Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN briðjudagur 11. júli 1972 í""":::::":::::::::::::::::::::::::::::^ Haraldur Bessason, prófessor skrifar: Bréf til Stephans G. Stephans Úrval: fyrsta bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík 1971 Ofangreint bréfasafn, um hálft þriðja hundraö siður aö stærð, birtist öndverölega á vetrinum, sem nú er nýliðinn. A slnum tlma safnaði dr. Rögn- valdur Pétursson bréfum frá Stephani G. og fór meö safn sitt til Islands árið 1937. Hið islenzka þjóðvinafélag tók að sér útgáfu þeirra bréfa, en dr. borkell heit- inn Jóhannesson hafði veg og vanda af verkinu. Eins og kunn- ugt er, komu svo Bréf og ritgerðir I-IV út I Reykjavik á árunum 1938-47. Eru þar saman komin rúmlega sjö hundruð bréf frá fjörutiu og einum viötakanda. Safn þetta ber hátt i sögu Islenzkra bókmennta og er sú lind heilbrigðrar Hfspeki, sem endast mun Islendingum um aldir. Nú hefir dr. Finnbogi Guðmundsson tekið þar upp þráö- inn, sem staðar var numið árið 1948 með þvi að gefa út úrval af bréfum til Stephans G. Megin- hluti þess safns var i vörzlum frú Rósu Benediktsson dóttur Step- hans, en hún fékk það i hendur Finnboga árið 1953, og hefir þvi nú veriö fenginn staður i Lands- bókasafni. Bréfin frá borsteini Erlingssyni, sem hér birtast, eru komin frá Sigurði Nordal. Hann hafði fengið þaú aö gjöf frá frú Guðrúnu Erlings, en hefir nú gef- iö þau Landsbókasafni. Annars eru bréfin i þessu fyrsta bindi rit- uð af eftirtöldu fólki: frú Helgu Jónsdóttur, eiginkonu skáldsins, Eggert Jóhannessyni, Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni, Hirti Leó, Skafta B. Brynjólfssyni, séra Friðrik J. Bergmann, Guðmundi Friðjónssyni og borsteini Erlingssyni. Bréf frú Helgu, sem er við bókarupphaf og jafnframt tákn þess, að safnið sé henni tileinkað (þessarar tileinkunar er sérstak- lega getiö aftan á hlifðarkápu bókarinnar) er skrifað Stephani, meðan hann var & tslandi sum- arið 1917. Lýsir bréfið frú Helgu vel. bað ber af sér góðan þokka. Stillinn er hreinn, frásögnin létt og greindarleg og mátulega blandin kimni og alvöru þeirrar konu, sem kann þá list að stilla tilfinningunum i hóf. Skemmtileg er þessi lýsing frú Helgu á há- tiðarhöldum Islendingadagsins i Markerville i ágúst 1917: „Ég fylgdist með krökkum 2. ágúst. bar var múgur og marg- menni saman komið á Marker- ville. Ritstjóri Province kveður hafa verið 50 bifreiðar, og ég hugsi, að hann fari nærri þvi, hann var þar lika, ég hef aldrei séð eins margar bifreiðar saman- komnar. Kristján Jónsson var forseti, séra Pétur hélt tölu, góða að mér fannst, og Kristinn bullaði nokkur orö, einneginn West, ég heyrði það ekki, og svo Rev. Irving frá Calgary, ágæta ræðu, og svo Dan þingmaður um smjör og rjóma." Bréf Eggerts Jóhannssonar, eins af fyrstu ritstjórum Heims- kringlu, fylla nákvæmlega eitt- hundrað blaðsiöur, og segja þau á hógværan máta mikla sögu. Kynniaf bréfaritaranum minna á orð skáldsins „Hinn fórnandi máttur er hljóður". Eggert barst litt á, en gerðist engu að siður þrautseigur stuðningsmaður góðra málefna. Eins og Finnbogi getur um I formála sinum, varð