Tíminn - 04.05.1972, Page 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 4. mai 1972.
■
Endurskoðun
stjórnarskrárinnar
■
Námsbækur framhalds
skólanema
Á fundi i Sameinuðu þingi
s.l. þriðjudag var eftirfarandi
tillaga samþykkt sem ályktun
Alþingis:
,,Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að hlutast til
um, að nauðsynlegar kennslu-
bækur, innlendar og erlendar,
sem notaðar eru á hverjum
tima vegna náms i framhalds-
skólum, séu jafnan á boð-
stólum i verzlunum, en tals-
vert skortir á, að svo hafi
verið, svo að fullnægjandi geti
talizt. Enn fremur verði at-
hugað, hvort unnt sé aö auka
útgáfu islenzkra kennslubóka
á þann hátt að draga úr notkun
erlendra bóka, einkum i
menntaskólum og Háskóla
Islands. 1 þessu sambandi
kemur til. álita, hvort
nauðsynlegt sé að fela Rikis-
útgáfu námsbóka forgöngu i
þessum efnum.
bá verði kannað, hvernig
háttað er verðlagningu er-
lendra kennslubóka i verzlun-
um, með það fyrir augum að
tryggja, að þær séu á
boðstólum á hóflegu verði”.
Flutningsmenn tillögunnar
voru þeir Stefán Gunnlaugs-
son (A) og Karl Steinar
Gunnlaugsson (A).
Framkvæmdaáætlun
fyrir
Noröurlandskjördæmi
vestra
Á sama þingfundi var eftir-
farandi tillaga samþykkt,sem
ályktun Alþingis:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að fela Fram-
kvæmdastofnun rikisins að
gera, i samráði við Fjórðungs-
samband Norðlendinga, sér-
staka framkvæmdaáætlun
fyrir Norðurlandskjördæmi
vestra vegna hins mikla og
stöðuga atvinnuleysis i kjör-
dæminu”.
Flutningsmaður tillögunnar
var Pétur Pétursson (A), en
allsh.nefnd gerði litillegar
breytingar á henni og sam-
þykkti að láta hana hljóða svo
sem áður er frá greint.
Rekstraraðstaða
félagsheimila
bá var á fundi i Sameinuðu
þingi á þriðjudaginn sam-
þykkt að visa eftirfarandi til-
lögu til rikisstjórnarinnar með
tilmælum um það, að hún
kanni möguleika til að bæta
rekstraraðstöðu félagsheimil-
anna.
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að beita sér
fyrir þvi, að ráðstafanir verði
gerðar til þess að veita félags-
heimilum úti á landsbyggðinni
bætta rekstraraðstöðu.
Ráðstafanirnar miði að þvi, að
tryggja megi eðlilegan rekst-
ur félagsheimilanna, einkum
með tilliti til þess menningar-
lega hlutverks, sem
félagsheimilunum ber að
rækja”.
Flutningsmaður þessarar
tillögu var Helgi F. Seljan
(AB).
Stjórnarfrumvarp til nýrra hafnarlaga:
12% af árlegum ríkis-
framlögum til hafna
fari til Hafnarbótasjóðs
EB-Reykjavik.
A fundi i Sameinuðu þingi s.I.
föstudag, mælti Gisli Guðmunds-
son (K) fyrir þingsályktunar-
tillögu þeirri, er hann flytur um
endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Ennfremur mælti Gunnar
Thoroddsen (S) á sama fundi fyr-
ir tillögu, er hann flytur um sama
efni.
Gisli Guðmundsson, ( F) rakti i
upphafi máls sins söguleg atriði
þessara mála, en vék siðan að
efni tillögunnar, er hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að stofna til
endurskoðunar stjórnarskrár lýð-
veldisins tslands og fela rikis-
stjórninni að skipa til þess 10
manna nefnd samkvæmt tilnefn-
ingu eftirgreindra aðila: 1. Al-
þingi tilnefni 5. 2. Lagadeild Há-
skóla íslands tilnefni 2. 3. Hæsti-
l'éttur tilnefni 3, og einn þeirra sé
formaður nefndarinnar.
