Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriöjudagur 13. júni 1972. \ er þriðjudagurinn 12. júní 1972 HEILSUGÆZLA Slökkviliðiölog sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreiö i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavaröstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. I.ækningasföfur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. ^-ll f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgidagavaktar. Simi 21230. Kvöld, nætur og helgarvakt: Mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00-08,00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08,00 mánudaga. Simi 21230. Uþplýsingar um læknisþjónustu i Reykjavik eru gefnar i sima 18888. ónæmisaðgerðir gegn mænu- sótt fyrir fullorðna fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur á mánudögum frá kl. 17-18. Apótek llafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Kvöld og næturvörzlu i Kefla- vik 13. júni annast Kjartan Ólafsson. Nætur og helgidagavörzlu apótekanna i Reykjavik 10. til 16. júni annast Laugavegs Apótek, Holts Apótek og Kópavogs Apótek. ORÐSENDING Orlof húsmæðra i Kópavogi, verður 8-16. júli að Lauga- gerðisskóla. Innritun á skrif- stofu orlofsins i Félagsheim- ilinu 2.h. sem opin er frá kl. 4-6 á þriðjudögum og föstu- dögum frá 23. júni. SÖFN OG SÝNINGAR Listasafn Einars Jónssonarer opið daglega kl. 13.30 til 16. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag tslands millilanda- flug. Gullfaxi fer frá Kaup- mannahöfn kl. 09:40 til Kefla- vikur — Narssarssuaq — Keflavikur og væntanlegur aftur til Kaupmannahafnar kl. 21:15 um kvöldið. Sólfaxi fer frá Keflavik kl. 08:30 til Glasgow — Kaupmannahafn- ar — Glasgow og væntanlegur aftur til Keflavikur Td. 18:15 um kvöldið. Flugfélag tslands innanlands- flug. Er áætlun til Akureyrar (4 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Húsavikur, Isafjarðar, Patreksfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Egilsstaða (2 ferðir) og til Sauðárkróks. Flugáætlun Loftleiða. Eirikur rauði kemur frá New York kl. 05.00. Fer til Luxemborgar kl. 05.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 14.30. Fer til New York kl. 15.15. Þor- finnur karlsefni kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Luxemborgar kl. 07.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.15 Leifur Ei- riksson kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Kaupmanna hafnar kl. 08.00. Er væntan- legur til baka frá Kaup- mannahöfn kl. 16.30. Fer til New York' kl. 17.30. FÉLAGSLÍF Uansk kvindeklubs árlige sommerudflugt starter fra Tjarnarbúð tirsdag den 20. juni kl. 10.00 f.m. Bestyrelsen. Skógræktarferð. i Heiðmörk i kvöld kl. 20 frá B.S.I. Ferðafé- lag Islands. BLÖÐ OG TÍMARIT úlfljótur.2. tbl. 1972 er komið út, efni, m.a. Dr. Armann Snævarr, prófessor: Hjúskaparlöggjöf á hvörfum. Ingólfur Hjartarson hdl. meðalákvörðunarréttur starfsfólks, atvinnulýðræði. Feneyjar Framhald af bls. 11. Má vart á milli sjá, hvor betur hefur i bili, þótt aldirnar sjái um sigur Péturs, sem talinn er hafa borið bein sin sjálfur til Rómar. Annars væri Markúsarkirkjan ein, með öll sin listaverk, innra sem ytra, efni i heilar bækur. Frægast er þó tvennt: „Blóma- hliðið’’ á norðurhliðinni og „Draumur heilags Markúsar”, sem hvort tveggja eru högg- myndaskreytingar frá fyrri hluta miðalda. Sú höll, sem sögð er frægust og fegurst i Feneyjum, er hin svo- nefnda Hertogahöll, sem talin er að gerð og allri virkt eitt mesta meistaraverk allra tima og allra þjóða. Má um hana segja þaö sama og um Markúsarkirkjuna, að þar sé efni i margar bækur. Sjón er þar sögurikari og orð ekki töm til að lýsa þeim undrum. Þyrfti vafalaust einnig langan tima til að átta sig á þvi öllu, sem þar er að sjá. Nútimasvipur þessarar fornfrægu byggingar mun nú talinn gotneskur, en annars birtast þar i undarlegri einingu listgerðir arkitektiskrar snilli frá náer öllum timum, siðan mannshöndin fór aö móta efnið eftir hugsun sinni og óskum hjartans, sjálfri sér og guði sinum til dýrðar. Enn skal hér getiö eins skraut- hýsis viö Markúsartorg. Þar er Liberia Vecchia, eða Bókasafnið forna, með ótæmandi fjársjóðum fornar speki. Þar eru talin vera um 750 þúsund bindi bóka, auk óviðjafnanlegra listaverka i litum og skrauti. Ekki er hægt að ljúka svo frásögn af þessari sérstæðu, bif- reiðalausu borg, sem er likt og stigin af öldum hafsins og djúpi andanna i senn, aö ekki sé minnzt á einhverja af hennar 400 brúm, aðra en járnbrautarbrúna, sem nú tengir þessa draumaborg við veruleika tuttugustu aldar. Ein hin frægasta allra þessara brúa er ekki langt frá Hertoga- höllinni, Riva Degli Schiavoni - oft nefnd Andvarpabrúin. Hún var byggð um 1600 og