Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972. Menn og málofni Landvernd og gróðurnytjar I marz-april-hefti Samvinnunn- ar er fjallað um gróðurfar á ts- landi fyrr og nú, gróöurvernd og | skynsamlega nýtingu landsgæða. Eysteinn Jónsson, sem er for- maður þeirrar nefndar, sem Hall- dór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðherra, hefur skipað til að gera tillögur um ráðstafanir til gróður- verndar og landsgæðanytja, ritar m.a. um þetta efni: ,,Um það þarf ekki að efast, að landiö hefur goldið mikið afhroð i samskiptum sinum við þjóöina þau tæplega 1100 ár, sem það hef- ur verið byggt. Landið hefur þvi goldið lif þjóð- arinnar dýru verði. Ekki skulum við ásaka neinn, þvi hér var um lif eða dauða að tefla, og oftastekki annarra kosta völ en þeirra, sem til var gripið, svo bjargað yrði þvi sem bjargað varð. Hæfir okkur hógværöin bezt þegar við minnumst þess, sem orðið er i þessu, og mundi vist vefjast fyrir okkur aö finna önnur ráð en þau, sem notuð voru, þótt nærri gengju þau landinu. Æði margir áratugir eru nú liðnir siðan verulegur áhugi vaknaði fyrir þvi að snúa við á þeirri braut, sem fyrritiðarmenn neyddust til að ganga i sambúð sinni við landið. Stórvirki hafa verið unnin. Hafa bændur verið fremstir i flokki með stórfellda ræktun. Þá sandgræöslumenn og skógræktar, bæði áhugalið og svo sveitir rikis- ins. Loks hafa, og mest nú siðustu árin, flykkzt að flokkar áhuga- manna úr öllum áttum til þátt- töku i landgræðslustarfi og gróð- urvernd meö margvislegu móti. Fjölmenn samtök hafa verið mynduð, sem teygja sig um gjörvailt landið og beita sér að landvernd og náttúruvernd, og ungmennafélögin hafa gengið i verkið af mikilli atorku. Nú er vitneskjan fyrir hendi Fyrritiðarmenn höfðu óhæga stöðu i þessu tilliti, þvi ofan á knýjandi lifsnauðsyn, sem þröngvaði þeim til þess að ganga freklega á landið, bættust erfið- leikarnir á þvi að gera sér grein fyrir þvi, hvernig ástatt var — hvað raunverulega var að gerast. Satt að segja hefur vafizt fyrir mönnum fram undir þetta aö komast eftir þvi, hvar þjóöin var á vegi stödd i sambúð sinni við landið. Nú vitum við á hinn bóginn, að þrátt fyrir stórsókn siðustu ára- tuga leikur enn vafi á þvi, að meira grói en eyðist, og við sjá- um, að enn eyðist gróöur á stór- um svæðum, jafnvel sumum, sem við enn köllum gróin, en eru i hraðri afturför. Visindamenn okkar telja, að þjóöin hafi tapað a.m.k. helmingi af gróðurlendinu á þeim nálega 1100 árum, sem hún hefur búið á landinu. Það, sem mestu skiptir, er þó sú vitneskja, sem nú er fengin, að þetta land, sem tapazt hefur, er hægt aö græða og halda þvi, sem eftir er, og bæta það, og menn vita, hvernig á að fara að þvi. Þar er þó ekki um neina eina aðferð að ræða, heldur mörg úrræði, sem verða að fara saman. Þó er hér einungis um eitt mál aö fjalla, ef rétt er skoðað, þótt margþætt sé. Landgræðsla og hagnýting landsins, hagnýting gróðursins verða hér sem sé að einu máli, ef vel á að farnast. Það er undirstaöa alls, að okkur skilj- ist öllum þau grundvallarsann- indi, að landgræðsla og skynsam- leg og hófleg nýting gróðursins verða að fara saman, og verður þetta ekki sundur slitið. Gildir hér sem annarsstaðar hið gamla spakmæli, að öllu má ofbjóða. Mest veltur á bændum Enginn ágreiningur er um að stórefla verður sóknina i land- græðslu og gróöurverndarmál- um, og er áhugi svo almennur um þau efni, að þjóöarvakningu má