Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 15
Miövikudagur 12. april 1972. TÍMINN 15 Þorlákshöfn Frh. af 8. siöu. verkefni, þar sem fiskibátar fara sifellt stækkandi og hafnirnar hér fyrir austan geta ekki tekið stærri báta inn.' — Hvað viltu segja um útgerð þeirra Selfyssinga? — Otgerð Selfyssinga, hentar þeim kannski i bili til að koma fyrir vinnukrafti, og ég tel að hún hafi aðeins verið sett á laggirnar til að bæta úr atvinnu ástandinu á sinum tima. — Þessi útgerð og fiskverkun þeirra er eins og við hér i Þorlákshöfn legðum fyrir okkur úrvinnslu landbúnaðar- afurða hér á staðnum. Hafa eignazt 2 nýja báta á árinu. Meitillinn er langstærsta fyrir- tækið i Þorlákshöfn, og á launa- skrá fyrirtækisins eru allt upp i 300 manns. Fyrirtækið var stofnað 1949, en þá var engin byggð og enginn bátur i Þorlákshöfn. Forgangsmaður að stofnun Meitilsins var Egill Thorarensen Var fyrirtækið upphaflega almenningshlutafélag, en stærstu hluthafar voru sýslufélagið, Kaupfélag Arnesinga og Kaup- félag Rangæinga og nokkrir ein- staklingar. Siðan hefur þetta breytzt og aðalhluthafar eru nú S.l.S.,01iufél agið h.f .,KA og Sam- vinnutryggingar. Við ræddum stutta stund við Rikharð Jónsson framkvæmda- stjóra Meitilsins. Sagði hann, að vertiðin hefði verið rýr, orsökin fyrir þvi, væri lélegar gæftir og litil fiskigengd. Nú hefur verið landað 3000 lestum i Þorlákshöfn, en það er aðeins meira en á sama tima i fyrra, og megnið af fiskinum er ufsi. Þá var tekið á móti 10 þús. tonnum af loðnu i vetur og er það mesta magn, sem tekið hefur verið á móti i Þor- lákshöfn af loðnu. Bræðslan gekk mjög vel. — Hvað leggja margir bátar upp hjá Meitlinum? — 8 bátar leggja upp hjá okkur i vetur, þar af eigum við 5 þeirra. Tveir bátanna okkar eru alveg nýjir. Þeir heita Brynjúlfur og Þorlákur, báðir 105 tonn, byggðir Á Akureyri og i Stálvik. — Hvað framleidduð þið marga kassa af freðfiski á siðasta ári? — Það voru framleiddir 54.500 kassar af freðfiski, og fór fiskurinn svo til allur á Ban- darikjamarkað. Þá var humar- vertiðin svipuð og undanfarin ár, en humarinn skapar mikla vinnu. T.d. er humarvinnslan mjög heppileg fyrir unglinga. — Hvað starfar margt aðkomu- fólk hjá ykkur yfir vertíðina? — Aðkomufólkið er i kringum 150 manns. Mest af þessu fólki kemur úr sýslum hér á Suður- landinu. Nú berst talið að afkomu frysti- húsanna og Rikharð segir, að af- koman hjá þeim hafi verið þokka- leg siðan 1960, en höfuð vanda- málið sé, hvað hráefnið berist ójafnt að. 75-80% af aflanum koma á vetrarvertið, og Rikharð segir, að það sé ákaflega erfitt að reka stórfyrirtæki með svona ójafnri vinnslu. Til að jafna hrá- efnisöflunina hefur Meitillinn samið um smiði á skuttogara, 500 tonn, á Spáni og á hann að af- hendast i nóvember 1973. Að lokum sagði Ríkharð, að það væri einkum þrjú mál, sem hann teldi, að væru mest aðkallandi i Þorlákshöfn á næstunni. Það er stækkun hafnarinnar, bætt vega- samband, og að atvinnurekendur á staðnum hefðu áhyggjur af þvi, hvað fólki fjölgaði hægt. Fjölgunin er alltof litil miðað við þarfir atvinnuveganna, sagði Rikharð. 