Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur. 20. júli 1972 TÍMINN 3 Rafvirkjar ákveðnir í að stofna samvinnufélag OÓ-Reykjavík. Nefnd sú, sem Félag isl. raf- virkja setti á laggirnar til að at- huga og uiidirbúa stofnun sam- vinnufélags rafvirkja, er tekin til starfa. Er nefndin farin að viða að sér gögnum og gera drög að íélagssamþykkt, og skipuleggja starfshætti. Gert er ráð fyrir að samvinnu- félagið verði rekið sem verktaka- fyrirtæki og bjóði i stór verkefni og eins að annast alla almenna þjónustu, sem rafvirkjar inna af hendi. Starfrækt verður verk- stæði, en það verður að gera vegna löggildingarinnar i Reykjavik. Verður þvi starfrækt bæði rafvéla- og raflagnaverk- Reykvíkingum metnaðarmál að búa vel að safniÁsmundar Sveinssonar Tillaga Kristjáns Friðrikssonar á borgarstjórnarfundi í dag Listasafn Ásmundar Sveins- sonar er einn mesti dýrgripur borgarinnar, sagði Kristján Frið- riksson við blaðið í gær, er það hafði tal af honum. Það ætti öllum að vera metnaðarmál, að sem bezt sé búið að þvi, svo aö jafnt borgarbúar sjálfir sem innlendir og útlendir ferðamenn geti notið þess til fulls. Þess vegna mun ég bera fram á borgarstjórnarfundi i dag tillögu til ályktunar um að veita Ásmundi vinnuhjálp og fjárframlag, eftir þvi sem þörf gerist, til þess að halda við lista- verkum lians og byggingum og gera honum fært að hafa lista- verk sin til sýnis afmenningi á ákveðnum timum, helzt daglega, einkum að sumrinu. — Sá hluti tillögunnar, sem fjallar um viðhald húsa og lista- verka, er alls ekki fluttur sem ádeila á borgarstjórnarmeiri- hlutann, þótt svo kunni að virðast i fljótu bragði, sagði Kristján Nauðsyn á ríkisleik- listarskóla á íslandi „Varla von á nýjum leikurum í stéttina næstu 6-7 árin”, segja málsvarar ungra leikara Leiklistarnemar úr ellefu leik- listarskólum, alls fimmtiu manns frá Norðurlöndunum fimm, héldu mót i Humlebæk i Danmörku i byrjun júlimánaðar með styrk úr norræna menningarsjóðnum. Þar ' var stofnuð norræn leiklistar- nemanefnd, sem næsta árið mun hafa miðstöð i rikisleiklistar- skólanum i Kaupmannahöfn. Um næstu mánaðamót á að ðoða til fundar alla, sem hug hafa á að stunda leiklistarnám og aðra, sem láta sig þessi mál miklu skipta, og verður reynt að stofna samtök, er geta verið ís- landsdeild norrænu leiklistar- nemanefndarinnar, þar til fslend- ingar eignast rikisleikskóla. Á mótinu i Humlebæk var rætt um leiklistarmál á Isl.. íslenzku fulltrúarnir þar luku leiklistar- prófi vorið 1972 og voru siðustu leikararnir, sem útskrifast hér um langt árabil, þar sem Leikfé- lag Reykjavikur lagði niður skóla sinn fyrir þrem árum, en Þjóð- leikhúsið hefur ekki tekið við nýj- um nemendum og virðist ekki muni gera það i bráð. Af þessum sökum er sennilegt, að óbætanleg vöntun verði á leikurum i sumum aldursflokk- um, og bætist þar við, að þegar er hörgull á leikurum á aldri fimmtiu til sjötiu ára og þrjátiu til þrjátiu og sjö ára, segja þessir ungu leiklistarmenn. Aftur á móti er leikhússókn meiri á fslandi og sætanýting betri en annars staðar á Norður- löndum. Segja þeir, að þetta sé rifjað upp nú, þar sem verið sé að ýta á eftir þvi, að rikisleikskóli verði stofnaður á íslandi. JH