Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1S. apríl 1!)7 TÍMINN Þeir eiga sæti í Náttúruverndarráði Eftirtaldir menn voru kjörnir af Náttúruverndarþingi i Nátt- úruverndarráð: i aðalstjórn: Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. Hjörleifur Guttormsson liffræðingur Hjörtur E. Þórarinsson bóndi. Páll Lindal borgarlögmaður Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur Dr. Vilhjálmur Lúðviksson efnaverkfræðingur i varastjórn: Dr. Arnþór Garðarsson dýrafræðingur Bergþór Jóhannsson grasafræðingur Dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri Hákon Guðmundsson yfirborgardómari Dr. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur Snæbjörn Jónasson verkfræðingur. Menntamálaráðherra skipaði Eystein Jónsson alþingismann formann ráðsins og Eyþór Einarsson grasafræðing varafor- mann. Eysteinn Jónsson flytur ávarp á þinginu, en fremst t.v. er Arni Reynisson framkvæmdastjóri þings ir Kjaran fyrrv. formaður ráðsins og'Hákon Guðmundsson yfirborgardómari (Tímamyndir G.E.) ins, Birg- Verðum að vera reiðubúin að gera þær ráðstafanir sem þarf til að vernda umhverfið - sagði Eysteinn Jónsson, nýskipaður formaður Náttúruverndarráðs, við lok fyrsta Náttúruverndarþingsins KJ—Reykjavík Fyrsta Náttúruverndaringinu lauk siðari hluta laugardags, með kjöri nýs Náttúruverndarráðs til þriggja ára, og ávarpi Eysteins Jónssonar nýskipaðs formanns ráðsins. 1 ávarpi sinu þakkaði.Eysteinn Jónsson fyrst fyrrverandi Náttúrverndarráði fyrir störf þess, og þá. sérstaklega fyrr- verandi formanni, Birgi Kjaran, fyrir brautryðjendastarf hans á sviði náttúruverndarmála. Þá sagði Eysteinn, að nauðsynlegt væri að byggja starf Nátturu- vernda ráðs á breiðum félags- legum grunni, og sameina kraftana — tengja saman áhuga- fólkið, sem mikið veltur á — og einnig náttúruverndarfólk og framkvæmdamenn. Eysteinn sagði, að eitt merkasta nýmælið i hinum nýju náttúruverndar- lögum væri Náttúruverndar- þingið. Fyrsta þingið væri nú af- staðið, og hefði það tekizt vel. Hann sagði, að yfirlýsing menntamálaráðherra i upphafi þingsins um stuðning i starfi væri mikilsverð, þar sem mikið væri undir skilningi hans komið á þessum málum. Þá mættu menn ekki varpa áhyggjum sinum af náttúrverndarmálum á Náttúru- verndarráð — allir þyrftu að vinna saman að þessum málum, og gera þar úttekt á náttúru- verndarmálum heima i héruðum, þaðan sem frumkvæðið þyrfti að koma i þessum málum. Þá sagði Eysteinn orðrétt: ,,Með nýju náttúruverndar- lögunum eru útivistarmálin og náttúruverndin sjálf fléttuð saman. Það verður að vega þungt i þessum málum, að æ betur kemur i ljós, að hreinlegt,óspillt og aðlaðandi umhverfi, sem al- menningur hefur greiðan aðgang að, eru landkostir eins og búsæld, góð fiskimið, fallvötn og önnur náttúrugæði. Hreint loft,ómengað vatn og sérkennilegt og fagurt landslag mun framvegis verða meðal sterkustu þátta i þjóðar auðnum, i beztu merkingu þess orðs, ef við berum gæfu til þess að fara skynsamlega að og taka góð ráð i tima. Það verða sifellt eftirsóttari lifsgæði að eiga heima i ómenguðu, eðlilegu umhverfi, og hafa góðan aðgang að útivist i óspilltu.fjölbreytilegu landslagi. Eftir þvi sem ýmis vandkvæði þéttbýlisins segja meira til sin, eftir þvi verður það þýðingar- meiri þáttur i viðhorfum manna, i hvaða umhverfi þeir eiga kost i að eiga heima. Lifskjör mótast ekki aðeins af