Nefndin taki m.a. til athugunar
eftirtalin efnisatriði:
1. Korsetaembættið.
Hvort fyrirkomulag æðstu
stjórnar tslands sé svo heppilegt
sem það gæti verið, og hvaða
skipan hennar mundi vera bezt
við hæfi þjóðarinnar.
2. Skipting Alþingis i deildir.
Hvort hún se' úrelt orðin og ein
málstofa hagfelldari.
3. Aðgrcining löggjafarvalds,
framkvæmdavalds og dóms-
valds.
Hvort þörf sé skýrari ákvæða
um þessa greiningu.
Ekki rétt
að endur-
skoða
vatnalögin
- fyrr en úrskurðir
dómstóla liggja fyrir
EB — Reykjavik.
Miklar umræður urðu um raf-
orkumálin á fundi i Sameinuðu
Alþingi s.l, þriðjudag, þegar
Magnús Kjartansson iðnaðarráð-
herra mælti fvrir þingsályktunar-
tillögu rikisstjórnarinnar um þau
mál. Margir þingmenn úr Sjálf-
stæðisflokknum gerðu athuga-
semdir við tillöguna, m.a. for-
maður flokksins, Jóhann
llafstein, en komu ekki fram með
heildarstefnu i þeim málum.
t þessum umræðum gerði
Jóhann llafstein athugasemd við
það, að stjórnvöld hefðu lagt nið-
ur nefnd þá, er skipuð hafði verið
til að endurskoða vatnalögin.
ólafur Jóhannessonforsætis-
ráðherra, kvaddi sér hljóðs,
vegna þessarar athugasemdar
þingmannsins og sagði m.a., að
ýms málaferli, er snertu vatna-
lögin, væru nú i gangi hér á landi,
t.d. mál i sambandi við Mývatn,
Laxárvirkjun og almenninga á
Suðurlandi. Rétt hefði þótt að
endurskoða ekki gildandi vatna-
lög fyrr en úrskurðir dómstóla i
þessum málum, væru fyrir hendi.
bað væri óeðlilegt að gripa
þannig fram fyrir hendur dóm-
stólanna.
— betta er fyrst og fremst
ástæðan fyrir þvi, að ég taldi rétt
að leggja nefndina niður, sagði
Ólafur Jóhannesson siðan.
4. Samskipti við önnur riki.
Nauðsyn ákvæða, er marki rétt
rikisstjórnar og Alþingis til
samninga við aðrar þjóðir.
5. bjóðaratkvæði.
Ákvæði um, hvenær rétt sé eða
skylt að láta fram fara þjóðarat-
kvæðagreiðslu — og hvað hún
gildi.
(i. Kjörgengi.
Hvort ástæða sé til að tak-
marka kjörgengi meir en nú er
gert i 34. gr. stjórnarskrárinnar.
7. Kjördæmaskipan.
Hvort rétt sé að breyta kjör-
dæmaskipuninni á þá leið, að
landinu öllu verði skipt i ein-
menningskjördæmi, þar sem
aðalmenn og varamenn verði
kosnir saman óhlutbundnum
kosningum, en uppbótarþing-
menn engir.
S. bingflokkar.
Hvort þörf sé lagasetningar um
skyldur og réttindi þingflokka.
9. Ný skipting landsins i sam-
takaheildir.
Hvort æskilegt sé að taka inn i
stjórnarskrána ákvæði um skipt-
ingu landsins i fylki eða aðrar
nýjar samtakaheildir, er hafi
sjálfstjórn i sérmálum, enda leiti
nefndin um þetta álits sýslu-
nefnda, bæjarstjórna, borgar-
stjórnar Reykjavikur, Sambands
isl. sveitarfélaga og sérsam-
banda sveitar- eða sýslufélaga i
einstökum landshlutum.
III. Itráðahirgðalög.
Ilvort ástæða sé til að kveða
nánar á en nú er gert um útgáfu
bráðabirgðalaga og gildistima.
11. Kignakaup og eignasala rikis-
ins.
Hvort þörf sé nýrra ákvæða um
eignakaup og eignasölu rikissjóðs
og rikisstofnana.
