Tíminn - 11.07.1972, Side 10
10
l>riftjiulagur II, júli ]<}72
TÍMINN
11
TÍMINN
Þriftjudagur 11. júli 1972
MKBHBgiamaKaiataiiKiKKtHiaaiHiHiiaiiiKiiiiiiiaaKiiiHiiKKHiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiHiMiiiaiiKitKKiKiiiKiiiKiiHHiiiKÍiiKiiiiiKiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiaiSiiHeKIiiiiiiSSIiiiiiiiiiiiiiitiiSiiiiiitiiiSSKSiiiMiiiiiiniiiSSiiiissaiSKiitaissaiiiiiSiiiiiiiiiiiSiiiiiHSiiiiiiiSi
!
Haraldur Bessason, prófessor skrifar:
Bréf til Stephans G. Stephanssonar
Úrval: fyrsta bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík 1971
!S
■ ■
■ ■
■■
■ ■
■ ■
■■
■ ■
ii
i:
■ ■
::
«■
n
H
y
■■
i
H
■ ■
■■
■ ■
■ ■
Ofangreint bréfasafn, um hálft
þriöja hundraö siður aö stærð,
birtist öndverölega á vetrinum,
sem nú er nýliöinn.
A sinum tima safnaði dr. Rögn-
valdur Pétursson bréfum frá
Stephani G. og fór meö safn sitt til
Islands árið 1937. Hiö islenzka
þjóövinafélag tók aö sér útgáfu
þeirra bréfa, en dr. Þorkell heit-
inn Jóhannesson haföi veg og
vanda af verkinu. Eins og kunn-
ugt er, komu svo Bréf og ritgeröir
I-IV út i Reykjavik á árunum
1938-47. Eru þar saman komin
rúmlega sjö hundruö bréf frá
fjörutiu og einum viötakanda.
Safn þetta ber hátt i sögu
islenzkra bókmennta og er sú lind
heilbrigðrar lifspeki, sem endast
mun Islendingum um aldir.
Nú hefir dr. Finnbogi
Guömundsson tekið þar upp þráð-
inn, sem staöar var numiö áriö
1948 með þvi að gefa út úrval af
bréfum til Stephans G. Megin-
hluti þess safns var i vörzlum frú
Rósu Benediktsson dóttur Step-
hans, en hún fékk þaö i hendur
Finnboga áriö 1953, og hefir þvi
nú veriö fenginn staöur i Lands-
bókasafni. Bréfin frá Þorsteini
Erlingssyni, sem hér birtast, eru
komin frá Siguröi Nordal. Hann
hafði fengið þaú aö gjöf frá frú
Guörúnu Erlings, en hefir nú gef-
iö þau Landsbókasafni. Annars
eru bréfin i þessu fyrsta bindi rit-
uð af eftirtöldu fólki: frú Helgu
Jónsdóttur, eiginkonu skáidsins,
Eggert Jóhannessyni, Jóhanni
Magnúsi Bjarnasyni, Hirti Leó,
Skafta B. Brynjólfssyni, séra
Friðrik J. Bergmann, Guðmundi
Friðjónssyni og Þorsteini
Erlingssyni.
Bréf frú Helgu, sem er við
bókarupphaf og jafnframt tákn
þess, að safnið sé henni tiieinkaö
(þessarar tileinkunar er sérstak-
lega getið aftan á hliföarkápu
bókarinnar) er skrifað Stephani,
meðan hann var á Islandi sum-
arið 1917. Lysir bréfið frú Helgu
vel. Þaö ber af sér góðan þokka.
Stillinn er hreinn, frásögnin létt
og greindarleg og mátulega
blandin kimni og alvöru þeirrar
konu, sem kann þá list aö stilla
tilfinningunum i hóf. Skemmtileg
er þessi lýsing frú Helgu á há-
tiðarhöldum tslendingadagsins i
Markerville i ágúst 1917:
,,Ég fylgdist með krökkum 2.
