Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 6
L TtMINN Þriðjudagur 11. júli IS7Z Fyrsta beitingarvél- in í íslenzkan bát Gjörbreytt viðhorf, ef þetta tæki reynist vel Beilingarvélin samanstendur af nokkrum samstæAum, A myndinni sjáum viö fyrstu samstæðuna og hvcrnig linan kemur i gegn. Fremst á myndinni er lænurúllan, síöan krókahreinsari og þar næst linu- spilið. (Tímamynd Róbert) ÞÓ—Reykjavik. Þessa dagana er verið að koma fyrir línubeitingarvél i Ásþór RE. Kr búizt við að verkinu verði lokið um miðja næstu viku. Beitingar- vélin er norsk að uppruna, og á hún sennilega eftir að valda bylt- ingu á linuveiðum. Björn Bang heitir sá Norðmað- ur, sem gengur frá vélinni, en framleiðendur hennar eru Mustad söperi mek. verk. Björn sagði okkur, að búið væri að setja fjórar beitingarvélar i norska báta, og hefðu þær reynzt mjög vel það sem af væri. Að sjálfsögðu væri alltaf um einhverja byrjun- arörðugleika að ræða, og reyndar væri það svo, að alltaf væri verið að fullkomna véliha. Beitingarvélin, sem verið er að setja i Asþór, er sú fimmta, sem framleidd er af þessari gerð, en allmargar vélar eru nú i pöntun, bæði frá tslandi og Noregi. Aðalkostur beitingarvélanna er sá, að öll vinna verður léttari og þrifalegri, og siðast en ekki sizt þarf færri menn á þá báta, sem eru með þessar vélar. Bátur sem er með 13 manna áhöfn, þarf ekki nema 9-10 menn með tilkomu beitingavélarinnar. Björn sagði, að almennt væri linunni skipt i tvennt, og eru þess vegna höfð tvö magasin A þeim hluta vélarinnar, sem sér um lagninguna. A hvoru magasini er lina, sem á eru 1200 krókar, og á hverri minútu getur vélin beitt á 130 króka, þ.e. tvo króka á sekúndu. Með þessum beitingar- hraða þarf báturinn að leggja lin- una á 5-7 milna hraða. Björn sagði, að það myndi taka nokkurn tima að þjálfa mannskap inn, þar sem hér væri um algjör- lega ný vinnubrögð að ræða, en þótt svona vél væri dýr, þá borgaði hún sig á nokkrum mánuðum, m.a. i mannasparn- aði. Vitað er, að margir útgerðar- menn hér á landi hafa áhuga á að setja beitingarvélar i báta sina. Heildaráætiun Framhald af bls. 1. breytingar rýmka i nokkuð mögu- leika aldraðra bænda til þess að öðlast réttindi hjá sjóðnum. 1 jarðræktarlögin voru sett athyglisverð nýmæli, sem miklu geta áorkað. Er þar fyrst og fremst að nefna framlag til hagaræktar og girðinga um heimahaga og aukinn stuðning við félagsræktun, þar sem erfitt er um vik um ræktun og öflun fóðurs. A siðustu má drepa á lög um aðstoð við fólk, sem stundar framhaldsnám fjarri heimilum sinum. Þetta kvaðst ráðherrann telja mikið réttlætismál og eina merkustu ljöggjöf, sem sett var á siðasta þingi, þvi að með þessum lögum væri spornað gegn, að búseta hamlaði þvi, að ungt fólk, sem til þess hefði getu og vilja, fengi stundað nám. Skylt væri þó að geta þess, að hæpið væri, hvort þessi lög gætu komið til fullra framkvæmda á næsta ári. Fjárveitingar til land- búnaðarmála Þá vék ráðherrann aö nýjum og auknum f járveitingum til búnaðarmála, á þessu ári. Merkast væri framlagið til framleiðslusjóðs,er ætlaður væri til uppbyggingar á vinnslu- stöðvum landbúnaðarins. Til sláturhúsa landsmanna, þar sem mikilla endurbóta er viða þörf, verður varið tuttugu og tveim milljónum króna, en áöur hafði enginn eyrir verið ætlaður i þessu skyni. Fé er nú einnig veitt til bænda- skóla Suðurlands og framlög til Hvanneyrarskóla þrefaldast. Stefna hefur verið mörkuð um dreifingu rafmagns um landið og framlög aukin úr þrjátiu og tveim milljónum króna i fimmtiu milljónir og hundrað og átján milljónir krdna ætlaðar til fram- kvæmda við rafvæðingu i sveitum. Endurskoðun lagabálka Þessu næst vék landbúnaðar- ráðherra að þvi sem enn er á döfinni, einkum endurskoðun mikilsverðra lagabálka. Nefndi hann þar jarðalög, búfjárræktar- lög og orlof bænda. Endurskoðun á lögum um kaup og sölu jarða og ábúðarrétt er mikið mál og brýnt. Asókn eftir landi er orðin svo geigvænleg, að við henni verður að sporna. Það riður á að tryggja rétt þeirra, sem vilja stunda búskap og lifa af þvi að nýta það, sem landið gefur af sér, sagði ráðherrann. Bændur verða að fá sanngjarnt verð fyrir eignir sinar, þegar þeir selja þær, en verð á landi, þar sem einhver hlunnindi eru eða náttúrufegurð mikil, má ekki fara upp úr öllu valdi. Ekki ómerkara er það, að ráð- herra boðaði, að nú væri i aðsigi heildaráætlun um landsnytjar og allsherjar landgræðsluáætlun væntanleg fyrir 1974, er þjóðin minnist ellefu alda búsetu sinnar i landinu. Verður sú áætlun mest og mikilvægast framlag á þeim timamótum, ef þar verður á eftir fylgt eins og til er stofnað. Náið samstarf við stéttarsamtökin Landbúnaðarráðherra lýsti þvi, að það væri vilji sinn að hafa náið samstarf við stéttarsamtökin. Þess væri ekki að dyljast, að ágreiningur væri uppí um ýms Barnavinafélagið Sumargjöf Forstöðukonu vantar að dagheimili Stúdenta við EfrihliA frá 1. september n.k. Ennfremur vantar forstöAumann, kennara eAa fóstru, karl eða konu, að skóladagheimilinu HeiAargerAi 38. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 17. þ.m. Stjórnin. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Reykjadalsskóli Umsóknir um skólavist veturinn 1972-73 skulu berast til skrifstofu félagsins Háa- leitisbraut 13, sem fyrst. Skólastjóri. mál, eins og jafnan hlýtur að vera, og nefndi þar frumvarp um breytingu á framleiðsluráðs- lögunum. Hann kvaðst þar hafa fylgt þeirri stefnu, sem Stéttar- samband bænda hefði markað með ályktun sinni i vetur, og afstöðu sina kvaðst hann meðal annars byggja á þvi, að forystu- menn bændasamtakanna, sem verða að sækja umboð sitt til bænda annað hvert ár, hefðu bezta aðstöðu til þess að meta, • hvaða leið bæri að fara, enda sannfærður um, að þessi ályktun ætti við gild rök að styðjast. Bændur verði að fylgja þeirri stefnu, sem Stephan G. orðaði svo snillilega: aðalheimta ei daglaun að kvöldum. En svo væri þeirri stefnu bezt fylgt fram, að þeir fengju svigrúm til þessaðákvarða leiðir til að koma þeirri hugsun i fram- kvæmd. Af þeim toga hefði ákvæðið um fóðurbætisgjaldið verið spunnið. Ennfremur væri á það að lita, hvilfk nauðsyn væri á að koma upp sjóði til þess að aöstoða þá, sem við lökust skilyrði búa við framleiðslu búvöru handa þéttbýliskjörnum. Kjarni málsins er sambærileg laun Ráðherrann sagði, að menn gætu rökrætt, hvaða aðferðir væru heppilegastar til þess, að bændur fengju sambærileg laun og aðrir. En kjarni ákvæða stjdrnarsáttmálans um þetta efni stæði óhaggaður, og við það yrðu allar aðgerðir miðaðar. Jafnframt minnti hann á, að leiðre'ttingar hefðu fengizt við tilkomu núverandi rikisstjórnar á Landhelgisviðræðurn- ar að hefjast á ný Viðræður Islendinga og Breta um landhelgismálið munu hefjast á ný i dag. Hópur enskra emb- ættismanna kom til landsins um helgina og aðalsamningamenn Breta, lafði Tweedsmuir og Stoddard aðstoðarfiskimálaráð- afurðalánum og rekstrarlánum handa fjárbændum, og la'n til ibúðarhúsabygginga og jarða- kaupa hefðu verið hækkuð. Loks hefði hlutur bænda i útreikningi á verðlagsgrundvelli verið réttur siðast liðið haust, og bændur fengið sitt i verðlaginu i sambandi við vinnutimastyttingu og^kauphækkanir viðmiðunar- stetta. Nemur þetta 30% kauphækkun. Erindi rikisstjórnar- innar við aðalfundinn Siðan lýsti landbúnaðar- ráðherra þróun verðlagsmála i landinu. 1 landinu hefði orðið verðhækkun vegna hækkana erlendis, eftirkasta verð- stöðvunartimabilsins og almennra kjarabóta. Hann boðaði meiri festu i verðlagsmálum og vildi rikisstjórnin leita liðsinnis bænda og samtaka þeirra til þess og þar með svigrúms til varan- legri efnahagsþróunar, þar sem gætt sé jafnréttis þegnanna og heildarhagsmuna þjóðfélagsins. herra, voru væntanleg i gær- kvöldi.. Formaður islenzku viðræðu- nefndarinnar er Einar Agústsson utanrikisráðherra, en með honum verða Lúðvik Jdsefsson við- skiptamálaráðherra, Hans G. Andersen ambassador, Jónas Árnason alþingismaður, Jón Arnalds ráðuneytisstjdri og Már Elisson fiskimálastjdri. Ritari islenzku nefndarinnar er Þor- steinn Ingólfsson, fulltrúi i utan- rikisráðuneytinu. Verðmætra skjala leitað Brún skjalataska hvarf úr fatageymslu i Þórscafé 27. júni s.l. Hefur töskunni annað hvort verið stolið eða tekin i misgripum. En i henni eru persónuskilriki og skjöl, sem mjög er bagalegt fyrir eigandann að missa, en koma öðrum ekki að fjárhagslegum notum. Er, skorað á þá sem geta gefið einhverjar upplýsingar varðandi þessa skjalatösku, eða hefur hana undir höndum, að hringja i sima 11995. Er góðum fundarlaunum heitið. Þessi bíll, frá Oliufélaginu lenti út af i gær, skammt frá afleggjaranum að Brautarholti á Kjalarnesi. Billiiin var á leiðeftir Vesturlandsveginum á vesturleið, er kanturinn brast og lenti bíllinn svo til á hlið- ina og aftan-i-vagninn lagðisf alveg. Bíllinn var fullur af olíutunnum og kössum en ekki mun olían hafa runnið niður. (Tlmaniynd Sigurður Fossan)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.