Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 13. júní 1972. Norska stúlkuhljómsveitin leikur I dag á Hagatorgi klukkan 18.30 og munu þær „marséra” frá miöbænum á Hagatorg. Myndina tók G.E.,er þær gengu um miöbæ Reykjavikur I fyrradag. Fjórar milljónir á miða nr. 10961 I gær var dregið I 6. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 4.300 vinningar að fjárhæö 27.820.000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar komu á númer 10961. Miðarnir voru seldir i umboði Frimanns Frímannssonar i Hafnarhúsinu. Einn eigandi átti röö af miðum og hreppir einnig auka- vinninga. 200.000 krónur komu á númer 50902. Tveir miðar voru seldir i borgar- búðinni i Kópavogi. Einn miðinn var seldur á Eskifirði og annar i Hrisey. 10.000 krónur: l't't, 1953, 2577, 5382, 5623, 58<t2, 9765, 10298, 10611, 11041, 11942, 13719, 16447, 20433, 20846, 21070, 21276, 21381, 21547, 22637, 22807, 23244, 23484, 25378, 26314, 27258, 27342, 27452, 28153, 29741, 30279, 30831, 32357, 33051, 33328, 33505, 33919, 34857, 3<t872, 38166, 40224, 40982, 43063, 43355, 44499, 45363, 46331, 47753. 49692, 50197. 51590. 52900, 53923, 54257, 54799. 54883, 55116, 58392 59349, 59376. (Birt án ábyrgðar) REYKJASKÓLANEMENDUR Samkoma verður haldin að Reykjaskóla i Hrútafirði laugardaginn 24. júni n.k. Afhjúpuð verður brjóstmynd af Guðmundi Gislasyni, skólastjóra. Samkoman hefst kl. 20.00 Allir nemendur Reykjaskóla velkomnir. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.00 og tii baka að samkomunni lok- inni Tekið á móti pöntunum i simum 17839 og 12023 Nefndin. FRAM- KVÆMDA- STJÓRI Starf framkvæmdastjóra við Otgerðarfé- lagið Þormóður Rammi h.f., Siglufirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 30. júni n.k. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu send til formanns félagsins Ragnars Jóhannessonar Hliðar- vegi 35, Siglufirði. Þormóður Rammi hf. Siglufirði Karlakór Rvík. heimsækir Austurland í fyrsta sinn EB — Reykjavik. Austfiröingar fá Karlakór Reykjavikur i heimsókn í fyrsta sinn á föstudaginn kemur. Fljúga kórmenn til Egilsstaöa þann dag og syngja um kvöldiö i Vala- skjálf. Daginn eftir fer kórinn til Neskaupstaðar og syngur fyrir ibúa þar. Þá fer kórinn til Hafnar i Hornafirði. Syngur hann i Sindrabæ sunnudagskvöldið 18. júni. Söngstjóri er Páll Pampichler Pálsson, einsöngvarar eru þau Svala Nielsen og Friðbjörn G. Jónsson, en þianóleikari er Guðrún A Kristinsdóttir. i efnis- skranni eru aðmestu islenzklög, auk nokkurra erlendra. Alls verða 50 — 60 manns i þessari ferð Karlakórsins, þvi að auðvitað verða konurnar með i förinni. Hannes Kjartans son látinn SJ — Reykjavik. Hannes Kjartansson ambassa- dor Islands hjá Sameinuðu þjóðunum og aðalræðismaður okkar i New York lézt á sunnudag 55 ára að aldri. Hannes stundaði nám i verkfræði og viðskiptafræði. Fluttis*1940 til Bandarikjanna og var stórkaupmaður þar um langt skeið. Hann var skipaður heiðursræðismaður Islands i New York 1948 og sat jafnframt mörg þing sameinuðu þjóðanna. Hannes gegndi mörgum trúnaðarstörfum i þágu Sameinuðu þjóðanna. Hann var einni-g sendiherra Islands i Perú. Hannes var kvæntur Elinu Jónasdóttur. Norskar skólahljómsveit- ir leika í Rvík í kvöld Norsku skólahljómsveitirnar tvær, sem komu hingaö tii Reykjavikur fyrir helgina, hafa fangaö hug og hjarta þeirra, sem á þær hafa hlýtt. Þykir hinni mestu furöu gegna, hvilfkri leikni þessir unglingar hafa náö. Sami maöur, Dag Aukner, sem er i senn kunnur skólafrömuður og trombónleikari, stjórnar báöum hljómsveitunum. I kvöld mun Reykvikingum enn gefast kostur á að heyra leik þessara hljómsveita, þvi að