Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. júni 1972. Vái mmm Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans).: : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason . Ritstjórnarskrif-i stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjald: 225 krónur á mánuöi innan iands, I iausasölu 15 krónur ein-I takiö. Blaöaprent h.f. Jdkvaett afl Á hátiðarfundi, sem haldinn var i Háskólab- iói i gærkveldi i tilefni af 70 ára afmæli Sambands islenzkra samvinnufélaga, flutti Erlendur Einarsson forstjóri aðalræðuna. Hann rakti sögu samvinnuhreyfingarinnar og vék siðan að ástandi og horfum um þessar mundir. Þá vék hann að framtiðinni og sagði: ,,Þegar horft er fram, hlýtur stærsta spurningin að vera sú, hvern stakk samvinnu- hreyfingin vill sniða sér i þjóðfélagi framtíðar- innar. Stakkur framtíðarinnar þarf að sniðast þannig, að samvinnuhreyfingin megi verða jákvætt afl i þjóðfélaginu á sem flestum sviðum, að hún falli sem þýðingarmikill þáttur inn i það riki velferðar og menningar, sem allir góðir íslendingar óska þjóðinni til handa. Samvinnuhreyfingin hlýtur að leggja áherzlu á lýðræði, frelsi og sem mest jafnrétti þegnanna. Hreyfingin sjálf grundvallast á lýðræði og frelsi, — frelsi fólks að ganga i samvinnufélög, eitt atkvæði hvers félagsmanns, án tillits til eignaraðildar. Frelsi til þess að keppa við önnur félagsform á jafnréttisgrundvelli. Hreyfingin þyrfti að geta orðið sterkt afl til þess að efla samstöðu og einingu með þjóðinni og vinna á móti sundrungu. Hið skefjalausa kapphlaup stétta þjóðfélagsins að hrifsa til sin sem stærsta sneið af þeirri köku þjóðarbúsins, sem til skipta er á hverjum tima, án tillits til afleiðinga fyrir heildina, er svartur blettur á islenzku þjóðfélagi i dag. Ef samvinnuhreyfingin gæti i framtíðinni orðið sáttaraðili milli stétta, milli fjármagns og vinnu, yrði hennar hlutverk talið ennþá meira i islenzku þjóðlifi. Hreyfingin vill eiga góð samskipti við stjórn- völd, borgarstjórn og stjórnir bæja- og sveitar- félaga og leggur áherzlu á að vera góður bandamaður við uppbyggingu atvinnulifsins. Þá telur hreyfingin mikilvægtfað samstaða og gagnkvæmt traust megi rikja milli verk- alýðssamtakanna og samvinnufélaganna. Félagsmenn eru að stórum hluta hinir sömu. Bændur hafa frá upphafi verið hinar styrku stoðir i islenzkum samvinnufélögum. Þeir hafa tvöfaldra hagsmuna að gæta i samvinnu- starfinu, bæði sem framleiðendur og neytendur. Samvinnuhreyfingin hlýtur að leggja mikla áherzlu á, að þjónustan við land- búnaðinn verði i framtiðinni sem árangur- srikust og komi að sem mestu liði við farsæla þróun þessa eins af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar”. Þá vék Erlendur Einarsson að ýmsum verk- efnum samvinnufélaganna og sagði siðan: „Hvernig svo tekst að leysa hin ýmsu framtíðarverkefni byggist á ýmsu. Það byggist á vilja og samstöðu félagsfólksins. Það byggist á sterkri og ábyrgri forystu og stjórnun Sambandsins og félaganna. Það byggist á fjár- magni. 1 sambandi við fjármagnsupp- bygginguna eru einmitt nýjar hugmyndir i mótun, semm.a.miða aðþvi, að almenningur eignist hluti eða stofnfé i Sambandinu og félögunum.” Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Brandt minntist Marshall- hjálparinnar eftirminnilega Hún átti veigamikinn þátt í endurreisn Evrópu George C. Marshali DAGANA 6.-8. þ.m. fór Willy Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands, skyndiferð til Bandarikjanna. Hann fór ekki aö þessu sinni til viðræðna við Nixon eöa aðra ráðamenn Bandarikjanna. Erindi hans var að flytja erindi við Har- vard-háskóla hinn 7. júni, en þann dag fyrir 25 árum flutti Marshall hershöfðingi, sem þá var utanrikisráðherra Banda- rikjanna, fyrirlestur i Har- vard-háskóla um utanrikismál og gerði þar fyrst grein fyrir þeirri hugmynd sinni, aö Bandarikin veittu Evrópu stórfellda efnahagsaðstoð og var þetta upphaf hinnar svo- nefndu Marshallhjálpar. Er- indi Brandts til Harvard var ekki aðeins að minnast Mars- hall-hjálparinnar, heldur að láta i ljós þakklæti Vestur- Þjóðverja með eftirminnileg- um hætti. Brandt tilkynnti, að Vestur-Þýzkaland hefði ákveðið að leggja fram 47 millj. dollara á næstu 15 árum i sérstakan sjóð, sem yrði var- ið til að styrkja tengsl Banda- rikjanna og Evrópu og þó einkum með þeim hætti, að Bandarikjamenn yrðu styrktir til að kynna sér málefni Evrópu. A þessu ári myndu Vestur-Þjóðverjar svo leggja fram sérstaklega 900 þús. doll- ara til að styrkja umrædda kynningar- og fræðslustarf- semi. Allt væri þetta gert til að minnast Marshall-hjálparinn- ar og þakka fyrir hana. ÞAÐ ER nú óumdeilanlegt, að Marshallhjálpin átti veiga- mikinn þátt i hinni hrööu end- urreisn Evrópu eftir siðari heimsstyrjöldina og þá ekki sizt Vestur-Þýzkalands. Vest- ur-Þjóðverjar höfðu þvi sér- staka ástæðu til að þakka fyrir þessa sögulegu hjálp. Öefað má telja George Catlet Marshall meðal merk- ustu hershöfðingja og stjórn- málamanna, sem Bandarikin hafa átt. Hann varð yfirhers- höfðingi Bandarikjahers 1939 og gegndi þvi starfi öll striðs- árin. Arið 1945 var Marshall ákveðinn i þvi að draga sig i hlé, enda orðinn 65 ára gam- all. Hann gekk þá úr þjónustu hersins og ætlaði sér að setjast i helgan stein. En Truman bar óbilandi traust til hans, likt og Roosevelt hafði gert. Truman bað hann um að fara til Kina og kynna sér ástandiö þar. Marshall fór til Kina ogkom aftur heim með þá niðurstöðu, að Bandarikin ættu ekki að styðja hina spilltu stjórn Chi- ang Kai Cheks, heldur að reyna að ná samkomulagi við þá, sem bæru sigur úr býtum i borgarastyrjöldinni. Siðar kenndu repúblikanar, eins og Nixon og fleiri, Marshall um, að kommúnistar hefðu sigrað i Kina, þvi aö Bandarikin hefðu neitað Chiang Kai Shek um nauðsynlega aðstoð. Nixon er hinsvegar nú að framkvæma þá stefnu, sem Marshall mælti með. i ársbyrjun 1946 skipaði Truman Marshall utanrikis- ráðherra og gegndi hann þvi starfi i tvö ár. Þá dró hann sig endanlega i hlé. Arið 1953 var Marshall veitt friðarverðlaun Nobels. Hann lézt 1959, 78 ára gamall. MARSHALL sagði siöar, að hann hefði fengið hugmyndina um Marsh.hjálpina, er hann ræddi við Stalin i veizlu I Kreml i sambandi við utan- rikisráðherrafund stórveld- anna, er var haldinn i Moskvu til að ræða um Evrópumálin og þó einkum framtið Þýzka- lands, sem þá skiptist i fjögur hernámssvæði. Ekkert miðaöi til samkomulags á fundinum og i veizlunni Tét Stalin svo ummælt, að ekkert geröi til þótt menn væru ósam mála og þráttuðu, þvi að lok- um yrðu menn þreyttir