Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 13. júni 1972. Jöfn bar- átta í 2. deild Nú hafa verið leiknir sjö leikir 1 2. deild og er staða liðanna, sem hafa öll leikiö leik, þessi: Akureyri 2 2 0 0 4:2 4 Þróttur 2 1 1 0 3:1 3 FH 2 1 1 0 3:2 3 Völsung. 2 1 0 1 4:2 2 Selfoss 2 1 0 1 3:2 2 Armann 1 0 0 1 0:2 0 ísafjörö 1 0 0 1 0:3 0 Haukar 2 0 0 2 1:4 0 Þessa skemmtilegur mynd tók ljósmyndari Tfmans Gunnai; i Hafnafiröi á laugardaginn. Hún sínir Helga Ragnarsson, skora fyrsta mark leiks Hauka ogFH.úr vfti. Stefán Jónsson markvöröur Hauka á ekki séns á að verja skot hans. Markhæstu menn: Sumarliði Guðbjartsson. Selfoss 3 Kári Arnason Akureyri 3 Ólafur Danielsson. FH 2 Helgi Þorvaldsson Þrótti 2 1 þessari viku verða leiknir þrlr leikir 12. deild og leiða þá þessi lið saman hesta sina, heimaliðin talin á undan. Fimmtudagurinn 15. júni kl. 20.00. FH — Selfoss Isafjörður — Akureyri Föstudagurinn 16. júni kl. 20.00 Armann — Haukar Eins og sjá má verða þetta allt spennandi leikir og eflaust fjörugir. Óskalið Hafnarfjarðar, FH vann loks langþráðan sigur - sigruðu Hauka 2:1, í baráttuleik Þaö var mikill baráttulcikur háöur i Hafnarfirði s.l. laugardag i 2. deild. Erki féndurnir úr firöinum, llaukar og FH leiddu Eru Akureyringar ósigrandi á heimavelli? - sigruðu Selfoss 2:1, á laugardag Þaö litur út fyrir að Akur- eyringar veröi óstöövandi á heimavelli i sumar. S.l. fimmtu- dag unnu þeir tslandsmeistarana Keflavik þar i gestaleik 4:3 og á laugardaginn léku þcir við Sclfoss i 2. deild og sigruðu 2:1. Bæöi mörk Akurcyringa gerði Kári Arnason, en hann gerði þrjú mörk gegn Keflavik — þaö viröist að liann sé liúinn aö taka fram skotskóna fyrir alvöru, ef svo er, má búast viö, aö hann eigi eftir aö velgja mörgum markverðinum undir ugga i sumar. En snúum okkur þá að leik Akureyrar og Selfoss, sem fór fram á laugardaginn: Það voru ekki liðnar nema 30 sek., þegar markvörður Sel- fyssinga þurfti að hirða knött inn úr netinu, eftir skot frá Kára. Var þetta sannkallað óskastarf fyrir heimamenn og voru áhorf- endur strax farnir að vona, að þetta væri bara byrjunin af mikilli markasúpu, sem Akur- eyringar væru rétt að setja saltið i. En Selfyssingar voru ekki á sömu skoðun og áhorfendur, þvi að þeir sýndu mjög góða knatt- spyrnu og héldu marki sinu hreinu, sem eftir var af fyrri hálf- leik. Og þeir gerðu gott betur, þeim tókst að jafna 1:1 eftir aðeins 40 sek. voru liðnar af siðari hálf- leik, mark þeirra skoraði hinn marksækni Sumarliði Guðbjarts- son. Eftir jöfnunarmarkið, reyndu Akureyringar að ná yfir- höndinni aftur —en það ætlaði að ganga erfiðlega hjá þeim t.d. bjargaði bezti maður Selfoss- liðsins, Anton Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður úr Fram, á marklinu. Selfyssingar áttu einnig sin tækifæri, en hinn ungi og efnilegi markvörður Akur- eyrar-liðsins Árni Stefánsson var alltaf vel á verði. Það var ekki fyrr en 2 min. voru eftir af leiknum,að heima- menn koma knettinum i mark Selfyssinga og var það Kári.sem kom honum þangaö. En á siðustu sek. munaði mjóu.að Sumarliða tækist að jafna fyrir Selfoss, hann óð upp allan völlinn og átti aðeins markvörð eftir, þegar hann reyndi markskot, sem rétt fór framhjá. Akureyrarliðið var betra liðið i leiknum, með þá Eyjólf Ágústson og Arna Stefánsson, sem beztu menn. Verður gaman að fylgjast með liðinu i sumar og gá hvort það endurheimtir 1. deildarsætið sitt. Lið Selfoss, sem svo margir spáðu falli, hefur nú sýnt,að það getur leikið knattspyrnu i sama gæða flokki og önnur 2. deildarlið og verður það örugglega með i baráttunni um toppinn i