ennfremur, heldur til áréttingar á þvi, að betur sé staðið að verki, sem borgin hefur þegar hafið. Sjálfur hef ég rætt um þessa til- lögu við listamanninn, og hann hefur látið i ljós ánægju yfir þvi, að málefni hans og safnsins komi til umræðu i borgarstjórn. Asmundur hefur gefið þessari borg ómetanleg listaverðmæti, sem munu verða borgarbúum til gleði um ófyrirsjáanlega framtið, og borgin stendur i mikilli þakkarskuld við hann. Hvað eftir annað hafa auðugir útlendingar leitað eftir kaupum á safni hans eða hluta af þvi, en hann hefur jafnan hafnað öllum slikum gylli- boðum. Metnaður hans fyrir hönd þjóðar sinnar bannar honum að ljá máls á sliku. — Asmundur hefur látið þess getið við mig, og vill að það komi fram, að hann er þakklátur fyrir ýmisskonar stuðning, sem borgaryfirvöld hafa látið honum i té, og hann telur bera vitni um frjálslyndi þeirra og dirfsku, að þau gáfu honum.félausum manni, kost á landrými til þess að reisa byggingar sinar og koma upp listaverkum sinum. Ég held, að Beitingarvélin beitir ekki sem skyldi ÞÓ-Reykjavik. Eins og sagt hefur verið frá i blöðum, þá er búið að setja niður beitingarvél i Ásþór RE. Nú er búið að reyna vélina nokkrum sinnum, en vélin hefur ekki reynzt eins og til er ætlast. Ásþór er búinn að fara nokkr- um sinnum út i Faxaflóa og hefur vélin verið reynd þar. Allt hefur reynzt vel, nema hvað vélin sleppur alltaf nokkrum krókum framhjá sér óbeittum, þannig að hluti linunnar hefur farið óbeittur út. Norskir tæknifræðingar frá verksmiðjunum, sem framleiða vélina eru nú að reyna að koma vélinni i rétt lag og um leið og vél- in verður orðin eðlileg fer Ásþór til grálúðuveiða. hér þurfi ekki að leggja fram stórfé heldur standa betur að verki,fyrst og fremst. Hitt er svo hagsmunamál og metnaðarmál borgarbúa sjálfra, að listaverkin séu jafnan til sýnis, og þar njóti við aðstoðar manns, sem hefur þjálfun og þekkingu til þess að leiðbeina öðrum. Þá þjálfun getur listamaðurinn sjálfur veitt á meðan hans nýtur við. En það er Asmundi ofætlun, nú orðinn nokkuð aldurhniginn maður, að standa sifellt i þvi að sýna verk sin, og hefur þegar reynt meira en góðu hófi gegnir á hann og konu hans. Þess vegna er fullkomlega timabært að veita þeim hjónum þá aðstoð við þetta, er þeim er ljúft að þiggja, sagði Kristján að lokum, er blaðið spurðist fyrir um þessa tillögu hans. Hækkandi verð í Danmörku ÞÓ-Reykjavik. Sildin, sem veiðist um þessar mundir i Norðursjó virðist nú fara batnandi, allavega hefur verðið hækkað nokkuð, þó svo að það sé ekki orðið jafnhátt og það var þegar bezt lét i fyrra. En hvað um það, sildin fer batnandi og hafa þvi fiskifræðingarnir is- lenzku haft rétt fyrir sér, er þeir spáðu þvi fyrir tveim vikum, að sildin á Norðursjávarmiðum myndi skána, er komið væri fram i júni mánuð. 1 siðustu viku seldu islenzku sildveiðiskipin alls 1.631 lest af sild i Hirtshals og Skagen. Heildarverðmæti aflans nam 24.6 milljónum og meðalverðið var 15. 12 kr., sem er um 2 kr. hærra meðalverð en vikuna á undan. Hæsta meðalverðið i vikunni fékk Ásgeir RE, 22.12 kr. en hann seldi 20.5 lestir fyrir 453 þús. 14. þ.m. Hæstu heildarsölu fékk Eldborg GK, en Eldborg seldi 82 lestir hinn 12. júii fyrir 1 millj. 