12. óeðlileg verðhækkun lands og
fasteigna.
llvort gerlegt sé og nauðsyn-
legt, að hindra með stjórnar-
skrárákvæði óeðlilega verðhækk-
un lands og fasteigna.
13. Héttur og skylda til starfs.
Hvort ástæða sé til að kveða á
um rétt og skyldu verkfærra þjóð-
félagsþegna til starfs.
14. Jöfn menntunaraðstaða.
Hvort kveða skuli á um, að
þjóðfélaginu sé skylt að sjá svo
um, að börnum og ungmennum,
hvar sem þau eiga heima á land-
inu, skuli gert kleift að afla sér al-
mennrar menntunar.
15. Vörn landsins.
Hvort ákvæði 75. gr. stjórnar-
skrárinnar eigi þar heima á kom-
andi timum.
l(i. bingsetningartimi.
Ilvort rétt sé, að i stað ,,15. dag
febrúarmánaðar” i 35. gr.
stjórnarskrárinnar komi annar
timi, t.d. 1. október.
17. llækkun rikisútgjalda.
Hvort rétt sé að kveða nánar á
en nú er gert um frumkvæði að
hækkun rikisútgjalda.
18. Mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna.
Hvort bæta skuli ákvæðum úr
mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna við VII kafla
stjórnarskrárinnar og breyta 70
gr. hennar með hliðsjón af
nútimalöggjöf.
19. Skyldur við landið.
Hvort tilhlýðilegt sé og gagn-
legt til leiðbeiningar á komandi
timum, að stjórnarskráin hefjist
á yfirlýsingu um skyldur þjóðar-
innar við landið og um nauðsyn
landsbyggðar, enda jafnframt
kveðið á um þá almennu reglu, að
fasteignir og náttúruauðæfi séu i
eigu tslendinga.
2(1. Stjórnlagaþing.
Hvort ráðlegt sé, að sérstak-
lega kjörið stjórnlagaþing fjalli
um stjórnarskrána.
Með opinberri tilkynningu skal
þeim, er þess kynnu að óska, gef-
inn kostur á að koma á framfæri
við nefndina skriflegum og skrif-
lega rökstuddum breytingartil-
lögum við núgildandi stjórnar-
skrá fyrir þann tima, sem nefndin
ákveður.
Nefndin ljúki störfum svo fljótt
sem unnt er og skili tillögum
sinum til Alþingis. Skal að þvi
stefnt, að lýðveldisstjórnarskrá
geti tekið gildi á árinu 1974.”
TILLAGA Gunnars
Thoroddsens
er svohljóðandi:
,,Alþingi ályktar að efna til
endurskoðunar á stjórnar-
skránni. Undirbúningur þess
verks skal falinn ellefu manna
stjórnarskrárnefnd, er þannig sé
skipuð, að Alþingi kýs sjö menn.
Hæstiréttur nefnir tvo og laga-
deild Háskóla tslands aðra tvo.
Forsætisráðherra kveður nefnd-
ina saman til fyrsta fundar.
Nefndin skiptir sjálf með sér
störfum.
Stjórnarskrárnefndin skal
semja frumvarp til nýrrar
stjórnarskrár.
Stjórnarskrárnefnd gefur þeim
hagsmuna- og áhugamannasam-
tökum i landinu, er hún telur
ástæðu til, kost á að láta i té til-
lögur um endurbætur á stjórnar-
skránni.
Nefndin skal haga störfum svo,
að leggja megi tillögur hennar
fyrir Alþingi 1974.
Kostnaður við störf stjórnar-
skrárnefndar greiðist úr rikis-
sjóði.”
EB-Reykjavik.
Á fundi i Sameinuðu þingi i
fyrradag var eftirfarandi tillaga
samþykkt sem ályktun Alþingis:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að hlutast til um, að
Seðlabankinn veiti viðskipta-
bönkunum nú þegar sérstök lán
til að koma rekstraraðstöðu iðn-
fyrirtækja i viðunandi horf.
