Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. júni 1972. TÍMINN 9 tJtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn ; Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;l : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson,;: : Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaðs Timans).|: : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif-i: : stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.:! : Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs-:! ! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjald!! ! 225 krónur á inánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j: takið. Blaðaprent h.f. Hættan framundan Hinar mörgu verðhækkanir, sem var frestað meðan verðstöðvunin var i gildi, eru nú um garð gengnar. Svo miklar hafa þessar hækkan- ir orðið, að engum mun þykja lengur, að of- mælt hafi verið hjá Ölafi Björnssyni prófessor, að hrein hrollvekja væri framundan, þegar verðstöðvuninni lyki. Verðhækkunarbylgjan, sem hér hefur orðið siðustu mánuðina, er ein hinna mestu, sem hér hafa orðið. En þótt beinum afleiðingum verðstöðvunar- innar sé þannig lokið, fer fjarri þvi að hinar óbeinu afleiðingar hrollvekjunnar séu úr sög- unni. Sú hætta er nú yfirvofandi, að hækkanir þær, sem orðið hafa að undanförnu, leiði til nýrra vixlhækkana og siðan koll af kolli. Þannig var það efnahagskerfi, sem viðreisnar- stjórnin lét eftir, úr garði gert. Komi nýjar verulegar verðhækkanir til sögu næstu mánuði og tilsvarandi kauphækkanir i kjölfar þeirra, hefur vafalitið verið lögð meiri byrði á at- vinnureksturinn en hann getur risið undir með góðu móti. Þannig fer fjarri þvi, að hættan, sem fylgir hrollvekjunni, sé liðin hjá. Það er óumdeilanlegt, að kaupmáttur lág- launafólks og bænda hefur aukizt verulega sið- an núverandi rikisstjórn kom til valda, þrátt fyrir þær verðhækkanir, sem hafa orðið að undanförnu. Viðfangsefnið nú er að tryggja að þessi aukni kaupmáttur haldist og að atvinnu- rekstrinum verði ekki ofþyngt, þvi að ella dregur brátt til samdráttar og atvinnuleysis. Þetta er ástand, sem stjórnmálamenn og leið- togar stéttarsamtaka verða að horfast i augu við og mæta með raunhæfum aðgerðum. Nú má ekki loka augunum og draga allt á langinn likt og viðreisnarstjórnin gerði haustið 1970, þegar hún greip til bráðabirgðaverðstöðvunar i stað raunhæfra aðgerða. Þeir flokkar, sem tóku við stjórninni eftir siðustu kosningar, gerðu sér ljóst, að það yrði ekki neitt létt verk að ná tökum á verðbólgunni eftir langvarandi óstjórn á efnahagsmálunum og fjórar gengisfellingar á einum áratug. Það verður að játa hreinskilnislega, að þetta hefur enn ekki heppnast, þótt kappkostað hafi verið að halda verðhækkununum i skef jum og miklu friðsamlegra hafi verið á vinnumarkaðnum en um langt skeið. Það var lika alltaf ljóst, að erfitt yrði að fást við þetta verkefni fyrr en hrollvekjan væri um garð gengin. Nú er sá timi hinsvegar kominn, að ekki má mikið lengur dragast að taka þessi mál til raunhæfrar með- ferðar. Það er alveg sérstakt hagsmunamál launafólks til að tryggja þann aukna kaupmátt, sem þegar hefur fengist, og til að tryggja blómlegt atvinnulif, sem er undirstaða nægrar atvinnu. Sama gildir um bændur og aðra fram- leiðendur, sem eiga mikið undir þvi, að sæmi- leg kaupgeta haldist. Það má ekki fresta þvi lengi að fást við vandann, eins og gert var illu heilli haustið 1970. PRAVDA I F0RUSTUGREIN: LEIÐ TIL EFLINGAR FRIÐI í EVRÓPU Mjög er nú rætt um undirbúning að öryggismálaráð- stefnu Evrópu austan hafs og vestan. Stað- festing griðasáttmál- ans milli Sovétrikj- anna og Vestur- Þýskalands var alger forsenda þess, að samningar tækust um Berlin og þar með einnig að hugsanlegt yrði áður en langir timar liða, að fá aust- ur- og vestur til að setjast að samninga- borði og semja um takmörkun vigbúnað- ar á öryggismála- ráðstefnu Evrópu. Afstaða Sovétrikj- anna á næstu misser- um til þeirra mála, sem ráða munu úrslit- um um það, hvort af slikri ráðstefnu verð- ur eða ekki, er þvi mjög til umræðu nú i stjórnmálaheimi vesturlanda. En hvernig túlkar Sovét- stjórnin afstöðu sina heima fyrir. Til að gefa