30 þús. tonn flutt á Faxaflóasvæðið á tveim árum. Gunnar Markússon, skólastjóri er formaður Landshafnarinnar. Sagði hann okkur, að fyrstu hafnarframkvæmdirnar i Þor- lákshöfn hefðu hafizt árið 1929, með þvi að steypt var út i Norður- vörina. Löngu seinna var siðan steypt út frá þeim stað, sem Sildarverksmiðjan er nú. Lands- höfnina var byrjað að byggja i mai 1962. Verkið er svo tilbúið núna, og höfnin er samt of litil. Gunnar sagði, að árið 1960 hefði tonnafjöldi Þorlákshafnarbáta verið 400 tonn, en árið 1971 var tonna fjöldinn orðinn 1900 tonn. Núna væru heimabátarnir orðnir 20, en pláss væri fyrir 15 báta i höfninni með góðu móti. 1 vetur hefur það oft komið fyrir, að bátar i höfninni hafa verið 40, og við það hefur skapazt stórhættulegt ástand. Mjóg miklu af afla báta frá Faxaflóasvæðinu hefur verið landað i Þorlákshöfn og verið siðan ekið á bilum til heimahafnar. T.d. voru flutt 30 þús. af fiski á árunum 69-71 frá Þorlákshöfn til Faxa flóa- svæðisins, en á sama tima var ekki landað nema 50þús. tonnum i Hafnarfirði og Reykjavik. Gunnar sagði, að lifsspursmál væri að stækka höfnina og væri undirbúningur að þvi i gangi. Nú er að ljúka öllum tilrauna- borðunum, sem þarf að gera til að stækka höfnina. Á næstu mánuðum verður svo ákveðið hvað gert verður, en verkið mun kosta hundruð milljóna. Gunnar, sem er skólastjóri á staðnum, sagði okkur að vafa- laust væri skólinn þeirra i Þor- lákshöfn bezt nýtta skólahús- næðið á landinu. Fyrir utan það að vera skólahús, er skólinn notaður fyrir allt samkomuhald i Þorlákshöfn. Þá hefur læknirinn þar aðsetur sitt, er hann kemur i vitjanir og presturinn messar þar, og meðaltali messar hann yfir yngstu messugestum á landinu, þar sem meðalaldur ibúa Þorlákshafnar er ekki nema 23 ár. Fóðurblöndunarstöðin hverfur Svavar Sigurðsson, er verk- stjóri i fóðurblöndunarstöðinni. Hann sagði okkur, að nú störfuðu þar alls 7 manns og vinnutiminn væri um 10 timar á dag. Þegar mest hefur verið að gera hafa unnið 11 manns i blöndunar- stöðinni og svo var um langt árabil. Er þar rétt, að það eigi að leggja niður fóðurblöndunar- stöðina Svavar? Jú,það mun rétt vera og tækin sennilega flutt til Reykjavikur, og ég verð vist að viðurkenna, að ibúarnir hér eru ekki of hrifnir af þessari ráðstöfun, þar sem fyrir- tækið hefur oft veitt mikla vinnu. Bæði eru menn hér i fastri at- vinnu og svo er mikil vinna við lestun og losun skipa. Hvað hefur stöðin starfað lengi? — Síðan 1954, og á þessum árum hefur margt breytzt. Aður var allt sett i sekki, en núna er mest sett á tankbila og flutt út um sveitir- mar. Ekki veit ég, hvað gert verður við húsnæðið, en þetta er vandaðhiisum 1500 m2að stærð. ÞO Hveragerði Framhald af bls. 9. smiða fataskápa, inni— og úti- hurðir i siðasta áfangann. Guðmundur sagði, að verkefnin væru alltaf meiri en nóg, og yfir- leitt væri lofað 6 mánuði fram i timann. 25 manns vinnanú hjá Ttésmiðjunni, og eru það mest lærðir smiðir, annars er alltaf mikill hörgull á smiðum. Þá sagði Guðmundur, að rekstrarf járskortur væri eilift vandamál, en sem betur færi, hefði þetta blessazt betur hjá þeim en mörgum öðrum. 4.5 hektsrar undir gleri i Hveragerði. 