Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júli 1972 TÍMINN 3 frá New York ÞÓ—Reykjavik. Islendingar framleiða ekki nógu góða stóla, að áliti Bobby Fischers. Hann gat valið úr 20 tegundum stóla, sem hann siðan átti að sitja á við ein- vigisborðið fræga. En það fór svo, að enginn islenzki stóllinn var nógu góður. Krafðist þess þá, að Skáksamband tslands útvegaði sér samskonar stól og hann sat á i Argentinu, er hann tefldi einvigið við Petrosjan. Stóllinn var pantaður frá New York og kom hann með flugvél þaðan i gærmorgun. Ætti Fischer þvi ekki að þurfa að kvarta undan þvi, að ekkert nógu gott sé til undir sitjandann á honum hér á landi. Aftur á móti var Spasski fljótur að velja sér stól, og hefur hann ekki fundið að neinu i Laugardalshöllinni. Stóll Fischers kom fljúgandi Athugasemd 1 ritstjórnargrein Timans s.l. laugardag var fjallað um áhrif tekjustofnalaganna á fjárhag ýmissa sveitarfélaga, og það full- yrt, að Isafjarðarkaupstaöur muni ekki nota 10% heimildar- hækkun á útsvör. 1 trausti þess.að þér viljið held- ur hafa það. er sannara reynist, tel ég rétt að upplýsa, að á fundi bæjarstjórnar Isafjarðar, sem haldinn var 18. mai s.L.var sam- þykkt að heimila bæjarráði að sækja um heimild til hækkunar á útsvörum, ef þau hrökkva ekki fyrir áætluðum tekjum. Hefur félagsmálaráðuneytinu verið til- kynnt þessi ákvörðun bæjar- stjórnar. Isafirði, 4/7 1972. Jón Guðlaugur Magnússon bæjarstjóri. llér sjáum við stólinn góða^sem Fischer ætlar að sitja á mcöan einvigið fer fram. Ljósmynd. Skáksamband lslands Kr. Ben. EINVÍGIÐ HEFST í DAG ÞÓ—Rcykjavik Skákeinvigið mikla, milli þeirra Spasskis og Fischers hefst i Laugardalshöllinni kl. 17 i dag. Lothar Schmidt yfirdómari verður ekki viðstaddur þessa fyrstu umferð einvigisins, en I lians stað verður Guðmundur Arnlaugsson yfirdómari á 1. umf, Schmidt þurfti að fara i skyndi til þýzkalands á laugardaginn, þar sem sonur hans hafði lent i bil- slysi, og sjálfur þjáöist hann af tannpinu. Bobby Fischer skoðaði Laugar- dalshöllina i fyrrinótt. Kom Bobby snemma nætur i höllina og dvaldist þar lengi. Það fór eins og margir höfðu spáð. Fischer fann að flestu. Meðal annars sagði Fischer, að reitirnir á taflborðinu væru of stórir, og er nú verið að skipta um plötu á taflborðinu. Þá sagði Fischer,að áhorfendabekk- irnir væru of nálægt sviðinu og hafa þeir nú verið færðir i meiri fjarlægð frá sviðinu. Fischerfann að kvikmyndatökuvélunum, og að SPASSKI FEKK’ANN EKKI EB—Reykjavik Skákmeistarinn Spasski er lik- lega hvorki góður né heppinn lax- veiðiinaöur. Allan sunnudaginn var hann við laxveiöar i Flóka dalsá i Borgarfirði, en veiddi engan lax þrátt fyrir að áin sé full af laxi, samkvæmt uppiýsingum fróðra manna. Bandarikja- maðurinn Rolland hefur liklega kennt i brjósti um skák- incistarann þvi að hann gaf Spasski 13 punda lax áður en meistarinn hélt til Reykjavikur á sunnudagskvöldið. Spasski hélt upp i Borgarfjörð á laugardaginn ásamt rússneskum vinum sinum og fleirum. Dvaldi hann á Hvitárbakka þegar hann var ekki að veiðum i Flókadalsá. Á laugardagskvöldið fór hann á dansleik á Brún. Guðmundur Guðmundsson á Hvitárbakka sagði i viðtali viö Timann, að Spasski hefði likað vel dans- leikurinn. Honum hefði þótt dansleikurinn likur þvi sem var i Rússlandi áður fyrr. Á sunnudagsmorgun fóru Spasski og félagar hans að veiða i Flókadalsá og voru með 2 stangir, en 3 stangir eru leyfðar i ánni og má ekki veiða meiri en 5 laxa á dag á hverja stöng. Spasski og félagar hans máttu veiða allan daginn, enda veiddu þeir ekki einn einasta lax, þótt oft hafi það komið fyrir