Tíminn - 04.05.1972, Side 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 4. mai 1972.
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson
„Vormenn islands, yðar biða
eyðiflákar heiðalönd.” Seinni
hluta 19. aldar gekk sterk hreyf-
ing yfir Norðurlönd, um aukið
manngildi þegnanna og verð-
gildi lands. Forgöngumenn
þessarar hreyfingar höfðu kjör-
orðið: „Ræktun lýðs og lands”.
Þeir sáu þjóð sina vaxa, með
aukinni menntun og menningu
alþýðu i landinu, jafnhliða tók
hreyfingin með sér ýms bar-
áttumál, sem þjóðfélaginu voru
til hagsbóta, s.s. umbætur á
þegnrétti, andlegri og likam-
legri menntun, baráttu fyrir
landsréttindum, sjálfstæðismál
ofl., sem til umbóta horfði, og
siðast og ekki sizt, gera landið
fagurt og fritt með aukinni
ræktun, uppbyggingu atvinnu-
lifs og menntastofnana.
Skáld og rithöfundar þess
tima, ortu hvatningar og frelsis-
ljóð, sem munu verða sigild
meðal Norðurlandaþjóða s.s.
Grundtvig i Danmörku og Ver-
geland i Noregi ofl.
Æskan fylltist eldmóði, gerð-
ist stórstig i umbólum og fram-
tiðaráætlunum og vann með
eindæma dugnaði að fram-
kvæmd þeirra, svo við i dag
undrumst afköst þeirra kyn-
slóða, sem þá var i æsku, hve
stórkostlegum grettistökum var
lyft með takmarkaðri tækni,
enda oftast ekki til staðar eða
þekkt á þeim tima.
Almenningur á Norðurlönd-
um fékk nú kost á stóraukinni
menntun, meö tilkomu lýð-
háskólanna, er voru eitt af aðal-
málum hreyfingarinnar. Var
svo stórt stökk stigið, að alþýðu-
menntun þessara þjóða var tal-
in með þvi bezta, er þekktist i
heiminum.
Til islands barst ungmenna-
félagshreyfingin fyrst til Akur-
eyrar, og var fyrsta u.rnf. stofn-
að 1906. Var þar fremstur i
flokki Jóhannes Jósefsson, siðar
hótelstjóri á Hótel Borg i
Reykjavik, en hann var einn
hinn frægasti iþróttamaður á Is-
landi og viðar um lönd.
Siðar voru svo stofnuð ung-
mennafélög i flestum héruðum
landsins, og voru þau ekki bund-
in við ákveðin sveitafélög, eða
hreppa, heldur svæði, sem
henta þótti til samstarfs. Verk-
efni, sem félögin tóku sér fyrir
hendur, voru tröllaukin, og
óskiljanlegt hve miklu starfi var
afkastað i ýmsum þeirra, og það
við hin frumstæðustu skilyrði,
enda má sjá hin djúpu spor
þeirra viða i sveitum og kaup-
stöðum landsins, og á opinber-
um vettvangi sjást menjar af
starfi þessara manna, i flestum
menningarstofnunum þjóð-
félagsins i dag.
Nú, þegar mörg af umbóta-
félögum á Islandi, sem mest og
bezt hafa unnið að uppbyggingu
flestra nytsamra stofnana i
þjóðfélaginu, eiga nú hvert af
öðru milli 50 og 70 ára afmæli —
vil ég minnast eins ungmenna-
félags.sem átti 60 ára starfsaf-
mæli á siðasta ári.
Það var stofnað hinn 23. júli
1911 og mun vorhugur hafa ver-
ið rikur mfðal stofnenda, þvi aö
félagið var skirt „Dagrenning”
og var fjílagssvæðið Lundar-
reykjadalur og meginhluti
Skorradais, svo og nokkur hluti
Bæjarsveitar og auk þess ein-
staklingar viðar að úr nærliggj-
andi sveitum.
Fyrstu stjórnendur félagsins
voru:
Jón ívarson formaður, far-
kennari i Lundarreykjadal, Elin
Vigfúsdóttir gjaldkeri, nú hús-
freyja að Laxamýri, Böðvar
Jónsson ritari, bóndi Brennu.
Sá, sem var hvatamaður að
stofnun Umf. Dagrenning 1911,
var farkennari sveitarinnar,
Jón Ivarson frá Steðja i Flóka-
dal. Hann var mjög góður kenn-
ari og sannur æskulýðsleiðtogi,
gæddur sérstökum hæfileikum
til að stjórna, jafnhliða sem
hann var góður skipuleggjari og
sá lengra fram en þá gerðist
meðal alþýðumanna. Og siðar,
er honum voru falin störf,
hvort heldur þau voru i félags-
samtökum, eða I rikisins þágu,
komu fram hjá honum þessir
Stofnendur Dagrenningar, er mættir voru á 60 ára afmælinu: Aftari röð: Jón Ivarsson, Einar Vest-
mann og Guðmundur Einarsson. Fremri röð: Ingibjörg Magnúsdóttir, Petrina Jónsdóttir og Sólveig
Jónsdóttir.