á þjarkinu og þá næðist mála- miðlun. Marshall dró af þessu þá ályktun, að ætlun Stalíns væri að draga málin á langinn og ná þannig stærstri sneiö af kökunni að lokum. Marshall kvaðst hafa svarað þessu þvi, að Bandarikjaþjóðin væri ung þjóð og þvi óþolinmóð. Hún vildi ekki draga endurreisn Evrópu og „takist mér ekki nú að sannfæra yður um þetta markmið okkar, hefi ég brugðizt skyldu minni”. Stalin var þá þögull um stund og hætti að reykja, en siðar kom- ust samræðurnar aftur i létt- ari farveg. Það var eftir þennan mis- heppnaöa utanrikisráðherra- fund, sem Marshall ákvað að bjóða fram efnahagsaðstoð Bandarikjanna til endurreisn- ar Evrópu og skyldi hún ýmist veitt i formi óafturkræfra framlaga eða hagstæðra lána. öll riki Evrópu skyldu vera hjálparinnar aðnjótandi. Marshall gerði fyrst opinber- lega grein fyrir þessari hug- mynd sinni i ræðunni, sem hann flutti i Harvard 7. júni 1947. Þetta tilboð hans vakti heimsathygli, enda haföi slik stórfelld efnahagsaöstoð aldr- ei verið boðin fram áður. öll riki Vestur-Evrópu svöruðu tilboðinu játandi. Sama gerði Tékkóslóvakia og Pólland og Finnland gáfu i skyn, að svör þeirra yrðu einnig jákvæð. Ernest Bevin, sem þá var utanrikisráðherra Bretlands, beitti sér fyrir þvi, aö utan- rikisráðherrar fjórveldanna, þ.e. Bandarikjanna, Bret- lands, Frakklands og Sovét- rikjanna, hittust i Paris. Þeim fundi lauk þannig, að Molotoff, sem þá var utanrikisráðherra Sovétrikjanna, hafnaöi allri aðild Sovétrikjanna að um ræddri aðstoð. Hin kommún- istarikin fylgdu i slóöina, einnig Tékkóslóvakia. Jafn- framt var af hálfu kommún- ista hafinn mikill áróður gegn Marshallhjálpinni. Hún var stimpluð sem tilraun Banda- rikjanna til að ná efnahags- legum yfirrráðum I Evrópu. NIÐURSTAÐAN varð sú, að alls urðu sextán riki aðilar að hjálpinni, eða Austurriki, Belgia, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Hol- land, Irland, Island, Italia, Luxemburg, Noregur, Portú- gal, Sviþjóð, Sviss og Tyrk- land. A árunum 1948—’52 nam efnahagsaðstoðin, sem þess- um rikjum var veitt innan ramma Marshallhjálparinn- ar, 13 billjónum dollara. Stærsta skerfinn fengu Bret- land og Frakkland og þarnæst Italia og Vestur-Þýzkaland. Óhætt er að fullyrða, aö þessi mikla og skipulagða efna- hagsaðstoö átti einn megin- þátt i hinni skjótu efnahags- legu endurreisn Vestur- Evrópu eftir siðari heims- styrjöldina. Að sjálfsögðu högnuðust Bandarikin á ýmsan hátt einnig á þessari aðstoö. Þau fengu aukinn markað fyrir bandariskar vörur og banda- riskum fyrirtækjum varð auð- veldara að fjárfesta i Evrópu. Megintakmarkið var eigi að siður það að efla Evrópu til efnahagslegs sjálfstæðis. Það hefur vissulega tekizt. Vestur- Evrópa er óneitanlega miklu efnahagslega óháðari Banda- rikjunum nú en fyrir 25 árum. En Marshallhjálpin hefur borið meiri árangur en að gera Vestur-Evrópu efnalega sjálfstæða. Hún gaf hugmynd- inni um efnahagslega sam- vinnu Evrópurikja byr i segl- in. Kola- og stálbandalag Evrópu kom i kjölfarið og sið- ar Efnahagsbandalag Evrópu. Marshallhjálpin verður þvi jafnan talinn merkur og mikil- vægur sögulegur atburður, eins og Willy Brandt hefur haft forgöngu um aö viður- kenna á eftirminnilegan hátt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.