Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN Fimmtudagur 25. maí 1972. O Guðmundur Sveinsson, skólastjóri: ÆSKAN OG SAN Skólasliiaræða í Samvinnuskólanum Bifröst l.mc Lifsorka cftir Asmund Sveinsson. Nemandi minn, sem héðan hverfur á brautu á þess- um degi, til þin vil ég að lokum beina nokkrum orðum. Ég geri það um leið og ég óska þér til hamingju með mikinn áfanga i lifi þinu, áfanga.sem ég veit að kostað hefur þig erfiði, átök, stundum valdið þér kviða og harmi. Ég geri það um leið og ég minnist veru þinnar á þessum stað, tveggja dýrmætra vetra, sem þu hefur fórnað aö verða mættu sjálfum þér og öðrum að óbrotgjörnum minningum, að titrandi streng sem ómaði og næði þvi tærari tónum sem hann væri meira þaninn eins og fiölustrengur- inn. Ég geri það um leið og ég bið þér blessunar og hamingju á æv- inni, sem framundan er. Þitt er vorið og heiðrikjan i meira en ein- um skilningi. Tækifærin biða þin. Megir þú bera gæfu til að hagnýta þau, lif þitt verða auðugt i þeim eina skilningi sem verðugt er mönnum, auðugt af innihaldi og sannri Iifsnautn, auðugt af þeirri vissu að þú hafir engu brugðist sem þér er til trúað. Megi aldrei um lif þitt verða sagt, að þú hafir kosið að eyða dýrum árum i „sal hins týnda fótataks". Þin leið íiggi hátt, þin sókn stefni fram. Minnstu á þess- um degi og alla daga heilræðanna fornu, sem enginn veit hvaðan eru komin: Gef þér tima til að starfa Þvi verði hlýturðu að kaupa árang- ur og afrek. Gef þér tima til að hugsa, þar er uppspretta máttar og styrks. Gef þér tima til leiks og unaðar, það er leyndardómurinn að varð- veita æsku og þrótt. Gef þér tima til lestrar, þar finnurðu lindir vizkunnar. Gef þér tima til tilbeiðslu, það er vegur lotningar og undrun- ar. Gef þér tima til vináttu, það er vegur hamingjunnar. Gef þér tima til að dreyma að þú fáir kynnzt fegurð himinsins. Gef þér tinra til að unna, og gera þig verðugan ástar, það eru for- réttindifsem guðirnir tryggðu i ár- daga. Og minnstu þess lika, að við lifum aðeins einn dag i senn, en eilifðin getur búið i blessun og gæfu þess eina dags. II. Ég hafði hugsað mér nemandi minn, sem héðan hverfur á braut i dag, að rif ja upp nokkur atriði, sem brennt hafa sig i vitund mfna á þessum vetri. Ég hef sjaldan um annað meira hugsað á vetrinum en æskuna og samtíðina. Það verður efni og inntak ræðu minnar. Ég las snemma vetrar bókina Fried og Tabú, „Frelsi og bönn" eftir danska lögfræðinginn og rit- höfundinn Ulrich Holst Petersen. Nokkur stef þeirrar bókar hafa fylgt mér. Einn aöalþáttur bókar- innar nefnist: Um lýðræði. - Þeim þætti er skipt I þrjá kafla, kallast einri Lýðræði og múgsál, annar Æska og samfélag, en hinn þriðji Lýðræðið.Ég vek athygli þina á ör fáum ábendingum höfundarins, þeim sem fram koma i umræddum aðalþætti. — Höfundur greinir i upphafi þáttarins frá inntaki I kenningum þýzka fræðimannsins Hermanns Bochs, sem kunnastur hefur orðið fyrir rit sitt um ¦' "Sál- fræði múgsins". „Sálfræði múgs- ins"er rit UDDeiörs og átaka. Her- mann Boch ræðst gegn þeirri áráttu visindahyggju samtiðarinn- ar að hafna öllu gildismati, fella aldrei dóma um gildi eða siðfræði, en telja sig samt fjalla um raun- veruleik manns og Hfs. I þvi er fólgin alger mótsögn að skoðun Bochs. Hann fullyrðir* „Aðeins hið siðræna er raunverulegf.Og hann tekur dýpra i