Ungmennafélagið
Dagrenning 60 ára
góðu eiginleikar, svo sem ósér-
hlifni og óeigingirni. Hann vann
að ölium þeim vandasömu
störfum, sem honum voru falin,
af alúð og fádæma dugnaði.
Stofnendur Dagrenningar
voru 24, og fjölgaði þeim ört
næstu árin, þar til að flestir ung-
ir menn og konur á félags-
svæðinu voru orðnir félags-
menn. Af stofnendum voru 13 á
lifi, að 60 árum liðnum og voru
það: Ingibjörg Magnúsdóttir frá
Iðunnarstöðum, Guðrún
Magnúsdóttir frá Iðunnarstöð-
um, Kristin Jónsdóttir frá
Brennu, Pálina Jónsdóttir frá
Brennu, Sólveig Jónsdóttir frá
Brennu, Gunnar Einarsson,
Brautatungu, Guðmundur
Einarsson, Brautartungu, Elin
Vigfúsdóttir Gullberastöðum,
Jón tvarsson framkv. stj., Rvik.
Einar Vestmann, Lundi, Petrin
Jónsdóttir Krossi, Björn Guð-
mundsson Eyri, (nú nýlega lát-
inn) Alls hafa gengið i félagið
314 menn og konur og hafa
margir þeirra lagt mikið af
mörkum til félagsstarfseminn-
ar, og ef erfiðleikar steðjuðu að
heimilum á félagssvæðinu,
söfnuðu u.m.fél. liði og reyndu i
fritima sinum að veita þeim
heimilum aðstoð, einkum um
heyskapartimann.
Félagsheimili.
A fyrstu starfárum félagsins,
eða til 1916, voru fundir haldnir i
Sóknarkirkjunni að Lundi, með
leyfi sóknarnefndar og prests-
ins, sem var séra Sigurður
Jónsson, sem reyndist allri
starfsemi félagsins sönn
hjálparhella. Árið 1916 gaf hann
félaginu 1 ha. úr Lundarlandi
undir félagsheimili, sem hafin
var þá þegar bygging á, og
sýndu félagsmenn fádæma
dugnað við byggingu þess, bæði
karlmenn og kvenfólk, og ber að
minnast sérstaklega smiðsins,
Þorsteins bónda og hreppstjóra
að Skarði, fyrir hans skipulagn-
ingu og góðrar fyrirgreiðslu á
allan hátt.
Þar var heimili félagsins um
rúm 30 ár, eða þar til einn af
stofnendum félagsins gaf þvi
land undir félagsheimili úr jörð
sinni, Brautartungu, með afnot-
um af jarðhita og land undir
iþróttavöll, sem mun i framtið-
inni ómetanleg eign, þar sem
staðurinn er mjög vel i sveit
settur, og býður upp á sam-
eiginlega starfsemi félagsins
s.s. iþróttir, fundi og skemmti-
samkomur, jafnhliða sem þar
hefir verið byggð sundlaug, við
hlið húsins, sem er mjög hag-
kvæmt fyrir iþróttastarfsem-
ina.
Áður hafði félagið byggt sund-
laug nærri Englandshver, og
var hún notuð fyrstu áratugina
og var vel sótt, og lærðu félags-
menn margir sund þar, en hún
var illa staðsett og með hinni
höfðinglegu gjöf Gunnars i
Brautartungu var sameigin-
legri starfsemi fullnægt i einum
og sama staðnum.
Menningarstarf.
Eitt hið fyrsta, er byrjað var
á,var að koma upp bókasafni,
sem varð mjög vinsælt, og á
þann hátt skapa aðstöðu til að
komast i samband við bók-
menntir, bæði innlendar sem er-
lendar, og á nú félagið um 3000
bindi, og er óhætt að segja,að
það hefir orðið fólki á félags-
svæðinu að ómetanlegu gagni.
Auk þess hefir verið haldið uppi
leikstarfsemi, svo og haldið
uppi blaðútgáfu og heitir
félagsbl. Geisliþarsem félags-
menn hafa getað túlkað sin
áhugamál.
Tómstundastarfsemi hefur
verið eitt af mörgum störfum
félagsins, og hafa þar verið leik-
ir, spil, tennis, bobb, tafl og
margt fleira. Svo hefir verið
farið i sumarferðalög á vegum
félagsins og unnið að margvis-
legu samstarfi innan félags-
svæðisins.