kalla. Mest veltur hér á bændastétt- inni sem fyrr, og kemur þá til i senn aukin ræktun búskapar- landsins og skynsamleg hagnýt- ing þeirrar vitneskju, sem nú er búið að afla og veriö er að afla um hyggilega notkun gróðurlandsins. En bændur munu ekki standa ein- ir i landgræðslumálunum, þvi til liðs koma heilir herskarar áhuga- fólks úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, sem með margvislegu móti leggja nú þegar hönd á plóginn og vilja gera meira. Falleg dæmi mætti greina um þaö, hvernig þessi áhugi kemur nú fram i verki, en hér verður eitt að nægja. Vel ég þá að rifja upp, að flug- menn bjóðast til aö fljúga land- græðsluflugvélum i sjálfboða- vinnu, en þeir sjá manna bezt, úr loftinu, hve landið er sorglega leikið. Sækja verður fram á mörgum vigstöðvum. Það er almenn rækt- un, sandgræðsla, skógrækt, frið- un, fyrirhleðslur vatna, skynsam- leg notkun beitilands og ræktun þess, svo nokkur sé nefnt. Verk- efnin eru sannarlega fjölþætt. Keppikefliöeraðsækja fram og endurheimta tapað gróðurland og jafnframt og ekki siður, að landi fari hvergi aftur — þar sem i mannlegu valdi getur staðiö að halda gróðri við — þvi hvergi má hopa. Úttekt á einstökum héruðum Landbúnaðarráðherra hefur skipað sjö manna nefnd, m.a. til þess að ihuga þessi mál og gera tillögur um aukna sókn, og þá ekki sizt hvaða vinnuaðferðir muni vænlegastar til þess að koma á þau auknum skriði. Nefndin er að byrja starf sitt, sem er æði margþætt, og mun verða lögð rik áherzla á náið samstarf við þá, sem i fylkingar- brjósti hafa staðið i ræktunar- málum allskonar og gróðurvernd og bezt þekkja til þeirra, og þá i fremstu röð bændastéttina, sem nánust samskipti hefur við land- iö. Höfuðáherzlu ber aö leggja á að samstilla krafta þeirra mörgu einstaklinga, félagssamtaka og stofnana, sem hér koma til. Skipta verkunum og leggja niður fyrir sér, hvað aðhafast þarf af þjóðfélagsins hálfu, svo veruleg stefnuhvörf megi verða. Aldrei má svo missa sjónar af þvi, að mestu skiptir þegar til kemur, að sem flestir leggi hönd á plóginn, hver eftir sinni aðstöðu og getu. Hér verður engu stórvirki hrund- ið i framkvæmd nema með sam- stilltu átaki fjöldans.” Skiptar skoðanir Nokkuð eru skiptar skoðanir um aðalorsök landeyðingar. Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- ingur segir m.a.: „Höfuðorsök jarðvegseyðing- arinnar er ágangur búfjár og eyð- ing skóga af mannavöldum. Versnandi loftslag siðari alda á vafalaust einhvern þátt i aukinni jarðvegseyðingu á þeim öldum, en þar kom einnig til fjölgun bú- fjár, einkum á 19. og 20. öld, og at- hyglisvert er, aö ekki minnkaði jarövegseyðingin i heild framan af 20. öldinni þrátt fyrir batnandi veðurfar. Þó jókst gróður áber- andi á nokkrum landsvæðum á fjórða tug aldarinnar, á meðan þau voru fjárvana vegna mæði- veiki og annarra fjárpesta, sem þá grasseruðu, og á siðustu ára- tugum hefur vaxandi ræktunar- búskapur dregið úr jarðvegseyð- ingu, þrátt fyrir kólnandi veður- far.” Ógoldin skuld Ingvi Þorsteinsson telur, að gróður á helmingi landsins sé of- nýttur nú. Hann segir: „Það á að nýta gróður landsins til þess, sem hann hentar bezt, og að þvi marki,sem hann þolir. En það má aldrei nýta gróður um- fram beitarþol. Rannsóknir á beitilöndum og nýtingu þeirra sýna hins vegar, að hér er gróður á tæplega helmingi landsins of- nýttur, en það svarar til um það bil 10 þús. ferkm. gróðurlendis. Á þessum svæðum liggur