Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. júni 1972. TÍMINN Sjötíu norrænir barna- bókahöfundar á þingi Sjötíu rithöfundar, sem sækja þing norrænna barnabókahöf- unda, sem hefst á föstudaginn, koma hingað i tveimhópum. Fyrri hópurinn kom þegar i gæ'r, en hinn siðari kemur I dag. Er meðal þeirra margt viðkunnra höfunda. — Undirbúningurinn að þessu öllu, þinginu og þeim sýningum, sem efnter til i sambandi við það, hefur verið mikið starf, sagði Ar- mann Kr. Einarsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, við Timann i gær. Hann hefur tekið á annað ár, og hafa þau Vil- Neytendur vilja ekki kálfafóður ÓV-Reykjavik. Pétur Kjartansson, for- stjóri sælgætisgerðarinnar Vikings, sagði i viðtali við fréttamann Timans i gær, að fyrirtækið hefði fengið niður- stöður úr rannsókn sem gerð var að tilhlutan þess, til að fá úr þvi skorið, hvort duftið, kálfafóðrið, sem notað var i framleiðslu verksmiðjunnar i tilraunaskyni, væri á ein- hvern hátt skaðlegt mönn- um. Rannsóknin var fram- kvæmd af Sigurði Péturssyni hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, og segir i bréfi hans, sem fylgdi niðurstöð- um rannsóknarinnar: „Mið- að við undanrennuduft, þá er þetta duft frábrugðið að þvi leyti, að fitumagnið er 10.75% i staðinn fyrir 0.1 1/2%. Gerlafjöldi reyndist ekki meiri en góðu hófi gegn- ir, og kólígerlar fundust ekki." — Siðan, sagði Pétur Kjartansson, — gerir hann grein fyrir niðurstöðum gerlarannsóknarinnar, og er matið á þvi gott. Pétur sagði, að engar regl- ur væru til um, hve fitumagn mætti vera mikið i súkku- laðiframleiðslu, en fyrir- tækið biði enn niðurstöðu rannsóknar þeirrar er heil- brigðisyfirvöld hefðu farið fram á. Einnig stæði yfir sakadómsrannsókn i málinu, og væri forráðamönnum Víkings farið að lengja eftir einhverjum úrskurði. Pétur sagði ennfremur, að nokkur samdráttur hefði orðið i sölu á framleiðslu verksmiðjunnar, en þó hefði ekkert verið dregið úr fram- leiðslunni. — Það var mest fyrst en er að jafna sig núna, sagði Pétur. Að lokum gaf Pétur i skyn, að einhverra tiðinda væri að vænta... Þegar við svo höfðum samband við Sigurð Péturs- son, dr. phil., sem fram- kvæmdi rannsóknina, sagði hann, að sýnilegt væri, að i duftið hefði verið blandað feiti, en venjulega væri notuð annað hvort kókosfeiti eða mjólkurfeiti i sælgæti, og væri þá fitumagnið yfirleitt ekki nema það, sem minnzt væri á i bréfi hans til Vik- ings. — En hafi þetta verið merkt sem kálfafóður, sagði dr. Sigurður, — þá verður maður að gera ráð fyrir, að það sé einhver feiti, sem framleidd er hér úr islenzk- um landbúnaðarafurðum. Og þá dettur manni náttúr- lega fyrst i hug einhver hörð feiti, eins og til dæmis tólg. borg Dagbjartsdóttir, Filippia Kristjánsdóttir og Gunnar M. Magnússon lagt fram geysimikla vinnu, ásamt mér. En þess er vænzt, að þingið og sýningarnar verði barnabóka- höfundum til mikillar uppörvunar og stuðli jafnframt að þvi, að sem mest verði vandað til barnabóka, sem gefnar eru út á islenzku. Til tiðinda má telja, að Geir Hallgrimsson hefur tjáð, að sam- þykkt fræðsluráðs Reykjavikur um verðlaun fyrir eina islenzka barnabók og aðra þýdda, er bezt þykir, muni koma til fram- kvæmda á þessu ári. Þá mun Almenna bókafélagið gefa út i haust barnabókina Sól- faxa litla eftir ArmannKr. Einarsson, fagurJega skreytta myndum eftir Einar Hákonarson, og þá er um leið