Tíminn - 04.05.1972, Side 14
14
TÍMINN
Fimmtudagur 4. mai 1972.
Ég þakkaði henni kærlega fyrir,
hringdi til Max og sagði honum,
hvar ég væri niðurkomin.
Við áttum þarna yndislega
daga. Við Jónatan fórum i
margar bilferðir i hinu fagra vor-
veðri, og ég naut tilverunnar. Við
vorum ekki fyrr búin að fjarlægja
okkur frá Fairfield, en Jónatan
var aftur orðinn maðurinn, sem
ég þekkti og elskaði. Ég gat ekki
lengur lokað augunum fyrir þvi,
að hann var tvær ólikar mann-
gerðir. Ifjá mér var hann maður,
sem sérhver kona mundi geta
elskað — kurteis, látprúður,
bliður og tillitssamur — maður,
sem ég gat örugglega kastað mér
i fangið á. En á heimili sinu var
hann ekki annað en klaufalegur
skólastrákur i vasa móður sinnar,
og fullkomlega hamingjusamur
með að vera i þessum vasa.
Ég fór að gera það upp við mig i
huga minum hvort ég yrði nokk-
urntima þess umkomin að brjóta
hin ónáttúrlegu bönd, sem lágu á
milli Mildred Blaney og sonar
hennar. Gat min unga ást keppt
við þessa barnslegu aðlöðun, sem
var svo gömul og rótgróin?
Stundum óttaðist ég það, sem
framtiðin kynni að bera i skauti
sinu, en ég reyndi af öllum mætti
að hrinda frá mér öllum illum
hugboðum og treysta á æsku
mina og ást til sigurs.
Mér var það fyllilega ljóst, að
fyrstu mánuðir hjónabandsins
mundu verða þungir i skauti, en
ég þakkaði guði fyrir þessa
Ameriku-ferð, sem ég taldi nú
fast ráðna. Þvi lengra sem við
vorum frá Mildred Blaney, þess
meiri likur voru til þess,að við
gætum orðið hamingjusöm hjón.
Þegar við svo kæmum til baka
gátum við flutt i ibúðina mina i
Lundúnum. Og eitt var alveg
visl: ég mundi ekki fara i margar
heimsóknir til Fairfield.
Þessa daga gerði ég allt sem ég
gat til þess aö Jónatan héldi skapi
sinu og karlmennsku. Ég stakk
stöðugt upp á löngum bilferðum,
og þegar svo bar undir, hringdum
við til Fairfield og sögðum að við
borðuðum úti. Hafi frú Blaney
ekki likað þetta, þá hefur hún
stillt sig vel, þvi aldrei sagði hún
eitt aukatekið orð um þetta fram-
ferði okkar. En þegar við komum
heim var jai'nan heitt kaffi i eld-
húsinu ásamt smurðu brauði. Við
hliðina var alltaf miði með hlýrri
kveöju undirritaður „mamma".
Á fimmtudaginn vorum við á
uppboði fyrir hádegi. Að þvi loknu
ókum við beina leið til Fairfield.
Við ætiuöum okkur til Lundúna
um kvöldið til þess að sjá frum-
sýningu, sem ég vildi alls ekki
missa af. Ég þurfti að koma við
heima hjá mér til þess að hafa
fataskipti, þvi ég gat átt það vist
að vera boðin i samkvæmi eftir
sýninguna.
En á Fairfield var allt i upp-
námi þegar við komum. Frú
Blaney flóði i tárum og veifaði
sendibréfi. Stella og Maeve voru
á þönum i kringum hana, og
reyndu að róa hana eftir föngum.
Jónatan þaut strax til hennar.
Stella sagði: — Það er útaf Fleur
— hún segist hafa trúlofað sig —
ja, manni sem hún hefur aðeins
kynnzt i fáeina daga. Mamma er
alveg viti sinu fjær.
— Er það Ameríkumaður?
spurði ég.
— Nei, Breti. Fleur tók þátt i
einhverskonar spurningaþætti i
sjónvarpi, og þar hittust þau
Hann heitir Christopher Benthill.
— Chris Benthill?