íþróttir
Eitt af aðalstörfum félags
hafa verið iþróttir, og þær mjög
fjölbreyttar, ef tillit er tekið til
aðstæðna þar, félagssvæðið er
Samkomugestir á 60 ára afmæli UMF Dagrenníng að Brautartungu
dreifbýlt og fámennt. Þar hafa
verið stundað: glimur, frjáls-
iþróttir, sund, knattspyrna o.fl.
Ýmsir einstaklingar hafa skar-
að fram úr, og orðið landsfrægir
bæði fyrr og nú, og vil ég nefna
hér 2 hlaupara þá Bjarna
Bjarnason, Gisla Albertson. 1
glimu Björn Vigfússon o.fl. Nú
bera merki iþróttanna þau
Björk Ingimundardóttir, Hæli
og Július Hjörleifsson, Tungu-
felli.
I stjórn Dagrenningar eru nú
Sigurður Kristjánss. Odd-
stöðum formaður, Ölafur
Jóhanness. Hóli ritari, Ingvar
Ingvarsson Hvitárbakka gjald-
keri, Þorsteinn Þórsteinsson
varaformaður.
Ungmennafélagið hvatti til
andlegra og verklegra dáða.
Unga fólkið sótti menntun sina
til kennaraskólans i Reykjavik
og alþýðuskólanna, einkum
Hvitarbakka og fleiri alþýðu-
skóla og þaðan til æðri skóla,
þeirsem hugsuðu til framhalds-
náms.
Flestir munu hafa sótt
Hvitarbakkaskólann einkum
fyrstu áratugina. Þar voru góðir
kennarar, sem ýttu undir fram-
farir og vöktu áhuga nemenda á
gildi menntunar fyrir
almenning og þjóðina i heild.
Margir þeir, sem höfðu aukið
manngildi sitt, lögðu siðar
hornsteina og grundvöll að
félagsmálastarfi i héraði. og
voru aðalstarfskraftar i ung-
mennafélaginu. Dagrenning,
minnsta kosti fyrstu áratugina.
Félagssvæðið mun hafa náð
til um 40 heimila. Menningar-
straumar og framfaraþróun,
sem félagið vann að, mun hafa
haft geysimikil áhrif á heimilin,
þvi að af þessu félagssvæði
munu nú vera 6 kennarar við
Háskólann i Reykjavik, læknar,
skáld, rithöfundar, og fram-
kvæmdastjórar hafa komið
þaðan, svo og góðir iþrótta
menn.
Ungmennafélögin hafa unnið
isienzku þjóðinni meira gagn,
en nokkur annar félagsskapur i
landinu á 60 ára timabili. Þau
hafa lagt fram af fórnarlund
starf til uppbyggingar fjöl-
mörgum framfaramálum
landsins s.s.: Sjálfstæðis-
málinu, fánamálinu, mennta-
stofnunum æðri sem lægri,
samgöngu- og siglingamálum,
landhelgis- og landvarnar-
málum. 1 iþróttamálum og
likamsrækt liggur stórvirki eftir
þau viða meðal þjóðarinnar, og
siðast og ekki sizt menning sú,
sem þau hafa unnið að i dreif-
býli landsins, enda er það min
skoðun, að ef ungmennafélögin
hefðu haft sömu aðstöðu og þau
höfðu framan af öldinni, mundi
æska Islands, vera betur á vegi
stödd i þéttbýlinu en hún er i
dag, þar sem starfsemi að upp-
byggingu félagsheimila hennar
hafa verið að nokkru frá henni
tekin og fengin i hendur fjár-
aflamönnum, sem einungis
hugsa um aurana sina, i stað
þess að lofa æskufólkinu að
byggja upp fyrir framtiðina
eftir æðri hugsjónum sinum.
„Ef æskan vill rétta þér örvandi
hönd þá ertu á framtiðarvegi”
Að lokum vil ég minnast
þeirra góðu móttöku, sem við
utansveitar félagar urðum
aðnjótandi á 60 ára afmælinu i
sumar, sem sýndi góðan félags-
anda, þar sem kvenþjóðin átti
sinn góða hlut að, með þvi að
standa fyrir veitingum á sam-
komunni og gefa allt til þeirra,
þar kom fram hin islenzka
gestrisni, sem sveitafólkið var
mjög rómað fyrir, en hefir sum-
staðar lagzt niður, meðal
annars vegna ániðslu ferða-
fólks.
Svo þakka ég ungmenna-
félaginu Dagrenningu fyrir
alúðarmóttöku bæði fyrr og
siðar og óska að þvi megi
auðnast að halda áfram bar-
áttunni fyrir hugsjónum ung-
mennafélaganna með „Ræktun
lýðs og lands”
Helgi Benónýsson