Tíminn - 04.05.1972, Side 19

Tíminn - 04.05.1972, Side 19
Fimmtudagur 4. maí 1972. TÍMINN 19 MEINAÐUR AÐGANGUR AÐ ÁRNAGARÐI og nöglum og bensíni hellt í veg fyrir bílalestina OÓ—Reykjavik. Þegar utanrikisráö- herrarnir Einar Agústsson og William Rogers komu að Árnagarði i gærmorgun til að skoða Handritastofnunina, var þar fyrir hópur fólks, sem meinaði þeim inngöngu. Ráð- herrarnir gengu upp á tröppur hússins, en i anddyrinu sat og stóð hópurinn fyrir og sneru þeir þá frá, svo að ekkert varð af handritaskoðun i það sinn. Þegar ráðherrarnir voru komnir upp i bil sinn aftur, ruddust nokkrir úr hópnum fram, og piltur kastaði sír upp á bilinn. Kom til nokkurra ryskinga milli sjálfskipaðra varða islenzkra handrita og varða laganna. Dyrum að Handritastofnun- inni var læst, og er ekki vitað hver stóð fyrir þvi, en Jónas Kristjánsson, sagðist telja, að ekki hafi beinlinis verið meiningin, að loka sig og starfsfólk Handaritastofnun- arinnar inni, heldur einhverja aðra aðila úti. Fólkið i anddyrinu útbýtti dreifibréfi, sem á var þessi málefnalega fyrirsögn: „Éttu hund Rogers”. „I bréfinu segir: „Nú,þegar bandariskir stúdentar eru að hefja mótmælaaðgerðir gegn glæpakliku heimsvaldasinna i Pentagon, viljum við sýna samstöðu með þeim, með þvi að koma i veg fyrir að varð- hundar ■ heimsvaldasinna saurgi musteri islenzkra fræða. Yfir aðalinngangi „musteris islenzkra fræða” blakti fáni Þjóðfrelsis- hreyfingar Vietnam. Þegar Rogers og fylgdarlið voru að fara frá Bessastöðum um kl. 3.30 i gær, áleiðist til Keflavikurflugvallar, óku tveir rútubilar, fullir af fólki, út á Álftanes. Voru þar á ferð flestir hinna sömu, sem stóðu fyrir dyravörzlu i Arnagarði um morguninn. Við Garða- holtsafleggjara stöðvaði lögreglan bilana. Hljóp þá fólkið út framhjá bilum lögreglunnar. Lögreglan tók fjóra plast- brúsa fulla af bensini af mótmælendum. Voru þeir þá byrjaðir að hella bensini á veginn og gerðu sig liklega til að kveikja i þvi. Einnig tók lögreglan mikið af pappasaum af mótmælendum og einnig pappaspjöld, með nöglum stungið i gegn. Að sögn lögreglunnar átti að henda þessu á veginn og láta bilana aka yfir. Milli 70 og 100 manns voru við aðgerðir á Álftanesi. Voru nöfn 70 þeirra tekin niður, og var hópnum siðan sleppt. Ekki kom til að bilar utan- rikisráðherranna og fylgdar- liðs þeirra þyrftu að aka yfir elda og naglahrúgur. Var bila- lestinni'beintaf Álftanesinu og ekið suður með ströndinni og gegn um Hafnarfjörð. Snúið frá Árnagarði. i stað þess að ryðjast gegnum hóp mótmælenda var ákveðið að hætta við heim sóknina i Handritastofnunina. Móttökunefndin við Árnagarð. Yfir dyrum er fáni Þjóðfrelsisfyikingar Vietnam. Mótmælaboröar blasa við og ræða flutt i hátaiara. i andyrinu var hópur fólks, sem ákveðinn var I að hleypa ráðherrunum og fylgdarliði þeirra ekki inn. (Timamynd GE.) Farnir út að sækja Fokker Landhelgisgæzlunnar Umferðarslys Fra^fsalí yfir eitt þúsund manns i um- ferðinni. 