gönguhljómsveitin mun leika á Hagatorgi klukkan hálfsjö, og klukkan sjö hefjast hljómleikar hinnar sveitarinnar i Háskóla- biói. t skólahljómsveitinni frá Ljan eru sextiu og fimm ungmenni, tiu til seytján ára, og er hún talin ein allra bezta skólahljómsveitin i öllum Noregi. Hefur hún haldið marga sjálfstæða tónleika og nú i ár tvivegis hlotið fyrstu verðlaun i samkeppni skólahljómsveita i Osló. Það er eftirtektarvert, að barnaskólinn i Ljan, sem er rétt utan við Osló, er litill skóli með tvö hundruð og fimmtiu nem- endur alls, svo að ekki er úr nein- um fjölda að velja. Foreldrar barnanna hafa sjálfir kostað tón- menntun þeirra, og aðstoð af hálfu bæjarfélagsins er harla litil. Ollu þvi fé, sem hljómsveitin fær til umráða, er varið til tónmennt- unar barnanna, enda eru hinir ungu hljómlistarmenn mjög eftir- sóttir af æskulýðshljómsveitum, þegar þeirstarfa ekki lengur inn- an skólahljómsveitarinnar. Gönguhljómsveitin, Kolbotn- Garden, er skipuð þrjátiu og sjö stúlkum, og er sú hljómsveit al- þekkt, bæði á Norðurlöndum og viða utan þeirra. Hún hefur óskipta aðdáun þeirra, er á hana hafa hlýtt. Að sjálfsögðu hefur það kostað mikið fé að koma svo f jölmennum hljómsveitum til Islands, hundrað og fimmtán manns, enda hefur undirbúningur tekið for- eldra unglinganna 2 ár. Islenzkir aðilar, sem að móttökunum standa, eru Loftleiðir, Norræna húsið, forstöðumenn listahátiðar- innar og skólahljómsveit Kópa- vogs. Vandlega gætt að Japaninn fremji ekki sjálfsmorð NTB-Tel Aviv Japaninn, sem lifði af árásina á Lydda-flugvelli við Tel Aviv fyrir tveimur vikum, situr nú i sama fangaklefa og Adolf Eichmann á sinum tima, og einasta ósk hans er aö deyja, annað hvort fyrir eigin hendi eöa við aftöku. Kozo Okamoto er 24 ára gamall. Hann og félagar hans tveir myrtu og særðu vfir 100 manns, er þeir i.gengu berseks- gang og skutu allt i kring um sig með vélbyssum i flugafgreið- slunni á Lydda. Nú situr hann og biður þess, að herdómstóll taki mál hans til meðferðar. Á meðan fær hann ekki einu sinni að matast með hnifapörum, þvi hann má ekki fá hið minnsta tækifæri til að fremja sjálfsmorð. Þessi mynd var tekin i garðveizlu hjá Sveini Einarssyni af Kirsten Sörlie, Tove Janson og Erna Tauro. (Timamynd G.EJ Leikhúsálfarnir sýndir hér í fyrsta skipti utan Finnlands ÞB-Reykjavik. Sveinn Einarsson efndi til blaðamannafundar úti i garði hjá sér i góða veðrinu með þeim, sem standa aö sýningunni á Leikhús- álfunum. Þangað komu, auk fólks frá Leikfélagi Reykjavikur, Tove Janson, sem kom hingað úr ferðalagi i Afriku, Kirsten Sörlie leikstjóri, Erna Tauro tónskáld og grafiklistakonan Tuulikki Pietila, en hún er ferðafélagi Tove Janson. Blaðamaður hafði tal af Ernu Tauro, Kirsten Sörlie og Pétri Einarssyni, sem er „vinstri hönd leikstjórans”. Þar kom meðal annars fram, að þetta er i fyrsta sinn, sem leikurinn er sýndur utan Lilla Teatern i Finnlandi og i fyrsta sinn, sem Kirsten Sörlie sér um leikstjórn á honum. Samvinna þeirra Tove Janson og Ernu Tauro á sér lengri að- draganda, þvi að þær unnu meðal annars saman að leikritinu Crash, sem er raunar eingöngu fyrir fullorðna, auk þess, sem þær hafa unnið saman að samningu fjölda söngva, þar á meðal Haust- visu, sem hlaut verðlaun i Finn- landi ekki alls fyrir löngu. Erna Tauro er mikilvirkur tón- listarhöfundur og hefur samið 3- 400 lög við ljóð ýmissa skálda. Hún hefur og séð um tónlist við 6-7 leikrit. Að sögn Péturs Einarssonar er Leikfélaginu góður fengur i Kirsten Sörlie, og þá sérstaklega vegna þess hve hún á gott með að skipuleggja listræn vinnubrögð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.