Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. júni 1972. TÍMINN 7 Parallellogram Hvernig litur Martha Louise út? Svona litur prinsessan alls ekki út, segir fólk i Noregi, sem er orðið móðgað við krónprins sinn og Sonju konu hans fyrir að leyfa ekki þjóðinni að fylgjast með þvi, hvernig litla prinsess- an litur út i raun og veru. Þegar prinsessan varð átta mánaða gömul sendi Haraldur prins út mynd af henni, en ekki nýja mynd, eins og allir höfðu búizt við, heldur þriggja mánaða gamla mynd. Þetta fannst fólki óviðeigandi, séc i lagi, þar sem allir vita.að börn breytast mjög mikið á þessum aldri. Ætlar að reyna við Ermarsundið Þessi brosmilda stúlka á mynd- inni heitir Anita Smith og er 15 ára gömul. Hún hefur ákveðið aö reyna að synda yfir Ermar- sundið i ágúst i sumar. Takist henni það, er hún yngsta manneskjan, sem synt hefur yfir Ermarsundið til þessa. Anita gengur i skóla i Notting- ham, en hún eyðir öllum sinum fritimum við sundæfingarnar. Gullfundur i ukrainsk- um grafhaug Jarðýta á samyrkjubúinu Ukraina viö Dnjepropetrovsk rakst á gulldjásn, hluta úr brynju, silfurskálar, gylt föt og fleira verðmæti i leyfum af gömlum grafhaug. Fornminja- fræðingar, sem tilkvaddir voru, telja, að gripirnir séu frá þvi 300-400 eftir Krist og geröir á Bysans og Svartahafssvæðinu. Var það annar maður, sem lét lifið Sænska leikkonan Britt Ekland sást oft i fylgd með glaumgos- anum Bino Cigogna i Róm fyrir nokkrum árum. í desember lét hann lifið i Rio de Janeiro. Lögreglan sagði, að um sjálfs- morð hefði verið að ræða, en nú hefur eiturlyfjalögreglan tekið málið fyrir aftur, og hefur aðra skoðun á þvi, hvað gerzt hefur. Nú er sagt, að það hafi ekki ver- ið Cigogna, sem dó heldur ein- hver brasiliskur vesalingur. Cigogna mun hafa verið flæktur i fjöldamörg vandræðamál, og eftir að tilkynnt hafði verið, að hann hefði látið lifið, hvarf hann á brott, og lét gera aðgerð á andliti sinu, til þess að hann þekktist ekki aftur, en gæti haldið áfram, þar sem frá var horfið. Hér á myndinni eru þau Britt Ekland og Bino, en myndin var tekin, þegar þau voru hvað mestir vinir. Tómas Jónsson, siðar borgar- ritari var ekki mikill stærð- fræðingur á skólaárum sinum fremur en ýmsir aðrir. Stærð- fræðikennarinn var Siguröur Thoroddsen. Nú var það i kennslustund, er flatarmáls- fræði var á dagskrá, að Sigurður beindi þeirri blygðunarlausu spurningu til Tómasar, hvað parallellogram væri. Tómas hafði ekki svar á takteinum, en sagði þó: „Ætli það sé ekki einhver figúran”. Sigurður svaraði: „Figúra getur þú sjálfur verið, en samt ertu ekki para- llellogram”. 1 lifinu kunni Tómas að reikna dæmin eins og ráða má af þvi, að hann varð tengdasonur Sigurðar. „Stundum hef ég það á tilfinn- ingunni, að þú sért orðinn leiður á mér, Stebbi.” < < < o 3 '£ 1 < < < < < „Guð hjálpi mér. Ég er búinn T að missa minnið. Hvar er ég?” í tAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAék DENNI DÆAAALAUSI ,, Við hvern er hann eiginlega að tala?” — „Konan i simanum segir að þú eigir aö fara á fætur, og búa til morgunmatinn fyrir mig.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.