Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. júni 1972. TÍMINN 17 FRÆGT BRÚÐKAUP í BORGAR FIRÐI FYRIR 205 ÁRUM Frásögn Timans af goösögu- brúökaupinu i Grábrókarhrauni hefur vakiö gifurlega athygii, svo aö vart mun hafa meira veriö talaö um aöra fréttafrásögn i blööum landsins nú um langt skeiö. Mörg sögufræg brúökaup hafa veriö haldin í Borgarfiröi, ekki sizt á Leirá, eins og til dæmis þegar ólafur Stefánsson stift amtmaður gekk aö eiga Sigriöi Magnúsdóttur. En frægasta brúö- kaupið á þessu skeiöi var þó haidiö i Reykholti i september - mánuöi fyrir 205 árum, er Eggert lögmaður ólafsson gekk aö eiga Ingibjörgu, dóttur Guömundar sýslumanns Sigurössonar á Ingjaidshóli. Þetta var afar veglegt og fjöl- mennt brúðkaup, þar sem fylgt var fornum brúðkaups-siðum, er brúðguminn hafði sjálfur sagt fyrir um, og stóð veizlan marga daga. Sérlegir boðsgestir voru um eitt hundrað, auk fólks, sem að dróst af bæjum i grennd við Reykholt. Sérstök búð hafði verið hlaðin og tjölduð i Reykholti, svo að rúmt yrði um veizlugesti, og var allur matur framreiddur þar. Meðal boðsgesta voru Bjarni Pálsson landlæknir og fólk hans, Einar JÓnsson Skálholtsrektor, séra Gunnar Pálsson i Hjarðar- holti, Jón Árnason sýslumaður, séra Vigfús Jónsson i Hvitadal, séra Vigfús Jónsson i Mikla holti, Björn Markússon lög- maður, Þorgrimur Sigurðsson sýslumaður, Þorleifur Nikulás- son landsskrifari, prestar úr Borgarfirði með konum sinum og dætrum og nokkrir hinna fremstu bænda og konur þeirra. Brúðgumareiðin Boðsfóik kom aö Reyk- holti á laugardegi, en áður höfðu tiu til tólf tjöld verið reist með- fram götu á sléttum bala kipp- korn fyrir neðan túnið. Þangað kom brúðgumi meö sveinum sin- um og reið eigi heim á staðinn fyrr en á sunnudaginn. Voru hvilur reiddar i tjöldunum, borð og stólar til afnota og matur og drykkur fram borinn. A sunnudagsmorguninn safn- aðist fólk að tjöldunum, jafnótt og það kom á staðinn, og þangað kom og boðsfólk, er gist hafði heima á staðnum um nóttina. Steig loks allur flokkurinn á hesta sina, og riðu tveir og tveir sam- siða heim á staðinn, nema einn, sem fór fyrir. Sjálfur var brúð- gumi i miðjum flokki með svara- manni sinum, en næstir honum riðu hinir tignustu gestir og nákomnustu. Fremstir voru i reiðinni þeir fyrirmenn, er minnstar höföu viröingar, en lestina ráku bændur og unglingar. Tilhögun fyrsta veizludag Þegar komið var fyrir sáluhliðið, stigu menn af baki og gengu i kirkjugarð. Séra Þor- leifur prófastur Bjarnason kom i sama mund út úr kirkjunni með tvo presta i fylgd með sér og fagnaði gestum með söng og leiddi þá i kirkju syngjandi. Þessu næst var kvenfólki, sem beðið hafði heima á staðnum, fylgt i kirkju, og hófst siðan morgunsöngur. Nokkru siðar var embættað, og eftir predikun var lýst með þeim Eggert og Ingi- björgu i þriðja sinn. Eftir messu var drukkið velkomandaminni með for- sögnum og söngvum, sem til höfðu verið valdir þrir eða fjórir hinir beztu söngmenn. Siðan voru minni send i brúðhús til kven- fólks, er þar sat aö matborði eift sins liðs, með kveðju frá karl- mönnum, og sagt fyrir þeim og sungið sem fyrr. Um kvöldið var sagt upp fagnaðarminni og við þá skál slegið við algleymingi, áöur en menn fóru til svefnstaðar sins. Hjónavígsla á öörum degi Á mánudaginn gengu karlmenn fyrst i brúðhús á fund kvenna og heilsuðu þeim