þeirrar nýjungar að geta, að þeir Armann og Einar hafa frá upphafi haft með sér samstarf um gerð bókarinnar. Loks má nefna það, er blaðið hefur fregnað, að á þessu þingi mun verða borin fram tillaga þess efnis, að barnabókahöfundi verði veitt Norðurlandaverðlaun, en enginn slikur maður hefur enn fengið þau. Skreyting eftir Einar Hákonarson úr Sólfaxa litla. Strokuhestur finnst Armann Kr. Einarsson, formaður undirbúnings rithöfundaþingsins. Frá Guðjóni á Hofi: 1 siðustu viku fóru menn úr Gnúpverjahreppi i grenjaleit á Flóamannaafrétt. Ekki fundu þeir greni, enda leituðu mennirn- ir ekki nema á hluta afréttarins. Hinsvegar fundu þeir hest, dökk- móbrúnan, 5 vetra, járnaðan hnallskeifum, markalausan. Ennfremur fundu þeir eina kind með tveimur gemlingum og var ærin með lambi. Kindurnar eru sagðar sæmilega útlitandi, en þær hafa gengið úti á afréttinni i yet- ur. Kindurnar eru frá Guðbirni Eirikssyni i Arakoti á Skeiðum, en ekki er vitað, hver á hestinn, sem likast til hefur verið i stroki. Hesturinn er nú i vörzlu i Skáldabúðum. Holdanautastöðin sennilega í Hrísey Mestar likur eru til þess, að holdanautastofn sá, sem koma á upp með innfluttu sæði, verði i Hrisey. Þar þykir haga bezt til,að flestu leyti. Tryggast þykir að hafa þessa starfsemi i eyju, en þar verður að vera vatn og rafmagn og einhver byggð, svo að ekki hamli fólks- ekla, og samgöngur sæmilega greiðar. Hrísey ákjósanlegust. Timinn ræddi um þetta i gær við Pál Pálsson yfirdýralækni og sagði hann, að skoðaðar hefðu verið tvær eyjar, sem helzt koma til greina, að Grimsey undanskil- inni — Flatey á Breiðafirði og Hrisey. Telur hann Hrisey heppi- legri. Þar er nú þrjú hundruð manna byggð, sem stendur með blóma, búfénaður enginn nema um fimmtiu kindur, sem aldraðir menn eiga, nægt vatn og rafmagn frá Laxárvirkjun og loks mikil tún, sem ekkieru nytjuð. Greiðar samgöngur eru yfir sundið milli Hriseyjar og lands, ekki nema tuttugu minútna ferð á báti, svo að auðvelt er að koma þaðan sæði og sýnum. 1 Flatey er aftur á móti vatns- hörgull og rafmagn stopult frá frystihúsinu þar. Samgöngur eru þar stórum lakari en i Hrisey, og sjálf byggðin stendur og fellur með tveim bændum, sem eru að visu ungir og duglegir. En sá hængur er á að þeir flytja sauðfé sitt i land til hagagöngu á hverju sumri. Hríseyingar hlynntir hugmyndinni. Garðar Sigurpálsson, oddviti i Hrisey, sagði við blaöið, er það sneri sér til hans, að Hriseyingar muni ekki standa gegn þvi, að þessi holdanautastöð verði hjá þeim. Þetta hefði aö visu enn litið verið rætt innan hreppsnefndar- innar, en hann kvaðst gera ráð fyrir þvi, að eyjarskeggjar væru reiðubúnir til þess að gangast undir þær skuldbindingar, sem settar verða fram, ef ekki kemur eitthvað nýtt til. En skilyrðin eru einkum þau, að hvorki verði bú- peningur né hey úr eynni flutt upp á land. Að vera búinn að berjast viö einn vænan i nokkurn tima og vera nær þvi búinn að koma honum á þurrt, en missa hann svo a 111 i einu, er sársaukafullt fyrir laxveiðimanninn, ein- kum ef veiðin hefur verið treg. En að vera búinn að koma lax- inum á land, rota hann og missa svo, hlýtur að vera enn sársaukafyllra. Hann var anzi óheppinn, einn af veiðimönnunum, er voru við Miðfjarðará s.l. sunnudag. Eftir að hafa lagt bil sinum við árbakkann óð hann yfir ána með stöng sina i von um að fá eitthvað hinum megin. Ekki leið á löngu