4.5 hektarar u.ndir gleri í Hveragerði. Axel Magnússon er garðyrkju- ráðunautur i Hverágerði, fyrir garðyrkjubændur. Hann segir, að þeir séu tveir, sem stundi þetta starf, hann og Óli Valur Hansson. Axel, segir, að hann ferðist reglu- lega á milli bændanna, og að aðalstarfið sé fólgið i mats- gerðum ogleiðbeiningastarfsemi. Þá tilheyrir það starfinu, að fá leiðréttingu á gölluðum plöntum erlendis frá og að fylgjast með flokkun á vörum i Sölufélagi Garðyrkjumanna. Og ef eitthvað skyldi vera athugavert við vöruna, þá að finna út, hvað lægi til grundvallar þvi, að varan var ekki sem skyldi. — Hafa kröfur til gróðurhúsanna eitthvað breytzt? — Það má kannski segja, að á vissan hátt hafi þær breytzt, þvi að lánastofnanir krefjast þess nú, að þeir, sem sækja um lán úr gróðurhúsasjóði, láti teikningar fylgja með. Þannig er þetta að verða visir að staðli. — Hefur gróðurhúsum fjölgað? — Aukningin er alltaf veruleg. A árinu 1971 voru reistir meira en 5000 fermetrar af nýjum gróður- húsum og búizt var við, að aukningin verði svipuð á þessu ári. Um leið verður að taka það með i reikninginn að alltaf hverfur eitthvað af gömlum húsum. Núna eru alls 12 ha. lands undir gleri, og þar af eru 4.5 ha. i Hveragerði. Framleiðendurnir i Hveragerði eru um 30 talsins, og stunda þeir mest blómarækt. — Telur þú húsin vera nægilega stór til að geta skilað góðum arði. — Að minu áliti eru mörg húsin i minna lagi, en þetta þokast þó i rétta átt. — Nú er mikið rætt um markaðs- bandalög. Telur þú að þau geti verið hættuleg íslenzkri ylrækt? — Mitt persónulega álit gagnvart markaðsbandalögunum og öðru sliku, er að ekkert sé að óttast. Við höfum hlutfallslega ódýran hita. Reyndar stöndum við útlendingum tæknilega að baki, og þær orsakir eiga rót sina að rekja til hárra tolla á öllum út- búnaði, sem þarf i gróðurhús. Samt sem áður hefur tækni- þróunin verið veruleg siðustu árin. Ef við Isl. förum að flytja út blóm, þá tel ég að um verk- smiðjurekstur verði að ræða, og þá með ákveðið markmið i huga. Það er vafalaust langt i að ts- lendingar fari út í mikinn út- flutning á blómum, en sér- hæfingin eykst sifellt i islenzkri garðyrkju, og hún er forsendan fyrir þvi, að framleiðslan standi undir sér. Enda gerir sérhæfingin allan rekstur auðveldari. Að lokum vil ég segja það, að ég er bjartsýnn á framtið islenzkra gróðurhúsa, enda möguleikarnir miklir. ónægðir með gróður- húsalögin. Þórður Snæbjörnsson hefur verið garðyrkjubóndi i Hvera- gerði s.l. 14 ár, og hann hittum við siðastan að máli i Hveragerði. Fyrst spurðum við Þórð um lánakjör til byggingar gróður- húsa. Hann sagði, að þau hefðu batnað, t.d. væri farið að taka tækniútbúnað gróðurhúsanna til greina, er þau væru tekin til mats. — En.sagði Þórður, — það furðulega við lánalögin er það, að ekki er lánað út i ibúðarhús gróðurbænda á skipulögðum svæðum, en stofnlánasjóður land- búnaðarins lánar út á skipulögð svæði. Allir gróðurhúsabændur sem búa á óskipulögðum svæðum eins og t.d. i Biskupstungum og i Hreppum, fá fullkomin lán út á ibúðarhils úr gróðurhúsasjóði, en við hér i Hveragerði ekki einn einasta eyri. — Hvað eru margir fermetrar undir gleri hjá þér, Þórður? — Ég er með 870 fermetra undir gleri, og i húsunum rækta ég ein- vörðungu blóm, og þá mest nellikkur og chrysanthemum. Stofnkostnaðurinn við byggingu gróðurhúsa er kominn upp i 3 þús kr. á fermetrann, en að auki