Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Þar beið min fjöldi fólks. Max og litla konan hans friða, Drake Mercer, ýmsir frá leikhúsinu, og — Fleur og Chris. bvert i gegnum hið yfirfulla herbergi mættust augu okkar leiftursnöggt. Seinna þrýsti hann hönd mina og hvisl- aði: — Undursamlega Kay. Þessi orð frá Chris þýddu meira fyrir mig en allrar veraldarinnar lof- gerðir. Eftir þessa fyrstu æsilegu daga varð allt rólegt. Faðir minn dvaldi i Lundúnum i tiu daga. Hann bauð mér á dýrustu veit- ingastaði borgarinnar daglega, og það var mér mikils viröi að vera tilefni aðdáunar hans og stolts. Hann sótti mig alltaf eftir sýningu og ók mér heim. Við sett- umst venjulega að teborði og var hann alltaf jafn kátur og elsku- legur. Við nálguðumst hvort ann- að meir og meir, og ég held hann hafi átt mestan þát i þvi að mér var farið að liða mikið betur. Hann haíði ekki haft sérlega mik- inn áhuga á mér sem barni, en nú likaði honum bara vel við mig og vildi alltaf vera hjá mér. Þegar hann svo varö að fara, saknaði ég hans ab/eg afskap- lega. En ég fékk aðra heimsókn á búningsherbergið/mitt, sem mér þótti vænt um./Eitt kvöldið i fyrsta leikhléini/barst mér kort: ,,Mér finnst/leikurinn ágætur. Get ég fengið^ð heilsa þér á eftir. Ég er ein. /Eg skrifaði aftan á kortiö: ,,Vil endilega fá að sjá þig", og sendi henni svo kortið til baka. Ég var að strjúka af mér andlitsfarðann, þegar hún kom. Hún var nákvæmlega hin sama Maeve.meðsinn yndisþokka, jafn- vægi og stillingu, og ég var raun- verulega glöð yfir þvi að fá að" sjá hana. Mér hafði geðjast sérlega vel að henni frá þvi fyrsta, og tók hana framyfir alla meðlimi Blancy-fjblskyldunnar. Að visu höfðum við ekki kynnzt sérlega mikið, en það skipti ekki miklu máli, þvi ég vissi og fann að við Maeve liktumst hvor annarri innst inni. Hún sagði mér náttúrlega frétt- ir úr fjölskyldunni. Pleur og Chris höfðu gifzt að nýju, án sérlegrar viðhafnar, og Fleur bjó á Fair- field. Ég spurði svona til mála- mynda, hvernig það gengi fyrir Fleur, og Maeve sagði að hún blómstraði. Hún og Chris voru á ' hnotskóg eftir litlu húsi. Hótel- ibúðin var óhentug fyrir smá- börn. — Það skil ég vel. Hafa þau komið auga á nokkuð? - Ekki það ég veit, en hitt veit ég að það verður langt frá Fair- field, ef Chris má ráða, saagði Maeve og hló við. — Hann er vist ekki sérlega hrifinn af Blaney- fjölskyldunni, sem slikri, eða hvað heldur þú um það? í:g vissi ekki vel hverju svara skildi. — Og ég held að skoðun hans á okkur sé rétt, sagði Maeve alveg óvænt. Ég held að það væri bezt fyrir alla að fjölskyldan dreifði svolitið úr sér. — Meinarðu þetta virkilega, spurði ég undrandi. — Já, ég geri það. Það hefði verið hræðilega heimskulegt af ykkur Jónatan að setjast að á Fairfield. Það hefði aldrei getað gengið — ekki fyrir þér, Kay, þú ert einstaklingshyggjukona —- til þess að geta orðið Blaney verða menn að geta fallið nákvæmlega inn i munstur fjölskyldunnar. — Þetta var ein af þeim ástæð- um til þess að ég varð að slita trú- lolun okkar Jónatans. — Ein af þeim? Jónatan heldur, að hann gangi með kramið hjarta — en svo er ekki. Sjálfsvirðing hans er