ágúst. Þar var múgur og marg-
menni saman komið á Marker-
ville. Ritstjóri Province kveður
hafa verið 50 bifreiðar, og ég
hugsi, að hann fari nærri þvi,
hann var þar lika, ég hef aldrei
séð eins margar bifreiðar saman-
komnar. Kristján Jónsson var
forseti, séra Pétur hélt tölu, góða
að mér fannst, og Kristinn bullaði
nokkur orð, einneginn West, ég
heyrði það ekki, og svo Rev.
Irving frá Calgary, ágæta ræðu,
og svo Dan þingmaöur um smjör
og rjóma.”
Bréf Eggerts Jóhannssonar,
eins af fyrstu ritstjórum Heims-
kringlu, fylla nákvæmlega eitt-
hundrað blaðsiður, og segja þau á
hógværan máta mikla sögu.
Kynni af bréfaritaranum minna á
orð skáldsins „Hinn fórnandi
máttur er hljóður”. Eggert barst
litt á, en geröist engu að siður
þrautseigur stuðningsmaður
góðra málefna. Eins og Finnbogi
getur um i formála sinum, varð
Eggerteinn af fyrstu mönnum til
þess aö birta kvæði Stephans og
gekk siöar meir fram fyrir
skjöldu i þvi að fá 34 vini skálds-
ins til þess að styðja útgáfu And-
vakna, það er að segja útgáfu
fyrstu þriggja bindanna 1909-10.
Bréf Eggerts geyma hina ytri til-
uröarsögu útgáfunnar, auk þess
sem þau varpa furöu fjölbreyti-
legu ljósi á lif íslendinga vestan
hafs og austan um og eftir siöustu
aldamót. Mjög varð Eggert að
treysta á uppsprettulindir and-
ans, þvi aö jarðnesk auðæfi leit-
uðu litt á hans stefnumót. Ahugi
hans var hreinn og ósvikinn.
Eftirgreindur bréfkafli er gott
dæmi um, hvernig Eggert ræöir
ýmis atriði varöandi útgáfu And-
vakna við Stephan. Jafnframt
þvi segir kaflinn nokkuft um hans
daglega amstur og annir á fast-
eignaskrifstofu i Winnipeg.
Bréfið er frá 25. nóv. 1909:
„Góði vinur.
Filistear allir hér i bæ (lög-
menn og Real Estate Brokers)
hafa sótt svo fast á i Land Titles
office-inu nú meir en mánuð, að
legið hefir við, að við gæfumst
upp. Samfara þessari ös er
vetrarkoman. Þetta tvennt er
ástæöan til þess, hve sjaldan ég
skrifa nú um stund. Eg hefi haft
langan vinnutima og veriö lerk-
aður af þreytu, en er nú að taka
mér fri — „sumarfriið", þegar
vetur er kominn.
Þökk fyrir bréfiö þitt siðasta
áhrærandi 3. bindið. Skafti er á
móti „notes”, og svo sagði hann
að Þorsteinn væri Erlingsson.
Segir Þorsteinn vilji ekki hafa
nokkurt orð annaöen ljóð i ljóða-
bók. Likast til þvi, að 3. bindi
fylgi ekki einu sinni skýringar-
grein sem eftirmáli. Þó er timi
enn að ákveða það, en það skilst
mér, að Þorsteinn muni ekki
skrifa hann. Jæja, viö slepptum
þvi öllum skýringum, en mér var
falið að senda Þorsteini hand-
ritin, og það geröi ég. Þau liggja
nú i Leith og fara þaöan til Is-
lands með póstskipi 30. þ.m.”
