Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 20
Landhelgi verður ekki takmörkuð við 12 mílur - sagði Amerasinghe formaður undirbúningsnefndar hafréttarráðstefnunnar á blaðamanna fundi í Reykjavík í gær [ Miftvikudagur 1!). april 1972. SB—Reykjavik Hamilton S. Amerasinghe, ambassador Ceylon hjá Sameinuðu þjóðunum og formaður undir- búningsnefndar hafréttarráðstefnunnar, er halda á i Genf á næsta ári, er nú staddur hér á landi i boði rikisstjórnarinnar. Hann er að kynna sér málefnin og hefur rætt við utanrikisráðherra og sjávar- útvegsráðherra, auk þess sem hann hefur setið fundi með islenzku sendinefndinni. Amerasinghe sagöi á fundi meö fréttamönnum i gær, aö þar sem hann væri frá eyju, hefði hann skilning á málefnum lands eins og Islands, sem ætti ekki viö neinar landamæradeilur að striða. En hins vegar hefðu þessi lönd undanfariö kynnzt öðru vandamáli, sem sé hafinu og deiium um réttindí þar. Þá kvaöst Amerasinghe bjart- sýnn á, að undirbúningur hafréttarráösteínunnar gæti gengið þaö vel, að unnt væri að hefja hana sumarið 1973, en hún myndi taka langan tima, og gætu liöiö 2—3 ár, þar til öllu væri lokið. Unnið er nú að verkefnaskrá ráöstefnunnar, og eru aðilar ekki á einu máli um, hvaö þar skuli standa. Undirbúningurinn fer að mestu leyti fram i undirnefndum, og eru þrjár slikar siarfandi. Næsti fundur undirbúnings- nefndarinnar verður 17. júli nk., og lét sendiherrann i ljös von um, að þá færi að komast skriður á málin. Amerasinghe kvaðst hafa sam- úð með tslandi i landhelgismál- inu, og kvaðst þess fullviss, að landhelgi yfirleitt yröi ekki tak- mörkuð við 12 milur. Um friðlýsingu Indlandshafs, og e.t.v. Atlanzhafs, sagöi Amerasinghe, að ekki væri hægt aö bera það saman, þvi að Ind- landshaf ætti sér enga hliðstæðu. Hins vegar gæti farið svo, að stór- veldin krefðust friðlýsingar Atlanzhafsins, sem hluta af af- vopnunaráætlun. HansG. Andersen ambassador, formaður islenzku sendinefndar- innar, sagði á fundinum, að is- lenzku nefndarmennirnir hefðu átt einkar gott samstarf við •• i;¥ W Mantylá látinn KJ — Reykjavik. Fors.tjóri Norræna hússins, Jyrki Mántylá.lézt i Reykjavik i gær. Mántylá var finnskur, 35 ára aö aldri, og tók við störfum i Norræna húsinu I vetur, en áður starfaði hann hjá finnska útvarpinu. Amerasinghe, hann virtist alltaf vera reiöubúinn að sinna öllum sendinefndunum, á hvaða tima sem væri, auk þess sem hann stjórnaði öllu og væri milligöngu- maður. 1 dag mun Amerasinghe fara til Sandgeröis og Grindavikur til að kynna sér fiskiðnað Islendinga, en hann fer héðan i kvöld. Amcrasinghe og Hans Timamynd GE) G. Andersen á blaOamannatundinum 1 gær. Bangladesh í brezka samveldið NTB—London Framkvæmdastjóri brezka samveldisins, Arnold Smith, til- kynnti i gær, að lýðveldið Kangladesh, með 72 milljónir ibúa, heföi verið viðurkennt sem aöili að brezka samveldinu. Mujibur Rahman, núverandi forsætisráðherra Bangladesh, flaug til London i janúar, eftir að hann var látinn laus úr niu mánaða fangelsi i V—Pakistan, og sótti um upptöku lýðveldisins i brezka samveldið. Smith sagði, að ákvörðunin hefði verið tekin eftir itarlegar viðræður fulltrúa hinna 30 rikja samveldisins, sem allir buðu Bangladesh velkomið. Tilkynnt var i Briissel i gær, að Evrópunefndin hefði ákveðið, að sendar yrðu 100 þúsund lestir af hveiti til Bangladesh, en ekki væri hægt að verða við beiðni landsins um 2,6 milljónir lesta. Metárásir bandarískra flugvéla á S-Víetnam NTB—Phnom Penh Þjóðfrelsisfylking N-Vietnam heldur þvi fram, að borgin An Loc, sem er um 90 km norðan við Saigon, sé i höndum skæruliða, en Van Minh hershöfðingi neitar þvi, en segir, að barizt sé i útjaðri borgarinn- ar. Árásum hefur nú verið hætt að mestu úr lofti á stöðvar i N-Vietnam, en bandariskar flugvélar hafa siðasta sólarhring gert fleiri árasir en nokkru sinni< Samkvæmt opinberum heimildum gerðu bandariskar sprengjuflugvélar alls 524 loft- árásir á þessum eina sólar- hring, aðallega i grennd viö An Loc, 10 þúsund manna