Allir snéru sér að mér. —
Þekkir þú manninn, Kay? spurði
Jónatan.
— Ég hef aldrei séð hann, en
ég hef heyrt af honum sagt. Hann
er mjög þýöingarmikil persóna i
heimi leiklistarinnar. En þau
höfðu engan áhuga á þvi, hvað
Christopher Benthill var —
aðeins að hann var maðurinn,
sem Fleur ætlaði sér að gift-
ast. . . . og þeim öllum ókunn-
ugur. A meðan ég horfði á syst-
kinin fiykkjast utanum frú
Blaney, varð mér hugsað, hversu
undarlegt það mætti teljast að
kynnast Chris Benthill gegnum
Blaney-fjölskylduna. Tvivegis
höfðu vegir okkar næstum legið
saman, en ekki orðið af. Það hafði
verið ráð fyrir þvi gert að hann
yrði leiksviðsstjóri i einu af fyrsta
leikritinu, sem ég var með i, en
skipt um mann á siðustu stundu.
Einnig átti hann að standa fyrir
sjónvarpsþætti, sem ég var með i,
en þess i stað fór hann til
Ameriku. Ég varð talsvert leið
yfir þessu, þvi mér hafði verið
sagt,að maðurinn væri mjög lif-
rænn og jafnvel snillingur.
Jónatan hélt i hönd móður
sinnar og las bréfið frá Fleur. —
Heyrðu mamma, þetta bréf er
skrifað fyrir viku siðan — Þú
veizt nú hvernig Fleur er —• hrif-
næm og ör. Þegar þú færð næsta
bréf frá henni er hún sjálfsagt
búin að gleyma manninum.
— Fleur getur verið svo kæru-
laus. . . .
— En hún mun þó aldrei gera
þaö, sem hún veit að þér er á móti
skapi, mamma, skaut Stella inn i.
— Ég er sannfærð um, að
ykkur mun geðjast mjög vel að
Chris Benthill, sagði ég til að
reyna að róa þau ef hægt væri. —
Allir hafa gott eitt um hann að
segja. Hann er ákaflega vinsæll,
og atgervismaður á sinu sviði.
Mildred Blanev snéri sinu litla,
þurra andliti að mér. — Það var
aílt annað mál með þig, Kay.
Eiginlega þekktum við þig tals-
vert áður en þú komst hingað til
okkar til frekari kynna. Jónatan
talaði auðvitað mikið um þig, og
svo sáum við þig á hverjum
sunnudegi i sjónvarpinu. En þessi
maður kemur hingað algjörlega
framandi — og Fleur talar um að
giftast honum þegar i stað. Svo ég
segi eins og er, mun ég gera allt
sem ég get til þess að hindra það.
Að minnsta kosti mun ég halda
fast við það,að þau láti liða hæfi-
lega langan tima til gift-
ingarinnar.
— Haldið þér virkilega að það
væri skynsamlegt, sagði ég salla-
rólgg. — Þrátt fyrir allt er Fleur
ekkert barn lengur. Af svipnum á
andlitunum, sem á mig störðu,
skildi ég,að ég hafði gert ófyrir-
gefanlegt glappaskot með þvi að
setja óbeinlinis út á það, sem frú
Blaney hafði sagt.
— Ég held að þú verðir að
viðurkenna að mamma er færust
til að segja til um það sem er
Fleur fyrir beztu, sagði Jónatan.
Mig langaði til þessa að svara
honum og segja.að mæðrum mis-
sýndist stundum, og kannski
Fleur vissi bezt sjálf hvað væri
henni fyrir beztu. En ég beit i
varir minar. Seinna fór Jónatan
með mig afsiðis og sagði,að við
gætum ekki farið til Lundúna
þetta kvöldið. Ég spurði undrandi
hversvegna, og hann svaraði
kuldalega: — Það hlýturðu að
geta skilið, Kay. Mamma er
alveg utan viðsig. Það var honum
næg ástæða.
Þetta var hundleiðinlegt kvöld.
Þau lásu bréfið frá Fleur aftur og _
aftur og ræddu það fram og aftur.