Eftirfarandi málsgrein er úr
bréfi Eggerts frá 7. okt. 1910:
„Já, skriftin þin á handritunum
seinustu sýnir og sannar, að þú
hefir verið aö vinna meira en þú
átt skilið. En þó nú þreytumerki
séu á skriftinni, þá er hún samt
svo fögur, að sönn prýöi er að i
hvers manns bókaskáp. Það er
ástæöulaust fyrir þig að biðja um
afsökun skriftarinnar vegna, og i
hæsta máta óréttlátt, þvi væri þar
til ástæða, þá ætti sú afsökun að
koma frá okkur, en ástæöuna
vantar — afsökunina þá lika.
Hvað mig snertir þá'þykir mér nú
hálfvænt um þreytublæ á handrit-
inu, — hann sannar, aö höfundur-
inn er háður þeim islenzka skapa-
dóm, að þurfa aðberja gaddinn til
snapar alla ævi — eða — falla.”
I siðsta bréfi Eggerts til
Stephans er að finna eins konar
uppgjör frá Eggerts hendi.
Bréfið er ritað I Vancouver 31. ág.
1924:
„Heiðraði, góði vinur.
Innilega þökk mina eiga þessar
linur að færa þér fyrir „And-
vökur”, 4. og 5. bindi, er bárust
mér i fyrradag. Það var óvænt
„sending" og óverðskulduö, en
vist gladdi hún mig og vakti upp
endurminningar löngu liðinna
daga. Þökk og þökk aftur fyrir og
sérstaklega fyrir áritunina
framan við 4. bindi:
„Vöku-vogreki
varpa ég út á
vik á milli vina,
engin þó auölegð
þér Eggert verði
að bera það undan brimi!”
Dásamlega fallega sagt, en það
erekkisatt! Ég er fyrir löngu bú-
inn að bera þetta vökuvogrek
undan brimi og hefi grætt meir en
ég máske kann að meta, þvi
minnstur hluti gróðans er fólginn
i gulli."
Gaman er að virða fyrir sér
myndina af Eggert á bls. 96 i bók
Finnboga, þvi að i andlits-
svipnum ersama heiórikjan og
birtan og i bréfunum. Samskipti
Skagfirðinganna tveggja voru
með þeim hætti, að báðir höfðu
gróða af.
Löngu áður en Andvökur tóku
að koma út, hafði Eggert sýnilega
orðið til þess að kynna ljóð
Stephans heima á æskustöðvum
þeirra i Skagafirðinum, og leiddi
sú kynning til annars vitnis-
burðar um það gull, sem grafið
verður til i Andvökunum. Hinn
landskunni hagyrðingur Jónas
Jónasson frá Hofdölum segir svo
frá i grein sinni Minningaslitur
um Stephan G.— i fyrsta árgangi
Skagfirðingabókar árið 1966:
„Ekki man ég nú glöggt,
hvenær ég las fyrst kvæði eftir
Stephan G. Eflaust hefur það
verið 1893-1894. Vorið 1893 fór ég i
vist að Vindheimum i Tungusveit.
Húsmóðir min hét Hólmfriður
Jóhannsdóttir, systir Eggerts
Jóhannssonar, sem þá var orðinn
ritstjóri Heimskringlu... Eggert
sendi systur sinni blaðið og auk
þess Nýju öldina, sem mig
minnir, að Jón Ólafsson gæfi þá
út. I báðum þessum blöðum birt-
ust kvæði eftir Stephan G. Sér-
staklega man ég eftir kvæðinu
Myndin, sem Nýja öldin flutti.
Þvi fylgdi mynd af skáldinu. Var
ég stórhrifinn af þvi, fannst þaö
svo frumlegt og skemmtilega
kimið. Var það fyrsta kvæðið,
sem ég lærði eftir Stephan G.
Ég hafði ekkert af ljóðum lesið
nema rimur, fyrr en ég kom að
Vindheimum. Var snemma ljóð-
elskur og fljótur að læra þau
þeirra, sem hrifu mig.”
Þegar Andvökur tóku að koma
út, þ.e.a.s. fyrstu þrjú bindin var
Jónas svo „auralaus”, að hann
gat ekki keypt þær, en kynnin við
þessar bækur tókust fljótt eins og
eftirfarandi frásögn Jónasar
sýnir:
„Andvökur fékk ég lánaðar hjá
Gisla Sigurössyni á Viðivöllum.
