Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS RAFIÐJAN RAFTORG SÍMI: 19294 SÍMI: 26660 153. tölublað—Þriðjudagur 11. júli 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Ríkisstjórnin gefur út bráðabirgðalög í dag um Ráðstafanir í efnahagsmálum Stefnt að verðstöðvun til áramóta án nýrra skatta. - Forsætisráðherra gerir grein fyrir ráðstöfununum á blaðamannafundi kl. 4 í dag. - ASi samþykkti með öllum atkvæðum að láta ráðstafanirnar óátaldar TK—Reykjavik Rikisstjórnin mun i dag setja bráðabirgðalög um ráðstafanir i verðlags- og kjaramálum og heimild til lækkunar á útgjöldum rikisins. Þcssar ráðstafanir miða að þvi ao stöova þá vcrðlags- þróun, sem verið hefur að undan- förnu og myndi magnast, ef ekki yrði að gert. Hér er um bráða- birgðaráðstafanir að ræða, sem er ætlað að skapa svigrúm til að finna varanlegri lausn efnahags- vandans. Kr stefnt að þvi að halda kaupgreiðsluvisitölu óbreyttri og koma i veg fyrir verðhækkanir. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, mun boða til blaða- mannafundar kl. 4 i dag og gera grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem rikisstjórnin hyggst nú gripa til. Alþýðusamband Islands fjallaði um tillögur rikisstjórnar- innar um helgina. Hvatti ASl til að gerðar yrðu ráðstafanir til að stöðva verðlagsþróunina og var samþykkt með öllum atkvæðum fulltrúa á ASt-ráðstefnunni (engin hjáseta) að láta ráð- stafanir rikisstjórnarinnar óátaldar. Ekki er unnt að greina frá ein- stökum atriðum ráðstafana rikis- stjórnarinnar fyrr en eftir blaða- mannafund forsætisráðherra i dag. Alyktun ráðstefnu ASI um ástandið i verðlagsmálum og ráð- stafanir rikisstjórnarinnar er birt ábls'll iblaðinuidag. Stéttarsambands- fulltrúar á lokuðum fundi í gær Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambands bænda sátu lcngst dags i gær á lokuðum fundi, þar sem ræddar munu hafa vcrið efnahagsráð- stafanir þær, sem rikis- stjórnin mun taka endanlega ákvörðun um i dag. Fluttu þeir mál sitt fyrir hádegi, Gunnar Guöbjartsson, formaður Stéttarsambands- ins, og Halldór Sigurðsson landbúnaðarráðherra, og birtist bæði fyrri hluti ræöu Gunnars og útdráttur úr ræöu ráðherrans hér i blaðinu i dag. Búizt var við þvi i gær- kvöldi, að fundurinn myndi standa alllengi fram eftir. Frá setningu aoaltundar Stéttarsambands bænda i gærmorgun. Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli, formaður sambandsins, flytur ræAu slna. Heildaráætlun um landsnytjar og landgræðslu fyrír 1974 Kjarni stjórnarsáttmálans um sambærileg laun bænda og annarra stétta stendur óbreyttur, sagði landbúnaðarráðherra á Stéttarsambandsfundinum Halldór Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra „Það skiptir mestu máli, að yið verndum landgæðin og nýtum þau af skynsemi og dugnaði", sagði Halidór Sigurðsson land- búnaðarráðherra, er hann I upphafi aðalfundar Stéttar- sambands bænda ávarpaði fulltrúana i gærmorgun. ,,Og umráðarétturinn yfir landinu verður að vera i höndum þeirra, sem erja það". Hann lagði mikla áherzlu á rétta nýtingu þess fjármagns, sem til landbúnaðar gengur, réttláta skiptingu tekna og góða menntun bændastéttar- innarogþeirra, sem eiga aö veita þeim leiðsögn. Drap hann þar meðal annars á búnaðarháskóla á Hvanneyri. Landbúnaðarráðherra rakti i ræðu sinni stefnu rikisstjórnar- innar í landbúnaðarmálum, markmið og /yrirætlanir, fjallaði um margvisleg vanda- mál,sem viðer aðglfma, oggerði grein fyrir þv} sem áunnizt hefur á þessu eina a'ri, er núverandi rikisstjórnin hefur setið að völdum. Lagabreytingar á síðasta þingi Asiðasta þingi.sagöihann, var breytt lögum um innflutning búfjár, en jafnframt rækilega um hnútana búið, svo að ekki berist nýir búfjársjúkdómar inn í landið Verður innan skamms hatinn innflutningur á sæði holdanauta, og er verið að undirbúa fyrir- hugaða efnangrunarstöð þótt ekki hafi henni enn verið endanlega ákvarðaður staður. Má gera sér. vonir um, aðbændur fariað njótá árangurs af þessu eftir tvö til þrjú ár. Lögum um jarðeignasjóð var breytt á þann veg, að nú er auðveldara en áður um aðstoð við þá bændur, sem erfiðasta fjárhagsaðstöðu eiga. Um þessar mundir er veriö aö ganga til fullnustu frá þeirri aðstoö, sem þeim verður látin i té, og eru þar tíu milljónir króna til ráðstöfunar. A lögum um lifeyrissjóð bænda voru gerðar breytingar til leið- réttingar og samræmis við aöra sams konar sjóði, svo sem lifeyrissjóð verkamanna. Þessar Frh. á bls. 6 Skemmdar- verk unnið í Háteigs- kirkju EJ—Reykjavík. i fyrrinótt var brotizt inn I Háteigskirkju i Key.kjavik og þar unnar miklar skemmdir á ýmsum kirkjumunum, auk þess,sem ýmsu lauslegu, svo sem peningum i samskota- bauk, var stolið. Þjófar þessir skemmdu ýmsa góða gripi i kirkjunni. M.a. unnu þeir skemmdir á orgeli kirkjunnar og brutu steina úr skfrnarfontinum. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins. Tveir menn, sem handteknir voru i gærmorgun, eru grunaðir um verknaðinn. Þessir menn voru handteknir er þeir voru að brjótast inn í verzlun f Reykjavik. Ræða Gunnars Guðbjartssonar á aðalfundi Stéttarsambandsins - Sjá bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.