her og 40 skriödrekar hafa verið á leið til An Loc i viku, en litið miðað áfram, þvi að um 1200 hermenn N—Vietnama hafa tafiö förina. Enn er herinn um 20 km frá borg- Stýrisútbúnaður Apollo bilaði í 18 mínútur - en nú er allt í lagi á ný NTB—Houston Þremenningarnir uin borð i Apollo 16. voru vaktir klukku- stundu fyrr en áætlað var, vegna einhverra örðuglcika i sjálfvirka stýrisútbúnaðinum um horð. Stjórnstöðin gat þó sagt þeim þær góðu fréttir, aö lcndingin á tunglinu færi fram samkvæmt áætlun á fimmtu- daginn. Vekjaraklukkan gall við, þegar þeir Young, Duke og Mattingly höfðu sofið i sjö klukkustundir, en klukkan er sjálfvirk og hringir, ef eítt- hvað er ekki eins og á að vera. Bæöi i stjórnstöðinni i Houston og um borð i Apollo varð mikið fjaðrafok, en klukkan hafði verið að tilkynna, að sjálfvirki stýrirsútbúnaðurinn heföi festst. Atján minútum siðar losnaði stýrið, og eftir tvær klukkustundir var loks til- kynnt, að allt væri örugglega i lagi, og þremenningarnir lögðust aftur til svefns. Stjórnstöðin tilkynnti siðar, að allan timann hefði veriö fullkomin stjórn á hlutunum, og að tunglfararnir hefðu aldrei verið i hættu. Ef hins vegar hefði ekki verið hægt að gera við bilunina, hefði geim- farið sennilega snúið aftur til jarðar, án þess að ljúka ferðinni til tunglsins. mni. Herir kommúnista gerðu I dag allmargar árasir á lykilstöövar i austurhluta Kambódiu. Heimildir i Phnom Penh sögðu, að þjóð- vegurinn á milli höfuðborgar- innar og Saigon væri nú i alvar- legri hættu, þvi ráðizt heföi verið á stöðvar meðfram honum 15 sinnum að undanförnu. 80 km sunnar geisa harðir bardagar milli stjórnarhersins og herja kommúnista, sem stefna á veg- inn. Van Minh hershöfðingi sagði i gær, að norðanmenn og skæru- liðar, sem eru norðan við höfuð- borgina, myndu trúlega reyna að nálgast Saigon i smáhópum á næsta sólarhring. Hann sagði einnig, að sprengjuárásirnar á N—Vietnama hefður reynzt árangursrikar. Tékkar rændu flugvél NTB—Núrnberg Tveir námuverkamenn rændu i gær litilli, tékkneskri farþega- flugvéí milli Prag og Karlovy Vary (Karlsbad) og neyddu flug- stjórann til að fljuga til Núrn- berg, þar sem þeir báöu um hæli sem pólitiskir flóttamenn. Þeir voru handteknir til að byrja með. Laird prísar aðgerðir Bandaríkjanna í Víetnam NTB—Washington Melvin Laird, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, endurtók i gær, 1 ræðu i utanrikismála- nefnd þingsins, að bandariski flotinn og fiugherinn yrðu látnir koma til aðstoðar i Indó—Kfna, hvar sem það reyndist nauösyn- legt. Ilann visaöi á bug ölium sögusögnum um að Nixon heföi gefið skipanir um að sprengju- árásir skyldu þegar stöövaöar og sagði, að sprengjuflugvélar væru nú i leiöangri um allt svæðið. Fulbright öldungadeildar- þingmaður gagnrýndi Laird harðlega og kvað lita svo út, aö Nixon ætlaði sér með flughernum einum að ná þvi takmarki, sem Johnson hefði ekki tekizt með flughernum og hálfri milljón her- manna á jörðu niðri. Fulbright sagði, að timi væri nú kominn fyrir Bandarikin aö stöðva striðiö, eins og Frakkar hefðu gert. Þjóðarhagsmunir krefðust þess. Hann bætti þvi við, að Frakkar hefðu ekki fallið sérstaklega i áliti viö aö horfast i augu við stað- reyndir i Indó—Kina.-Frakkar skildu einfaldlega, að tið þeirra sem nýlenduveldis var liöin, sagöi Fulbright. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. Þá endurtók Laird, að ekki væri um að ræða að taka upp samningaviðræðurnar i Paris, fyrr en N—Vietnamar hefðu kallað heri sina norður fyrir hlut- lausa beltið. Það væri ábyrgðar- leysi að hefja umræður, jafn- framt þvi sem andstæðingarnir brytu alla samninga, sem gerðir hefðu verið. Að lokum gaf Laird mikla skýrslu um hlutdeild S—Viet- nama i bardögum siðustu vikna i Vietnam og sagði, að greinilegt væri, aö Vietnam— stefnan væri að heppnast. mp |A| &! m SAI Hvitt: Akureyri: Sveinbjör'ri Sigurösson og; Hólmgrimur' Heiðreksson. • ' 12. leikur Reykjavikur: f5—f4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.