni ekki til hlýjunnar frá sólargeislunum er þetta mikil framför. 12,8 km jarðgöng Undirritað hefur verið sam- komulag um, að gerð verði 12.8 km löng jarðgöng undir Alpa- l'jöllin. Jarðgöng þessi eiga að tengja saman bæina Lyon i Frakklandi og Torino á ttaliu. Ráðgert er, að Ijúka gerð jarð- ganganna á fimm árum. Búizt er við, að ekki færri en 125.000 bilar muni fara um þessi göng fyrsta árið, sem þau verða i notkun. Orgelið og organistinn Organisti einn i Osló sagðist hafa verið i miðjum sálminum ,,Hærra minn guð tiLþin" þegar allt i einu heyrist rödd frá orgelinu, sem sagði: „Tilbúnir til flugtaks.” Organistinn sagð- ist hafa komizt að þvi siðar, að hlutar orgelsins, sem eru elektróniskir, virka sem mót- tökutæki fyrir útsendingar frá flugturni, sem er i um 20 kiló- metra fjarlægð frá kirkjunni. —Má maður hvila sig andartak? Faðirinn var að segja niu ára syni sinum frá gömlu góðu dögunum, þegar hann var drengur. Sonurinn átti erfitt með að skilja, að nokkuð hefði verið gaman að lifa á þessum timum, þegar hvorki var til ferðaútvarp, rjómais, geimför, eða litasjón- varp. —Veiztu hvað, pabbi, sagði hann loks hugsandi. —Þegar ég hugsa um þig i gamla daga, hugsa ég alltaf I svart/hvitu. Gáfaður maður verður aldrei vinsæll. Ef þú ætlar að verða vin- sæll, skaltu þykjast heimskari en iú ert. Hamingjan er einhvers staðar mitt á milli of mikils og of litils. Maður getur fengið fólk til að trúa öllu, ef maður hvislar þvi. Nýútskrifaður lögfræðingur hafði fengið sitt fyrsta mál til með- ferðar. Hann átti nú að fara að halda varnarræðuna fyrir skjól- stæðing sinn og hóf hana á þessum orðum: — Skjólstæðingur minn hefur beðið mig að verja mál sitt og legg ég þess vegna til, að hann verði sendur i geðrannsókn. Manninum yðar þykir gott sterkt kaffi, sagði læknirinn. —En þér verðið að hætta að gefa honum það. Hann verður allt of æstur af þvi. —Já, en læknir. Þér ættuð bara að vita, hvað hann verður æstur, þegar ég gef honum þunnt kaffi. DENNI DÆMAlAUSI Hann er hjá Wilson-hjónunum, i baði. Drottinn minn dýri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.