árinni: „Visinda- hyggja samtiðarinnar gerir dauð- ann að veruleika. i innsta eðli sinu er hin siðræna viðleitni og barátta mannsins einmitt voldug tilraun af hans hendi að yfirvinna dauðannog takist það, einmitt þá og aldrei fremur en þá hefur mennskur veruleiki orðið til. í þekkingarleit er maðurinn að þoka sér út úr nafn- laus ri og innihaldslausri veru eða tómi og skapa eilift verðmæti. Þekking og siðfræði eru tvær hliðar á sama máli. — " Og höfundur heldur áfram: Saga mannkynsins vitnar um harða barattu. Sú bar átta er öðru fremur fólgin i þvi að átta sig á niðurrifsöflum. Manneðl- ið, sem svo er kallað, er ekki sjálf- skapað eða meðfætt. Það verður til i átökunum við hið ónáttúrulega, ó- mennska, óeðlilega. Þar eru hættur á hverju strái. Stærsta niðurrifs- hneigð mannsins er þrá hans að sigra miskunnarleysi hans ,,að fórna" mannslifum. Það er óeðli og ónáttúra. En i óendanlegri f jarlægð og i óljósri mynd greinir maðurinn „hið náttúrulega", „hið eðlilega", „frelsið", það sem hafnar hinu ó- mennska. Þá verður lika til vitund hans um kjarna sjálfs lýðræðisins, mannréttindin. Þau fela ekki að- eins i sér kröfur og rétt, heldur jafrihliða skyldur og ábyrgð. — Að áliti Ulrich Holst Petersens er það ógæfa mannsins mest að hafa gert „sigur" og „fórn" að meginburð- arásum menningar sinnar. Einmitt á þann hátt hefur hin svokallaða stéttabarátta orðið til'. Hennar veg- ur endar I blindgötu. Það á ekki að hervæða eina stétt gegn- annarri, einn hóp gegn öðrum. Verkefnið, sem fyrir liggur, er miklu stærra: Að búa manninn til baráttu gegn hinu ómannlega, fyrst og fremst Halldór Kristjánsson: NÝJA SALMABOKIN Ný sálmabók er komin út. Hún er nefnd sálmabók islenzku kirkjunnar og Kirkjuráð er útgef- andinn. Aður hafa slikar bækur verið nefndar sálmabók til kirkju— og heimasöngs og verið gefnar út áf forlagi Prestsekkna sjóðs. Ilér mun samt ekki rætt um þær breytingar, sem á þessu eru, né heldur á leiðbeiningum um al- menna guðsþjónustu, og væri þó sitthvað fróðlegt i þeim saman- burði. Þessi nýja sálmabók mun verða notuö eins og hinar fyrri „ til kirkju— og heimasöngs", en auk þess til lestrar, svo sem lengi hefur verið. Þessi sálmabók er mun minni «*?*% tftjr* en hin næsta á undan, 532 sálmar i stað 687. Auk þess hafa allmargir sálmar verið styttir. Mér telst svo til, að i þessari sálmabók séu 87 sálmar eftir Helga Hálfdánarson, en voru 147 áður og 82 eftir Valdi- mar Briem en voru 137 áður. Þessir mikilvirku höfundar hafa þannig misst tvo fimmtu hluta sálma sinna úr bók. Um nokkra aðra hina fyrirferðamestu höf- unda má geta þess, að Stefán Thorarensen var með 39 en er nú með 30, Páll JÓnsson var með 23 en hefur nu 16 og Björn Halldórs- son hafði 34 en á nú 21. Hall- grimur Pétursson og Matthias Jochumsson halda sinni tölu nokkurnveginn, en Friðrik Friðriksson hækk.ar úr 13 i 19. Svo er Sigurbjörn Einarsson kominn með 27 sálma, þannig að það eru aðeins 5 höfundar, sem eru með hærri tölu i þessari nýju sálma- bók. Um sálma biskupsins er annars það að segja, að meiri hluti þeirra er þýddur, og ber þar talsvert á fornfrægumsálmum. Máþar fyrst nefna versið, sem við þekkjum af þýðingu Stefáns Thorarensen, Ó, guðs lamb synda sýkna, það sálmvers á sér annars langa sögu i salmabókum á landi hér i mis- jöfnum þýðingum. 