fæði, klæðum og húsnæði, heldur ekki þótt bætt sé við, sem algengast er að kalla menningarmál, svo sem listum, ástundun bókmennta og öðru þvi- umliku, heldur einnig af þvi, hvort menn eiga kost á þvi aö lifa i eðlilegu og viðkunnanlegu um- hverfi. Séum við sammála um, að það sé raunverulega mikils virði að lifa i ómenguðu, viðkunnanlegu umhverfi, þá verðum við að vera reiðubúin að láta gera þær ráð- stafnir, sem til þess þarf, að svo megi verða, og ícosta þvi til, sem nauðsyn krefur. En sé hik á okkur að viður- kenna þessi grundvallaratriði, þá mætti reyna að mála þetta sterkari litum og spyrja: Hvers virði eru langar og breiðar stofur, mikilfengleg húsgögn og dýrir bilar, ef loftið er mengað, um- hverfið löðrandi i óþverra, gróðurlaust og dautt, og vatn og sjór blandað eitri og óhreinindum? Þegar svo er komið, yrði fánýtt að vaða i pen- ingum. Þetta verða menn að horfast i augu við öfga- og æðrulaust. Menn verða að gera sér grein fyrir þessum nýstárlegu við- horfum og takast á við hin nýju viðfangsefni skynsamlega og með festu. Atök verða einhver, þvi sumir vilja ekki kosta þvi til, sem með þarf, né taka það tillit til þessara sjónarmiða, sem nauð- synlegt er. En allt getur þó þetta farið vel, ef þessi mál eru skoðuð nógu vel niður i rótina og almenningur lætur sig þau nógu miklu varða. — Á þvi veltur raunar allt, þegar til lengdar lætur." S3 Lofurn þeim að lifa Aðalmenn i Náttúruverndarráði. Fremri röð f.v. Sigurður Þórarinsson, Eysteinn Jónsson, Finnur Guð- mundsson. Aftari röð f.v. Páll Lindal, Eyþór Einarsson, Hjörleifur Guttormsson og Vilhjálmur Lúðviksson. A myndina vantar Hjört E. Þórarinsson. Þessi svæði verði friðlýst A Náttúruverndarþinginu voru samþykktar tillögur um friðlýsingu 9 svæða, og fól þingið Náttúruverndarráði að vinna að friðlýsingu þeirra. Þessi svæði eru: 1. Hornstrandir og Jökulfirð- ir. Unnið verði að friðlýsingu svæðisins norðvestan Skor- arheiðar i Norður-lsaíjarö- arsýslu skv. 24. gr. laga um náttúruvernd. 2. Papey. Unnið verði að þvi við stjórnvóld.að rikið kaupi Papey i Suður-Múlasýslu, ásamt úteyjum og verði eyj- an friðlýst skv. ákvörðun Náttúruverndarráðs og þjóð- minjavarðar. Bendir þingið á fjölbreytta náttúru eyjar- innar, ekki sizt er varðar fuglalif, svo og þær þjóð- minjar, er þar hafa fundizt. 3. Teigarhorn. Nauðsynlegt er, að jarðmyndanir á Teig- arhorni i Berufirði verði frið- lýstar, sem náttúruvætti, og verði jörðin rikiseign ef samningar takast þar um. 4. Snæfellsnes: Búðahraun og svæðið vestan Jökuls frá Stapa að Gufuskálum. 5 Vatnsfjörður i Vestur- Barðastrandarsýslu, enda er land þetta þegar i rikiseign. 6. Jökulsárgljúfur i Þingeyj- arsýslu. Undirbúningur þessa máls er þegar vel á veg kominn hjá Náttúru- verndarráði, en nauðsyn ber til að koma málinu i höfn hið fyrsta. 7. Mývatns- og Laxársvæðið. Unnið verði markvisst að verndun þessa svæðis, eftir þvi sem náttúruverndarfélög frekast leyfa og samkomu- lag tekst um. 8. Þjórsárver við Hofsjökul. Náttúruverndarþing styður eindregið tillögu Náttúru- verndarráðs um friðlýsingu Þjórsárvera og skorar á menntamálaráðuneytið að staðfesta hana hið fyrsta. 9. Fólkvangur á Reykjanes- skaga. Þingið styður ein- dregið fyrirhugaða stofnun fólkvangs á Reykjanesskaga og hvetur hlutaðeigandi sveitarfélög til að sameinast um framgang málssins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.