Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. júni 1972. TÍMINN 5 ISAL Rafmagnstæknifræðingar - Rafmagnsverkfræðingar Spasskí Framhald af bls. 1. mér likar verst við hann. Þegar þér lékuð við Petrosjan 1969, og sigruðuð, sögðuð þér, að það hefði verið skylda yðar að sigra. Er það þá skylda yð- ar nú að sigra Fischer? — Þetta er kannski ekki al- veg rétt haft eftir mér. Ég sagði, að það hefði verið skylda min sem iþróttamanns að sigra Petrosjan. Og það er hiklaust skylda min sem iþróttamanns að sigra Fisch- er, og ég mun gera mitt bezta til þess. — Alitið þér yður vera bezta skákmann i heimi um þessar mundir? — Það er erfitt að segja um það núna, en eftir keppnina fæst úr þvi skorið. Ef ég sigra Fischer, þá álit ég migóum- deilanlega bezta skákmann heims, og þá verður hann næst bezti skákmaður i heimi. Fischer er skinandi skák- maður. Næst vékum við að undir- búningskeppninni, sem haldin var til að fá úr þvi skorið, hver ætti að veröa áskorandi Spasskis. Spasski hafði greini- lega mjög fastmótaðar skoðanir á þeim er kepptu um réttinn, þvi að hann gaf okkur ekki tækifæri til að ljúka við spurninguna. — Ég álit, sagði Spasski, að munurinn á skákstyrk Taimanovs og Fischers hafi verið mjög mikill. (Taimanov tapaði öllum skákum i þeirri keppni). Varðandi Bent Lar- sen, þá held ég, að hann hafi sjálfur átt mjög mikla sök á, hvernig fór i viðureign hans og Fischers. Hann lagði allt upp úr þvi að vinna, þótt ekki væri nema eina skák, og lagði allan sinn kraft i metnaðinn. Leikur Fischers var aftur á móti al- veg skinandi góður, og þvi taldi ég réttlátt, að hann hlyti réttinn til að skora á mig. Leikur hans einkennist fyrst og fremst af mikilli heiðríkju, hann er hreinn og beinn. Boris Spasski, 10. heims- meistarinn i skák, hafði ekki meiri tima til viðtala við fréttamenn. Hann sagðist vera þreyttur og þurfa að nota timann til að undirbúa sig undir heimsmeistaraeinvigið. Sovézku sendiráðsstarfs- mennirnir fylgdu Spasski út i bil sendiráðsins, og með þeim til Reykjavikur fór Friðrik Ólafsson, sem kynntist Spasski vel fyrir allmörgum árum á stúdentaskákmótinu i Reykjavik 1957. Og leyndarmálum Spasskis fáum við — svo og allur heimurinn — að kynnast á skákeinvigi aldarinnar, sem hefst i Reykjavik annan sunnudag, 2. júli. Hérlendis eru nú stödd hjón, sem fræg eru úrisögusviffiugsins, Ann og Lorne Welch. A morgun munu þau flytja erindi og sýna litmyndir á vegum Flugfélags Is- lands i fundarsal Loftleiða, og hefjast erindin klukkan hálf-niu. Þau fjalla um þróun keppnis- svifflugunnar allt frá dögum Lilienthals til nútimasvifflugna úr trefjagleri. Einnig verður rætt um nýjar stefnur i svifflugi. Framhald • af bls. 1. gefið leyfi, en enn stendur á grænu ljósi frá aðilum i Reykja- vik, sem málið heyrir undir. Froskmennirnir þrir, sem biða leyfis, starfa allir hjá Hafrann- sóknastofnuninni. Þeir ætla að vinna að könnuninni fyrir austan i sumarleyfi sinu, en eru þar ekki á vegum stofnunarinnar. Þeir eru Jóhannes Briem, Oli Rafn Sumarliðason og Halldór Dags- son. Jóhann sagði Timanum i gær, að hann teldi, að oliulekinn staf- aði af þvi, hve heitur sjórinn er nú. Svartolian er þykk og rennur ekki nema hún sé hituð, en þegar sjórinn hlýnar, sigur olian i kekkjum út úr geymum skipsins. Þegar heimild fæst, munu þeir þremenningarnir kafa niður og rannsaka, hvort stór göt séu á oliugeymunum og einnig aðstæð- ur allar við skipið. Oliuskipið hét E1 Grillo og var birgðaskip brezka flotans. Er það 13 til 14 þús. lestir. 