virðu- lega. Siðan gekk brúögumi fram og fastnaði sér brúðina að fornum siö. Að þeirri athöfn lokinni kvöddu karlar og gengu brott. Skömmu siðar var haldið til kirkju, og fór hjónavigslan fram með venjulegum hætti. Siðan var sezt að veizluboröi, og voru þá karlar og konur saman i veizlunni. Engin minni voru þar drukkin, heldur skáluðu menn, eins og þeim þótti bezt henta, án forsagna. En eftir aftansöng þennan dag var kóngsminni drukkið með hátiðlegum hætti. Bóndaminni í Sturlungareit Á þriðjudaginn var hjónaskál drukkin eftir morgun- Nýjar heyþyrlur frá Yf\ Vinnubreiddir: 4,60 og 3,80 metrar. Nýju Fella heyþyrlunar eru sterkbyggðar og endingar- góðar. Þær vinna ótrúlega vel á jöfnu sem ójöfnu landi. Hægt er að skástilla Fella heyþyrlunar þannig að heyið kastistekki á girðingareða i skurði. Það er mjög auðvelt og létt að setja í flutningsstöðu og fer þá lítið fyrir vél- unum. Framúrskarandi niðurstöður prófana erlendis og hjá Bútæknideildinni að Hvanneyri sanna yfirburði nýju Fella heyþyrlana. Hafið samband við okkur og kynnist kostum og nýjungum Fella heyþyrlanna. Við bjóðum hagstæð verð og greiðsluskilmála. Globusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 söng og árbit og sagt íyrir henm af öllum boðsmönnum. Þegar matazt hafði veriö, gekk allur flokkurinn i kirkjugarö. f út- norðurhorni garösins er slétt flöt sem nefnist Sturlungareitur. Þar er sagt, aö margir Sturlunga séu grafnir, og hafa Reykholtsprestar forðazt að láta grafa þar á seinni öldum. Nú höfðu bekkir verið settir meöfram garðinum, og þar var boðsmönnum visað til sætis, hin- um helztu þeirra á miðjan bekk. Nokkra faöma frá bekkjunúm var stóll siðamanns, og að baki hon- um stóðu aðstoöarmenn hans, söngvarar og gamall bóndi, er bera skyldi mönnum minnið. Annað fólk stóð þar út frá. Tveir menn komu inn meö mjöðdrekku á milli sin, fulla af miði og mungáti áfengu og krydd- uðu grösum. Lyftu þeir mjöð- drekkunni og helltu á minniskerin eins og með þurfti. Siðamaður tók ofan hatt sinn og flutti boðsmönnum kveöju, en þeir hlýddu á með hatta á höfði. Siðan hafði hann þá forsögn, er til þessa var ætluð, og aö þvi búnu bar bóndinn fram minnin, ávarp- aði brúðhjónin, gaf þeim nafn bónda og húsfreyju og árnaði þeim heilla. i sama bili hófst minnasöngur, en þeir, sem á bekkjunum sátu, risu á fætur og sneru sér að brúðhjónunum. Þegar söngurinn var úti, steig Eggert Ólafsson fram, og þakkaði minnið fyrir sina hönd og konu sinnar og kvað sér mikla sæmd gerða er nefndist nú bóndi. Að svo mæltu drukku þau brúöhjónin minnin og siðan boðsgestir hver af öðrum, sem viðstaddir voru, unz mjöðinn þraut. Loks var setzt að veizluborði, en þegar fólk hafði matazt, var aftansöngur. S iðast var föður- landsminni drukkið, áður en gengiö var til náða þetta kvöld. Alislenzkur klæðnaður Þaö þykir frásagnavert, aö búnaður Eggerts við þessa at- höfn var að öllu leyti islenzkur, jafnt hattur sem parruk, kjóll sem vesti, sokkar sem skór. Hann bar ekkert lin á sér þennan dag, þvi að honum haföi ekki unnizt timi til þess að rækta hör til þeirra nota, og hver þráður og pjatla var af islenzkum uppruna, hver spjör unnin af islenzkum höndum. Málmur sá, sem hann bar á sér, sagði hann væri þó allra landa, en samt allt af tslendingum smiðað — hnappar og spennur, hringar og korði. Þessari miklu veizlu lauk á miövikudag. Var þá velfarandi