Gisli var greindur maður, ljóð-
elskur og mikill aðdáandi
Stephans G. Það var um vetur,
sem ég las andvökur fyrst. Þá bjó
ég á Uppsölum i Blönduhlið, hafði
meðalbú og var einyrki. Nóg var
þvi að starfa og enginn timi til
lesturs, nema klipa hann af
svefntimanum. Vinnutiminn frá
7.30á morgnana til 9.30á kvöldin.
Hefði ég eitthvað að lesa, sem
mér fannst gott bragö aö, hætti ég
sjaldan lestri fyrr en kl. 2-3 að
nóttu. Þannig var það þann tima,
sem andvökur voru til húsa hjá
mériþaðsinn. Ég marglas mörg
kvæðin og hætti ekki fyrr en ég
þóttist skilja þau til fullnustu.
Mörg kvæði og visur lærði ég, t.d.
lærði ég kvæðið Dikónissa, sem er
eitt af lengri kvæðum Stephans,
svo vel, að ég þuldi það upp úr
mér- á skemmtisamkomu
mörgum árum seinna, og er
gerður að góður rómur.
Enn þá finn ég ylinn frá þessum
stolnu stundum með Andvökum,
og enn hressist ég viö aö hugsa til
þeirra.” (Skagfirðingabók 1.
árg., 87).
Bréf þau, sem hér birtast, og
rituð eru af Guömundi á Sandi,
skýra talsvert, að hvaða leyti
sjónarmiðum þeirra skáldanna
bar á milli. Þar er um stigsmun
að ræða fremur en eðlismun, en
opinskár er Guömundur,
stundum eilitiö nærgöngull. 1
fyrsta bréfi Guðmundar itrekar
hann fyrirspurnir sinar til
Stephans um börn hans: „Ég
spurði þig eftir nöfnum þeirra, þó
að ómerkilegt kunni að þykja, og
hæfileikahorfum.” Hafandi
fengið svörin hjá Stephani, tekur
hann svo til orða: „Illa lika mér
sum nöfnin barnanna þinna,
einkum eru nöfnin Jóný og
Stefaný óislenzk.” I öðru bréfi er
þessi athugasemd: „Aldrei
kemur andinn yfir mig, enda er
nú minn andi til ljóðageröar eigi
„andi lampans.” Ég þarf að dá-
leiða mig, leggja mig i bleyti,
sarga og leita, er heila viku, i hjá-
verkum þó, með eitt litið kvæði,
stika út, sker niður, breyti.
Skástu hugsanirnar koma ávallt i
seinni skipunum, allt eftir þvi,
hvernig völubeinið veltur, hver
hátturinn verður. — Er þér þann
veg háttað? Seg mér satt og
rétt.” Ekki fer Guðmundur þó i
launkofa með aðdáun sina á ljóð-
mennt Stephans. „Enn er að
þakka „Andvökur” þinar, sem
mér þóttu góðar .góðgerðir’ ”,
segir hann i bréfi 3. júli 1909.
„Séð hef ég flest kvæðin, en hér er
allt betra og réttara, fyllra og
fegurra i hárbragðinu. I einu
kvæði botna ég ekki: „Undir að-
fall”. Það held ég helzt, að
djöfullinn hafi flogið með þig upp
á ofurhátt fjall o.s. frv., svo við-
förull ertu að sjón og hugsun. Ég
hefði viljað drepa þig til fjár, svo
digran berðu sjóðinn skáldskap-
arins, frumleikans og vitsmun-
anna. Ég öfunda engan Braga-
mann lifandi islenzkan nema
þig.” Og i bréfi nokkru siðar
klifar Guðmundur enn á þessari
hugmynd, þó i dálitið öðru sam-
hengi sé:
„Þú ert betri en góður Braga-
sonur og þó of litið lýriskur oftar
en hitt. Ég er öðru hverju að
yrkja, en hálfskammast min
gagnvart þér. Heizt hefði ég
viljað bita þig á barkann og
drekka úr þér kvasisdreyrann
mértilhagsbóta.m.ö.o. drepa þig
til fjár. En ég næ eigi til þin.”
