Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. júli 1972 TÍMINN S2QJJ Stuttbuxur bannaðar Fer6afólk sækir æ meira suö ur á bóginn, og nú Iiggur feröa- mannastraumurinn til Tunis, segir i dönsku vikublaöi. Þang- ao fara stúlkur gjarnan i stutt- buxum, og jafnvel bikini, en slikt þykir vart sæmandi þar i landi vegna trúarskoöana og þjóðhátta. Algjörlega er bann- að, a6 konur gangi inn i moskur i þessum klæ6naöi, og i tilefni af þvi hefur enska feguröardrott- ingin Yvonne Ormes látiö mynda sig i slá, sem er mjög hentug til þess aö breg6a yfir sig rétt á meðan gengiö er inn i moskurnar eða aðra staði, þar sem stuttbuxurnar sæma ekki. Hér sjáið þi6 drottninguna i stuttbuxunum, og svo þar sem . hún er aö setja slána yfir sig og aö lokum sýnir hún ykkur hvernig hún litur út i slánni. Endurbætt Iljusinþota Talsmaður sovézka flug- félagsins Aeroflot hefur skýrt fréttastofnunum svo frá, að hin nýja IL-62M, sem er ný endurbætt útgáfa hinnar frægu Iljusinþotu, verði tekin i notkun á flugleiðunum Moskva-Tokio og Moskva-New York og fleiri löngum alþjóðlegum flugleið- um. Flughraði þotunnar verður um 900 km á klukkustund. Betri hreyflar og aukinn eldsneytis- forði gefa þotunni um 700 km meira flugþol heldur en eldri gerðir hafa, þannig aö þessi nýja gerð þotunnar getur flogið i einum áfanga sem svarar fjórð- ungi af ummáli jarðar um mið- baug. Með ýmsum breytingum á innréttingu þotunnar verður þægilegt rúm fyrir 200 farþega. Hann gætir barna Þessi mynd er ekki af venju- legum föður, sem gefur sér tima til þess að fylgjast meö leik barna sinna, þegar hann loks kemur heim úr vinnunni aö kvöldi dags, heldur er þetta ungur maðui; sem hefur ákveðið að taka að sér börn og gæta þeifra heima hjá sér, eins og fjölmargar konur gera nú i at- vinnuskyni . Þetta er 24 ára gamall Dani, Paw Juel Wither, sem á heima i Odense i Dan- mörku og hefur hann nú hlotið viðurkenningu yfirvalda og hann má taka börn til dagvist- unar heim til sin. Hann á einn son, Martinrsem er hálfs árs, en auk hans gætir hann fjögurra annarra barna á aldrinum tveggja til sex ára. Paw var málari að iðn, en siðar for hann að starfa að félagsmálum, og nú hefur hann sem sagt ákveðið að helga sig barnagæzlunni. Lengi vel var það kona hans, sem sat heima og gætti barna, já og hafði meira að segja tvö dag- vistunarbörn, en svo ákvað kon- an að hefja skólanám á nýjan leik, og þá kom að þvi að Paw á- kvað að taka að sér að gæta barnanna og bætti meira a6 segja við tveimur i viöbót. Þeg- ar eiginkonan, Hanna, hefur lokið námi, en hun leggur stund á barnauppeldismál, hefur Paw i hyggju aö fara sjálfur i skóla og læra þaö sama. 900 þúsund hefja háskólanam Skólaárinu i Soyetrikjunum er lokið, og fyrir þá sem útskrifast úr 10. bekk þýðir það,að mið- skólanáminu er lokið. Nú streyma inntökubeiðnir til háskóla og annarra æðri skóla. Alls verða 900 þúsund nýir stúdentar teknir inn i skólana. Þess er einungis krafizt, a6 umsækjendur hafi þá- hæfileika er til þarf, og reynt er a6 komast eftir þvi með inntöku- prófum og samanburði árs- einkunna frá, skólunum. Rikið veitir námsfolkinu