Eggert einn af fyrstu mönnum til þess að birta kvæði Stephans og gekk siðar meir fram fyrir skjöldu i þvi að fá 34 vini skálds- ins til þess að styðja útgáfu And- vakna, það er að segja útgáfu fyrstu þriggja bindanna 1909-10. Bréf Eggerts geyma hina ytri til- uröarsögu útgáfunnar, auk þess 'sem þau varpa furðu fjölbreyti- legu ljósi á lif Islendinga vestan hafs og austan um og eftir siðustu aldamót. Mjög varð Eggert að treysta á uppsprettulindir and- ans, þvi aö jarðnesk auðæfi Ieit- uðu litt á hans stefnumót. Ahugi hans var hreinn og ósvikinn. Eftirgreindur bréfkafli er gott dæmi um, hvernig Eggert ræðir ýmis atriði varðandi útgáfu And- vakna viö Stephan. Jafnframt þvi segir kaflinn nokkuð um hans daglega amstur og annir á fast- eignaskrifstofu i Winnipeg. Bréfið er frá 25. nóv. 1909: „Góði vinur. Filistear allir hér i bæ (lög- menn og Real Estate Brokers) hafa sótt svo fast á i Land Titles office-inu nú meir en mánuð, að legið hefir við, að við gæfumst upp. Samfara þessari ös er vetrarkoman. betta tvennt er ástæðan til þess, hve sjaldan ég skrifa nú um stund. Ég hefi haft langan vinnutima og verið lerk- aður af þreytu, en er nú að taka mér fri — „sumarfriið", þegar vetur er kominn. bökk fyrir bréfið þitt siðasta áhrærandi 3. bindið. Skafti er á móti „notes", og svo sagði hann að borsteinn væri Erlingsson. Segir borsteinn vilji ekki hafa nokkurt orð annaðen ljóð i ljóða- bók. Likast til þvi, að 3. bindi fylgi ekki einu sinni skýringar- grein sem eftirmáli. bó er timi enn að ákveöa það, en það skilst mér, að borsteinn muni ekki skrifa hann. Jæja, við slepptum þvi öllum skýringum, en mér var falið að senda borsteini hand- ritin, og það geröi ég. bau liggja nú i Leith og fara þaðan til ts- lands með póstskipi 30. þ.m." Eftirfarandi málsgrein er úr bréfi Eggerts frá 7. okt. 1910: ,,Já, skriftin þin á handritunum seinustu sýnir og sannar, aö þú hefir verið að vinna meira en þú dtt skilið. En þó nú þreytumerki séu á skriftinni, þá er hún samt svo fögur, að sönn prýði er að I hvers manns bókaskáp. bað er ástæðulaust fyrir þig að biðja um afsökun skriftarinnar vegna, og i hæsta máta óréttlátt, þvi væri þar til ástæða, þá ætti sú afsökun að koma frá okkur, en ástæðuna vantar — afsökunina þá lika. Hvað mig snertir þá/þykir mér nú hálfvænt um þreytublæ á handrit- inu, — hann sannar, að höfundur- inn er háður þeim islenzka skapa- dóm.aðþurfaaðberja gaddinn til snapar alla ævi — eða — falla." I siðsta bréfi Eggerts til Stephans er að finna eins konar uppgjör frá Eggerts hendi. Bréfið er ritað i Vancouver 31. ág. 1924: „Heiðraði, góði vinur. Innilega þökk mina eiga þessar linur að færa þér fyrir „And- vökur", 4. og 5. bindi, er bárust mér i fyrradag. bað var óvænt „sending" og óverðskulduð, en vist gladdi hún mig og vakti upp endurminningar löngu liðinna daga. bökk og þökk aftur fyrir og sérstaklega fyrir áritunina framan við 4. bindi: „Vöku-vogreki varpa ég út á vik á milli vina, engin þó auðlegð þér Eggert verði að bera það undan brimi!" \im.i * BREF TIL STEPHANS G. Oásamlega fallega sagt, en þaö erekkisatt! Ég er fyrir löngu bú- inn að bera þetta