Þorsteinn skáld Erlingsson
kom mjög við útgáfusögu fyrstu
þriggja bindanna af Andvökum.
Það var ekki einungis, að hann
væri til ráða kvæddur um ýmis-
legt, sem útgáfuna varöaði,
heldur féll það i hans hlut að lesa
prófarkirnar. Þorsteinn ritar
Stephani svo i júni árið 1909:
„Jeg hef verið að leiðretta próf-
arkir af Andvökum og er versta
verk, sem jeg hef gert, og þó
bezta handrit sem jeg hef sjeð til
prentunar sent, en jeg hef oft far-
ið út með þjer út i buskann og ver-
ið kominn vestur til þin eða i bar-
dagann með þjer, án þess jeg gáði
að þvi, þó prentararnir hefðu sett
þar einhvern staf skakt.”
Dæmi Stephans G, á sér vart
hliðstæðu i sögu islenzku þjóðar-
innar austan hafs og vestan. I
æsku fór hann á mis við skóla-
göngu, og meginhluta ævinnar
stundaði hann timafrek búskap-
arstörf. Engu að siður varð hann
eitt af menntuðustu skáldum sem
á islenzku hafa ort, bæði fyrr og
siðar. Hann var óvenjulegur
listamaður i þeirri grein að gera
sér hagstæð ýmis þau öfl, sem
andstæð kynnu að hafa reynzt
öðrúm mönnum og óyfirstigan-
legir faratálmar á þeirri leiðinni,
sem til verulegs bókmennta-
þroska liggur. „Baslið” varð
Stephani að virku og jákvæöu afli
mikilla ljóða. I stað þess að láta
þaö „smækka sig” beizlaði hann
orkulindir þess gullbitlum ljóð-
stafa og rims. Þessi leikni meö
töfrasprotann átti drjúgan þátt i
þvi að afla skáldinu lifshamingju,
en bréfið frá frú Helgu, sem áður
var vitnað i, minnir þó lesandann
einnig á þaö, að hamingja Step-
hans var ekki einungis innan frá
komin, heldur naut hann og
menningarlegrar umhyggju
eiginkonu og barna.
Osjaldan hættir okkur til þess
að mæla einangrun Stephans G.
Stephanssonar landfræðilegum
mælieiningum, og i gamla daga
var hún vissulega löng leiðin frá
tslendingabyggðunum i Dakóta,
Manitóba og Saskatchewan vest-
ur til Klettafjallanna i Alberta, að
ekki sé nú minnzt á þá óravegu,
sem skildu að tsland og Marker-
ville. Hér má þó vafalaust kveða
svo fast að orði, að það hafi ein-
mitt verið fjarlægðinnar vegna,
að andleg samskipti Stephans við
tslendinga austan hafs og vestan
náðu þeirri sérstöku dýpt, sem
bréflegar heimildir sanna. Bréfa-
gerðir um langan veg hvetja til
meiri ihygli en hversdagslegur
samgangur granna i milli. Þann-
ig verður nálægð andans stundum
i öfugu hlutfalli við fjarlægðir á
sjó og landi.
I heimi bókmenntanna er hlut-
ur hinna smærri spámanna meiri
og betri en i fljótu bragði kann að
virðast. Það eru þeir, sem öllum
öðrum fremur undirbúa svo jarð-
veginn, að þeim sem hærra ber
finnist sér þar fullkosta um plógs-
land. Má með sanni segja, að
bréfagerðirnar i kringum Step-
han G. Stephansson séu ekki ein-
ungis merkur vitnisburður um
hans eigin hag, heldur sýni, i
hvers konar jarðveg ljóð hans
féllu, og umhverfis ljóðaakurinn
stóðu fjölmargir vinir hans og
velunnarar traustan vörð, og
skiptir ekki máli.þó að hjá ein-
staka einum yröi góðgirnin að
bæta upp andagiftina. Margir
þeir, sem hér áttu hlut að máli.
töldu sig þrepi neðar skáldinu.