deildinni. Beztu menn liðsins i leiknum voru þjálfari liðsins Anton Bjarnason og Sævar Ástráðsson. Góður dómari leiksins var Sveinn Kristjánsson. saman hesta sina þar. óskaliö llafnarfjarðar FH, eins og lið félagsins er kallaö, bar sigur úr býtum I viöureign liðanna, sigruðu Hauka 2:1 i liflegum leik. Binda Hafnfirðingar miklar vonir við hið unga og efnilega FH-lið i 2. deildarbaráttunni i sumar. Er þaö ósk allra Hafnfirðinga, að Iið frá kaupstaðnum, leiki i 1. deild- inni n.k. ár. Leikur liðanna var nokkuð skemmtilegur, sérstaklega fyrri hálfleikur — FH-ingar tóku forustuna snemma i leiknum, með marki Helga Ragnarssonar, en hann skoraði úr vitaspyrnu. Ekki tókst FH-liðinu að halda forustunni lengi, þvi að Jóhann Larsen tókst að jafna fyrir Hauka skömmu siðar. Við jöfnunarmarkið færðist mikið fjör i leikinn og var sótt stift á báða bóga. FH-liðið, sem leikur mjög góða knattspyrnu, náði oft skemmtilegum sóknarlotum — úr einni þeirra tókst þeim að ná forustunni aftur i leiknum. Ólafur Danielsson tókst þá að koma knettinum inn fyrir marklinu Haukaliðsins, er þetta hans annað mark i 2. deild (skoraði eina mark FH gegn Þrótti 1:1). Ekki voru fleiri mörk skoruð i fyrri hálfleik og endaði hann þvi 2:1 fyrir FH. 1 siðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora þrátt fyrir góðar tilraunir, og endaði þvi leikurinn með sigri FH, sem voru sann- gjörn úrslit eftir gangi leiksins. Þessi sigur FH-liðsins er sá fyrsti i móti i ár, og var sigurinn orðinn mjög langþráður hjá FH- ingum. Liðið hefur á að skipa mjög ungum og efnilegum knatt- spyrnumönnum, sem lofa góðu og eiga örugglega eftir að láta á sér kveða i sumar og n.k. ár, ef rétt er haldið á hlutunum. Haukaliðið er greinilega ekki búið að jafna sig eftir að það missti tvo af beztu leikmönnum (Ómar Karlsson og Pálma Sigrbjörnsson) sinum yfir I raðir FH rétt fyrir keppnistimabilið. Það er mikil barátta i liðinu og það getur leikið góða knatt- spyrnu, þegar þvi tekst upp. Dómari leiksins var Óli Ólsen. Armenningar heppnir að fá ekki fleiri en tvö mörk á sig gegn Þrótti - þegar liðin mættust á laugardaginn Ármenningar voru heppnir að fá aðeins tvö mörk á sig gegn Þrótti, þegar liðin mættust i 2. deild á Melavellinum á laugar- daginn. Þróttarliðið lék vel i leiknum og á það örugglega eftir Hér sést fyrra mark Þróttar gegn Armann og skoraði Aðalsteinn örnólfsson, sem sést hér lengst til hægri. Bakvöröurinn hjá Armann virðist ekki trúa þvi,að knötturinn sé kominn i markið og horfir stfft á eftir honum. (Timamynd Gunnar.) að láta að sér kveða i deildinni i sumar. Fyrri hálfleikur var frekar jafn hjá liðunum, og skiptust liðin á að sækja. Það var ekki fyrr en fimm min. fyrir leikhlé, að Þróttarar náðu forustunni, með marki Aðal- steins örnölfssonar af stuttu færi. Strax á 3. min siðari hálfleiks skoruðu þeir svo annað mark sitt, var það hinn markheppni útherji Þróttar, sem það gerði. Við þetta mark var eins og Armannsliði missti áhuga á leiknum, og Þróttarar tóku öll völd á honum og sóttu nær stanzlaust það sem eftir var af leiknum, án þess að þeim tæk ist að skora fleiri mörk, og endaði þvi leikurinn 2:0 fyrir Þrótt. Þróttarar virðast vera mjög dugandi um þessar mundir. Þeir hafa leikið tvo leiki og fengið þrjú stig úr þeim. Ef liðið heldur áfram á þessari braut, þarf ekki að efa, að þeir verða með i bar- áttunni um 1. deildarsætið! Eitthver deyfð virðist vera yfir Ármenningum, og náðu þeir aldrei að sýna þá knattspyrnu, sem þeir geta spilað. Sókn liðsins er ekki nógu beitt og skorar litið af mörkum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.