bætast hér við geymslur og i- búðarhúsnæði, og svo allur tækni- útbúnaður sem fer eftir þvi, hvað menn eru með i ræktun. —Hvaðan fáið þið blómafræið? — Þangað til fyrir nokkrum árum fengum við allt blómafræ erlendis'frá en núna er gróðra- stöðin Lyngás i Biskupstungum byrjuð að framleiða Chrysan- themugræðlinga. Garðyrkju- menn hafa i auknum mæli notað sér þessa þjónustu. — Er offramleiðsla i blóma- ræktinni? — Það má segja, að offram- leiðsla sé mikinn hluta ársins, og þvi miður er það svo, að allir geta pantað blóm erlendis frá, og er það miður. Við garðyrkjumenn erum ekkert á móti þvi að flytja inn blóm, en við viljum hafa eitt- hvert eftirlit með inn- flutningunum, eins og t.d. Norð- menn gera. — Berast ekki annað slagið skordýr með fræjum og blómum? — Það kemur fyrir, t.d. kom nýtt skordýr i fyrrasumar, sem olli talsverðum vandræðum. Samt er ekki hægt að sgja, að mikið sé um þessi kvikindi. — Hefur salan á blómum aukizt mikið hin siðari ár? — Salan hefur aukizt nokkuð. Með bættum samgöngum og aukinni viðleitni hefur blómasala úti á land aukizt mikið. Þá hefur blómanotkunin þróazt, og það er áberandi, hvað ungt fólk notar mikið blóm, en það hefur líka verið alið upp við vaxandi blóma- notkun á tslandi. Tilkynning frá Hjúkmnarskóla Islands Umsóknareyðublöð skólans verða afhent dagana 14-29. april frá kl. 9-18 á virkum dögum. Undirbúningsmenntun skal helzt vera 2 vetur i framhaldsdeild gagnfræða- skóla, hliðstæð menntun eða meiri. Skólastjóri AÐALFUNDUR Stýrimannaskóla Islands verður haldinn að hótel Esju i kvöld mið- vikudaginn 12. april kl. 20,30. Fundarefni: 1. Aftalfundarstörf. 2. Nýgerftir kjarasamningar. »'. Önnur mál. Stjórnin. 1x2-1x2 (14 leikvika — leikir 8. april 1972.) Úrslitaröðin: 112-111-222-xxx 1. vinningur: 11 réttir — kr. 29.500.00 nr. 10061 26992 - 42470 - 79335 - 13828 - 13220 28555 + - 49567 + - 82468 - 31266 - 13828 31266 - 79334 82774 + 2. vinningur: : 10 réttir — kr. 1.800.00 nr. 2730 24904 - 42846+ - 57846 - 76355 + - 4107 26115 - 43762 + - 58147 - 76359 + - 5006 27244 - 44923 - 59191 + - 76362 + - 5381 + 27927 - 45346 - 60964 + - 76373 + - 7120 28649 - 45378 - 62721 - 77288+ - 7301 28687 - 46004 - 63228 - 81499 - 10456 29053 - 46012 - 65641 - 82505 + - 12787 30085 - 46574 - 66398+ - 83510 - 13251 + 31310 - 47622 - 69329 - 83900 - 13493 32598 - 49006 - 69835 - 84271 - 14286 33413 - 49947 - 72136 - 84534 - 14910 34147 - 49984 - 73351 - 85432 • 14917 35757 + - 54643 - 75207 - 88566 ¦ 16231 37168 + - 55810 - 75307 - 17726 + 38422 - 56785 - 75547 + - 18733 39165 - 56881 + - 75745 - 24130 40424 - 57049 - 75849 + nafnlaus Kærufrestur er til 1. mai. Vinningsupphæðir geta lækk- að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 14. leikviku verða póstlagðir eftir 2". mai. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVIK Vélritunar- og hraðritunarskólinn Notið fristundirnar: Vélritun — hlindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Orvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og innritun i síma 21768. HILDIGUNNUR EGGERTSDOTTIR - Stórholti 27 - Simi 21768 Gullverðlaunahafi — The Business Educators'Association of Canada.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.