Jafnvel Guðmundur á Sandi bein-
ir augum sinum i hæðir að
Ólympstindum Klettafjalla. 1 sin-
um eigin bréfum mælir Stephan
hins vegar við kotung sem klerk á
grundvelli jafnræðisins, Með þvi
hefir hann tryggt talið, að við-
skiptin yrðu báðum i hag, en
vissulega hniga þó allar heimildir
um Stephan G. i eina átt um það,
að i samskiptum sinum við aðra
hafi hann ávallt verið hinn mikli
veitandi. Máttargæðihans, svo að
gripið sé til skilgreiningar Sig-
urðar Nordals á drengskaparhug-
takinu forna,voru slik, að honum
dugði sams konar viðmót við
höfðingja og almúgafólk.
Dr. Finnbogi Guðmundsson
hefir unnið ágætt verk og þarft
með útgáfu þeirri, sem hér hefir
verið stuttlega getið, og enn hefir
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
þjóðvinafélagsins gætt skyldu
sinnar við islenzkar bókmenntir.
örlygur Sigurðsson listmálari
hefir gert prýðilega mynd af þeim
hjónum, Helgu og Stephani, og er
hún bæði framan á hlifðarkápu og
á opnunni, þar sem bréfin hefjast.
Formálsorð og skýringar dr.
Finnboga veita lesandanum ör-
ugga leiðsögn.
(Ur Lögbergi—Heimskringlu)
!■■■
iB ■
II
::
ii
::
■■
::
::
■■
■■
■■
::
::
::
Ríkkkhkkkkk:::::::::::::
iKKKKKiKKKiKKKKKSKKKKKKKK:
kk:
■■■■■■■■■■■■■■■I
::::k:k:k:k:k::::::kk:::k:í:k::::k::k:kk::k:kkk:::k:::k:k::::::::k:k:::k::kí
ÁLYKTUN RÁÐSTEFNU ASÍ
Ráðstefna sambandsstjórnar ASI
og stjórna allra svæðasambanda
innan þess (Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna i Reykjavik,
Alþýðusambands Vestfjarða,
Alþýðusambands Norðurlands,
Alþýðusambands Austurlands og
Alþýðusambands Suðurlands) og
formanna sérsambandanna
ályktar eftirfarandi vegna erindis
rikisstjórnarinnar um fyrir-
hugaðar efnahagsaðgerðir:
1. Verðlagshækkanir hafa að
undanförnu orðið verulega meiri
en fyrir varð séð og áætlað var, er
kjarasamningar voru gerðir i
desemberbyrjun á sl. ári og enn
er auðsætt að ef ekki verður að
gert verða mikla hækk. siöari hl.
þessa árs. Má ætla,að hækkanir
framfærslu- og kaupgjalds
visitölu veröi af þessum ástæðum
frá samningsgerð 4. des. sl.
orðnar álika og ætlaö var aö þær
yröu orönar seint á árinu 1973.
2. Ráðstefnan telur þessa þróun
verölagsmála hina iskyggi-
legustu fyrir alla viðkomandi
aðila, launafólk, atvinnu-
reksturinn og efnahagskerfiö i
heild,Fyrir launafólk þýða hinar
öru og miklu verðlagshækkanir
stöðugt rýrnandi raunverulegan
kaupmátt,þar sem hluti hækkana
mikilsverðra nauðsynja er ekki
bættur i kaupgreiðsluvisitölu
(landbúnaðarvörur) og neyzlu-
samsetningu láglaunafólks er
þann veg farið, að vistölukerfið
mælir þvi naumlega bætur.