1 marzmánuði 1942 löskuðu þýzkar flugvélar skipið inni á Seyðisfirði, og nokkru siðar sökktu Bretar þvi innarlega i firðinum. Seyðfirðing- ar hafa oft þótzt verða varir við oliuleka úr skipinu, en tekið hefur fyrir hann aftur. Er talið, að hita- stig sjávarins hafi áhrif á, hvort olian lekur út eða ekki. Undanfar- ið hefur sjórinn verið óvenju heit- ur, og hafa menn ekki áður orðið varir við eins mikinn leka og nú. Það er jafnan spennandi keppni og margt um manninn þegar stór hestamannamót fara fram, eins og þaö sem fram fer á Rangárbökkum um aðra helgi. Fjórðungsmót sunnlenzkra hestamanna um aðra helgi Verðlaunin allt að 30 þúsund krónum í einstökum greinum Óskum að ráða tæknifræðing eða verk- fræðing með sérmenntun á sviði rafeinda- tækni til að veita forstöðu mæla- og raf- eindadeild Álverksmiðjunnar i Straums- vik. Ráðning nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókaúö Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 30. júni 1972 i póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK. Afmælisgetraun í öllum kaupfélagsverzlununum SB-Reykjavik. 1 tilefni 90 ára afmælis sam- vinnustarfs i landinu og 70 ára afmælis SIS, efna kaupfélögin og Sambandið til afmælisgetraunar. Fer hún fram i öllum kaupfélags- verzlunum. Verölaun eru vöru- verðlaun i hverri verzlun og landsverðlaun, sem eru far fyrir 2 til Evrópu með Sambandsskipi. Viðskiptavinur i kaupfélags- verzlun á rétt á getraunaseðli i hvert sinn sem hann gerir upp við kassann. A seðlinum eru 10 spurningar um samvinnustarfið. Seðlinum þarf aö skila i einhverja kaupfélagsverzlun fyrir kl. 6 mið- vikudaginn 28. júni, en dregið veröur daginn eftir. Klp-Reykjavik Um aðra helgi fer fram fjórðungsmót sunnlenzkra hesta- manna á Rangárbökkum. Eru það búnaðarsamböndin á Suður- landi ásamt 14 hestamanna- félögum á svæðinu, sem halda mótið. Það fer fram á hinum nýja velli Hestamannaféiagsins Geysi sem verður vigður við þetta til- efni. Hefur völlurinn allur verið lagfærður og á honum gerðar miklar breytingar m.a. lögö ný hringbraut. I mótinu koma fram hátt á fjóröa hundrað hestar, þar af margir af beztu og þekktustu gæðingum landsins. Keppa þeir i hlaupum á ýmsum vegalengdum, állt frá 200 metra stökki i kerru- akstur og auk þess i góðhesta- keppni. Þá fer einnig fram keppni fyrir Evrópumót islenzkra hesta, sem fram fer i Sviss i haust. Þangað verða sendir 7 þeir beztu, sem taka þátt i þessari sérstöku undankeppni, sem fram fer i sambandi við þetta mót á Rang- árbökkum, og keppa þeir i mótinu i Sviss fyrir hönd tslands. Eftir hana eiga þeir samt ekki aftur- kvæmt til landsins, sem þeir keppa fyrir, þvi að þeir verða seldir á uppboði i Sviss. t fjórðungsmótinu verða veitt mörg góð peningaverðlaun i kappreiðunum og einnig i stóð- hesta og gæðingakeppninni. Eru t.d. verðlaunin i 2000 metra stökki og 250 metra skeiði 30 þúsund krónur. Einnig fær sá knapi, sem bezt situr sinn hest, að áliti sér- stakrar dómnefndar verölaun — þó ekki peningaverðlaun. Mótiö hefst fimmtudaginn 29. júni, með sýningu og dómum kyn- bótahesta, en þvi likur á föstudag. A laugardag hefst mótið kl. 10.00 en kl. 13.00 verður mótið formlega sett af Alberti Jóhannssyni, for- manni landssambands hesta- manna. Aö þvi loknu fer fram keppni i kappreiöum og þa verða einnig sýndir hestar i gæðinga- flokki a og b. A sunnudag hefst keppnin einnig kl. 10.00 en kl. 14.00 verður hópreið hestamanna inn á svæðið og þá verður helgistund. Siðan verða úrslit i einstaka hlaupum, og fleira verður á dagskrá m.a. kerruakstur. A föstudags- laugardags-og sunnudagskvöldiö verða dans leikir á þrem stöðum, Hellu, Hvolsvelli og Arnesi. Einnig verðurfariðiútreiðartúra á slóðir Njáls og Gunnars, og verður áhorfendum jafnvel gefinn kostur á að verða með i þeirri ferö. Við mótssvæðið verða útbúin góð tjaldstæði fyrir aðkomufólk en búizt er við, aö margt veröi um manninn á mótssvæöinu á meðan á mótinu stendur. Nánar verður sagt frá mótinu og þátttökunni siðar, en eins og fyrr segir verða þarna saman komnir margir af þekktustu gæöingum, . hesta- mönnum og knöpum landsins. Einnig hafa nokkrir erlendir hestaunnendur tilkynnt komu sina á þetta mót. TILB0Ð ÓSKAST i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27. júni kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd Varnaliðseigna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.