Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 15
Miövikudagur 5. júli 1972 TÍMINN 15 Sauðfjárbaðanir: Breyta verður um stefnu Það er sennilega flestum eða öllum sauðfjáreigendum og lik- lega baðstjórum ljóst, aö fram- kvæmd baðlaganna tilheyrir að formi til liðnum tima, á meðan baðlyf og þekking var á frum- stæðu stigi. og baráttan snerist um það, að óþrifin yllu ekki til finnanlegu fjárhagslegu tjóni, án þess að þeim væri útrýmt á stuttum tima i eitt skipti fyrir öll. Þótt þetta se kunnara en svo, að óþarft ætti að vera að gera nánar grein fyrir þvi, skal þó vikið litið eitt aö sumu þvi viðkomandi. Tilgangurinn með baðlögunum er tvimælalaust á að útrýma óþrifunum svo óþarft verði að baða. En ýmsum baðstjórun o.fl. virðist ekki hafa verið þetta ljóst, — ef litið er á viðbrögð þeirra til baðlaganna. Eflaust eru baðlögin ekki miðuð við það, að þeir sak- lausu liöi fyrir þá seku, eins og fram kemur beint og óbeint hjá baðstjórum, þegar litið er á þeirra afstöðu til baðlaganna, og er ekki úr vegi að bregða upp dæmi til aö skýra þetta betur. Baðstjóri: „Hvort vilt þú baða sjálfur þitt fé eða láta lögregluna gera það”?. Fjáreigandi: „Nú er úr vöndu að ráða, hér var hertæknin svo háþróuð, að óþrifunum var út- rýmt fyrir tugum ára, og ég verð að játa vanþekkingu mina á þvi, hvernig á að drepa kvikindi, sem eru fyrir löngu dauð, ef það er takmarkið með böðun! — en þú getur kannski frætt mig um það?” Baðstjóri: „Bezt er að athuga máliö ... Nei, þvi miður hafa kennararnir vanrækt að kenna mér það, þótt lærðir séu.” Fjareigandi: „Ég efast um að lögreglan hér sé nægilega lærð i þessu heldur, en ekki er útilokað að rússneskir eða bandariskir herforingjar geti leyst þennan vanda. Þeir erusagðir mjöglæröir i rammflókinni.strangheiðarlegri hernaðartækni!” Baðstjóri: „Siðastur manna mæli ég með þvi, að fá þá i þetta vegna þess að þá komast þeir að þvi, hvað hertæknin er lágþróuð hér”. Það halda liklega ýmsir að þetta tilbúna dæmi sé fjarstæðu- kennt, en þegar til mergjar er brotið, er þetta táknrænt dæmi, að visu aðeins fært i stilinn, til að gera þetta ljósara, að þvi leyti, að frambærileg rök hjá baðstjóra voru engin. En til þess að baðstjórar reyndu að láta þessa afstöðu ekki koma svona ljóst fram, var þeirra helzta úrræði að reyna að forðast að vita hvar búið var að útrýma óþrifunum. Þess i stað hefði átt ólikt betur við, að þeir öfluðu sér upplýsinga um það og birtu skýrslu i Frey, eða þar sem bændur hefðu greiðan aðgang að þeim. Ekki er, langt siðan vart varð við þá skoðun, að aldrei mætti hætta að baða. Hvort sú skoðun er útbreidd eða ekki er mér ekki kunnugt, en nú er væntanlega flestum sauðfjáreigendum vel ljóst, að enginn haldbær rök styðja þá skoðun, og bendir til að svo sé sú samþykkt um breyt- ingu á baðlögunum, sem gerð var á búnaðarsambandsfundi Austur- Skaftfellinga og siðar á Búnaðar- þingi, þess efnis, að hætta að baða eftir að ekki