Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 18. aprfl 1!)7 Urslita- leikir íslands- mótsins í handknatt leik háðir í þessari viku Úrslit Islandsmótsins i handknattleik fara fram sem hér segir: Kimmtudagur 20; apríl kl. 20.00. I.augardalsholl. 3 fl. kvenna Valur-F.H. 4. fl karla Þróttur-Umf.N. 3 fl. karla Vikingur-F.H. 1 fl. karla Vikingur-Haukar Köstudagur 21. apríl kl. 20.15. iþrótlahús Ilafnarfjarðar. 2 fl. kvenna Armann-F.H. 2 fl. karla Vikingur-F.H. I.augardagur 22. april kl. 15.00. iþróllahús Ilafnarfjarðar. 3 fl. kvenna P\H.-Völsungar 2 fl. kvenna F.H.-Völsungar 4 fl. karla Umf.N.-Þór 3 fl. karla F.H.-K.A. 2 fl. karla F.H.-I.B.A. Sunnudagur 23. aprfl kl. 14.00. I.augardalsliöll. 3 fl. kvenna Valur-Völsungar 2 fl. Kvenna Armann-Völs. 4 fl. karla Þróttur-Þór 3 fl. Karla Vikingur-K.A. 2 II. karla Vikingur-Í.B.A. MótanefndH.S.t. HLIÐAR- POKAR i '¦¦•¦¦¦¦¦¦¦'''"' ¦<», ! **$M Hi 3|^3fi AA. UNITED LIVERPOOL LEEDS ARSENAL Póstsendum SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR klapparstig tl — simi 117X3 Itcvkjav ik Ungur skíða- meistari Hann heitir Finnbogi Baldvinsson, þessi ungi og efnilegi skiðamaður, sem sést á myndinni. Hann er 10 ára gamall og sigraði i sinum aldursflokki á skiðamóti, sem haldið var i Skálafelli núna um helgina. Skiðaáhugi er geysimikill um þessar mundir sunnanlands, ekki sizt eftir að dýrð Bláfjallanna var uppgötvuð og fólki var gert kleift að komast þangað. Neita að út- vega dómara Eins og fram kemur i frétt annars staðar á iþróttasiöu, mætti enginn dómari á leik landsliðsins og KR, sem háður var um helgina. Hyggst Dómara- sambandið ekki útvega dómara á leiki, sem landsliðið leikur, en ástæðuna má rekja til atviksins, sem átti sér stað i leik landsliðs- ins og Fram i siðustu viku, þar sem leiknum var haldið áfram, enda þótt dómarinn hefði slitið honum. Og það, sem dómarar lita alvarlegum augum, er sú stað- reynd, að leiknum var haldið áfram með leikmanni, sem visað var af leikvelli. —alf. Drengja- hlaup Drengjahlaup Armanns fer íram lyrsta sunnudag á sumri. Hefst hlaupið i Hljómskálagarð- inum, og verður hlaupið út í Vatnsmýrina, en hlaupið endar við Hljómskálann. Kcppt verður i þriggja og fimm manna sveitum; og verða verð- launapeningar veittir fyrir þrjá fyrstu. Þátttaka tilkynnist til Jóhanns Jóhannessonar fyrir n.k. fimmtu- dag i sima 19171. ¦ ¦-_?--_--»-»--- þangað. Arnesingar komu á óvart __* ¦____' _* ¦__ ii_i____ því - og HSK er því ekki lengur í fallhættu A sunnudagimi fór'u fram tveir leikir i fyrstu dcildinni i körfu- knattleik. Úrslitin i fyrri leiknum komu nokkuð á óvart, en honum lauk með sigri HSK 82-66, eftir stöðuna 40-31 i hálfleik fyrir Val. Er HSK þar með komið úr fallhættunni. Fyrri hálfleikinn sýndu Vals- menn mikla yfirburði, en þegar nokkrar min. voru liðnar af seinni hálfleik,fóru HSK- menn að siga á, og þegar staðan var 46-36 fékk Þórir sina i'jórðu villu og var tekinn út af. Valsmenn voru slakir undir körfunni án Þóris og eftir nokkrar min. höfðu HSK- menn náð forustu i fyrsta sinn i leiknum, sem þeir misstu svo ekki úr höndum sér, þótt Vals- menn hafi náð að komast aftur yfir, 58-57. Anton, Einar og nr. 11 i HSK- liðinu stóðu sig með mikilli prýði ÍSLANDS- GLÍMAN islandsgliman 1972 fer fram I Reykjavik 7. 