vökuvogrek undan brimi og hefi grætt meir en ég máske kann að meta, þvi minnstur hluti gróðans er fólginn i gulli." Gaman er aö virða fyrir sér myndina af Eggert á bls. 96 i bók Finnboga, þvi að i andlits- svipnum ersama heiörikjan og birtan og i bréfunum. Samskipti Skagfirðinganna tveggja voru með þeim hætti, að báðir höfðu gróða af. Löngu áöur en Andvökur tóku að koma út, hafði Eggert sýnilega orðið til þess aö kynna ljóð Stephans heima á æskustöðvum þeirra i Skagafirðinum, og leiddi sú kynning til annars vitnis- burðar um það gull, sem grafið verður til i Andvökunum. Hinn landskunni hagyrðingur Jónas Jónasson frá Hofdölum segir svo frá i grein sinni Minningaslitur um Stephan G.— i fyrsta árgangi Skagfirðingabókar árið 1966: „Ekki man ég nú glöggt, hvenær ég las fyrst kvæði eftir Stephan G. Eflaust hefur það verið 1893-1894. Vorið 1893 fór ég i vist að Vindheimum i Tungusveit. Húsmóðir min hét Hólmfriður Jóhannsdóttir, systir Eggerts Jóhannssonar, sem þá var orðinn ritstjóri Heimskringlu... Eggert sendi systur sinni blaðið og auk þess Nýju öldina, sem mig minnir, að Jón Ólafsson gæfi þá út. 1 báðum þessum blöðum birt- ust kvæði eftir Stephan G. Sér- staklega man ég eftir kvæðinu Myndin, sem Nýja öldin flutti. bvi fylgdi mynd af skáldinu. Var ég stórhrifinn af þvi, fannst það svo frumlegt og skemmtilega kimið. Var það fyrsta kvæðið, sem ég lærði eftir Stephan G. Ég hafði ekkert af ljóðum lesið nema rimur, fyrr en ég kom að Vindheimum. Var snemma ljóð- elskur og fljótur að læra þau þeirra, sem hrifu mig." begar Andvökur tóku að koma Ut, þ.e.a.s. fyrstu þrjú bindin var Jónas svo „auralaus", að hann gat ekki keypt þær, en kynnin við þessar bækur tókust fljótt eins og eftirfarandi frásögn Jónasar sýnir: „Andvökur fékk ég lánaðar hjá Gisla Sigurðssyni á Viðivöllum. Gisli var greindur maður, ljóð- elskur og mikill aðdáandi Stephans G. bað var um vetur, sem ég las andvökur fyrst. bá bjó ég á Uppsölum i Blönduhlið, hafði meðalbú og var einyrki. Nóg var þvi að starfa og enginn timi til lesturs, nema klipa hann af svefntimanum. Vinnutiminn frá 7.30 á morgnana til 9.30 á kvöldin. Hefði ég eitthvað að lesa, sem mér fannst gott bragð að, hætti ég sjaldan lestri fyrr en kl. 2-3 að nóttu. bannig var það þann tima, sem andvökur voru til húsa hjá mér i það sinn. Ég marglas mörg kvæðin og hætti ekki fyrr en ég þóttist skilja þau til fullnustu. Mörg kvæði og visur lærði ég, t.d. lærði ég kvæðið Dikónissa, sem er eitt af lengri kvæðum Stephans, svo vel, að ég þuldi það upp úr mér- á skemmtisamkomu mörgum árum seinna, gerður að góður rómur. og er Enn þá finn ég ylinn frá þessum stolnu stundum með Andvökum, og enn hressist ég við að hugsa til þeirra." (Skagfirðingabók 1. árg., 87). Bréf þau, sem hér birtast, og rituð eru af Guðmundi á Sandi, skýra talsvert, að hvaða leyti sjónarmiðum þeirra skáldanna bar á milli. bar er um stigsmun að ræða fremur en eðlismun, en opinskár er Guömundur, stundum eilitið nærgöngull. 