varð vart við óþrif. Og var þetta i rauninni það, að laga lögin svo þau væru ekki mis- skilin. Að sjálfsögöu varð að fjalla um þetta á Alþingi svo þetta yrði formlegt. Ekki er mér kunnugt, hvernig afstaða þingmannanna var gagnvart breytingartil- lögunni, en svo mikið er vist, að hún var ekki samþykkt, og hefur það væntanlega verið vegna þess að þeim alþingismönnum, sem jafnframteru lögfræðingar, hefur verið ljóst, aö eftir anda laganna er ástæöulaust fyrir þá að baða sem hafa fulla vissu fyrir þvi að féö, sem þier hafa umráð yfir sé laust við óþrif. Lögin ná ekki til þeirra. — Þvi annars væri það að rangfæra tilgang laganna! Hvor aðferðin er markvissari til þess að útrýma óþrifum af fénu, að engin könnun sé gerð á útbreiðslu óþrifa og þá allt fé baðað, og hinsvegar, að kannað sé hvaða fé sé laust við óþrif, og það fé þess vegna ekki baðað. Rétt er aö bregða upp tilbúnu dæmi til að gera þetta ljósara. Baðstjóri er sauðfjáreigandi, og af ógreindum ástæðum hefur hann ekki útrýmt óþrifum af sinu fé. NÚ er fullvist.að allir aðrir i sýslunni hafa útrýmst óþrifum af sinu fé og það fé þessvegna ekki baðað. Það er eflaust öllum ljóst,að baðstjóranum verður tvimæla- laust fremur kappsmál að út- rýma óþrifum af sinu fé við svona aðstæður, heldur en með þeirri aðferð,sem hingað til hefur tiðkazt. Og áé dæmið útfært þannig, að það taki viðar yfir landið raskast ekki gildi þessa dæmis. Við nútima aðstæður styðja sterk rök að þvi, sem ekki verða hrakin, að stjórnir búnaðar- sambandanna hafa bezta aðstöðu NÝR SKÓLASTJÓRI OG 2 YFIRKENNARAR Á HVANNEYRI til að fylgjast með og sjá um að útrýma lús af fé með þvi að fá fólk til að taka eftir um leið og rúið er, hvort fé er laust við lús eða ekki, og láta stjórnir búnaðarsamb- andanna vita um árangurinn. 1 öðru laglað stjórnir búnaðarsam- bandanna semji við þá, sem vinna mest viö gærur i slátur- húsum, að gera hliðstæða könnum,og ef vart verður við lýs, að komast eftir hvaðan lúsugu gærurnar eru, og gera svo viðeig- andi ráðstafanir út frá þessum rannsóknum til að útrýma lús. Telja má vist að vilji og áhugi sauðfjáreigenda til að vinna markvisst að þessu verði ólikt meiri, ef stjórnir búnaðarsam- bandanna láta vitnast að böðun verði hætt, ef rannsókn leiði i ljós að það megi. Fleiri rannsóknarleiðir geta komið til greina en þessar ættu að nægja, ef góður vilji almennings er fyrir hendi. Að lokum skal bent á rök til viðbótar þvi. sem áður er rakið sem styðja þetta. Þó hafa dýra- læknar ólikt betri aðstöðu til að einbeita sér við að útrýma fjár- kláða. Ef marka má leiðbeiningar um fjárböðun, verður að tvibaða með réttu millibili, til að útrýma kláða, að sjálfsögðu veröur þá að vera vitað, á hvaða fé kláöi er, áður en baðaö er. Ég ætla ekki aö minnast meira á þessi böðunarmál i þetta skiptið, en það er ekki tilefnis- laust, að það geri fleiri. Ari Björnsson. SKRIFSTOFA okkar verður lokuð vegna sumar- leyfa frá 