Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. júli 1972 TÍMINN T7 llór á myndinni sést Ottó Guðmundsson, skora sigurmark Faxaflóaúi valsins gegn Cowal ó sunnudagskvöldið. Knötturinn hrökk i markvörð og imi. (Timamynd Róbert) Atmælismót KSÍ: Piltarnir í Faxaflóaúrvalinu vorn hinir örnggn signrvegarar A eftri myndinni sést Stefán Halldórsson, I h jólhestastellingu I leikn- um gegn Cowal, hann skoraði annað mark Faxaflóaúrvalsins og átti mjög góöan leik. A neðri myndinni sést Gisli Torfason, halda á bikarnuni, sem Faxaflóaúrvalið vann til eignar. (Timamyndir Róbert) - sipðu alla mótherja sína, síðast Cowal 3:2 Það var sannkallaöur meist- arabragur yfir leik piltanna i Faxaflóaúrvalinu i siöasta leik Afmælismóts KSl i knattspyrnu. Þeir sýndu oft glæsilega knatt- spyrnu gcgn Cowal og með sigri sinum 3:2 tryggðu þeir sér sigur i Afmælismótinu. tslenzk knatt- spyrna má vera stolt af þessum ungu fulltrúum sinum, sem sýndu mjög góða knattspyrnu, leikni, baráttuvilja og sigurgleði. Þeir gáfust ekki upp gegn Cowal, þótt þeir fengju á sig óheppnismark á fyrstu min. leiksins, heldur tóku þeir saman höndum og jöfnuöu og komust yfir, léku svo stórgóða knattspyrnu, sem allir knatt- spyrnumenn mættu vera hreykn- ir af. En nú skulum við lita nánar á leik Faxaflóaúrvalsins gegn Co- wal. Það voru ekki liðnar nema 2 min, af leiknum, þegar knötturinn lá i marki Faxaflóaúrvalsins og þvi- likt óheppnismark, einn sóknar- maður Cowal lenti i návigi við varnarmann Faxaflóaúrvalsins, knötturinn hrökk frá þeim — og yfir markvörð Faxaflóaúrvals- ins, Arsæl Sveinsson, sem var á leiðinni út úr markinu til að ná i knöttinn. tslenzku piltarnir létu þetta óheppnismark ekki á sig fá, heldur sóttu þeir nær látlaust að marki Cowal og sýndu þá oft frá- bærar sóknarlotur. A 5. min. á Gunnar ö. Kristjánsson, hörku- skot af 30 m. færi, knötturinn small i stöng, þaðan i bakið á markverðinum og út. Stuttu siðar kemst Gunnar einn inn fyrir, en hann missti knöttinn of iangt frá sér. Á 17. min kemur svo jöfnunar- markið, Ottó Guðmundsson, tek- ur hornspyrnu — knötturinn svíf- ur fyrir markið til Guðmundar Ingvasonar, sem spyrnir, við- stöðulausu skoti — knötturinn söng i netinu. Eftir markiö sækir Faxaflóaúrvalið stift og oft mun- ar mjóu. En það var ekki lengi að biða eftir marki, á 30. min. nær Faxa- 6EDF0RD SETTI MET Dave Bedford sigraði i 2000 m hlaupi i Crystal Palace um helgina og setti nýtt brezkt met 5:03,2 min. Bedford er einn af mörgum, sem mögu- leika hefur i 5 km hlaupinu i Múnchen i sumar. flóaúrvalið stórgóðri sókn, knött- urinn gekk á milli manna — Gunnar fékk knöttinn út á kant- inn, gaf fyrir markið — þar sem Stefán Halldórsson, kom aðvif- andi og sendi knöttinn i netið. Þremur min. siöar fær Faxaflóa- úrvalið á sig mjög klaufalegt mark, skozku leikmennirnir fá innkast viö endamörk — þaðan er