Tíminn - 04.05.1972, Side 2

Tíminn - 04.05.1972, Side 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 4. mai 1972. Efling ísl. leikbókmannta Til meðfcrðar er nú á Al- þingi frumvarp til nýrra laga um l'jóðlcikhús. í þessu frum- varpieru mörg nýmæli og eru þau öll tvimælalaust til bóta og likleg til að efla Þjóöleik- hú'sið og islenzka leikhús- menningu. . Ein þeirra breytingatillagna viö frumvarpiö sem náöu fram að ganga I efri deild var eftirfarandi ákvæði: ,,Með samþykkt þjóöleik- húsráðs er þjóöleikhússtjóra heimilt aö ráða rithöfund til að scmja leikverk, og skal hann ráöinn mcð kjörum leikara i hæsta launaflokki, mcðan hann vinnur aö ritun þcss. Eftir sem áður á höfundurinn fullan höfundarrétt aö verki sinu, og ber honum sérstök þóknun ef ákveðið er að taka vcrkið til sýningar.” Ilér er um nymæli að ræða, scm gæti orðið islenzkum leikbókmenntum til mikils framdráttar. Að visu er þetta ekki nýtt þingmál. Ilaustið l9(iK flutti cinn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins frumvarp um þetta efni, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. I framsöguræðu fyrir frum- varpinu sagði flutningsmaður sá m.a.: „Það liggur i augum uppi, að ýmsir rithöfundar hljóta að hafa ýmis verk á prjónunum, og ýmsar hugmyndir i huga og drög að verkum, scm myndi verða fengur að fá á leiksvið okkar ieikhúsa. Við eigum miirgum mjiig góðum rit- hiifundum á að skipa, en af einhverjum ástæðum hafa þeir fremur litið lagt sig fram við smlði leikhúsverka. Sýnist inönnum þó að skjóti a II skökku við þann mikla, al- menna og vaxandi leiklistar- áliuga landsinanna. Það kann að valda þvi, að hugmyndir og drög rithöfunda að verkum verða æði treglega að leikhús- verkum að skortur sé á þeirri tæknilegu aðstoð, sem leikhús og leikarar einir gcta látið i té og jafnframt að öðrum þræði naumur limi höfundar til að sinna ritstörfum vegna brauö- stritsins sér og sinum til fram- færslu, og þvi verði hugmynd- ir fremur að smásögum eða skáldsögum, þegar verkin koma endanlega frá rithöf- undunum, enda auðfarnari og heföbundnari leiö. Undirstaða Þjóðleikhúss Notkun þcirrar heimildar, sem i þessu frumvarpi felst, myndi að sjálfsögðu bera að með þcim hætti, að menn með drög eða hugmyndir að leik- ritum myndu leita til þjóðleik- hússstjóra, eða hann til þeirra, ef hann frétti af slikum drögum höfundar og það væri þá algcrlega á valdi þjóðleik- hússtjóra að ákveða það og meta, hvort umrædd drög að vcrkum gætu hæft sviði þjóð- leikhússins. Leiði þetta mat til þess, að fengur væri að þvi að umrædd drög yrðu að lifandi leikhúsverki, v.æri heimild til að ráða rithöfundinn til eins árs á laun leikara til að vinna að vcrkinu innan leikhússins með þeirri tæknilegu aðstoð, sem það getur látið I té. Þjóð- lcikhúsiö rekur leiklistarskóla og listdansskóla og er það nauðsynleg starfssemi, en framlagið til þeirrar undir- stööum, sem þarf að vera að hverju þjóöleikhúsi, — fram- lagið til hinna þjóðlegu leik- bókmcnnta hefur verið of litið.” - TK. Hér er bréf frá sjómanni. "Landfari góður. Ég get ekki stillt mig um að skrifa þér bréfstúf og biðja þig að þakka honum Páli Heiðari fyrir þáttinn „A fjörum” i Timanum á sunnudaginn var, þar sem hann ræðir um þá „dyggðum prýddu sæmdarþjóð” — Breta. Páll kann til þeirra verka að beita alvöru- háði, þegar honum þykir henta. Bretar eru svo sem bezta þjóð,en hún hefur vanizt um of á það að beita dyggðahugtakinu af dálitilli eigingirni. Brezki þing- maðurinn talaði föðurlega við okkur um þá megindyggð — sem aldrei verður vist brestur á hjá Bretum — að halda gerða samn- inga. Ekki skal dregið úr þeirri dyggð. Hins vegar lýsti þingmað- urinn þvi ekki, hvort nokkurra dyggða þyrfti við, þegar menn eða þjóðir gera samninga, sem halda á. Hann hafði til að mynda ekki orð á þvi, að æðsta dyggð stórveldis við samningagerð viö smáþjóð væri að hafa herskip með ginandi fallbyssur uppi i landsteinum, en i slikum samn- ingadyggðum eru Bretar einhver mesta sæmdarþjóð heims, og það þarf auðvitað ekki orðum að þvi að eyða, að slika samninga er heilög skylda að halda að við- lagðri nýrri kurteisisheimsókn. Sjómaður.” Örari skipaferðir til Isafjarðar Hér er bréf vestan af fjöðrum, og er þar máli snúið til lands- feðra: „Kæri Landfari. Getur bú bent okkur Vestfirðing- um á eitthvert ráð til þess að fá örari skipaferðir hingað frá Reykjavik? Nú er svo komið, að við eigum engin orð yfir ófremd- arástand þessara mála. Rikis- skipin koma hingað til tsafjarðar með 14-20 daga millibili. Engin áætlun er i gildi fyrir þessar skipaferðir. Þau virðast alveg hafin yfir slika reglusemi. Vöruþurrð er orðin allmikil, er |<§> MELAVÖLtUR § 1 kvöld kl. 20.00 leika ÁRMANN - KF Reykjavíkurmótið \ ÍBÚÐ ÓSKAST Viljum taka á leigu 4ra herbergja ibúð sem fyrst. Alger reglusemi. Fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofu Aðventista i sima 1-38-99 á skrifstofutima og i sima 8-23-37. FRAMKVÆMDASTJÓRI Staða framkvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Vestfirðinga er laus til umsóknar. Umsóknir.