Útflutningsatvinnuvegunum er
og sýnilegur háski búinn ef svo
heldur fram sem horfir, þar sem
kostnaðarverðlag þeirra hækkaj-
stórum meira en verðhækkunum
á fremleiðslu þeirra nemur um
þessar mundir, en reynslan
sannar, að afleiðing slikra lang-
varandi þróunar veröur fyrr eöa
siðar felling á gengi gjaid-
miðilsins með almenna kjara-
skerðingu sem fylgifisk, eöa
stórfelldur samdráttur i atvinnu-
rekstri útflutningsatvinnu-
veganna og atvinnuleysi, eða
jafnvel hvort tveggja.
3. Ráðstefnan metur umsamdar
kjarabætur og raunlauna-
hækkanir samkvæmt
samningunum frá 4. des. og sem
orðið hafa i kjölfar þeirra og gerir
sér jafnframt ljóst mikilvægi hins
sérstaklega hagstæða atvinnu-
ástands, sem rikt hefur undan-
farin tvö ár en bendir jafnframt á,
að verðhækkanaskriðan, sem nú
riður ’yfir og hefur gert að undan-
förnu, leggur hvort tveggja i
yfirvofandi hættu. Það er þvi álit
ráðstefnunnar, að það sé nú
höfuðmál fyrir launastéttirnar.aö
fullnægjandi aögerðir séu fram-
kvæmdar, sem tryggt geti raun-
gildi gerðra kjarasamninga,
viðhaldið kaupmætti almennra
launa þar til hann á samningum
samkvæmt að aukast 1. marz n.k.
og stöövað eftir þvi sem unnt er
frekari verölags- og
kostnaðarhækkanir.
4. Ráöstefnan gerir sér ljóst, að
þær aögeröir, sem rikisstjórnin
leitar nú álits verkalýös-
samtakanna um, eru bráöa-
birgðaaðgerðir, sem ekki er ætlaö
aö standa óbreyttum nema
takmarkaðan tima eða til næstu
áramóta. Aðgeröirnar munu
hinsvegar gefa stjórnvöldum og
aðilum vinnumarkaðarins æski-
legt svigrúm til að gaumgæfa
ástand og horfur og vinna aö
lausn vandamálanna til lengri
frambúðar og teljast að þvi leyti
jákvæðar.
5. Ráðstefnan leggur áherzlu á,að
nefndar aðgeröir hafi ekki i för
með sér skerðingu á meðaltals-
kaupmætti verkafólks á þvi
timabili, sem þeim er ætlað að
standa, enda sé fjár til niður-
greiðslu að mestu aflað með
niðurskuröi rikisútgjalda en að
engu með nýjum sköttum á
launþega, að niðurgreiðslur
hefjist nú þegar og að verðlag
búvara, sem að miklu leyti
fengist ekki bætt með verölags-
bótum á laun, komi ekki til fram-
kvæmda á þvi timabili, sem
aðgeröunum er ætlað aö standa.
6. Með hliösjón af framansögðu
ályktar ráöstefnan að þeir aðilar
sem að henni standa, láti
umræddar aögerðir óátaldar af
sinni hálfu, en leggja hinsvegar
áherzlu á,aö i þeirri afstöðu felst
ekkert afsal neinna þeirra
réttinda eöa kjarabóta, sem i
gildandi kjarasamningum aðila
vinnumarkaöarins felast.
auðvitad þarf mðlningin
a þahi húss yðar
ekki að þnla eins mikiú
ng gðð skipamálning
en betra þó, að hún geri það
Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga i norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum:
Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól.
í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitf, og þetta getið þér með góðum árangri
hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri.
Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval.
REX SKIPAMÁLNING
á skipin - á þökin
HKniiitn Knatjinuoo
T.<knmot« b .ualýun
!■■■■■■■■■■■■<
• ■■■■■■ ■■■■■■!
!■■■■■■!
IKiK!
!■■■!