knettinum kastað fyrir markið, svo að hann hoppar inn i vita- teig, til skozks leikmanns, sem var óvaldaður — hann skallaði knöttinn i netið. A 6. min siöari hálfleiks, kemst svo Faxaflóaúrvalið aftur yfir. Gisli Torfason, tekur auka- spyrnu, spyrnir inn á vitateig Skotanna — þar fær Stefán knött- inn og gefur til Ottó Guömunds- sonar, sem þrumar að marki, knötturinn lendir i markverði og þaðan i stöngina og inn. Eftir þetta mark dofnaði leikurinn um tima, og það var ekki fyrr en á 13. min. að næsta marktækifæri skapaðisti leiknum. Skozkur leik- „Bezti leikmaður Aímælismóts KSÍ” Þegar verðlaunaafhending fór fram á Afmælismóti KSl, voru afhent þrenn verðlaun. Faxaflóaúrvalið hlaut fagran silfurbikar og hver leikmaður liðsins fékk gullpening. Celtic fékk silfurbikar og hver leik- maður fékk silfurpening. Siðan var tilkynnt, hvaöa leikmaður hlaut nafnbótina „Bezti knattspyrnumaður mótsins”, sem Jón Magnússon valdi. Leikrhaðurinn sem hlaut þann heiður að vera talinn bezti leikmaðurinn, var úr sko zka liöinu Cowal og heitir David Laird. David var vel að þeim sigri kominn, þvi að hann sýndi jafnbeztu leikina i mótinu og var sá leik- maður i Cowal, sem byggði upp allt spil liðsins. SOS Urslit Ieikja og lokastaðan Leikirnir voru tiu i Afmælis- mótinu og fóru einstakir leikir þannig. Landið — Reykjavik ’56 0:2 Faxaflói — Celtic 2:1 Faxaflói — Reykjavik '56 6:0 Cowal — Celtic 3:4 Faxaflói — Landiö 3:0 Reykjavik '56 —Cowal 1:5 Celtic — Reykjavik ’56 6:0 Cowal — Landið 5:3 Celtic —Landiö 4:0 Faxaflói — Cowall 3:2 l.okastaöan: Faxaflói 4 4 0 0 14:3 8 Celtic 4 3 0 1 15:5 6 Cowal 4 2 0 2 15:11 4 Reykjavik 4 10 3 3:17 2 Landið 4 0 0 4 3:14 0 maður kemst einn inn fyrir, leik- ur á markvörð og stendur fyrir opnu marki — spyrnir, en skot hans lenti i stöng. Þar voru is- lenzku leikmennirnir heppnir. Stuttu siðar varði skozki mark- vörðurinn skot frá Gunnari i horn. Siöan skiptast liðin á að sækja, en þeim tekst ekki aö skora fleiri mörk i leiknum, sem endaði þvi 3:2 fyrir Faxaflóaúr- valiö. Leikmenn úrvalsins sýndu mjög góðan leik og léku þeir oft stórgóða knattspyrnu. Framlin- an með þá Stefán, Asgeir Sig- vinsson og Hörð Jóhannesson var mjög lifleg og sýndu þessir leik- menn, að við erum að eignast skemmtilega sóknarleikmenn. Þeir fengu mikinn styrk, frá mið- vallarleikmönnunum Gunnari, Ottó og Guðmundi, en á þeim byggðist upp flestar sóknarlotur liðsins. Aftasta vörnin með þá Gisla Torfason og Björn á miðjunni sem beztu menn. Arsæll Sveins- son i markinu átti góöa kafla, en hann var ekki eins öruggur i leiknum og i fyrri leikjum. Leikmenn Cowal léku skemmtilega knattspyrnu oft á tiöum, samt náöu leikmennirnir, aldrei að sýna eins góða knatt- spyrnu og leikmenn Faxaflóaúr- valsins. Dómari var Guðmundur Har- aldsson, og dæmdi hann mjög vel. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.