þar til bitið var á öngulinn, og inn- an skamms var veiðimaður- inn búinn að rota 8-10 punda lax og var það liklega eini lax- inn er hann hafði veitt um daginn, enda treg veiði i ánni. Veiðimaðurinn mun þvi hafa verið harla ánægður, þegar hann svo óð aftur út i ána til að komast i bil sinn og hélt um sporðinn á laxinum. En viti menn, þegar veiöimaðurinn varkominnútiána, tók laxinn allt i einu kipp, slapp úr hönd- um veiðimannsins og synti á brott. Hvort laxinn hefur þótzt rot- ast, þegar veiðimaðurinn yfir- bugaði hann, til að eiga rnögu- leika á þvi að öðlast frelsið á nýjan leik, eða einfaldlega vaknað til lifsins aftur, þegar hann sá heimkynni sin, fylgir ekki sögunni. -EB Nýtt land spyr Alþýðublaðið Nýtt land, sem kom út 15.þ.m., gerir árásir Alþýðu- blaðsins á rlkisstjórnina að umtalsefni. Nýtt land segir m.a.: „ Það virðist ekki fara á milli mála(að Alþýðublaðið er ekki dús við stefnu rikisstjórn- arinnar. Það er á móti ríkis- stjórii, sem hafði forgöngu um útfærslu landhelginnar i 50 milur. Sjálfstæðri utanrikis- stefnu tslendinga. Stóreflingu fiskiflotans. Vinnur að brott- för hersins af landinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ er á móti rikisstjórn, sem hcfur stór- hækkað tryggingabætur, elli og örorkulifeyri, afnumið nef- skatta. ALÞVÐUBLAÐIÐ er á móti rikisstjórn, sem afnani visi- tölubindingu á laun og skilaði sjómönnum þvi, sem fyrri rikisstjórn hafði rænt þá, og beitti sér fyrir styttingu vinnuvikunnar I 40 stundir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ er á móti stjórn þriggja vinstri flokka, scm Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru aðili að. Er stefnan, sem fram kem- ur i þessari forystugrein AB., bara stefna blaðsins eða er hún stefna Alþýðuflokksins? Vill Alþýðublaðið þrátt fyrir þessi skrif sin, sem þaö myndi telja o'svifin ef þau væru á slð- um Nýs lands, að Alþýðu- flokkurinn sameinist SFV og gerist aðili að „vondri stjórn" og styðji hennar stefnu. Eða — vill Alþýðublaðið að SFV sam- einist Alþýðuflokknum til að fella núverandi rikisstjórn og mynda nýja„viöreisnarstjórn" undir forustu Sjálfstæðis- flokksins?" Alþýðublaðið og sameiningarmálin Nýtt land segir að lokum: „Samtök frjálslyndra og vinstri manna ætla að halda áfram að vinna að sameiningu allra vinstri manna og vinna I vinstri stjórn — það er vist — þvi það er vilji allra vinstri- sinnaðra kjósenda. Og þvi má ekki gleyma, að það er kjósandinn, sem ræður þvi hvaða stjórn er við völd hverju sinni, og hann ræður þvi lika hver flokkaskipunin er, hvað sem ölluin samningum liður milli manna. Og að endingu þetta: Enhverra hluta vegna þá er það svo, að Alþýðublaðið eyðir ekki niiklu plássi af siðu sinni til að skrifa um þjóðmál og eru þá sameiningarmál flokka með tulin, svo að manni sýnist að það hafi tæplega ráð á að bjóða mönnum úr SFV rúm á henni. Og þótt Nýtt land sé ekki stórt blað og bara vikublað þá hefur það hingað til ekki þurft að neita neinum stuðningsmanni SF um pláss I blaðinu, viti Alþýðublaðið bet- ur ætti það að nefna nöfn þeirra manna. Sé Alþýðublaðinu alvara I sameiningarmálunum, ^11" þaö að hætta þessum taum- lausu árásum á rikisstjórn þriggja vinstriflokka." Vissulega er erf itt að trúa á sameiningarvilja Alþýðu- blaðsins meðan það gerir ekki annað en aö bergmála áróður Morgunblaðsins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.