690 þús. Nokkrir bátar aðrir seldu fyrir meira en milljón i söluferð. i! ti D 1. stæði. Annars er ætlunin að félag- ið verði rekið eins og hvert annað samvinnufélag. Eftir ársuppgjör verður hagnaði skipt milli félags- manna. Hugmynd þessari var fyrst hreyft á félagsfundi i fyrrahaust, en fékk ekki mikinn hljómgrunn. En áhuginn jókst mjög þegar á leið verkfall félagsmanna, sem stóð i rúman mánuð og þótt verk- fallið sé nú til lykta leitt, verður undirbúningi stofnunar sam- vinnufélagsins haldið áfram. Mikið byggt í Mývatnssveit SB-Reykjavík Eins og venjulega á þessum árstima er margt um ferðafólk i Mývatnssveit og hefur það fengið sæmilegasta veður undanfarið til að skoða sig um. Allir sem vilja liafa einnig getað fengið silung að borða, þvi veiði hefur verið nokk- uð góð i vatninu. Allmikið er um að ferðafólk gisti i tjöldum á tjaldstæðinu við Reynihlið, en þar er vatn og góð aðstaða. Mikið er byggt i Mývatnssveit i sumar, bæði eru bændur að byggja sér ibúðarhús og útihús og einnig er verið að byggja smá- barnaskóla i Reynihlið og vöru- geymslu hjá Léttsteypunni, en hún steypir hol- og hellusteina fyrir allt Norður- og Norðaustur- landið. Þar vinna 6-7 manns allt árið um kring. Heyskapurinn gengur sæmi- lega i sveitinni þessa siðustu daga, sem einhver þurrkur hefur verið. Annars var gras viða farið aö spretta úr sér. Hvergerðingum fjölgar jafnt og þétt SB-Iteykjavik. — Það rignir ekki i augnablik- inu, sagði Þóröur Snæbjörnsson, fréttaritari Timans i Hveragerði, er við inntum hann frétta á mið- vikudaginn. Annars kvað hann liafa rignt meira og minna á hverjum dcgi um langt skeið. Ferðafólkið lætur það ekki á sig fá, heldur streymir til Hvera- gerðis og er látlaus bilastraumur alla daga. Næg atvinna er jafnan i Hvera- gerði, ekki verið þar atvinnuleysi i mörg ár. Menn starfa i gróður- húsum, verzlunum og þjónustu- fyrirtækjum og byggja hús. Milli 20 og 30 hús munu nú vera i bygg- ingu, en þó erumikil húsnæðis- vandræði. Fólki fjölgar jafnt og þétt á staðnum og kvað Þórður fjölgunina það mikla, að tæplega væri hún öll heimafengin. Alls munu um 900 manns vera heim- ilisfastir i Hveragerði, en 1000- 1100 manns hafa þar búsetu, þá eru 100-200 á elli-og heilsuhælinu. — Hveragerði er þannig i sveit sett, að við hér viljum byggja staðinn upp sem ferðamanna- og heilsulindarbæ og hafa hann hreinan og fallegan, sagði Þórður og gat þess að endingu, að nú væri aftur farið að veiðast vel i Varm- ánni, en sem kunnugt er, drapst mestallur lax i henni i fyrravor vegna mengunar. 700 laxar úr Laxá á Ásum. Hiaukur Pálsson bóndi á Röðli við Blönduós sagði i við- tali við okkur i gær, að nú væri búið að veiða um 700 laxa á stangirnar tvær i Laxá á Ásum. — Og nú er smálaxinn farinn að ganga, hann er 3-6 punda, það veiðizt nú alveg eins mikið af honum og þeim stærri, sagði Haukur, og hann bætti þvi við að gifurlegt magn af laxaseiðum, svona á stærð við litlaputta sæist i ánni. Lif i Fremri-Laxá. — Svo er að koma lif i Fremri Laxá. Það er ekki búið að stofna formlega veiðifélag um þá á, en hún er nú leigð mönnum frá Grindavfk og hafa þeir veitt töluvert i ánni, sagði Haukur okkur ennfrem- ur. Hingað til hafa veiðisögur frá Fremri-Laxá verið af afar skornum skammti, en viðbúið er að nú verði snögg breyting á þvi. Haukur sagði að lokum, að fyrir skömmu hefði 14 punda lax verið veiddur á stöng i Laxárvatni, og kvaðst Haukur ekkivita um slika veiði áður i vatninu. Þar hefur i sumar veiðzt talsvert af laxi i net.