Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur lí). april 1972. « ‘ „Er enn eins og barn i reifum” — Myndin cr tckin i descmber 1970 af húsnæöi þvi, þar sem Tækniskólinn er nu. Staðsetning Tækniskólans mikið deilumál í þinginu EB—Reykjavík. Miklar umræöur urðu um staðsetningu Tækniskóla íslands, á fundi í neðri deild Alþingis s.l. föstudag, þegar á dagskrá var þings- ályktunartillaga Gísla Guðmundssonar (F) um,að Alþingi lýsi þeim vilja sín- um, að skólinn verði fluttur frá Reykjavík til Akur- eyrar. Reykjavik, þá hefðu ekki verið gerðar neinar slikar ráðstafanir hvað snerti t.d. byggingar skól- ans, að þær gerðu óhjákvæmilegt, að skólinn yrði um aldur og ævi i Iteykjavik.— Þvert á móti vil ég fullyrða, sagði Ingvar — að engar framtiðarráðstafanir hafi verið gerðar þannig, að skólinn sé svo rótfastur i Reykjavik, að honum verði ekki hróflað þaðan. Skólinn hefurætið veriðá hrakhólum með húsnæði og svo er enn. Skólinn er þvi ekki bundinn við Reykjavik vegna bygginga sinna eða vegna landareigna. Sannleikurinn er sá, að Tækniskólinn hefur aö öllu leyti lélega aðstöðu og ræður yfir litlum eignum i Reykjavik. Ilonum hefur ekki verið búin nein framtiðaraðstaða hér svo að það er einskis misst út af fyrir sig, þótt skólinn yrði fluttur frá Reykjavik. Ingvar ræddi um fleiri atriði varðandi þetta mál, en að auki tóku þátt i umræðunum þeir Gylfi Þ. Gislason (A), Siguröur Magnússon (AB), sem voru and- vigir þvi að skólinn yrði fluttur til Akureyrar, og Lárus Jónsson(S), sem var meðmæltur flutningnum. —ill— ■ Vitagjaldið samræmt verðlaginu EB— Reykjavik. Á fundi i neðri deild Alþingis s.l. mánudag mælti Hannibal Valdi- marsson, samgönguráöherra, fyrir stjórnarfrumvarpi um vita- gjald. Er frumvarpiö svohljóð- andi.: 1 gr. — Fyrir hvert skip, sem er 5 rúmlestir brúttó eða stærra og tekur höfn á Islandi, eða er haldið úti frá landinu, skal greiða vita- gjald, kr. 10.00 af hverri brúttó- rúmlest, og skal hálf lest og það- an af stærra brot talin heil, en minna broti sleppt. Skemmti- ferðaskip, sem flytja engan farm fyrir borgun, annan en farþega, skulu greiða kr. 1.50 i vitagjöld af hverri rúmlest. Undanþegin gjaldi þessu eru herskip og skip, sem leita hafnar i neyð, en taka engan farm úr landi né úr öðrum skipum, né heldur flytja farm i land eða önnur skip, enda hafi sannazt i sjóprófi eða annarri lögfullri sönnun, að þau hafi verið i nauðum stödd af árekstri eða sjóskemmdum, af veikindum eða farmskekkju eða ófriði. Vitagjald skal greiða i hverri ferð, sem skip kemur frá útlönd- um, og skal það innt af hendi i fyrstu höfn, er skipið tekur hér við land. Skip, sem aðeins eru höfð til innanlandssiglinga eða haldið er úti til fiskjar af landsmönnum, greiða vitagjald einu sinni á ári, þó aldrei minna en 100,00 kr. Argjaldið greiðist i byrjun út- gerðartimans, þar sem skipið er skrásett. 2. gr. — Tekjum af vitagjaldi skal varið til byggingar og við- halds vitakerfis landsins. 3. gr. — Lögreglustjórar, i Reykjavik tollstjórinn, sjá um innheimtu vitagjaldsins. Skyldur er skipstjóri að sýna innheimtu- manni vitagjalds dagbók skip- sins. 4. gr. —- Brot gegn lögum þess- um varða skipstjóra sektum allt að kr. 100.000,00. nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Með mál út af brotum á lögum þessum skal fara að hætti opin- berra mál. 5. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt éru úr gildi num- in lög nr. 17, 11. júli 1911, um vita- gjald, með siðari breytingum skv. 1. gr. laga nr. 18, 10. april 1946 og 19. gr. laga nr. 4, 20. febr- úar 1960. t upphafi framsöguræðu sinnar rakti Gisli Guömundsson sögu skólamálsinsog minnti m.a. á, að þegar lögin um Tækniskólana hefðu verið til meðferðar á Al- þingi, hefðu borizt mjög ákveðnar óskirfrá Norðurlandi um að þessi skólastofnun yrði staðsett á Akur- eyri. Hefði þá verið talið eins og nú, að þarna væri tækifæri til þess að láta sjást i verki, að menn teldu að stofnun sem þessi þyrfti ekki endilega að vera staðsett i höfuðborginni. Þá minnti Gisli á ályktanir um, að Tækniskólinn yrði fluttur til Akureyrar og las upp greinargerð, sem bæjarstjóri Akureyrar hefur gert fyrir hönd bæjarstjórnarinnar um þetta mál. Þá kvaðst hann vilja vekja sérstaka athygli á þvi, að alls ekki væri verið að slá þvi föstu með þeirri stefnuyfirlýsingu, sem orðuð væri i tillögunni aö engin tækniskólakennsla færi fram i Reykjavik, heldur beinlinis gert ráð fyrir þvi, að það yrði tekið til athugunar, að starfrækja i Reykjavik bæði undirbúnings- deildog sérstakar bekkjardeildir, þótt miðstöð skólans yrði á Akur- eyri. Þetta væri auðvitað hugsað með tilliti til þeirra mörgu nem- enda, sem i slikum skóla yrðu og ættu heima i Reykjavik. Ingvar Gislason (F) minnti á, að hann hefði áður i þinginu lýst þeirri skoðun sinni, að full ástæða væri til þess að gripa nú það tæki- færi, sem fyrir hendi væri, að flytja höfuöstöðvar Tækniskólans til Akureyrar. — En þegar ég tala um sérstakt tækifæri nú til þess að flytja Tækniskólann til Akur- eyrar, þá á ég auðvitað við það, að skólinn er enn eins og barn i reifum. Hann hefur enn ekki tekið út þroska, hann á við ónógan að- búnað að striða, nánast lélegt at- læti, sem stendur vexti hans fyrir þrifum. Þaö er mikiö vafamál, hvort Tækniskólinn hefur fest svo djúpar rætur i Reykjavik, þótt hann hafi verið staðsettur þar frá upphafi, að það þurfi að standa i vegi fyrir flutningi hans. Ég sé ekki, að það sé verið að rifa upp neitt með rótum sagði Ingvar. Þá kvaðst Ingvar vilja benda sérstaklega á það, að enda þótt skólinn hafi frá upphafi starfað i Flugurnar syngja „Randaflugan er gulröndótt og syngur hátt”, segir i gamalli, islenzkri dýrafræði. Jú, ýmsar flugur suða hér dálitið úti og inni, en hvaö er það hjá „hljómleikum” söng- flugnanna i heitum löndum. Söngflugur (Cikader), ýmsar tegundir, gefa frá sér háa, trillandi tóna, þegar þær eru i essinu sinu og sólin skin frá heiðum himni. Þá óma skógar hitabeltisins af söngnum. Havaðinn getur orðið geysi- mikill og óþægilegur óvönu eyra. En mörgum þykir gaman að, þegar söngurinn er i hófi. Oft syngja allar flugurnar á stóru svæði i einu, jafnvel klukkutimum saman. Aðeins karlflugurnar syngja svo nokkru nemi. Enda er haft eftir Forn-Grikkja einum: „Sælar eru sönglugurnar, þ'vi ’ að konur þeirra þegja”. Söng- verkfærið, eða hljóðfærið, eru tvær kitinkenndar himnur, sem strengdar eru á ramma, að segja má. Setur sterkur vöðvi þær i sveifluhreyfingu. Ef styggö kemur að flugunum, reka þær upp mik- inn skræk, t.d. f fugl gripur þær i nefið, eða menn taka þær i lófa sinn. Geta þær þá æpt eða sungið lengi i lófanum. Sums staðar eru þær hafðar i búrum sem söngdýr. Hræðslu- hljóðið er skarpt og skerandi. Flugurnar syngja sitjandi, en sjaldan á flugi. Oft hefja þær sönginn við sólarupprás. Taka og stundum lag um sólsetur. Ein tegund syngur svo reglu- lega, og hún er kolluð „klukkan-sex-flugan”. Ferðamaðurinn og dýra- fræðingurinn Hopkins lýsir einum kvöldhljómleikum þannig: Skyndilega rak karl- fluga upp hræðsluóp — uppi i eplatré við húsið. Það hefur komið einhver styggð að honum. Strax tóku nábúar i sama tré undir og hófu venju- legan söng. Siðan breiddist söngurinn út um nágrennið, likt og hringar á vatni, og loks ómaði allur skógurinn. Flugurnar sungu þúsundum saman i nokkrar minútur, en siðan hljóðnaði allt aftur. Karlinn syngur fyrir kven- fluguna, og kannski lika til að auglýsa sitt umráðasvæði, likt