'mai. Þátttaka til- kynnist til Sigurðar Tryggvasonar, PO 406, fyrir I. inai. n.k. á lokaminútunum, — Einar og Anton i fráköstum, en nr. 11 kom á óvart með skotum. Ekki er óliklegt að nokkru hafi ráðið með úrslit leiksins, hve Valsmenn eru óöruggir siðustu miriúturnar, en hvað eftir annað glopra þeir boltanum niður eftir ótimabærar og flausturslegar gjafir. Sókn HSK var 1-3 með afbrigðum, en vörnin 2-3. Sókn Vals 1-2-2 einnig með afbrigðum. T.d. Þórir úti á hægri kanti með Jóhannes, skjöld eða hjálpar- menn og öfugt. eftir þvi hvernig átti að skjóta. Eftirtektarvert var, að hægri kanturinn var ekkert notaður, a.m.k. ekki i seinni hálfleik, nema þegar Þórir færði sig yfir — enda er árangurinn af svona einstefnu ákaflega litill. Mér virðist að litið pláss sé fyrir Jens og Kára i kerfi Valsmanna, þeir stóðu á sama stað mestan hluta leiksins og áttu meðal annars að gefa inn á miðj- una, sem þeir gátu sannast sagna afar sjaldan gert. En ef Valsmenn ætla framvegis eingöngu að nota aðra hlið vallarins.þurfa þeir auðvitað ekki nema þrjá menn. Seinni leikurinn um kvöldið var milli Armanns og 1R. Armenningar mættu mjög ákveðnir til leiks,og var staðan eftir nokkrar min 10-3 og stuttu seinna 18-9. Armenningar beittu sinni landsfrægu pressu og ÍR—ingar voru seinir i gang. En þegar þeir byrjuðu stóðst ekkert fyrir þeim,og um tima i fyrri hálfleik skoruðu Armenningar ekkert stig og staðan var orðin 33-24 fyrir IR—inga, og breyttist leikur liðsins til mikils batnaðar, sér- staklega i vörninni,þegar Hólm- steinn kom inn á. Staðan i hálfleik var 45-33 fyrir IR, og þar með leikurinn unnin. I seinni hálfleik voru IR—ingar ekki siðri, og þeir kepptu að 100 stiga markinu, sem tókst, en leikinn unnu þeir með 102-71,og voru varamennirnir þó inn á siðustu minúturnar. Vörn Ármenninga var, eins og fyrr segir, maður á mann stíf vórn,og að öllum likindum hefur það gert útslagið,þvi hún opnaðist illa á miðjunni. Það hefði verið skynsamlegra af Armenningum að leika nokkra menn laust, a.m.k. i byrjun, alla- vega þeim megin á vellinum, sem boltinn var ekki og þeir höfðu enga fjarlægð milli sin og sóknarmann til þess að taka við snöggri áttabreytingu. Sókn Ármanns var 1-2-2 og var það ágæt staðsetning gegn 2-3 vörn IR—inga fyrst i stað, en hreyfingar sóknarmanna voru ekki eftir þvi árangursrikar. Vörn 1R var 2-3 i upphafi,en breyttu yfir i 1-2-2 og stungu þeir þá alveg upp í sókn Armenning- anna. Sókn IR—inga var sambland af útilokunum og inn i hlaupum,og tókust þau vel gegn slakri vörn Armenninga, en mikið samræmi var milli skota og frákasts hjá 1R- liðinu. IR—ingar reyndu útilokanir á kantinum fyrir Agnar og Birgi, og voru Kristinn og Sigurður nýtir menn þar. Atakanlegt var að sjá sókn Armenninganna i seinni halfleik, og eru rangar gjafir talandi dæmi um vandræðin, tólf rangar í fyrri o.g 13 i.seinni hálfleik er of mikið. Háskólinn sigraði með 1:0 Alf — Reykjavik. — 1 gærdag var háður úrslitaleikurinn i skólamóti KSÍ. en til úrslita léku Háskóli islands og Mennta- skólinn i Reykjavik. Úrslit urðu þau, að Háskólinn sigraði með 1:0, og er þetta i fyrsta sinn, sem Háskólinn sigrar i þessu móti, en áður hefur hann komizt i úrslit, einmitt á móti Menntaskólanum, en tapaði þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.