-EB íslenzk þjóðmenning er ekki takmörkuð við sérstaka stétt. A ráðstefnu UNESCO, Menningar og fræðslu- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var I llelsinki i siðasta mánuði, flutti Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra ræðu. Ræddi hann m.a. um opinbera stefnu rikisstjorna i menningarmálum, reynslu is- lendinga og viöhorf þeirra til þessara mála sem þjóðar. Magnús Torfi sagði m.a.: „Reynsla islendinga tvö hundruö þúsund manna sam- félags, cr að sjálfsögðu svo sérstæð að litið vcrður þangað sólt til að varpa Ijósi á mörg þau málefni, sem hér eru til umræöu. Þo tel ég ómaksins vert, að vekja athygli á sér- stöku einkenni menningar- þróunará islandi, sem varðar mál, sem hér hefur vorið á góma. Við islendingar höfum á skömmum tima, eiginlega þessum sjö áratugum sem liðnir eru af öldinni, færzt milli menningarstiga, frá fábrotinni sveita menningu sem har svip af miðöldum. til nútimalegra þjóðfélagshátt, þar sem framleiöslukerfið er nátengl mörkuðunt beggja vcgna Atlantshafs. Það sem við erum hreyknastir af i mótun stefnu i ntenningarmálum, er að okkur hafa hcppnazt þessi um- skipli af einu stigi hagþróunar á annað án þess veruleg brota- löm kæmi i ménningarsam- hengið. Enn i dag getur hvert og eitt læst barn á íslandi lesið sér til gagns fornar sögur ritaðar á tólftu eða þrettándu öld, og tungumál vikinganna með margbrotnu beyginga- kerfi sinu hljómar.nú af vörum flugmanna og tölvutækna. Félagslegar rannsóknir á islandi eru ekki svo umfangs- miklar, að unnt sé að leiða ó- .Vggjandi riik að þvi, scm hér er haldið fram, en við is- lendingar erum þess fullvissir að meginástæðan til, hvcrsu snurðulitil umskiptin milli mcnningarstiga liafa orðið, cr sú staðreynd að þjóðmenning islendinga hcfur aldrci verið takmörkuð við sérstaka stétl i þjóðfélaginu. Sá hluti þjóðarinnar, scm lætur sig mcnningarmál varða, var og er engu siður úr röðum bænda og crfiðismanna en hópi embættis- og menntamanna, sem til skamms tima varafar fámcnnur. Opinber íhlutun háskaleg menningunni. í þessum untræðum verður mönnum tiðrætt um stefnur sem ýmsar rikisstjórnir móta i menningarmálum. Ég verð að játa.að rikisstjórn islands skirrist við að setja fram nákvæma menningarmála- stefnu, þar sem leitazt er við að gripa á grundvallar- atriðum menningarstarfs. Álit okkar cr, að opinber ihlutun, um sköpun og miðlun menningarverðmæta sé lík- legri til ills en góðs, sé þar i nokkru ofgert. Vissulega er það ásetningur islenzkra sjórnvalda að greiða öllum landsmönnum aðgang að menningarlifi samfélagsins, en stjórnun ofanfra i skapandi menningarstarfi i þjóð- félaginu er okkur viöurstyggð. Vera má að i þessu efni láti islendingar stjórnast af sögu- legri reynslu. islenzk þjóð- menning var eitt af fyrstu fórnarlömbum úthugsaðrar menningarmálastefnu af hálfu evrópskrar rikisstjornar.” TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.