særð, en hann nær sér af þvi. Eftir að hún var farin fór ég að hugleiða, hve merkilegt þetta samtal okkar hefði verið. Vissu- lega var Maeve stórmerk persóna, kona sem mig langaði virkilega til að kynnast betur. Það hafði alltaf verið einhver velviljaður skilningur á milli okkar, og einmitt núna þurfti ég sárlega á vináttu konu að halda. Ég átti að visu margar skemmti- legar vinkonur — einmitt stúlkur á minum aldri, en vinátta Maeve var annars eðlis og þýddi mikið meira fyrir mig. Hún var eldri en ég, lifsskoðun hennar einkenndist af stillingu hennar og umburðar- lyndi, og ekkert litilmótlegt var hjá henni að finna. Við urðum mjög góðar vinkonur við nánari kynni, og eftir alit sem skeð hefur, get ég enn þann dag i dag reiknað með vináttu hennar. Við fórum að leggja i vana okkar að borða hádegisverð saman, og oft átti hún leið um, þegar hún vissi að ég var heima. Einn daginn spurði ég hana, spurningar, sem hafði vafizt fyrir mér: — Veit Jónatan að við hittumst svo oft sem' raun ber vitni? — Það held ég. Ég hef ekki sagt honum það, en hann spyr oft um þig, og likar það mjög vel að við s.jáumst oft. — Hvers vegna skyldi honum lika það vel? — Jah, hann heldur að svo lengi sem þú hefur samband við einn af meðlimum fjölskyld- uhnar, muni vera smávegis möguleiki fyrir hann að nálgast þig að nýju. Mig langar ekki til þess að valda honum vonbrigð- um. . . . hún horfði fast á mig. — Hann hefur vist engan möguleika, eða hefur hann það, Kay? Ég hristi höfuðið. — Nei, Maeve, ég er hrædd..... — Auðvitað fer um þetta sem má. Mér þykir vænt um Jónatan, það er ekki það, en ég get komið auga á galla hans. Ég held, að hann geti aldrei orðið hinn sigildi eiginmaður. — Alika fjarstætt og að þú gætir verið „hin gamla piparjómfrú", Maeve. Hefur það aldrei verið neinn annar en Ronnie? — Nei, i raun og veru ekki. Samt sem áður hefði ég gjarnan viljað giftast, eignast heimili og börn. Eftir að hann fórst var ég anzi beisk. — En siðar. . . . þegar mesta sorgin var liðin hjá, Maeve, hittir þú ekki marga karlmenn.....? — Ég vandist. . . einfaldlega af þvi að fara á skemmtistaði, gleymdi þvi, hvernig ég ætti að hegða mér og hvað ég ætti að tala um. Timinn liður fljótt og einn góðan veðurdag er maður ekki ungur lengur. Hún horfði á reyk- inn úr sigarettunni sinni. Mér þykir mjög vænt um það, að Lindsay skyldi sleppa i tima. Ein „piparkerling" er kappnóg i fjöl skyldunni. Það var kannski ekki alveg rétt hjá mér að vera svona mikið á móti „piparjómfrúr" framtið Maeves, fyrst hún var sjálf ánægð með lifið. En ég var búin að fá það á heilann að finna rétta manninn handa henni. Svo langt gekk ég.að ég skrifaði lista yfir menn, sem ég þekkti, en þaðvoruek'i margir, sem ég var ánægð með. Maðurinn varð að vera eldri en hún, hann varð að hafa góða lifsaðstöðu, og vera umfram allt geðfelldur. Ég komst loks að þeirri niðurstöðu,að það var ekkert hlaupið að þvi að finna rétta manninn handa Maeve. Ég var raunar hætt_ að hugsa um það þegar ég hitti Edwin Wade, sem Maeve vann hjá, i fyrsta sinn. Ég hafði ákveðið að festa kaup á húsinu, sem okkur Chris hafði dreymt um á sinum tima, og ég hafði verið