ásamtlaunakröfu og upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist fyr- ir 31. mai n.k. til stjórnarformanns, Gunn- laugs Finnssonar, Pósthólf 115, Flateyri. Nánari upplýsingar veittar i sima 94-7614. Stjórnin. Laust embætti Embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri er laust til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um embættið, ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf umsækj- enda, skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 31. mai n.k. skipin koma, einkum á vörum, sem fluttar eru inn gegnum Reykjavik, eða framleiddar þar. Árum saman höfum við beðið um það að fá annað strandferða- skipið til þess að fara vestur um til Akureyrar og hafa viðkomu á Vestfjarðahöfnum, og snúa siðan við á Akureyri. Með þvi mundi rætast úr þessu máli fyrir okkur. En við höfum orðið að hrópa fyrir daufum eyrum, enda hafa menn loks gripið til þess ráðs að reyna að bæta úr ferðaskortinum á sumrin með bilum. Það er bein afleiðing af lélegum og strj álum skipaferðum hingað. Fyrir siðustu styrjöld höfðum við miklu örari skipaferðir hingað, enda bar þá ekki á mikl- um fólksflótta héðan. Ef þessu heldur enn lengi fram, sem horft hefur, þurfa þeir, sem ráða og stjórna þessum málum, ekki að þreyta sig á þvi að hugsa fyrir samgöngum hingað eða vöru- slutningum, þvi að enginn maður verður hér eftir með þessu áframhaldi. Er það ef til vill ætl- unin með þessari ráðabreytni?” Guðmundur Sveinsson”. Landfari hefur þvi miður ekki ráð á skipi til þess að senda til þeirra Vestfirðinga, og kemur þvi orðsendingunni til þeirra, sem skip landsins hafa i.förum. Félag Asatrúarmanna stofnuð í Reykjavík- Vilja standa vörð um hagsmuni Asatrúarmanna og hefja til vegs forna siði EB—Reykjavik. Gengið hefur verið formlega frá stofnun sam- taka Asatrúarmanna hér á landi. Var endanlega gengið frá stofnun samtakanna á fundi i Hótel Esju siðast lið- inn sunnudag, og mun einn tugur Asatrúarmanna hafa verið þar samankominn. Á þessum fundi var ákveðið, að samtökin skyldu heita Ásatrúarfélagið — ,,og er markmið þess að standa vörð um hagsmuni Asa- trúarmanna og hefja til vegs fornan sið með landsmönn- um öllum”, eins og segir i fréttatilkynningu frá félag- inu. Samkvæmt upplýsingum aðila Ásatrúarfélagsins mun nefnd á vegum þeirra hafa verið skipuð, sem á að sjá um að afla félaginu lagalegr- ar viðurkenningar. Mun hún á næstunni ræða .við dóms- yfirvöld i þvi skyni. 1 viðtölum, er fréttamaður Timans átti i gær við tvo af fyrirsvarsmönnum hins ný- stofnaða félags, kom m.a. fram, að félagsmenn lita ekki á þetta framtak sitt sem gamansemi. Þeir sögðu, að full alvara rikti i sambandi við stofnun félagsins. Stefn- endur þess koma úr ýmsum þjóðfélagshópum: háskóla- menn, úr verzlunarmanna- stéttinni og blaðaheiminum, svo að eitthvað sér nefnt. 12-15 manns munu nú verða orðnir félagsmenn. Saineinuðu þjóðirnar bjóða fram styrki til rannsóknar á ýmsum málefnum, er mannréttindi varða. Styrkirnir eru einkum ætlaðir lögfræðingum, félags- fræðingum og embættismönnum, er sinna mannréttinda- málum. Sérstök nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna velur styrkþega úr liópi umsækjenda frá aðildarrikjum stofn-, unarinnar og metur, hversu hár styrkur skuli vera f hverju tilviki. Venjulega nemur styrkur öllum kostnaði, sent styrkþcgi hefur af rannsókn, þ.á.m. hugsanlegum ferðakostnaði og dvalarkostnaði i allt að 4-6 vikur. Umsóknum um styrki þessa skai komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. júní n.k. — Umsóknarcyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAM ALARAÐUNEYTIÐ, 26. april 1972. Háskólinn f Köln býður fram styrk handa islendingi til nánts þar við háskólann næsta háskólaár, þ.e. timabilið 15. október 1972 til 15. júlí 1973. Styrkurinn nemur 500 þýzkurn ntörkum á mánuði, og styrkþegi þarf ekki að greiða kennslugjöld. Næg þýzkukunnátta áskilin. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. júnf n.k., og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meömælum. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 26. april 1972. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Tekið á móti pöntunum aðgöngumiða i sima 26711 frá kl. 4-7 i dag og á morgun, og frá kl. 10-14 laugardag. Menntamálaráðuneytið, 30. april 1972. Dagskrá hátiðarinnar liggur frammi i Norræna Húsinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.