10. jÚlí - 2. ágúst. VÖRUAFGREIÐSLAN verður hinsvegar opin eins og venjulega. Ath.: Vöruafgr. verður framvegis opin til kl. 7.00 á föstudögum. PÁLL ÞORGEIRSSON &CO. Ármúla 27. — Simi 86100. Verkstjóra vantar i frystihús á Vesturlandi. Upplýsingar gefnar i Sjávarafurða- deild S.l.S. Flugfélagið með ferðir til Neskaupsstaðar EB-Reykjavik Flugfélag islands er nú að taka upp ftugferðir milli Reykjavikur og Neskaupsstaðar, og verður flogið á fimmtudögum. Brottför frá Reykjavik er kl. niu á morgnana, frá Neskaups- stað kl. 10.45 komiö til Egilsstaða kl. 11.00 og brottför frá Egils- stöðum til Reykjavikur kl. 11.30. Komutimi til Reykjavikur er kl. 12.45. 1 fréttatilkynningu frá Flug- félaginu segir, að þessi ferð sé tekin vegna aukins flugvélakosts. Aðalfundur breiðfirzkra kvenna: Ræddu byggingamál og uppeldismál EB-Reykjavik llelztu mál, sem tekin voru til umræðu á 39. aðalfundi breið- firzkra kvenna, sem haldinn var að Staöarfelli 10. og 11. júni s.l. voru byggingamál og uppeldis- mál, sem séra Jón Kr. isfeld hafði framsögu um. Ýmsar samþykktir voru gerðar á fundinum, um tillögur til úrbóta i uppeldislegu og félagslegu tílliti. Stjórn sambandsins skipa nú: Þuriður Kristjánsdóttir i Búðar- dal, formaður, Ingibjörg Arna- dóttir i Miðhúsum — gjaldkeri og Kristin B. Tómasdottir á Laugum — ritari. Fiskvinnsluskólinn Verkleg kennsla i undirbúningsdeild skói- ans hefst um miðjan ágúst n.k. Umsóknir um skólavist ásamt afriti af prófskirteini sendist fyrir 10. júli n.k. til Fiskvinnsluskólans, Skúlagötu 4, Reykja- vik, simi 20240. Inntökuskilyrði eru.að nemandi hafi stað- iztgagnfræðapróf eða landspróf miðskóla. Skólastjóri Veljið yður í hag OMEGA Úrsm/ði er okkar fag Nivada JttpintL PIEDPOm Magnús E. Baldvlnsson Laugategi 12 ■» Sími 22804 Hestur f óskilum Hjá lögreglunni i Kópavogi er hestur i óskilum, bleikur að lit, mark sýlt hægra og heilrifað vinstra. Nánari upplýsingar gefur Gestur Gunnlaugsson bóndi, Mel- tungu við Breiðholtsveg, Kópavogi. Lögreglan i Kópavogi. Landbúnaðarráðherra hefur skipað Magnús B. Jónsson skóla- stjóra a Hvanneyri Magnús er Vestmanneyingur að uppruna stundaði nám i búfræðideild og framhaldsdeild Hvanneyrarskóla og var um tima ráðunautur á vegum Búnaðarsambands Suður- lands. Siðan fór hann til fram- haldsnáms i búnaðarháskolanum i Asi i Noregi og lauk þaðan prófi fyrir tveim árum. Siðan hefur hann starfað hjá Búnaöarsam- bandi Suðurlands. Jafnframt skipaði land- búnaðarráðherra 2 yfirkennara Magnús óskarsson tilrauna- stjóra, sem alllengi hefur starfað á Hvanneyri i búfræðideild og dr. Ólaf Dýrmundsson i framhalds- deild. MAGNÓS B JÓNSSON VEUUM ÍSLENZKT-n^Í\ ÍSLENZKAN IÐNAÐUmI/ Hilfuð erveik þáhafiier Fundarlaun LEICA M-4 ljósmyndavél ásamt auka- linsu og brúnni LEICA-TÖSKU tapaðist um s.l. helgi i Hvammsvik i Hvalfirði. Finnandi vinsamlegast hringi i sima 40882 Góð fundarlaun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.