Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. júni 1972. TÍMINN Ungfrú Mexíkó Um allan heim velja menn fegurðardrottningar. Sú sem þið sjáið hér er Ungfrú Mexikó i ár. Hún heitir Marie Carmen Orozco Quibreda og er 17 ára gömul. Þátttakendur i keppninni um titilinn Ungfrú Mexíkó voru 40 talsins og voru stúlkurnar hvaðanæva að úr Mexíkó. Stækkun veitukerfisins Uppbygging samveitukerfisins i Sovétrikjunum er nú komin á það stig að einstaka aðalveitur eru að tengjast innbyrðis þannig, að þær mynda samfellt veitukerfi. Til þessa hefur verið komið á fót átta slikum veitu- einingum, sumpart i rússneska sambandslýðveldinu og Mið- Asiulöndum, sumpart i Kákasus og Úkrainu. Á áætlunar- timannum 1971 - 1975 verður lokið við lagningu gasleiðslu- kerfis, sem tekur til allra Sovét- rikjanna. Á sjöunda áratug aldarinnar bentu jarðfræðingar á yfir 40 staði á vesturhluta Siberiu þar sem jarðoliu og jarðgas væri að finna. Meðal þessara staða er Smotlor-svæðið, sem er ekki talið eiga sinn lika i viðri veröld. Frá þessu svæði hafa verið lagðar nýjar oliuleiðslur, sem hráolian rennur um til hreinsunarstöðvanna. Vilja aöeins tilreyktar pfpur Stefán frá Hvitadal var setzt- ur um kyrrt við búskap vestur i Dölum. Endrum og sinnum brá hann sér þó til Reykjavikur, og þá bar að sjálfsögðu saman fundum hans og ýmissa gamalla kunningja hans. Nú var það einhvern tima, að hann hitti gamlan vin sinn á förnum vegi, og barst þá i tal, að einn sameiginlegra kunningja þeirra hefði fest ráð sitt og gengið i heilagt hjónaband. En það hafði alllengi farizt fyrir, áð þessi maður legðist við akkeri á lifsins skipalegu. ,,Og ég hef heyrt, að eigin- konan hafi fært honum tvö börn i búið", sagði Stefán. Hinn játti þvi. bá setti Stefán hljóðan litla sund. Siðan mælti hann spaklát- um rómi: ,,Það er svona með þessa miklu reykingamenn: Þeirvilja ekki nema tilreyktar pipur". Sementrisi í Ukraínu Unnið er að uppsetningu stærsta sementsbrennsluofns i Sovétrikjunum i sementverk- smiðjunni i Balakleja i Ukrainu. Þessi risastóri, sivali, og hreyfanlegi brennsluofn verður fullsmiðaður 230 metra langur og 7 metrar i þvermál og hann mun framleiða 1,2 milljónir smálesta af sementsgjalli á ári, en það svarar til 60 prósent framleiðslu aukningar verk- smiðjunnar, eins og þau nú eru. Nýjasta tækni og aukin sjálf- virkni á æ fleiri sviðum fram- leiðslunnar eiga sinn þátt i þessari aukningu afkasta- getunnar. Sementsframleiðslan i Ukrainu mun á næstu árum, fram að 1975 aukast um 5 milljónir lesta árlega og i lok timabilsins verður ársframleiðslan komin upp i 22 milljónir lesta af sementi. „POP"bannað á legsteinum Bæjarstjórnin i Maldon i Essex i Englandi hefur bannað, að „pop" verði notað i grafskrift á légsteinum i kirkjugarði bæjar- ins. Pop er eiginlega eins konar stytting á orðinu pabbi. Bæjar- stjórnin sagði i rökstuðningi bannsins, að það væri í lagi að skrifa „faðir" á legsteina, einn ig mætti nota orðin Mum og Dad, sem einnig eru styttingar fyrir mamma og pabbi, en „pop", það væri einum of langt gengið, þvi þar gætti of mikilla áhrifa frá bandarisku götumáli. Héðan i frá verða menn að láta bæjarstjórnina eða fulltrúa hennar lita á grafskrift þá, sem setja á á legsteinana áður en grafið er á þá, og þykir mörgum það nokkuð mikil afskiptasemi. 1 Southend-on-Sea, skammt frá Maldon, segja yfirvöldin, að þau myndu leyfa notkun þessa „ameriska" slanguryrðis, en þó meö því skilyrði, að framhaldið væri sómasamlegt. Þeir heilsuðu drottningu sinni Elisabeth Bretadrottning var komin til herskólans i Bracknell i Berkshire til þess að gróður- setja þar tré i tilefni af þvi, að skólinn er 50 ára um þessar mundir.. Liðsmenn úr brezka flughernum höfðu gengið fram og ætluðu að fara að heilsa drottningu að hermannasið, þegar þrir litlir ylfingar stilltu sér upp fyrir framan hermenn- ina og brostu breitt, um leið og þeir báru hendurnar upp að húfuderinu, og heilsuðu drottn- ingunni að skátasið. Drottningin brosti, og bros drengjanna varð enn breiðara, og enn brosti drottningin. w^&é&' 'í.r'iÍVI^-!^1^^ in ifff— DENNI DÆMALAUSI „Sjáðu þennan vesling! Hann gæti eins vel setið heima, úr þvi hann veit ekkert af rigningunni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.