i sumar, að laxveiðimenn hafi þurft að hætta að veiða i ánni á hádegi, þar eð þeir voru búnir að veiða 5 laxa á stöngina frá morgni. Kristján Fjeldsted i Ferjukoti kom að Hvitárbakka á sunnu- dagskvöldið með bandarikja- manninum Rolland, sem hann var leiðsögumaður fyrir, og þar sem Spasski hafði engan laxinn veitt yfir daginn gaf Roiland honum 13 punda lax, sem hann hafði veitt. Siðan voru teknar myndir af Spasski með þann lax. Veður var sæmilegt þar efra á sunnudaginn, þó rigndi talsvert eftir hádegi. sjálfsögðu varð að færa þær úr stað. Þá var það ljósaút- búnaðurinn, hann var ekki nógu góður fyrir hann, og honum varð að breyta. Bobby Fischer lét hér ekki staðar numiö, nú vildi hann lika, að einviginu yröi frestaö fram á fimmtudag, þar eð yfirdómarinn Lothar Schmidt yrði annars fjar- staddur, er fyrsta umferðin yröi tefld. Þessa kröfu tók Skák- samband Islands ekki til greina, og verður Guömundur Arnlaugs- son, rektor, yfirdómari á þessari fyrstu umferð. Nú er verið að vinna að öllum þeim breytingum, sem Fischer •fór fram á og á þvi einvigiö aö geta hafizt á réttum tima i dag. Miðar á einvigið fást á skrifstofu skáksambandsins^ Hátúni 4,við innganginn og i bókaverzlunum. Hópur Vestur-íslendinga kemur í fyrramálið 1 fyrramálið kemur hingað til lands fjölmennur hópur Vestur- Islendinga, alls áttatiu og þrir menn. Er ferð þeirra gerö á veg- um Islendingafélagsins i Vancouver, og mun hópur dvelj- ast hérlendis i tæpan mánuð. Þetta er fjórða hópferðin af þessu tagi, sem gerð er vestan af Kyrrahafsströnd siöustu árin. Á f immtudagskvöldið mun Þjóðræknisfél. hér halda árlegt gestamót sitt á Hótel Sögu, og munu væntanlega sækja það fleiri Vestur-lslendinear. sem .Hér staddir. Á föstudaginn fara Vest- ur-lslendingarnir að Bessastöð- um og siðdegiskaffi drukkið i boði sveitarstjórnar Garöahrepps. A laugardaginn hefjast ferðalög um landið. Verður fyrst farið austur að Gullfoss og Geysi, siðan vikuferð norður i land og loks ferö austur i Mýrdal. Vinir og ættingjar Vestur-Is- lendinganna eiga kost á þvi að taka þátt i þessum ferðalögum, ef þeiróska, og er fyllri vitneskju að . fá i sima 32999. Aðeins 0,6% með ágætiseinkunn á landsprófi í ár 1 ár þreyttu landspróf miöskóla 1584 nemendúr, eöa 36% þeirra, sem verða 16 ára á þessu ári. Er það meiri fjöldi og hærri hundraðshluti af árgangi en nokkru sinni fyrr. Af þessum 1584 nemendum stóðust 1259prófið, þar af 867 með einkunn, er veitti rétt til inngöngu i menntaskóla eða framhalds- deild gagnfræöaskóla. Þeir sem fengu einkunnirnar 5,6-5,9voru 189 talsins, en þeim er gefinn kostur á aö þreyta prófið aftur i haust. Flestir þeirra, sem þreyttu prófið, fengu meðaleinkunina 6- 6,9, eða 31,0%. Siðan komu þeir, sem fengu 5-5,9, 25,4% en fæstir voru með verstu og beztu einkunnina, þ.e.a.s. 2-2,9 og 9-10. Voru það 0,6% nemenda. írar viö Norðurá —Ég get vel trúað þvi, aö búið sé að veiða um 800 laxa i Norðurá. Nú er eingöngu veitt á flugu hér, enda eru útlend- ingar, Irar og ameriskir Irar, með stangirnar 11 og veiða þeir mest á Blue Charm og Hairy-Mary-flugur, sagði Jón Baldvinsson, leiðsögumaður veiðihópsins við Norðurá, er við simuðum til hans i veiði- húsið. Jón sagði, að leiðinlegt veður hefði verið uppi i Borgarfirði i fyrradag, en þó veiddust 30 laxar þá á veiði- svæðinu. Veiðiveðrið var hins vegar betra i gær. Veiði- mennirnir voru þá búnir að landa 20 fyrir hádegi. Meðalþyngdin 8 - 9 pund Jón Baldvinsson sagði, að allt upp i 17 punda laxar hefðu veiözt undanfarna daga. Hins vegar væri meðal- þyngdin 8 - 9 pund, sem er óvenju mikil meöalþyngd, þegar litið