Mig langaði mest af öllu til þess
að æpa. Við sátum inni i dagstof-
unni og drukkum kaffi, þegar
hringt var dyrabjöllunni. Lindsay
gekk fram til þess að opna. Við
heyrðum raddir i anddyrinu, og
svo var dyrunum svipt upp.
Ung og glæsileg stúlka hljóp inn
og kastaði sér um hálsinn á frú
Blaney. Ég skildi strax að þarna
var Fleur komin. Systkinin um-
kringdu þær. Það var augljós
fagnaðarfundur. Aðeins ég stóð
ein út af fyrir mig — nei, ekki
aðeins ég, maðurinn, sem hafði
gengið á eftir Fleur inni stofuna,
stóð einnig fyrir utan hringinn.
Það var dökkhærður maður með
karlmannlegt, skarpleitt andlit,
og vökul, greindarleg augu. Hann
horfði til min og augu okkar
mættust.
Eins og úr fjarlægð heyrði ég
rödd Fleurs: — Kæru þið, við gát-
um ekki beðið — við Chris giftum
okkur áður en við flugum.
Ég stóð áfram kyrr og horfði á
Chris Benthill, og ég held að við
höfum bæði fundið það á þessu
augnabliki að við stóðum utanvið
Blaney-fjölskylduna — og að svo
mundi jafnan verða.
3. kapítuli.
Það var ekki lengur en eitt
andartak, sem við Chris horfð-
umst i augu, en það hefði allt að
einu getað verið heil eilifð. Fleur
sleit sig lausa úr örmum fjöl-
skyldunnar og gekk tii Chris. Hún
dró hann með sér inn i hringinn,
hlægjandi, hamingjusöm og stolt.
En á þessu stutta augnabliki, sem
við höfðum horft i augu hvors
annars, vissi ég — vissum við
1) Borg — 6) Snæbráðnun — —5) Ismar — 7) Iða —8) Lag
10) Mjöður — 11) Trall — 9) Uml — 13) Nit — 14) Ata
12) Berrar — 15) Ræna —
Lóðrétt
2) Vond — 3) Kona — 4)
Login — 5) Strax — 7) Strák
— 8) Farkost — 9) Fiska —
13) Matur — 15) Fótavist —
Ráðning á gátu No 1097
Lárétt
1) Hanga — 6) Vitlaus — 10)
Æð — 11) MM — 12) Rangala
— 15) Ættar. —
lll ll llliÍ,
I
FIMMTUDAGUR
4.maí
7.00 Morgunútvarp. Morgun-
stund barnanna kl. 8.45.
Anna Snorradóttir byrjar
lestur á sögunni ,,Hérna
kemur Paddington” eftir
Michael Bond i þýðingu
Arnar Snorrasonar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar
13.00 A frivaktinni. Eydis Ey-
þórsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.30 Viktoria Benediktsson
Þórunn Elfa Magnúsdóttir
flytur siðara erindi sitt.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar:
Musica Antiqua
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 „Rórill” kvartett eftir
Jón Nordal.
19.45 „Heimsljós” eftir
Halldór Laxness. Leik- og
lestrardagskrá fyrir útvarp,
saman tekin af Þorsteini Ó
Stephensen eftir upphafi
þriðja bindis, Húss skálds-
ins (Einnig áður flutt 23.
f.m. Leikstjóri Helgi
Skúlason.
20.40 Frá Berlinarútvarpinu.
Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins leikur.
21.30 Aldarafmæli tilskipunar
um sveitarstjórn á islandi.
Lýður Björnsson cand. mag
flytur erindi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. A
skjánum.Stefán Baldursson
fil. cand. stjórnar leiklistar-
þætti
22.45 Létt músik á siökvöldi:
Sænsk tónlist.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
BIBLÍAN
og
SALMABÓKIN
nýja
fást i bókaverzlunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL.BIBLÍUFÉLAG
(£>u66rar»6es>tafu
HALLl. IIMSUUIU • EEYIJAVIK
BÆNDUR
Við seljum:
Fólksbila,
Vörubila,
Dráttarvélar,
og allar gerðir
búvéla.
BÍLA, BÁTA OG
VERÐBRÉF ASALAN.
Við Miklatorg.
Simar 18675 og 18677.