Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. júli 1972 TÍMINN n ::::::: >sonar I sem tii verulegs bókmennta- þroska liggur. „Baslið" varð Stephani að virku og jákvæöu afli mikilla ljóða. f stað þess að láta þaö „smækka sig" beizlaði hann orkulindir þess gullbitlum ljóð- stafa og ríms. Þessi leikni með töfrasprotann átti drjúgan þátt i þvi að afla skáldinu lifshamingju, en bréfið frá frú Helgu, sem áður var vitnað i, minnir þó lesandann einnig á það, að hamingja Step- hans var ekki einungis innan frá komin, heldur naut hann og menningarlegrar umhyggju eiginkonu og barna. Osjaldan hættir okkur til þess að mæla einangrun Stephans G. Stephanssonar landfræðilegum mælieiningum, og í gamla daga var hún vissulega löng leiðin frá Islendingabyggðunum i Dakóta, Manitóba og Saskatchewan vest- ur til Klettafjallanna i Alberta, að ekki sé nú minnzt á þá óravegu, sem skildu að Island og Marker- ville. Hér má þó vafalaust kveða svo fast að orði, að það hafi ein- mitt verið fjarlægðinnar vegna, að andleg samskipti Stephans við fslendinga austan hafs og vestan náðu þeirri sérstöku dýpt, sem bréflegar heimildir sanna. Bréfa- gerðir um langan veg hvetja til meiri ihygli en hversdagslegur samgangur granna i milli. Þann- ig verður nálægð andans stundum i öfugu hlutfalli við fjarlægðir á sjó og landi. I heimi bókmenntanna er hlut- ur hinna smærri spámanna meiri og betri en i fljótu bragði kann að virðast. Það eru þeir, sem öllum öðrum fremur undirbúa svo jarð- veginn, að þeim sem hærra ber finnist sér þar fullkosta um plógs- land. Má með sanni segja, að bréfagerðirnar i kringum Step- han G. Stephansson séu ekki ein- ungis merkur vitnisburður um hans eigin hag, heldur sýni, i hvers konar jarðveg ljóð hans féllu, og umhverfis ljóðaakurinn stóðu fjölmargir vinir hans og velunnarar traustan vörð, og skiptir ekki máli.þó að hjá ein- staka einum yrði góðgirnin að bæta upp andagiftina. Margir þeir, sem hér áttu hlut að máli, töldu sig þrepi neðar skáldinu. Jafnvel Guðmundur á Sandi bein- ir augum sinum i hæðir að Ólympstindum Klettafjalla. í sin- um eigin bréfum mælir Stephan hins vegar við kotung sem klerk á grundvelli jafnræðisins, Með þvi hefir hann tryggt talið, að við- skiptin yrðu báðum i hag, en vissulega hntga þó allar heimildir um Stephan G. i eina átt um það, að i samskiptum sinum við aðra hafi hann ávallt verið hinn mikli veitandi. Máttargæðihans, svo að gripið sé til skilgreiningar Sig- urðar Nordals á drengskaparhug- takinu forna,voru slik, að honum dugði sams konar viðmót við hófðingja og almúgafólk. Dr. Finnbogi Guðmundsson hefir unnið ágætt verk og þarft með útgáfu þeirri, sem hér hefir verið stuttlega getið, og enn hefir Bókaútgáfa Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins gætt skyldu sinnar við islenzkar bókmenntir. Orlygur Sigurðsson listmálari hefir gert prýðilega mynd af þeim hjónum, Helgu og Stephani, og er hún bæði framan á hlifðarkápu og á opnunni, þar sem bréfin hefjast. Formálsorð og skýringar dr. Finnboga veita lesandanum ör- ugga leiðsögn. (íirLögbergi—Heimskringlu) !¦**¦**•¦¦*¦**¦**¦¦***¦«*¦«**¦***¦**¦¦*¦¦ ¦«¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦«¦¦¦¦¦¦¦..;£¦¦¦*!¦ ALYKTUN RAÐSTEFNU ASI Ráðstefna sambandsstjórnar ASI og stjórna allra svæðasambanda innan þess (Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna i Reykjavik, Alþýðusambands Vestfjarða, Alþýðusambands Norðurlands, Alþýðusambands Austurlands og Alþýðusambands Suðurlands) og formanna sérsambandanna ályktareftirfarandi vegna erindis rikisstjórnarinnar um fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir: 1. Verðlagshækkanir hafa að undanförnu orðiö verulega meiri en fyrir varð séð og áætlað var, er kjarasamningar voru gerðir i desemberbyrjun á sl. ári og enn er auðsætt að ef ekki verður að gert verða mikla hækk. siöari hl. þessa árs. Má ætla,að hækkanir framfærslu- og kaupgjalds visitölu veröi af þessum ástæðum frá samningsgerð 4. des. sl. orðnar álika og ætlað var að þær yröu orðnar seint á árinu 1973. 