er til þess að komið er fram i júli. Jón sagði okkur ennfremur, að bezt væri veiðin á Eyrinni og á Brotinu. Hann sagði okkur að lokum, að 730 laxar væru nú komnir upp fyrir teljarann i Laxfossi. „Aldrei séð eins mikið af laxi” Kristján Fjeldsted i Ferju- koti sagði meðal annars i við- tali við okkur, að hann hefði aldrei séð eins mikið af Iaxi i ánum i Borgarfirði og i sumar. — I Grimsá er krökkt af laxi, ég hef aldrei séð eins mikið af laxi og þar, sagði hann. Hins vegar veiða ekki allir vel, sagan um veiðiferð Spasskýs að Flókadalsá er eitt dæmi um það, en þá sögu má finna annars staðar i blaðinu. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Gagnrýni borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna i borgar- stjórn Reykjavíkur á tiðar fjarvistir borgarstjórans i Reykjavik vegna vaida- baráttu i Sjálfstæðisflokknum, og sifelld ferðalög og fundi hans úti um allt land hefur vakið verðskuldaða athygli. Hvar i flokki, sem menn standa, cru menn sammála um, að hér hafi orð verið i tima töluð Það var Kristján Benedikts- son borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sem hafði forystu um þessa gagnrýni á fjarvistir borgarstjórans. Flutti hann gagnrýni sina á hófsaman hátt, en minnti borgarstjórann á þær skyldur sem liann hefur tekizt á herðar fyrir borgarstjórn og Reyk- víkinga. Eins og venjulega þegar fátt finnst sæmilegra vopna til má lefnalegrar baráttu hleypur Mbl. i neyðarút- ganginn.þ.e. beitir soralegum persónulegum skætingi. .. A sunnudag er liins vegar gcrð aumkunarverð tilraun til málefnalegrar varnar. Kallar Mbl. þá gagnrýni á fjarvistir borgarstjórans ,,árás á lýðræðið.” 1 fyrsta lagi heldur blaðið því fram, að það sé bráðnauðsynlegt, að i embætti borgarstjórans f Reykjavik sé maður, seni sé leiðtogi stjórn- málaflokks og i öðru lagi að það sé bcinlinis skilyrði fyrir velfcrð Rcykjavíkur, og Rey kvikinga, aö borgar- stjórinn i Reykjavik sé eins og útspýtt hundskinn út um allt land til að afla sér fylgis þcirra Sjálfslæöismanna úti um land, sem studdu Gunnar Thoroddsen á siðasta Lands- fundi Sjálfstæöisflokksins. Að vinna til 100 þús. kr. mánaðarlauna Siöustu misseri hefur Mbl. hins vegar skrifaö ófáa leiðara um hina lýðræðislegu nauðsyn valddreifingar og þá hættu, sem lýðræðinu væri búin ef völd færðust um of á fáar hendur. Borgarstjórinn i Reykjavik er alþingismaður. Það er taliö fullt starf. Hvað þá þegarþingmaður er leiötogi og talsmaður flokks sins á Alþingi. Geir Hallgrínisson er eini alþingismaðurinn, sem gegnir jafnframt annarri opinberri stöðu, og ekki tekur skerl laun fyrir þá stöðu. Fyrir störf borgarstjóra og . störf í borgarstjórn, borgar- ráði og nefndum, þ. e. þau störf, sem Geir hefur for- sómað að undanförnu, tekur hann hátt á annað hundrað þúsund krónur á mánuði til viöbótar viö þingmanns- launin, án þess að roðna. Borgarstjórinn veröur meira aö segja ókvæða við, þegar látin er i Ijós sú skoðun, að eðlilegt sc, að hann mæti til þeirra starfa, sem hann fær svo háar greiöslur fyrir. Laun borgarstjórans i Reykjavik eru svo, há vegna þess^að álitiðer aö embættið sé honum fullt starf og riflega það og því verði ekki vel gengt nema við- komandi sé „vakinn og sofinn” við aö þjóna em- bættinu. Það var vafalaust ekki gert ráö fyrir þvi þegar launakjörin voru ákveðin, að borgarstjórinn gegndi öðru hálaunuöu starfi i opinberri þjónustu. Hvað þá að hann stæði I stöðugum ferðalögum i persónulegri valdabaráttu viö fyrrvcrandi borgarstjóra i Reykjavik. (Nú, og svo tekur það sjálfsagt einhvern tima að Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.