nokkrar upplýs- ingar um það, birtum við hér forystugrein úr málgagni Sovét- stjórnarinnar, Prövdu, en þar var um þessi mál fjallað 2. júni s.l. Prövdu- greinin svohljóðandi: „Almenningur i Sovétrikj- unum fagnar þessum atburöi sem nýrri sönnun fyrir áhrif- um hinnar leninisku utanrikis- stefnu Sovétrikjanna og fram- kvæmd á friðaráætluninni, sem 24. flokksþing Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna lagði drögin að, og miðar að þvi að verja frelsi, sjálf- stæði og öryggi þjóða, svo og sigri fyrir kenninguna um friðsamlega sambúð rikja meö ólfk þjóðfélagskerfi.” „Samningurinn milli Sovét- rikjanna og Vestur-Þýzka- lands bindur endi á langt timabil erfiöleika i samskipt- um rikjanna, er stöfuðu af stefnu stjórnarvalda i Vestur- Þýzkalandi. Hann skapar nauðsynlegan stjórnmálaleg- an og lagalegan grundvöll undir góð nábúatengsl og gagnkvæma samvinnu til á- vinnings fyrir báða aðila milli Sovétrikjanna og Vestur- Þýzkalands, og hann stuölar að eflingu friöar og öryggis á meginlandi Evrópu.” „Samningurinn staðfestir friöhelgi landamæra allra Evrópurikja, nú og i framtiö- Leonid Breshneff inni, þar á meðal vesturlanda- mæra Póllands við Oder og Neisse fljótin og landamærin milli Austur-Þýzkalands og Vestur-Þýzkalands. Hann fel- ur i sér skuldbindingu beggja aöila um að hafna valdbeit- ingu i samskiptum sin á milli og viö lausn alþjóðlegra vandamála. Allt hefur þetta, ásamt sams konar inntaki samningsins milli Póllands og Vestur-Þýzkalands, afarmikla þýðingu fyrir eflingu friöar og öryggis i Evrópu. Staöfesting samninganna milli Sovétrikjanna og Pól- lands annars vegar og Vestur- Þýzkalands hins vegar er mikill sigur fyrir stjórnmála- stefnu sósialistarikjanna og fyrir öll friöarsinnuð öfl. Samningarnir sýna vaxandi áhrif sósfallsku rikjanna á heimsmálin. Hin uppbyggj- andi stefna sósialisku rikj- anna er oröinn snar þáttur i eflingu öryggis i Evrópu og heimsfriðarins.” ,Leonid Breshneff aðalritari miðstjórnar Kommúnista- flokkst Sovétrikjanna sagði i ræöu á 8. þingi Sósialiska ein- ingarflokksins þýzka: „Fram- kvæmd samninganna milli Sovétrikjanna og Póllands við Vestur-Þýzkaland mun stuðla mjög aö þvi aö hreinsa hið pólitiska andrúmsloft i Evrópu. Þeir munu að okkar áliti veröa undanfari eðlilegra samskipta milli Vestur- Þýzalands og sósialisku rikjanna i Evrópu, að almennri þróun árangursriks samstarfs milli landa Austur- og Vestur-Evrópu og að lausn þýðingarmikilla vandamála i sambandi viö öryggismál Evrópu.” „Fjórveldasamkomulagið um Vestur-Berlin, svo og samníngarnir milli stjórna Vestur-Þýzkalands og Austur- Þýzkalands og stjórnar A- Þýzkalands og þings Vestur- Berlinar munu hafa hagstæö áhrif á þróun mála i Evrópu. Stofnun samskipta milli Áust ur-Þýzkalands og Vestur- Þýzkalands og aðild beggja þýzku rikjanna að Sameinuöu Þjóöunum yrðu mikilvæg fyr ir frekari þróun mála I Evrópu og eflingu heimsfriðarins. Meginland Evrópu er nú á timamótum. Hugsjónir friðar og öryggis og þróun samstarfs á mörgum sviöum njóta stuðnings almennings og stjórna vaxandi fjölda rikja. Nær öll Evrópuriki hafa lýst sig fylgjandi ráðstefnu um öryggismál Evrópu og sam- starf. Kanada hefur einnig fallizt á tillöguna um ráðstefn- una. Og samkvæmt sameigin- legri yfirlýsingu Sovétrikj anna og Bandarlkjanna 1 Moskvusamningnum hafa Bandarikin fallizt á að haldn- ar veröi viðræöur margra þjóða um undirbúning að ráð- stefnunni, og aö ráöstefnan verði kölluð saman án tafar á þeim tima, sem aðilar verða sammála um. I yfirlýsingu Pragfundar stjórnmálanefndar Varsjár- bandalagsrikjanna voru sett fram grundvallaratriði varö- andi öryggismál Evrópu af hálfu sóslalistarikjanna. Þessi atriöi voru i samræmi við lifs- hagsmuni þjóðanna og munu reynast góöur grundvöllur fyrir samvinnu allra rikja sem áhuga hafa á málinu, Það gengur ekki fram óhindrað að koma á eölilegu ástandi I Evrópu. Á Vesturlöndum eru enn áhrifarik öfl, sem ekki vilja aö dregið verði úr spenn- unni og berjast gegn þvi með öllum ráðum. Þvi er hlutverk friðaraflanna svo mikilvægt að halda andstæðingum öryggis Evrópu I skefjum.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.