drukkinn, er matazt hafði verið, og riðu siöan margir brott. Sumir fóru þó ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag. Áður hafði kaupöl veriö drukkið i Hjarðarholti i Dölum, og var þangaö boöið fimmtiu manns, prestum og bændum úrbyggöum Breiöafjaröar. Þar voru og drukkin velkomandaminni. velfarandaminni og trúlofunar- skál. Eggert og Ingibjörg höfðu þar handsöl að kaupmála sinum, og dró Eggert siðan á hönd fest- armeyjar sinnar hring með tveimur rúbinshjörtum og þrem- ur demöntum. Morgungjöfin var virt á tuttugu hundruð, og var þar einn gripur- inn islenzk perla af fullri stærð, er Eggert virti á fimm hundruð fyrir fágætis sakir, þvi að hann sagðist ekki aðra perlu vita, er fundizt hefði hérlendis. Þvi miöur eru ekki til verulega gamlar myndir af Reykholti, svo aö viö getum ekki sýnt lesendum blaösins, hvernig þar var umhorfs á dögum Eggerts Ólafssonar. Sjálfsagt hefur þó veriö þar staöarlegt En svona voru bæjarhúsinn áöur en umrót nýs tima kom til sögunnar. Orlofsferðir verkafólks Alþýðusamband Islands hefur ákveðið aö efna I sumar til orlofsferöa fyrir félagsmenn i verka- lýösfélögum innan sambandsins, i samvinnu viö Feröaskrifstofuna Sunnu. Ferðirnar verða sem hér segir: Noröurlanda og Rinarferöir. Vikuferð til Kaupmannahafnar. Brottför 24. ágúst. Verð sem félagsmenn greiða sjálfir kr. 11.900.00. Innifalið flugferðir milli Keflavikur og Kaupmannahafnar, ferðir milli flugvallar og hótels I Kaupmannahöfn, dvöl á Hotel Absalon eöa hliðstæðu hóteli ásamt morgunverði og einni léttri máltlö á dag. Fararstjórn og þjón- usta skrifstofu SUNNU i Kaupmannahöfn, þar sem íslenzkt starfsfólk liösinnir farþegunum. Tvær vikur i Kaupmannahöfn. Brottfarardagur 20.júlí, 17. ágúst og 31. ágúst. Verö til félagsmanna 14.900.00. Innifalið flugferðirnar, feröir milli hótels og flugvallar i Kaupmannahöfn, dvöl á Hotel Absalon eöa hliöstæðu hóteli I Kaupmannahöfn, morgunmatur og ein létt máltið á dag. Fararstjórn og fyrirgreiðsla Islenzks starfsfólks á skrifstofu SUNNU I Kaupmannahöfn. Vika i Kaupmannahöfn og vikuferð með bil tii Rinarlanda. Brottfarardagur 20. júlí, 17. ágúst og 31. ágúst. Verð til félagsmanna 19.700.00. Innifaliö er það sem áður er nefnt I Kaupmannahafnarferöunum þar sem dvalið er í viku af tveggja vikna ferð. Fariðer með ísl fararstjóra I viðburðarrika vikuferð til Rinarlanda. Ekið er um Danmörk og Þýzkaland og dvalið I nokkra daga f hinum glaöværu byggðum við Rín. Tveggja vikna dvöl i fjöl- skylduibúð á Mallorka. Brottfarardagar 29. júni, 13. júli og 27. júli. Verð til félagsmanna kr. 14.300.00. Innifalið: Flugferöir milli Islands og Mallorka, flutningar á farþegum og farangri milli flug- vallar og gististaðar, dvöl i ibúð (4 i íbúð, sem er tvö herbergi og eldhús). Fararstjórn, aðstoð og fyrirgreiðsla skrifstofu SUNNU i Palma, þar sem íslenzkt starfsfólk annast upplýsingar og fyrir- greiðslu. Þátttakendum i ferðum þessum gefstkostur á margvislegum skemmti- og skoðunarferðum frá dvalarstöðum og eru tvær slikar ferðir innifaldar i framangreindu verði. Ferðaskrifstofan Sunna -simi 12070 - veitir allar upplýsingar um ferðirnar, skráir þátttakendur og afhendir farseðla gegn framvísun félagsskirteinis og greiðslu þess hluta ferðakostnaöar sem þátttakendur greiða sjálfir. Orlofsnefnd ASÍ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.