1 öðru lagi má nefna „Te deum", sem var að visu i sálmabókinni 1589 en hefur lengi vantað i sálmabókina okkar. En svo hefur biskupinn þýtt sálma eftir samtiðarmenn okkar, þrjá eftir Frostenson, prest i Sviþjóð. Þéir sálmar eru allir prýði á sálmabók. Hann talar meðal annars þannig við guð sinn: i dagsins iðu, götunnar glaumi, greinum vér þig með ljós þitt og frið. Hvar sem ein bæn er be ðin i hljóði beygir þú kné við mannsins hlið. I öðrum sálmi segir hann: Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna. Meðal bræðra minna Min þú leitar, Guö. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja. Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar. Sigurbjörn biskup er smekk- maður á mál og skáldskap og kann þau tök á málstil, að fáir eru honum ritsnjallari. Af frumsömd- um sálmum hans nefni ég hér þann, sem svo byrjar: Þú, Guð, sem veízt og gefur allt, mitt geð er hvikult, blint og valt og hugur snauður, hjartað kalt— þó vil ég vera þinn. Og þú ert rikur, þitt er allt og þú ert faðir minn, Mér telst svo til, að i þessari nýju bók séu sálmar eftir 24 höf- unda, sem ekki voru taldir i þeirri siðustu, en 20 höfundar hafi verið felldir niður. Yfirleitt mun þessi breyting stuðla að þvi að færa bókina nær nútiðarsmekk og hugsunarhætti, en þó er i hópi hinna nýju höfunda Eysteinn As- grimsson, sem sennilega er annar i aldursröð innlendra höfunda i bókinni. Hér er heldur ekki allt sem sýnist. I nýju bókinni eru tveir sálmar eignaðir Jóni Þor- steinssyni, pislarvætti i Vestmannaeyjum. Þeir eru báðir i eldri bókinni, en þar er annar eignaður Helga Hálfdánar- syni en hinn Matthiasi Jochums- syni, sem hafa fært þá i samtiðar- búning. Þessi breyting gerir Jón pislarvott nýjan höfund en fækkar sálmum hinna. Með þessari nýju bók eru teknir i sálmabók þjóðkirkjunnar nokk- ir sálmar, sem bera svipmót samtiðarinnar i svo rikum mæli, að ekki hefði verið hægt að yrkja þá á öðrum timum. Þar má t.d. nefna þetta eftir Pál Kolka: Til þin, Drottinn hnatta og heima, hljómar bæn um frið. Veittu hrjáðum, hrelldum lýðum hjálp i nauðum, sekum grið. Þegar skjálfa skorðuð fjöllin, skeika flest hin dýpstu ráð, lát oss veika fá að finna fasta bjargið, þina náð. Mara kviðans mannkyn treður, mætt af þungri synd. Þjökuð veröld velkist milli vöku og svefns með augu blind. Það er lika fullkominn sam- tiðarsvipur á þessum erindum Þorsteins Valdimarssonar: Helju er veröld vigð, veit ei sin lausnarorð, sjáandi sér ei drýgð saklausra bræðra morð. Villtur um veg og ráð visar þar hver frá sér, allt þar til ógnin bráð yfir hann steypast fer. Þá mun ég vikja að þvi, sem niður er fellt. Meginhluti þess er þannig, að mér er litil eftirsjá að, yfirleitt vegna þess, að þar fann ég ekki annað en það, sem sagt er jafnvel, betur, eða á mér geð- felldari hátt i þvi, sem eftir stendur. En mér er eftirsjá að öðru, sem niður er fellt. Um það vil ég tala og reyna að færa rök að þvi, að sumt af þvi átti ekki að falla niður. Litum þá fyrst á þetta ljóð eftir Sigurð á Arnarvatni: Hún er svo dimm og döpur þessi tið, sem dauðamyrkur grúfi yfir lýð, og leiðin byrgð, sem lagði mannsins son. Þvi ljósið heims, ó, tendra hjartans von. Ég finn með hryggð, hve ævi- striðið allt er eigingjarnt og fátæklegt og kalt. Ó, Faðir, gleym hve skammsýnt barn þitt brást,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.