og söngfuglar gera. Stundum syngja tveir eöa fleiri karlar i kapp, unz kvenflugan velur einn, eða flýgur burt. Flestar eiga söngflugurnar heima i hitabeltinu og heitum löndum. Nokkrar tegundir i Suður-Evrópu og — Frakk- landi, ein tegund á Englandi og Finnlandi. Stærst er keisaraflugan á Indlands- eyjum. Hún er sex og hálfur sm á lengd og vænghafið 18 sm. Hér eru engar söngflugur, en til eru skyldar tegundir, „froðuflugur”. Lirfur þeirra sjúga næringu úr grasi, trjám og runnum. Flugurnar verpa undir húð eða börk plantn- anna. Lirfurnar gefa frá sér slim eða froðu, sem storknar við áhrif loftsins og verða úr seigar blöðrur, sem lirfan býr i. Sést t.d. á grasi siðsumars. t heitum löndum er 17 ára söngflugan ( (Cikaden) fræg. Skyndilega skriða þaér upp úr jörðinni, milljónum saman, svifa yfir trjam og runnum og syngja svo að loftið titrar og ómar um allt! Hvernig má slikt verða? Margar söngflugnategundir eru til, en sérstæðar mjög eru 13 og 17 ára flugurnar. Þær lifa 12—16 ár, sem lirfur i jörðu, koma svo upp og þroskast til fulls. Þetta hefur veriö athugað I 340 ár i Ban darikjunum. Kvenflugurnar verpa i rifur á trjám, eða gera sér með ærinni fyrirhöfn varp- holur á greinum. Smágreinar drepast við þetta. Lirfan, sem úr egginu kemur skriður fljótt i jörð og lifir þar, allt i 16 ár og sigur næringu úr trjárótum, Ekki virðast þær gera veru- legan skaða. Fyrst er lirfan aðeins 2—3 mm. en verður að lokum 2,7 sm. Hún grefur sig upp á 14. ári og gerir sér holu 10—15 sm undir yfirborði og biður þar hentugs tima til að skriða upp og verða fullvaxin söngfluga. Pilagrimar, sem fóru vestur um haf á hinu fræga skipi Mayflower 1634, urðu fljótt söngflugnanna varir. Er til lýsing ensks ný- byggja og kom hún út 1669. Þetta voru, segir hann, hópar af flugum á stærð við vespur eða humalbý. Þær komu upp úr smáholum i jörðinni, átu grænan gróður og geröu stöðugan, glymjandi hávaða, svo menn urðu nær heyrnar- lausir. 1 annarri lýsingu stendur: Söngflugur hita- beltisins geta fyllt loftið með geysilegum, málmkenndum bumbuhljóm. Það er slikur hávaði, sem karlflugan fram- leiðir, með sérstöku „hljóð- færi” á bakhluta sinum. 17. ára flugan kom upp i stórum hópum, sumstaðar i Bandarikjunum árið 1970 og byrjaði söng, sem mönnum þótti óþægilegur og stundum óþolandí, af þvi að eina mest var sungið á kvöldin og nótt- unni. Viða komu lirfurnar upp i görðum og sungu svo undir gluggunum! Stóð flugna- gangan i um hálfan mánuð. Visindamenn i Princetown- háskólanum mældu styrk söngsins á háskólasvæðinu i New Yersey, nálægt tré, sem þúsundir flugna, aðallega stærstu 17 ára tegunda, höfðu safnazt saman i. Hljóm- styrkurinn var mældur 20 m. frá miöpunkti og reyndist 80—100 decibel. Það er álika og hávaðinn i þjótandi neðan- jarðarlest, eða drunurnar i mótorhjóli i fullum gangi! Þvilikur hávaði getur skemmt heyrnina og rekur ýms dýr burt. Var og greinilegt að fuglar, spendýr og menn höfðu sig á brott i skyndi. Flugunum sjálfum gerir hávaðinn litið. Hinar tvær háværustu teg. varpa frá sér hljóði á álikri bylgjulengd og heyra varla mikið hver til annarrar. Einnig slaknar vöðvi á hljóðhimnu þeirra, þegar hávaðinn byrjar, svo heyrnin minnkar um 3/4 eða meir. Hin þögulu kvendýr lokkast af hávaðanum og til karlflugnanna, sem þá nota tækifærið. Næsta mikla söngflugnaösin þar áður á þessum stöðum, var 1953 og næst er búizt við miklum söng 17 ára flugnanna 1987. Ekki verður þó sönglaust þangað til. Aðrar tegundir syngja á hverju sumri bæði i borg og sveit, a.m.k. þar sem ekki er orðin of mikil mengun. I slenzkir ferðamenn hafa eflaust heyrt furðulegan „flugnasöng” suður i löndum. Ingólfur Daviðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.