85% skráðra slysa og óhappa urðu i þéttbýli, en að- eins 15% i dreifbýli, og fækkaði umferðarslysum nokkuð i dreifbýli, en meið- slum og dauðaslysum i um- ferðinni i dreifbýii hefur aftur á móti fjölgað. f þéttbýli verða, eins og áður, flest um- ferðarslys skömmu eftir há- degið. Áíjánára ökum.eiga, eins og áður, oftast hlut að umferðar- slysum, eða i 669 skipti alls. Næstirkoma 17 ára ökumenn með hlutdeild i 584 skipti, en til samanburðar áttu 30 ára ökumenn hlutdeild að um- ferðarslysum i 245 skipti og 50 ára ökumenn i 217 skipti. A stór — Reykjavikursvæð- inu svokallaða urðu 69% allra skráðra umferðarslysa i fyrra, og er það um 2% hækkun frá árinu áður. 55.6% allra umferðarslysa verða i Reykjavik. Rogers Framhald af bls. 1. varð bandarisku ráðherra- frúnni fyrst fyrir að dýfa hendi i laugarvatnið og finna yl þess. I Heyrnleysingjaskólanum tók Brandur Jónsson skóla- stjóri á móti frúnum, og var farið i kennslustund, þar sem verið var að kenna heyrnar- litlum börnum. Að Bessastöðum Forseti fslands dr. Kristján Eldjárn bauð bandarisku utanrikisráðherrahjónunum til hádegisverðar á Bessastöð- um i gær, ásamt nokkrum gestum. Frá bessastöðum var svo farið til Keflavikurflug- vallar, og ekið hjá Garða- kirkju og i gegn um Hafnar- fjörð, þar sem mótmælendur höfðu komið með tveim lang- ferðabifreiðum suður á Álfta- nesveg, og hópuðust þar sam- an, en lögreglan kom i veg fyrir að fólkið færi heim að Bessastöðum og hindraði för Rogers. Á Keflavíkurflugvelli Aður en Rogers utanrikisráðherra sté um borð i flugvél sina á Keflavikur- flugvelli i gær, hélt hann stutt- an fund með fréttamönnum. Sagði hann, að viðræður sinar við islenzka ráðamenn hefðu farið fram af fullri einurð og verið opinskáar, og efaðist hann ekki um að viðræðurnar væru gagnlegar fyrir báða aðila. Um mótmælaðagerðirnar við Handritastofnunina sagði hann að sér þætti leitt að hafa ekki fengið tækifæri til að skoða islenzku handritin, en þeim Einari Agústssyni hafi ekki þótt ástæða til að brjótast gegn um hóp mótmælenda og talið affarasælast að snúa frá. Annars hefði þetta atvik ekki spillt neinu i sambandi við heimsókn sina til Islands. Hann sagðist gera sér grein fyrir þvi, að fólkið/sem þarna var, væri minnihlutahópur, sem ekki hefði komið fram i nafni islenzku þjóðarinnar og við svona löguðu mætti alltaf búast nú á dögum. Utanrikisráðherrann sagði, að Bandarikjamenn hefðu samúð með íslendingum i landhelgismálinu og fullan skilning á mikilvægi fiskveiða fyrir landsmenn. En hér væri ekki eingöngu um mikilvægi fiskveiða fyrir Islendinga að ræða. Þar kæmi fleira til, og væri það undir rikisstjórnum annarra rikja komið, hve langt Bandarikjamennn gætu gengið i stuðningi sinum við málstað Islands i landhelgis- málinu. Þá var ráðherrann spurður, hvort Nató mundi verja fisk- veiðilögsögu, ef Bretar létu verða að hótunum sinum um að senda herskip til að verja togara sina eftir útfærsluna. Kvað hann eflaust verða fundna lausn á málunum, sem íslendingar gætu sætt sig við, en allar Nató-þjóðirnar gerðu sér grein fyrir mikilvægi Is- lands i samtökunum. Hóta NTB—Sofia og Ankara Fjórir tyrkneskir stúdentar, vopnaðir skammbyssum og