dregur vafalaust nafn af þeirri ógleymanlegu sjón er um hana var farið með fanga til dómstóla og aftöku. Þessi brú er yfir Palazzo-sundið og var upphaflega kennd viðSchiavoni, sjómenn frá Dalmatis, sem áttu þarna skipa- lægi til forna. Samt er það hin svonefnda Rialto-brú, sem talin er merkust og tignarlegust allra brúa i Feneyjum. Bygging hennar hófst árið 1588 og lauk árið 1592. Af henni er bezt útsýn yfir Stór- sundið - Canal Grande - og umhverfi þessa „Aðalstrætis” borgarinnar. Er öllum, sem til Feneyja koma, ráðlagt að stað- næmst á Rialto, ekki siöur en Markúsartorginu. Fátt er talið fegurra og dularfyllra en Rialto- Hvernig á S að spila 6 Hj. á eft- irfarandi spil eftir að tromp kem- ur út? A AG104 V 05 AD7 A1052 * D986 V 82 ♦ KG95 + G63 5 AKG10973 642 ^ K4 Það eru 11 slagir beint og ef T- svinun heppnast er sá tólfti kom- inn. En það er hægt að spila þetta spil örugglega. Trompslagurinn er tekinn heima, L-K spilað og siðan á L-As og þriðja L trompið. Þegar báðir mótherjarnir fylgja liierspilið 100% öruggt, og meira að segja hægt að leggja niöur spilið og segjast vinna það, áður en nokkur vitleysa er gerð. Hvernig? — Jú trompi er spilað á D og siðasta L trompað og Sp. spilað. Ef V lætur litið — og þaö hefur ekkert að segja þó hann láti K — er 10 blinds spilaö. A fær slaginn og veröur að spila Sp. eða T upp i gafla blinds. ♦ * ♦ K732 V 64 4 1083 + D987 A V ♦ I skák Fahrni og dr. Goering, sem hefur svart og á leik, kom þessi staða upp i Dresden 1903. 1.----Dxf3!! 2. Hgl - He2!! 3. Ddl — Dxg2!! 4. HxD — BxH mát. TELPA 11 ára óskar eftir að komast á gott sveita- heimili. Uppl. i sima 84519. IJÓN ODDSSON hrl. málflutningsskrifstofa Laugaveg 3. Sími 13020. brúin skrautlýst i mildu rökkri á hinni svonefndu ljóshátið i Feneyjum. Enginn gleymir Feneyjum, sem einu sinni hefur augum litið þessa hvitu draumaborg við sundin blá. Þar stigur fortiðin fram eins og hún varð i óskum og draumum listamanna á löngu liðnum öldum. Þar rikir eilifðin i undralegri þögn og kyrrð, fjarri glaumi, hraða, mengun og strætadyn nútimans. Þar stigur gesturinn, sem kemur með æðandi og öskrandi hraðlestinni yfir fjöllin, inn i dýrð og frið horfinna alda, en heldur þó áfram að lifa á sinni tuttugustu öld, öld geimskota, tunglferða og tækni, og finnst það eins og mar- tröð,sem hann hefur vaknað af. Báruskvaldur, brýr og boga- göng, hallir, söfn og helgidómar marka mynd sina i vitundina, og Markúsartorgið gæti orðið hlið óskalandsins, þar sem fegurðin rikir ein. Borgin hvíta við blá sund, Feneyjar. Reykjavik 17/5 1972 (Nýkominn heim frá Feneyjum) Arelius Nielsson. liiiiiiiiiii Oil 5911 Kaupmannahafnarferð Flogið veröur til Kaupmannahafnar 22. júni n.k. Komið til baka 6. júli. Þeir, sem ætla að fara, þurfa að tryggja sér farmiða sem fyrst. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik Hringbraut 30. Simi 24480. UTBOÐ Tilboð óskast til að ganga frá lóð að Lundarbrekku 2-4, Kópavogi. útboðsgögn verða afhent hjá Daniel R. Dagssyni, Lundarbrekku 2, 13-14 júni milli kl. 19- 22.30 gegn 1.000.- kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað 20. júni kl. 21.00 HÚSASMIÐUR óskar eftir verki úti á landi. Tilboð óskast send afgreiðslu Timans fyrir 24. júni merkt Húsasmiður 1320. Hjartanlega þakka ég Skagfirðinga- félaginu i Reykjavik fyrir hið ánægjulega afmælisboð, er það hélt mér á 85 ára afmæli minu, ennfremur Skagfirðingum heima i héraði, svo og öllum öðrum.er veittu mér ánægju með komu sinni þar. Ennfremur þakka ég öll blóm, gjafir og skeyti. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum um alla framtið. Guðrún Árnadóttir frá Lundi — Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför RAGNHILDAR JÓHANNSDÓTTUR Frá Efri-Rotum Sérstakar þakkir færum við framkvæmdastjóra og starfs- fólki Hraðfrystistöðvar Eyrabakka fyrir hlýhug og vin- áttu. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Sveinn Jónasson Bróðir okkar SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON frá Krossum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 3 siðdegis. Fyrir hönd vandamanna, Sigurlaug ólafsdóttir, Jóhann Tr. ólafsson, Margrét Ó. Hákansson. Goður guð blessi alla.er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástvinar okkar. Sérstakar þakkir færum við Heimi Bjarnasyni lækni. BJARNA JÓNSSONAR Hellu Jórunn S. Magnúsdóttir, Sigurjón Helgason, Arni Sigurjónsson, Guðný Jónadóttir, Gunnar Sigurjónsson, Sóley Olgeirsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Júlia Gunnarsdóttir, og systkyni hins látna. ALDIS GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjalli, Skeiðum, andaðist á Landsspitalanum 11. júni. Systkinin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.