svo heppin að rekast á hús, sem kom vel til greina. Það var við Knightsbridge, var i ógur- legri niðurniðslu en bauð uppá óendanlega möguleika. Ég uppgötvaði fljótt,að það var ekki létt verk að koma þessum kaupum i kring. Ég þurfti lög- fræðilegrar aðstoðar, og ákvað að • snúa mér til húsbónda Maeves. Þegar ég kom upp á skrifstof- una var mér visað inn til Maeve af mikilli kurteisi. Inna umi þessi rykugu skjöl og bækur ljómað hún ung og frisk. — Herra Wade vill gjarnan að- stoða þig, ég hef sagt honum frá þér, Kay. — Þaðer vinsamlegt af honum, sagði ég. — Já, og hann meira að segja hlakkar til að fá að kynnast þér, Kay. Ég hafði gert rnér hann i hugar- lund sem gamlan, skorpinn og fremur smásmugulegan herra. Ég varð þvi fyrir óvæntri undrun þegar ég heilsaði Edwin Wade. Hann var blátt áfram tigulegur maður, hátt á fimmtugs aldri. Ekki friður, en með svipmikið og svipgott andlit, grátt hár og lifandi ung augu. Hann talaði stuttlega en málefnalega, og hið hlýja bros hans gerði hann sér- - lega aðlaðandi. 1113 Lárétt 1) Karldýr.- 6) Haf.- 8) Land,- 10) Haf.- 12) Slagur.- 13) Tónn,- 14) Arinn.- 16) Málmur,- 17) Berja.- 19) Verkfæri.- Lóðrétt 2) Agóða.- 3) Oðlast.- 4) Þangað til.- 5) Æki.- 7) Sverð.- 9) Norður.- 11) Gubba.- 15) Vonarbæn.- 16) Dropi.- 18) Svik.- Ráðning á gátu nr. 1112 Lárétt 1) Götur.- 6) Nál,- 8) Von.- 10) Lem,- 12) Ak.- 13) Fá.- 14) Rit-16) VII.-17) Ari.-19) Gráni.- Lóðrétt 2) önn.- 3) Tá.- 4) Ull.- 5) Svara.- 7) Smáir.- 9) Oki.- 11) Efi.- 15) Tár.- 16) Vin.- 18) Rá.- FIMMTUDAGUR 25.maí 7.00 Morgunútvarp. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 . Siðdegissagan: „Einkalif Napóleons" eftir Octave Aubry. Magnús Masnússon islenzkaði. Þóranna Gröndal byrjar lesturinn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar 15.15 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið i Bratislava ög- Hainaut á liðnu ári. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Fortið i framtið" eftir Erik Danechen. Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (4). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30. A skjanum. Stefán Baldursson fil. kand. stjórnar þætti um kvik- myndir og leikhús. 19.55 Atriði úr óperum eftir Puccini. Frægir söngvarar syngja. 21.10 Leikrit: „Máninn skin á Kylenamoe" eftir Sean O'Casey Áður útv. i sept. 21.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands i Háskóla- biói, siðustu reglulegu tón- leikar á starfsárinu. Hljóm- sveitarstjóri: Bohdan Wodiczko. Einleikari á pianó: Shura Cherkassky frá Bandarikjunum. a. Gleðiforleikur eftir Victor Urbancic. b. Pianókonsert nr. 1 i b-moll eftir Pjotr Tsjaikovský. 21.45 Leysing.Nina Björk Árnadóttir les ljóð eftir Ara Jósefsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga" eftir Kristinu Sigfúsdóttur. Olöf Jónsdóttir les (5). 22.35 Létt músík á siðkvöldi. flytjendur: Arne Domnérus trióið, David Loyd og hljóm- sveit hans, Kingston trióið, Tommy Reynolds, og hljóm- sveit hans, Digno Garcia og félagar hans. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn i- ¦i Auglýsið i Tímanum — PÓSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.