styrki og öll kennsla er ókeypis. Alls eru nemendur við 812 háskóla og aðrar æðri menntastofnanir i Sovetrikjunum um 4.6 milljónir að tölu. Vildi glettast við konu sina Bulgarska blaðiö Anteni i Sofiu skýrpi frá þvi, að maður aö nafni Venkov hefði allt i einu fengið þá flugu i höfuðuð, að rétt væri að glettast svolitið við konu sina. Hann ætlaði að láta lita svo út, sem hann hefði hengt sig i stofunni heima hjá sér, en bandið hafði hann bundiö þannig, að það hérpti ekki að hálsinum, svo hann var sprell- lifandi. þótt ekki væri gott að sjá það i fljótu bragöi. Nú fór svo, að kona Venkovs kom ekki fyrst að manni sinum hangandi, heldur var það nágranni þeirra. Honum varð svo mikið um, að sjá7að vinur hans gafði hengt sig, að það leið yfir hann á stund inni, og hann féll i gólfið. Venkov klifraði niður til þess að hjálpa nágranna sinum en fórst þá svo óhönduglega, að hann datt og rotaðist. Að lokum kom friiin, og við að sjá mennina tvo liggjandi á stofugólfinu, hálf- dauða, brá henni svo,að hiin féll einnig i ómeginn. Anteni segir, að nú seu lijuin öll á sjúkrahúsi, og séu nokkuð farin að hressast, og liklega reynir Venkov ekki að leika á konu sina á næstunni, úr þvi svona óhönduglega tókst til i þetta skipti. Útivistar- og iþrótta- svæði við Moskvu A næstu árum mun landslagið á bakka Moskvufljóts i vestur jaðri sovezku höfuðborgarinnar breyta um svip vegna þess, að þar hefur verið skipulagt við- áttumikiö tilbúið fjallalandslag. Svæði þetta verður eitt af fjórum iþróttasvæðum, sem gert er ráð fyrir i aðalskipulagi að vexti borgarinnar næstu 15-20 árin. öll svæðin fjögur verða innan bogarmarkanna. Ekki verður leyft að byggja á svæðum þessum aðrar byggingar en þær, sem tilheyra iþróttamannvirkjunum, sem þarna hafa verið skipulögð. Meðal mannvirkja, sem þarna á að gera, eru skiðabrautir, bæði fyrir svig og stórsvig, skurður, sem ætlaður er fyrir róðrarkeppni. Hluta af ánni verður breytt i svæði fyrir þá sem leggja stund á froskköfun. Þá verða skipulagðar stuttar ferðir með gömlum rússneskum seglbátum. Loks má nefna, að útbúinn verður sérstakur garður fyrir börn i formi yfir- litskorts yfír öll Sovétrikin. ömurlegur endir Skírnarathöfnin var að hefjast og allir voru himinn lifandi glaðir. Þarna voru foreldrarnir skyldmennin öll, mikill fjöldi vina, stoltur guðfaðir og þetta var i Salonika i Grikklandi. En svo heyrðist guðfaðirinn allt i einu nefna nafn en ekki þaö nafn, sem fyrirfram hafði verið ákveðið, að barnið skyldi heita, og allt breyttist i einu vetfangi. Guðfaðirinn endaði á sjúkra- húsi, og reyndist við athugun mjög mikið meiddur. Svona getur það farið, þegar foreldrarnir fá ekki vilja sinum framgengt þar suður eða austur frá. — Ef þér spyrjið mig, hvernig hann eigi að snúa, þá er það alveg sama. Þér verið alltaf ferlegar með hann. — Jæja, ætlarðu að viðurkenna : að hafa tekið sultukrukkuna? Ég er búinn að reyna allt, en ég get ómögulega komið tannkrem- inu i túpuna aftur. DENNI DÆAAALAUSI „Ertu að æfa þig, og ég sem hélt að þú værir svona voðalega veikur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.