handsprengjum, rændu i gær tyrkneskri áætiunarflugvél og neyddu flugstjórann tii að fara til Sofia f Búlgariu. Þeir hótuðu að sprengja vélina með 61 farþega og áhöfn, ef tyrknesk yfirvöld létu ekki lausa þrjá stjórnleysingja, sem dæmdir hafa verið til dauða. Flugvélin var á leiðinni milli Ankara og Istambul, er henni var rænt. Talsmaður ræningjanna sagði, að vélin yrði sprengd, ef þremenningarnir yrðu ekki látnir lausi. Skaðvaldar í nútímaljóðlist OÓ—Reykjavik Af ófyrirsjáanlegum ástæðum flytur Guðmundur Gislason Hagalin ekki bókmenntafyrirlest- ur sinn á venjulegum tima þessa viku. heldur á laugardaginn kl. 2.15 e.h. i fyrstu kennslustofu Há- skólans. Heiti fyrirlestursins er: Skað- valdar í fslenzkri nútimaljóðlist. ÞÓ—Reykjavik-. Að öllum likindum mun varð- skipið Ægir, sem hefur verið i við- gerð siðan um áramót, komast af stað I næstu viku. Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar, sagði að verið væri að ganga frá siðustu stykkjunum i Ægi, og að þvi loknu væri ekkert þvi til fyrirstöðu, að Ægir gæti lagt úr höfn. Flugmenn þeir frá Flugfélagi Islands, sem sækja Fokker NTB—Washington Bandariska samninganefndin á Salt-viðræðunum I Helsingfors hefur lagt fram tillögu um stöðvun á styrkaukningu Sovétrikjanna og Bandarikjanna, þegar um ræðir árásareldflaugar á landi og á kafbátum. Jafnframt skulu gagneldflaugakerfi ekki vérða fleiri en tvö i hvoru landi. Það var blaðið Washington Post, sem skýrði frá þessu i gær, en utanrikisráðuneytið I Washinston vill ekki staðfesta ■ fréttina. Margir fjölmiðlar segjast einnig hafa fengið upp- lýsingar þessar frá háttsettum mönnum innan ráðuneytisins. Blaðið sagði, að formaður bandarisku sendinefndarinnar, Gerard Smith, sem brá sér heim fyrir skömmu, hafi komið aftur til Helsingfors með fyrirmæli um að leggja tillöguna fram, en hún er friendship flugvél Landhelgis- gæzlunnar, fóru utan á þriðju- dagsmorguninn, og eru þeir væntanlegir heim með flugvélina eftir 2-3 vikur. Um leið byrjuðu flugmenn og flugvirkjar Land- helgisgæzlunnar á Fokker-nám- skeiði hjá Flugfélagi Islands. Sem kunnugt er, er Landhelgis- gæzlan búin að festa kaup á Sikorsky-þyrlu i Bandarikjunum, og er nú verið að kanna flutnings- leið á henni heim. sögð hafa orðið til við miklar viðræður Nixons og Brésnefs, sem farið hafa fram undanfarið. Samkvæmt fréttinni i Washington Post eru aðalatriði tillögunnar þessi: 1 hvoru landi skulu ekki vera nema tvö gagn- eldflaugakerfi með 100 skot- pöllum hvort. Núverandi birgðir Sovétrikjanna af eldflaugum, sem skjóta má miili meginlanda, skulu verða hámark, og einnig þær kafbátaeldflaugar, sem til eru. Bandarikin eiga nú 41 kafbát með eldflaugum, en Rússar munu eiga 42, er lokið hefur verið smiði 17 nýrra, sem hafin er. Heimild er fyrir bæði löndin til að fækka eldflaugum sinum i landi og auka þær i staðinn á kafbátum, eða öfugt, innan þessa ramma. Auk þessa er ekki bannað að endurbæta eldflaugakerfin, samkvæmt tæknilegum nýjunum. BANDARIKIN LEGGJA FRAM SALT-TILLÖGU

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.