1 fyrsta bréfi Guðmundar itrekar hann fyrirspurnir sinar tib Stephans um börn hans: „Ég spurði þig eftir nöfnum þeirra, þó. að ómerkilegt kunni að þykja, og hæfileikahorfum." Hafandi fengið svörin hjá Stephani, tekur hann svo til orða: „Illa lika mér sum nöfnin barnanna þinna, einkum eru nöfnin Jóný og^ Stefaný óislenzk." 1 ööru bréfi er þessi athugasemd: „Aldréi kemur andinn yfir mig, enda er nú minn andi til ljóðagerðar eigi „andi lampans." Ég þarf að dá-' leiða mig, leggja mig i bleyti, sarga óg leita, er heila viku, i hjá- verkum þó, með eitt litið kvæði, stika út, sker niður, breyti. Skástu hugsanirnar koma ávallt I seinni skipunum, allt eftir þvi, hvernig völubeinið veltur, hver hátturinn veröur. — Er þér þann veg háttað? Seg mér satt og rctt." Ekki fer Guðmundur þó I launkofa með aðdáun sina á ljóð- mennt Stephans. „Enn er að þakka „Andvökur" þinar, sem mér þóttu góðar ,góðgerðir' ", segir hann i bréfi 3. júli 1909. „Séð hef ég flest kvæöin, en hér er allt betra og réttara, fyllra og fegurra I hárbragðinu. I einu kvæði botna ég ekki: „Undir að- fall". bað held ég helzt, að djöfullinn hafi flogið með þig upp á ofurhátt fjall o.s. frv., svo við- förull ertu að sjón og hugsun. Ég hefði viljað drepa þig til fjár, svo digran berðu sjóðinn skáldskap- arins, frumleikans og vitsmun- anna. Ég öfunda engan Braga- mann lifandi islenzkan nema þig." Og i bréfi nokkru siðar klifar Guðmundur enn á þessari hugmynd, þó i dálitið öðru sam- hengi sé: „bú ert betri en góður Braga- sonur og þó of litið lýriskur oftar en hitt. Ég er öðru hverju að yrkja, en hálfskammast min gagnvart þér. Helzt hefði ég viljað bita þig á barkann og drekka úr þér kvasisdreyrann mértilhagsbóta.m.ö.o.drepa þig til f jár. En ég næ eigi til þin." borsteinn skáid Erlingsson kom mjög við útgáfusögu fyrstu þriggja bindanna af Andvökum. bað var ekki einungis, að hann væri til ráða kvæddur um ýmis-: legt, sem útgáfuna varðaði, heldur féll það i hans hlut að lesa prófarkirnar. borsteinn ritar Stephani svo i júni árið 1909: . „Jeg hef verið að leiðre'tta próf- arkir af Andvökum og er versta verk, sem jeg hef gert, og þó bezta handrit sem jeg hef sjeð til prentunar sent, en jeg hef oft far- ið út með þjer út i buskann og ver- iö kominn vestur til þin eða i bar- dagann með þjer, án þess jeg gáði að þvi, þó prentararnir hefðu sett þar einhvern staf skakt." Dæmi Stephans G, á sér vart hliðstæðu I sögu islenzku þjóðar- innar austan hafs og vestan. I æsku fór hann á mis við skóla- göngu, og meginhluta ævinnar stundaði hann timafrek búskap- arstörf. Engu að siður varð hann eitt af menntuðustu skáldum sem á islenzku hafa ort, bæði fyrr og siðar. Hann var óvenjuíegur listamaður i þeirri grein að gera sér hagstæð ýmis þau öfl, sem andstæð kynnu að hafa reynzt öðrum mönnum og óyfirstigan- legir faratálmar á þeirri leiðinni, &::::::::::::::::::::::::::::::: ¦ llRHIKIItllltílllllllllllRltl.......¦.....HKlKKIMIHRHIiai ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦I ¦•lllllllllllllllllKttlllRIIIIIIIIIIIltlRlllllllllllllllllll......•¦il»l>llil*lllllllllll|iatllltlllll>lllÉI||||||||Mttllltlllllllllllllllllllllillaaal*li ¦¦«¦«¦¦¦¦«.-«*«¦¦¦«»-¦¦....¦¦¦....¦««¦*««¦..-«¦*.-¦».¦¦.«.-.^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.