2. Ráðstefnan telur þessa þróun verðlagsmála hina iskyggi- legustu fyrir alla viðkomandi aöila, launafólk, atvinnu- reksturinn og efnahagskerfið i heild.Fyrir launafólk þýða hinar öru og miklu verðlagshækkanir stöðugt rýrnandi raunverulegan kaupmátt,þar sem hluti hækkana mikilsverðra nauðsynja er ekki bættur i kaupgreiðsluvisitölu (landbúnaðarvörur) og neyzlu- samsetningu láglaunafólks er þann veg farið, að vistölukerfið mælir þvi naumlega bætur. Útflutningsatvinnuvegunum er og sýnilegur háski búinn ef svo heldur fram sem horfir, þar sem kostnaðarverðlag þeirra hækkar stórum meira en verðhækkunum á fremleiðslu þeirra nemur um þessar mundir, en reynslan sannar, að afleiðing slikra lang- varandi þróunar verður fyrr eða siðar felling á gengi gjald- miðilsins með almenna kjara- skerðingu sem fylgifisk, eða stórfelldur samdráttur i atvinnu- rekstri útflutningsatvinnu- veganna og atvinnuleysi, eða jafnvel hvort tveggja. 3. Ráðstefnan metur umsamdar kjarabætur og raunlauna- hækkanir samkvæmt samningunum frá 4. des. og sem orðið hafa i kjölfar þeirra og gerir sér jafnframt ljóst mikilvægi hins sérstaklega hagstæða atvinnu- ástands, sem rikt hefur undan- farin tvö ár en bendir jafnframt á, að verðhækkanaskriðan, sem nú riður yfir og hefur gert að undan- förnu, leggur hvort tveggja i yfirvofandi hættu. Það er þvi álit ráðstefnunnar, að það sé nú hófuðmál fyrir launastéttirnar.að fullnægjandi aðgerðir séu fram- kvæmdar, sem tryggt geti raun- gildi gerðra kjarasamninga, viðhaldið kaupmætti almennra launa þar til hann á samningum samkvæmt að aukast 1. marz n.k. og stöðvað eftir þvi sem unnt er frekari verðlags- og kostnaðarhækkanir. 4. Ráðstefnan gerir sér ljóst, að þær aögerðir, sem rikisstjórnin leitar nú álits verkalýös- samtakanna um, eru bráða- birgðaaðgerðir, sem ekki er ætlað að standa óbreyttum nema takmarkaðan tima eða til næstu áramóta. Aðgerðirnar munu hinsvegar gefa stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins æski- legt svigrúm til aö gaumgæfa ástand og horfur og vinna að lausn vandamálanna til lengri frambúðar og teljast að þvl leyti jákvæðar. 5. Ráðstefnan leggur áherzlu á,að nefndar aðgerðir hafi ekki i för með sér skerðingu á meðaltals- kaupmætti verkafólks á þvi timabili, sem þeim er ætlað að standa, enda sé fjár til niður- greiðslu að mestu aflað með niðurskurði ríkisútgjalda_en að engu með nýjum sköttum á launþega, að niöurgreiðslur hefjist nú þegar og að verðlag búvara, sem að miklu leyti fengist ekki bætt meö verölags- bótum á laun, komi ekki til fram- kvæmda á þvi timabili, sem aðgerðunum er ætlað að standa. 6. Með hliðsjón af framansögðu ályktar ráðstefnan aö þeir aðilar sem að henni standa, láti umræddar aðgerðir óátaldar af sinni hálfu, en leggja hinsvegar áherzlu á,að 1 þeirri afstöðu felst ekkert afsal neinna þeirra réttinda eða kjarabóta, sem i gildandi kjarasamningum aöila vinnumarkaðarins felast. anðiritað þarf málningin á þaki húss yðar ekkí ad jiola eins míkiú og gðð skipamálning en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norourhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. REX SKIPAMÁUMING á skipin - á þökin 1 TwkniMofa b •uelýunf)>t>r6nu«ti >f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.