gróður undir skemmdum, rýrnar og eyð- ist smámsaman, ef ekki verður að gert. Það er erfitt að sanna tölulega, hvort má sin meira nú gróðureyð- ingin eða uppgræðsla af náttúr- unnar og manna völdum. Það er mitt persónulega álit, að enn sigi á ógæfuhliðina. En eiginlega skiptir það höfuömáli, að menn geri sér ljóst, að enn á geysileg gróður- og jarðvegseyðing sér stað, og að ógoldin er skuld við landið, sem nemur 20—25 þús. ferkm. af landi, sem orðið hefur örfoka, og þeirri gæðarýrnun gróðursins, sem hér hefur verið getið. Það er áreiðanlegt, að ekki næst viðunandi árangur i gróður- vernd og landgræðslu, meðan veruleg ofbeit á sér stað i landinu. En við erum engan veginn á flæðiskeri staddir, þvi að með kostnaði, sem aðeins nemur um helmingi kostnaðar við túnrækt- un, má allt að þvi 10—15-falda beitarþol úthagans, samkvæmt niðurstöðum tilrauna frá siðari árum. Þessi kostnaður kann ef til vill að viröast mikill. En þvi má ekki gleyma, að hann er nauðsyn- legur til að tryggja búsetu i land- inu, og allt bendir til þess, að hann muni skila sér aftur þegar á okkar timum i meiri arðsemi af landbúnaöi, sem rekinn er með hliðsjón af gróðurvernd.” Stefnir í rétta átt? Hákon Bjárnason, skógræktar- stjóri, telur að hinu ófriðaða gróðurlendi Islands hafi aldrei verið meiri hætta búin en nú og áhöfnin á landinu aldrei verið stærri en nú. Þessu svarar Ingi Tryggvason og segir: „Að ólöstuðum hugsjóna- mönnum og atvinnumönnum i skógrækt og landgræðslu, blasir sú staðreynd við öllum þeim, sem hafa augun opin, að það eru bændur landsins, sú kynslóð, sem byggt hefur sveitirnar sið- ustu 3-4 áratugi, sem á megin- hlut að þeirri landgræðslu og þeim landbótum, sem hér á landi hafa fram farið. Þar komast engir með tærnar, sem bændur hafa hælana”. Ingi bendir á, að á undanförn- um 30-40 árum hafi islenzkur landbúnaður verið að breytast úr frumstæðum búskaparháttum i ræktunarbúskap . Þess sjáist merki á gróðurfari viða um land, þótt undantekningar séu þar frá. Kólnandi veðurfar siðusta ára- tuginn hafi liká haft áhrif á þróun gróðurfars og aukið hættu á gróðureyðingu. En mestu skipti, að bændur hafi breytt stórum flæmum uppskerulitilla fúamýra, hálfnaktra móa og gróðurlausra sanda í frjósöm tún. Uppþurrkun raklendis hafi stóraukiö beitar- þol þess og sama geri áburðar- dreifing á úthaga. Telur Ingi, að vegna þessa hafi ágangur búfjár á óræktað land, ekki sizt i óbyggð- um, stórminnkað á undanförnum árum. 1935 og 1970 Ingi Tryggvason tekur til samanburðar árin 1935 og 1970. Hann bendir á, aö á árunum upp úr 1930 hafi ræktað land aðeins gefið af sér sem svaraði vetrar- fóðri þeirra nautgripa, sem til voru i landinu. Allt sauðfé og hross hafi fengið fóður sitt vetur og sumar af óræktuðu landi og nautgripir yfir sumarmánuðina. Þetta hafi nú breytzt og fái nautgripir ekki aðeins vetrafóður af ræktuðu landi, heldur nær allt sumarfóðrið lika. Sauðfé sé fóðrað á töðu á vetrum og beitt á ræktað land vor og haust. Aðeins nokkur hluti bænda reki fé sitt á fjall, en margt gangi i heimahögum. Vetrarbeit sé viðast hvar úr sögunni. Ingi telur að árið 1935 hafi út- hagi skilað sauðfjárstofninum 196,8 milljónum fóðureininga i beit og útheyi en 1970 hafi úthagi skilað 76,4 milljónum fóðureininga.. Segir hann að þessi munur svari til þess, að milli 60 og 70 þúsund fullorðins fjár sé nú færra i úthögunum en var 1935. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.