Rekstrarlán til þeirra fyrirtækja,
sem sett geta viðunandi trygg-
ingu, verði veitt i samræmi við
þær lágmarksreglur, sem nú skal
greina:
a) Fyrirtækin fái vixlasölu-
heimildvvixilkvóta) til sölu á allt
að 90 daga löngum vixlum, er
EB-Reykjavik.
Rikisstjórnin hefur lagt fyrir
Alþingi frumvarp til hafnarlaga,
sem samið er af nefnd, er skipuð
var 19. mai i fyrra. Taldi nefndin,
að verulcgt átak þyrfti að gera til
þe ss að létta af hafnarsjóð-um
þeirri fjárhagsbyrði, sem á þeim
livilir nú, og væri það ekki á ann-
an hátt gert en með auk inni
þátttöku rikisins i hafnarfram-
kvæmdum. bær breytingar, sem
nefndin taldi þýðingarmest, að
gerðar yrðu á lögum i þessu
skyni, eru eftirfarandi sam-
nemi allt að þriggja mánaða
framleiðslu þeirra.
b) Auk þess fái fyrirtækin^yfir-
dráttarheimild á reikningslanum
(hlaupareikningsyfirdrátt), er
svari til þriggja mánaða kaup-
greiðslu viðkomandi fyrirtækis.
Að þvi er varðar báða ofan-
greinda liði, skal miðað við
meðaltalsframleiðslu og meðal-
talskaupgreiðslu s.l. tvö ár.”
Flutningsmenn tillögunnar
voru sjö þingmenn Framsóknar-
flokksins, þeir Þórarinn Þórar-
insson, Ingvar Gislason, Jón
Skaftason, Jónas Jónsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Bjarni
Guðbjörnsson og Ásgeir Bjarna-
son.
kvæmt athugasemdum frum-
varpsins:
1. Framkvæmdir, sem styrktar
eru með 75% framlagi af rikisfé,
eru auknar frá þvi sem áður var,
jafnfr. gerð' skýrari mörk milli
þeirra framkvæmda, sem njóta
75 og 40% ríkisátyrks. Aðalbreyt-
ingin er fólgin i þvi, að bryggjur
og viðlegukantar, sem áður nutu
40% rikisstyrks, munu sam-
kvæmt tillögunum njóta 75%
rikisstyrks. Samkvæmt upplýs-
ingum Hafnamálastofnunarinnar
hefur meðalframlag rikissjóðs til
hafnaframkvæmda, siðan núver-
andi lög tóku gildi, numið um og
yfir 60%, á árinu 1971 63%, og
gæti raunveruleg kostnaðarþátt-
taka rikissjóðs þvi hækkaað úr
63% i um það bil 72 — 74%, en
nokkuð er enn af framkvæmdum,
þar sem rikissjóður greiðir 40%
af stofnkostnaði. Þar eru dráttar-
brautir þýðingarmestar.
2. Nefndin telur óhjákvæmilegt,
að Hafnabótasjóður verði efldur.
Er gert ráð fyrir, að framlag til
sjóðsins nemi 12% af árlegum
framlögum rikisins á fjárlögum
til hafnarmannvirkja og lend-
ingarbóta, en framlagið verði þó
aldrei lægra en 25.0 millj. kr.
Auk þess koma til eigin tekjur
Hafnabótasjóðs, en þær eru enn
sem komið er óverulegar. Fram-
angreindar tillögur nefndarinnar,
um hækkun rikisframlags og efl-
ingu Hafnabótasjóðs, myndu,
miðað við framlög á fjárlögum
1972, hafa i för með sér útgjalda-
aukningu rikissjóðs, sem næmi
um 30-35 millj. kr.
3. I ákvæðum til bráðabirgða er
gert ráð fyrir þvi, að gerðar verði
sérstakar ráðstafanir til að létta
greiðslubyrði þeirra hafnarsjóða
af löngum lánum, sem verst eru
settir.
Alyktun Alþingis:
Rekstraraðstöðu iðn-
fyrirtækja verði komið
í viðunandi horf
- Seðlabankinn veiti viðskiptabönkunum
sérstök lán í þessu skyni